Færsluflokkur: Bloggar
12.5.2006 | 21:54
Mygluskán
Þegar ég ætlaði að fá mér að borða í dag gerði ég merkilega uppgötvun: Allt sem mig langaði til að borða og og líka allt sem mig langaði ekki til að borða var myglað í ísskápnum mínum!! Eða næstum því allt. Þetta var ekkert mjög skemmtileg uppgötvun. En ég gat borðað smá - ristað brauð með sveppasmurosti.. sem var eiginlega líka skemmdur þannig að ég henti honum eftir notkun! Ég fór eftir vinnu í Nóatún uppi í Grafarholti og keypti mér smá mat. Nóatún er töluvert ódýrari en búllan sem ég vinn í. Líter af mjólk er alveg 5 krónum ódýrari í Nóatúni en minni búllu.
Lærdómurinn minn gengur ágætlega. Ég er alveg að verða búin með 79 af stöðinni og þá er bara að horfa á myndirnar og skrifa ritgerðina. Ég verð byrjuð á ritgerðinni bara á morgun - annað kvöld - en ég þarf að fara til Keflavíkur til að horfa á myndirnar af því að ég á ekki vídjó. Mamma og pabbi, er það ekki í lagi? Leiðarbókin sem á líka að skila á þriðjudaginn gengur mjög vel. Bjarni er mér innan handar og já.. það gengur bara ágætlega.
Ég er að vinna á morgun frá 9 - 19:30 og á sunnudaginn frá 10 - 19:30. Það verður gaman. Ég hef voðalega gaman af vinnunni minni. Vona bara að dagurinn verði fljótur að líða. Bækurnar bíða þegar ég kem heim annað kvöld... Ætla samt að reyna að mæta á KSF - það er orðið svo ótrúlega langt síðan ég hef hitt krakkana.
Jæja, snakkið mitt og súperdósin mín bíða mín og tölvan auðvitað líka Eins gott að prófa - og ritgerðatímabilið sé ekki lengra en tvær vikur, ég yrði afvelta á nó tæm á öllu þessu áti!! Ég bið bara að heilsa ykkur í bili. Eigið góða helgi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2006 | 21:31
Atómstöðin
Loksins LOKSINS kláraði ég Atómstöðina!!! Lesturinn er búinn að taka mikið á en ekki tekur betra við því ég á enn eftir að lesa 79 af stöðinni og horfa á kvikmyndirnar sem gerðar voru eftir sögunum. Ritgerðarskil eru svo á þriðjudaginn!! Good Luck!!!
Sagan er um Uglu sem kemur úr sveitum Norðurlands til höfuðborgarinnar. Hún er í vist hjá einum af ráðherrum borgarinnar, Búa Árland, konu hans og börnum. Hún kemur til borgarinnar til að læra á orgel og það gerir hún hjá Organistanum. Halldór blandar mörgum af helstu hitamálunum inn í söguna, eins og til dæmis Herstöðvarmálinu og flutningnum á beinum Jónasar Hallgrímssonar frá Kaupmannahöfn til Islands - þótt hann sé ekki kallaður Jónas í sögunni. Sagan er líka ástarsaga Búa og Uglu eftir að kona Búa fer vestur um haf en hún elur barn feimnu löggunnar sem verður þjófur.
Sagan hefur verið talin sem framlag Halldórs Laxness til herstöðvarmálsins en hann var mikill andstæðingur herstöðvarinnar.
Sagan er ekki leiðinleg - ég veit ekki af hverju hefur tekið svona hrikalega langan tíma að fara í gegnum hana. Venjulega er ég mjög fljót með bækur en það er kannski af því að hingað til hefur verið svo langur tími í skil, en því miður er fresturinn alveg að verða búinn!! Þyrfti kannski að fara að drulla mér að halda áfram
Annars fór ég og hitti Guðbjörgu mína í smástund í Smáralindinni áðan. Áður en ég gerði það keypti ég brauðrist (en ekki ristavél eins og ég segi víst en er vitlaust) og hraðsuðuketil - var komin með leið á að brenna mig á höndunum þegar ég hellti vatninu úr pottinum yfir í hitapokann minn!
Tölvan mín er farin að hegða sér mjög undarlega - hún er farin að drepa á sér bara þegar henni hentar! Eða kannski þegar hún hitnar rosalega mikið. Hún má samt eiginlega ekki bregðast mér núna! Ég ætla samt að slökkva á henni og leyfa greyinu að kæla sig niður svo ég geti notað hana í kvöld!
Jæja, ætla að halda áfram að læra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.5.2006 | 23:51
*svooo sæt*
Ég verð eiginlega að ná að henda þessari færslu inn fyrir miðnætti - er búin að blogga á hverjum degi síðan ég flutti hingað yfir og það má ekki bregðast að það komi færsla á þessum dýrðardegi Gengur mér ekki vel að vera bjartsýn?
Þessi dagur... hvað get ég sagt? Vaknaði um 10 og las/horfði á friends/var í tölvunni fram yfir hádegi og meira og minna í allan dag. En ég var líka dugleg. Ég var eitthvað að færa poka með blöðum og drasli inni í geymslu og fann þá ógeðslega kókklístursklessu á gólfinu mínu! Það var ógeðsleg lykt af klessunni! Ég var heillengi að þrífa hana upp, fórnaði meira að segja síðasta uppþvottaburstanum mínum i verkið. Það var nú ekkert mikil fórn samt, gat ekki vaskað upp En ég skemmdi þá hamingju með því að kaupa nýjan uppþvottabursta! Það gengur ótrúlega vel að gera heimilið mitt fínt, þarf bara að setja hlutina á sinn stað eftir notkun - ekki upp á stofuborð eða eldhúsborð eða já.. einhvers staðar en þar sem þeir eiga ekki að vera
Fór í Smáralindina - en ég er alveg komin á það að maður á ekki að fara að versla þegar maður er þreyttur og svangur! Maður nennir þessu engan veginn og vill bara helst drulla sér aftur heim, undir sæng og já.. kannski borða líka. En ég keypti samt smá - ég keypti gult, stutt, ofursvalt pils og bláan kvartermabol. Ætlaði að kaupa svarta og hvíta langermaboli til að eiga undir Húsasmiðjuskyrtuna en það var ekkert svoleiðis til. En maður fer ekki tómhentur út úr Zöru - það er bara þannig. Ég hlustaði á Michael Jackson í ipodinu mínum á leiðinni og það var ýkt gaman
Ef ég á ekki eftir að deyja úr óbeinum reykingum bara hérna í rúminu mínu þá veit ég ekki hvað! Gaurinn sem býr fyrir neðan mig reykir ekkert smá mikið og lyktin kemur inn um gluggann minn með golunni!! Alger vibbi!!
Ég verð að sýna ykkur hvað ég er sæt! Núna fáið þið myndina í lit og kannski leyfi ég ykkur að sjá hvernig ég lít út svart/hvít og sæt á morgun Bjarni gerði myndina svart/hvíta fyrir mig en hún var tekin í afmælinu hennar Jóhönnu um daginn.
Bloggar | Breytt 11.5.2006 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.5.2006 | 00:28
*vonin að vopni*
Ég fékk grillmat áðan. Eitthvað grillað kjöt og bakaða kartöflu. Ég elska bakaðar kartöflur og sérstaklega með bernaise-sósu Ef það væri hægt þá myndi ég kjósa að lifa bara á kartöflum í hinu ýmsasta formi - með bernaise-sósu
Æ ég veit, ég er of einhæf í mat... en hverjum er ekki sama... Þegar ég var lítil talaði ég alltaf um kartöflur sem babur... Það getur enginn sagt mér af hverju.
Ég fór í IKEA í dag til að reyna að hressa aðeins upp á heimilið mitt. Fann alveg það sem ég ætlaði mér að finna og aðeins meira til. Eyddi samt engu rosalegu. Núna vantar mig bara nokkur heimilistæki og þá er ég góð. Það ætti nú ekki að vera neitt mál að nálgast þau - nenni því bara aldrei. Hrikalega erfitt líf sko - en fyrst ég nenni þvi ekki þá getur mig ekki vantað þau neitt rosalega. Eða hvað?
Ég fór á Karlakórstónleika áðan með mömmu minni. Það var æðislegt! Framan af voru lög í þyngri kantinum eftir Verdi og Mozart og fleiri svoleiðis en eftir hlé voru létt og skemmtileg lög. Stjórnandinn er svo mikill snillingur, hann er svo ótrúlega léttur og skemmtilegur. Það er annað en undanfarar hans, eins og smámælti gaurinn sem hljómaði líka og var ekkert skemmtilegur. Einn stjórnandinn sem var með kórinn i nokkur ár lét alltaf einn kórmeðliminn kynna og það voru mjög góðar kynningar en ekkert eins og stjórandinn núna.
Eg ætla að ljúka færslunni á lagatexta að lagi sem mér finnst æðislegt!! Ég veit að margir eiga eftir að dæma tónlistarsmekkinn minn eftir þessu lagi af því ég veit að fólki finnst þetta lag almennt ekki skemmtilegt! Þetta er textinn við lagið hans Kalla Bjarna Aðeins einu sinni sem allir þrír keppendurnir á fyrsta lokakvöldi Idol sungu:
Við lifum aðeins einu sinni
á þessum stað í þessu skinni.
Og því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.
Það er þytur í lofti og þróttur í mér,
í þankanum strauma ég finn.
Mér segir svo hugur að allt gangi upp
og þetta sé dagurinn minn.
Með viljann að vopni
og vonir sem drífa mig áfram.
Ég lagði upp með lítið.
En ég lofaði sjálfum mér því
að klára það verk sem hafið er.
Að njóta þess alveg að lifa nú og hér.
Það eiga allir sína drauma.
Í flestum hugarfylgsnum krauma
þrár sem þurfa að finna farveg,
og verða fljót fyrir rest.
Við lifum aðeins einu sinni,
á þessum stað í þessu skinni.
Því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.
Það er erfitt að lýsa með orðum í raun
hve innra ég tifa og brenn,
ég hef haldið og sleppt, hörfað og sótt,
hlegið og grátið í senn.
Og ávallt ég gefið hef allt
sem átti ég inni.
Við lifum aðeins einu sinni,
á þessum stað í þessu skinni.
Og því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.
Frá og með hér og nú ætla ég að leggja upp með það á hverjum morgni að vakna með það í huga að hver dagur verði góður, að allt sem ég taki mér fyrir hendur gangi upp - á endanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.5.2006 | 11:42
Bílvelta
Í svefntörn minn frá um 8 - 10:30 í morgun dreymdi mig mjög óþægilegan draum. Ég var á leið í vinnuna sem var einhvers staðar ekki í alfaraleið og það var malarvegur þangað. Ég var búin að koma og fara og það var ekkert máli. Á leiðinni í vinnuna (þriðja ferðin þann daginn) var ég að tala við mömmu í símann, hún var að tala um að ég þyrfti nú að skipta um vinnu því það væri svo langt að fara og það væri alveg að koma óveður. Við Fiffi (við vorum ennþá saman í draumnum) ætluðum að fara til Keflavíkur en vegna veðurs þurftum við að hætta við. Ég var nýbúin að skella á mömmu og fattaði að ég var ekki í belti þannig að ég sleppti stýrinu og teygði mig í beltið. Ég var á miklum hraða og bíllinn fór að rása á mölinni og á móti kemur annar bíll. Ég reyndi að ná stjórn á bílnum en endaði á því að ég keyrði útaf og þar var smá brekka og svo klettar. Bíllinn lenti á hliðinni og ég slasaðist ekkert nema fékk verk í hnén! Þar með lauk lífi Benjamíns Dags Sandbergs! Ég fór svo bara í vinnuna og þar var hún Jóhanna Kristín, en við vorum að vinna saman, og hún ætlaði að skutla mér heim. Ég þurfti líka að fá lánaða stóla því ekki gat ég sótt þá til mömmu á ónýtum bíl og veðrið var að verða vont. Ég hringdi í mömmu og lét hana vita af veltunni en vildi ekki að hringja í Fiffa af því að hann var að vinna. Svo vaknaði ég...
Ég fer til Keflavíkur í dag eða kvöld - við mamma ætlum að fara á Karlakórstónleikana í Kirkjulundi/Njarðvíkurkirkju. Veit ekki alveg í hvorri kirkjunni þeir eru. Ég veit ekki hvað ég ætla að stoppa lengi, kannski koma aftur heim til mín í kvöld en kannski vera lengur - og þá jafnvel fram á fimmtudag eða föstudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2006 | 21:19
Mjólkir...
Stolið úr tölvupósti sem ég fékk sendan í vinnunni ekki fyrir margt löngu... Eða hann var nú ekki persónulega til mín heldur til búðarinnar... en þar sem ég svara postinum fyrir hönd búðarinnar þá fékk ég hann líka
Halló... okkur vantar ýkt mikið 1,5 lítra brikk af mjólkum
Bæði ný og létt mjólkum...
Mjólkir seljast nebblega voðalega vel hérna í ...
Væri alveg til í að fá svona 3 brikk af léttmjólkum og 2 brikk af Nýmjólkum.
Ef þið eigið mjólkir endilega sendið mér meil og ég sendi skutluna til mjólkanna ykkar.
Takk
Kv...
Mér fannst þetta of fyndið þegar ég las þetta Mjólk er einmitt eitt af þeim orðum sem eru bara til í eintölu en ekki fleirtölu... Mjólkin mín um mjólkina mína og svo framvegis... En ég átti því miður engar mjólkir til að redda þeim
Svona getur maður nú verið leiðinlegur...
Guðrún Þóra er snillingurinn sem stendur á bak við nýja flotta bannerinn minn!! Takk Guðrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.5.2006 | 14:55
Workin the tan
Maður ætti kannski að láta aðeins heyra í sér!!
Ég vaknaði í morgun kl. 6:15 til að læra en ákvað samt að ég væri soldið klár og lagði mig aftur til 7. Þá las ég allt draslið yfir (er nú samt ekki eins mikið og það hljómar því þetta var bara samantekt á 21 blaðsíðu) og kveikti svo á Friends og lagði mig smá. Ákvað líka að ég þyrfti ekki að fara í sturtu þar sem ég ætlaði í sund... það voru örugglega mestu mistök sem ég hef gert!! Mér leið ýkt illa af því að mer finnst það sjást og finnast langar leiðir ef ég fer ekki í sturtu á morgnana. Þess vegna skil ég ekki fólk sem fer ekki í sturtu á hverjum degi! Ég bara skil ekki hvernig það er hægt! Ég fór svo í prófið og það gekk... Ég held nú alveg að ég hafi náð. Gat allavega svarað öllu - hversu gáfulegt sem það var nú!
Ég kom svo heim og lagði mig í smástund, horfði á Friends og svona á milli þess sem ég svaf talaði ég við Guðrúnu á msn. Þegar ég drullaðist svo fram úr rúminu aftur tók ég mig til og fór í sund. Þar hitti ég Sólveigu og svo síðar Siggu og Guðrúnu Það var voðalega gaman
Við vorum þvílíkt að worka í tan-inu
og erum orðnar ótrúlega brúnar og sætar... allavega ég. Gellan í g-strengnum er orðin reglulegur gestur laugarinnar. Hún er komin í nýtt bikiní - í fyrra var hún í rauðu og núna í ljósbleiku. Hún lítur soldið út eins og kona mafíósa eins og Sólveig segir - alltaf með eldrauðan varalit og þvílíkt máluð, með hárið alveg rosalega greitt, stóra og mikla gullhálsfesti og risaeyrnalokka - og í g-streng! Maður gerir ekki svoleiðis á Íslandi!!
Ég vaknaði með frunsu í morgun! Mér er ekkert smá illt!! en er að reyna að drepa hana með kremunum mínum!! Farðu ljóta frunsa!!!
Er að fara að vinna í þrjá og hálfan tíma á eftir.
En mig vantar ennþá einhvern til að koma með mér á Karlakórstónleikana annað kvöld. Bjarni, ertu geim?? Someone? Anyone?
*I can´t be a way to just kill time until you find someone better!*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2006 | 20:55
*pirr*
Ef ég fæ Ipodinn frá fyrirtækinu í þessari viku - fyrir föstudaginn (það á sko að fara í póst á morgun, gjafabréfið) þá ætla ég ekki að mæta meira!!! Það var hringt í mig áðan, kl. 16:15 og sagt að ég þyrfti að mæta til 20!! Ógeðslega varð ég pirruð en ákvað samt að mæta... En er búin að taka þá ákvörðun að mæta ekkert eftir þetta ef ipodinn minn drullast í hús!!! Af hverju fá allir frí til að læra nema ég? Af hverju þarf ég allaf að hafa fyrir því að skipta og vinna af mér og eitthvað þegar aðrir þurfa það ekki?? Ég er ógeðslega pirruð!!
Ég mætti í gulum buxum í vinnuna! Það var kúl... jæja ætla að bæta upp glataðan lærdómstíma!!!
[viðbætur 3 tímum síðar]
Lærdómurinn gengur ekki sem skildi. Er búin að lesa allt tvisvar en er bara engan veginn i stuði fyrir þetta próf! Ég ætla að kíkja aðeins á glærurnar og fara svo að sofa! Planið er að vakna fyrr á morgun og byrja að læra... Það ætti að ganga eftir þar sem ég vakna hvort eð er á tveggja til þriggja tíma fresti... Get svo bara lagt mig eftir prófið!! Kókneyslan hefur ekkert minnkað - er búin að drekka sennilega tæpa tvo lítra í dag... En hey, ég er í prófum!
Bloggar | Breytt 8.5.2006 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.5.2006 | 15:12
sólbaðslærdómur
Hversu ósanngjarnt er það að sólin byrji að skína eins og vitlaus væri þegar allir þeir sem eru í skóla eru í prófum? Mér finnst það mjög lélegt!! En ég hef engu að síður getað nýtt mér sólina smá. Er búin að njóta þess að sitja úti á svölunum mínum í bikiníi og fá bikinífar og freknur Það hefur gengið svona líka þrusuvel!! En hausinn er að sama skapi ekki mjög góður. Ég gleymi því mjög reglulega að oft - ekki alltaf - fæ ég mígreniköst af sólinni og hitanum!! En hey, þá er bara að poppa nokkrar verkjatöflur og halda áfram að lesa! En ég ætla að lesa bara inni það sem eftir lifir dags. Langar samt alveg hrikalega í sund en það verður að bíða betri tíma. Er búin að plana að fara með Guðrúnu (og Siggu?) á morgun eða þriðjudag. Eins gott að sólin verði ennþá... En mig langar samt í nýtt bikiní... Mitt gamla er orðið frekar lúið...
Mér gengur ágætlega að drekka ekki [mikið] kók! En ég er að reyna að takmarka mig bara við ákveðna tíma dagsins, þegar ég er með eitthvað [ekki óhollt] í maganum... Þá ætti ég að vera góð.
Vill einhvern að koma með mér á tónleika hjá Karlakór Keflavíkur í Njarðvíkurkirkju á þriðjudaginn?
Ætla að halda áfram að tala við Bjarna á msn og lesa efnið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2006 | 02:35
My precious!
Blogg sagði frúin og blogg skal hún fá!
Sorgartíðindi! Reyndar bara fyrir mig - já og líklega Vífilfell líka. Ég þarf að öllum líkindum að hætta að drekka kók og ekki af því að mig langar það heldur af því að maginn minn segir það
Draslans magi!! Ég ætla samt að reyna að laga mataræðið eitthvað til þess að ég þurfi ekki að hætta að drekka mitt ástkæra kók! My precious!! Ég veit í alvörunni ekki hvernig ég á að fara að því - eða hvenær! Það er enginn hentugur tími til að fá fráhvarfseinkenni núna!! Bara engan veginn sko!! Fyrir utan það að ég á endalausar birgðir af kóki núna... Og hvernig fer Vífilfell að þegar ég kaupi ekki kók lengur?? Það á eftir að fara illilega á hausinn!! Við sjáum hvernig fer... er engan veginn tilbúin til að gefa my precious upp á bátinn!!
Mér tókst að fara í samstæðum skóm í vinnuna í dag!
Ég hitti Tinnuna mína áðan. Við fórum út að borða á American Style. Það var ótrúlega gaman enda komið svo hrikalega langt síðan ég hitti hana!! Við sátum á Style-num í tæpa tvo tíma og töluðum og töluðum eins og okkur einum er lagið.
Ég er svo geðveikt þreytt að ég hef akkúrat ekkert að segja. Ég hringdi í hana Jóhönnu mína áðan því nú er hún formlega orðin 25 ára! Dagurinn hennar er í dag, 7. maí. Til hamingju með daginn Jóhanna mín!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar