Færsluflokkur: Bloggar

Keflavíkurfegurð

Ég skrapp i Keflavíkina góðu áðan til að hitta Ástu og Benóný (og Halla líka) en þau komu frá Spáni þarsíðustu nótt. Það var ótrúlega gaman að sjá þau og Ásta var sú eina sem fékk einhvern almennilegan lit þarna úti. Þau komu að sjálfsögðu færandi hendi. Besta barnapían og uppáhaldsfrænkan fékk geggjaðan bol sem ég hlakka ýkt til að nota. Þarf bara að finna eitthvað gott tilefni til að vígja hann Glottandi Við mæðgurnar fórum að skoða nýju íbúðina hennar Ástu. Hún er æði og verður geggjuð þegar allt dótið þeirra er komið inn í hana. Eins gott mér verði boðið í pottapartý í sumar!! Bíllinn minn fékk ókeypis þvott í Keflavíkinni.

Ég furða mig alltaf á því þegar ég keyri suður hversu mikil uppbygging á sér stað - eða kannski ekki á uppbyggingunni sem slíkri heldur hversu hratt þetta gengur allt fyrir sig! Innri-Njarðvík er komin langleiðina upp á Stapa! Það er reyndar ekki byrjað að byggja svo langt en það eru komnar götur með ljósastaurum næstum því yfir í Vogana.

Það er leiðinlegt að vera heima veikur. Ég var veik á mánudaginn - eða með hausverk en af því að ég var ekki að vinna þann dag skipti það ekki máli en ég var veik á þriðjudaginn líka og þurfti að hringja mig inn veika og þá getur maður sko ekki farið neitt út. Ef maður er veikur þá heldur maður sig heima!! Mér var kennt það í æsku Brosandi Ég fékk heimsókn á þriðjudaginn sem var alveg sérdeilis skemmtileg! Alltaf gaman að geta boðið fólki inn í hreina íbúð Glottandi

Ég er að horfa á Fegurðarsamkeppnina á Skjá einum og Friðrik Ómar er að syngja. Hann er æði!! Eurovisionlagið hans er svo grípandi og skemmtilegt.  

Fegurðadrottning Íslands kemur úr Keflavík! Til hamingju Sif!! Brosandi (ekki það að ég þekki hana)


101

Vá 101 heimsókn á bloggið mitt  í dag! Ótrúlega er ég vinsæl Glottandi

Ég lærði áðan að búa til nýja flokka fyrir færslurnar mínar og bjó til einn flokk sem heitir 'vælið' fyrir það fólk sem ekki nennir að lesa um hausverkina mína og fleira svoleiðis skemmtilegt. Geri nú ekki ráð fyrir að blogga mikið í þann flokk þar sem allt sem ég geri og segi er svo dásamlegt að það getur ekki væl Glottandi

Ég bjó til to-do lista í huganum og held ég hafi farið i gegnum öll atriðin á listanum mínum. Það gerist afskaplega sjaldan að ég klári allt sem ég ætla mér ef það tengist heimilinu mínu. Það sem ég er búin að gera í dag:

  • vaska upp það sem hefur fengið að bíða soldið lengi Óákveðinn
  • setja í tvær þvottavélar - gul föt og handklæði.
  • viðra púðana mína (Fiffa) og teppin
  • þrífa baðherbergið
  • leggja mig útaf hausverknum sem ákvað að fara ekki við þann gjörning minn Gráta
  • versla

Á morgun þarf ég svo að moppa gólfin og búa um rúmið því ég á von á fólki í heimsókn. Ég er búin í vinnunni kl. 18 þannig að ég hef smá tíma áður en það gerist.

Shit ég á eftir að deyja úr myglu í vinnunni - klukkan er alveg að verða miðnætti og ég er enn ekki farin að sofa... þarf að vakna kl. 7 til að mæta í vinnu. En ég er búin að taka til hluta af morgunmatnum mínum og setja kók inn í ísskáp og þá er ég góð. Vona bara að hausinn minn verði skárri á morgun. Er búin að vera frekar slæm í dag - alveg sama hversu margar verkjatöflur ég bryð og hve lengi ég legg mig Brosandi Þarf samt að fara að taka saman nákvæmlega hvernig verkirnir mínir eru ef ég þarf að fara til taugasérfræðingsins í haust... þá þarf ég að hafa eitthvað í höndunum um það hvernig verkirnir mínir eru og af hverju þeir koma.

Ég ætla að fara og tannbursta mig og reyna að sofna... sjóða mér vatn í hitapokann líka og svona...

Var samt að átta mig á því að ég er mjög sorgleg... án þess að ég ætli að útskýra það nánar... 


Hausverkur

Alveg er þetta hryllilega týpískt! Eini dagurinn sem ég fæ í frí í langan tíma og ég vakna með dúndrandi mígreni!! Alveg bögg sko! En þar sem ég er í fríi ætti það ekki að hafa nein áhrif á plönin mín fyrir daginn. 

Síðasta helgin mín á Barónsstígnum er liðin! Ég á bara tvo virka daga eftir og þá er ég búin að uppfylla þriggja mánaða uppsagnarfrestinn!! Eftir sjö daga verð ég líka hætt uppi í Grafarholti! Oh það verður æðislegt! Frí í heila fimm daga og svo Ölverið mitt góða Brosandi

Ég er búin að vinna með kassastarfsmanninum mínum síðan fyrir jól og hann er sá eini sem ég vinn með - nema hann sé veikur. Ég bað hann um að kvitta fyrir mig á nokkur blöð sem ég gleymdi að fylla út en þurfti að faxa áður en við færum heim og hann kvittaði 'Þórey' undir blöðin!! Búinn að vinna með mér í rúma sjö mánuði og veit ekki hvað ég heiti!! Hann veit samt alveg hvað ég heiti - hann kallar mig alltaf Þóru - en hann fór samt í algera flækju þegar ég benti honum á að ég héti Þóra en ekki Þórey! 

 Ég er að fara að hugsa um að gera eitthvað af viti - mun samt örugglega kíkja eitthvað við hérna í dag Brosandi

Hver sagði þessa fleygu setningu? 

'Oh my God! I´m standing at the cash register, holding a creditcard in my hand and I'm bored!!'


Heiti potturinn minn

Þá er ágætum degi næstum því lokið! Ok... kannski ekki alveg lokið þar sem klukkan er ekki nema þrjú en þar sem ég er að fara í vinnuna eftir um klukkutíma þá finnst mér deginum eiginlega vera lokið!

Ég var að koma úr sundi með Friðrik Jensen. Það var fínt - ágætt að vinna aðeins í bikinifarinu og freknunum. Eyddum rúmlega klukkutíma í heita pottinum og spjölluðum. Fórum svo á American Style og borðuðum. Hann er einmitt að fara til Svíþjóðar í fyrramálið og þaðan til Túnis í tvær vikur eða eitthvað! Don´t like him!! Langar svo mikið til útlanda... Fýldur En ég fæ að fara í uppáhalds heita pottinn minn í heiminum eftir 16 daga... hana Þóru mína Brosandi Ég á hann og hann má sko heita eftir mér - Hafsteinn segir það Glottandi

Á eftir tekur við vinna í 8 tíma en svo fæ ég frí uppi í Grafarholti á morgun! Þá verður sko tekið til og þvegið Brosandi Svo er vinna uppfrá í tvo daga og fimmtudagskvöld á Barónsstígnum, einn dagur uppfrá og svo vinna í brúðkaupi. Ég hlakka svo til að vinna í því. Það verður gaman. Annað af tveimur brúðkaupum sem ég kem til með að vinna í í sumar/haust. Hitt verður í september hjá Jóni Magnúsi og hans frú.

Ég fæ boðskort í eitt brúðkaup í sumar - er búin að fá frí frá Ölveri allan daginn og jafnvel alla helgina sem það verður - ef ég vil. Það verður gaman Brosandi  Fattaði samt að það er ævintýraflokkur og eitt af KFUK börnunum mínum verður þarna þannig að ég vil ekki taka of marga daga í frí. Ævintýraflokkarnir eru nefnilega eiginlega skemmtilegastir - þeir og unglingaflokkarnir.

Hef ofsalega fátt að segja - er að hugsa um að leggja mig smá stund áður en ég mæti í vinnuna Glottandi Erfitt að vera þreyttur.

 


Letilíf

Yndislegt líf! Annað útsofið mitt í langan tíma Brosandi Það er svo gott að geta legið lengi uppi í rúmi og hugsað um að fara á fætur en fara bara akkúrat ekkert Brosandi Dásamlegt líf!! Eg er nú samt búin að setja í eina þvottavél og þarf að fara að standa upp og vaska upp og borða og taka til og svona. Það hefur fengið að sitja á hakanum soldið lengi núna útaf vinnu og lærdómi. Er svo að fara að vinna kl. 4 í dag. Já, ástandið í búðinni minni er orðið soldið slæmt - hinn kvöldvakstjórinn kom í gær og með uppsagnarbréf í höndinni. Gangi þeim vel. 

Ég er með vöðvabólgu á óþægilegustu stöðum. Ég er með króníska vöðvabólgu í hálsinu og öxlunum sem ég finn yfirleitt ekkert mikið fyrir þannig lagað en hún verður verri eftir vinnuna uppfrá! Eftir síðustu nótt er ég líka farin að finna fyrir vöðvabólgu í bringunni. Það er frekar óþægilegt. 

Systir mín kemur frá útlöndum á þriðjudaginn frekar en miðvikudaginn. Hlakka til að fá hana heim - hún ætlaði að kaupa eitthvað fallegt handa mér Brosandi Fiffi er líka í útlöndum og kemur heim á laugardaginn. Hann ætlaði líka að kaupa eitthvað fallegt handa mér Brosandi Ég er bara hér og fer ekki neitt - nema í sumarbúðir. Verð að segja að ég væri alveg til í að fara til útlanda.. Bjarni - við verðum að fara í haust...

Það eru fullt af fólki að útskrifast í dag og í vikunni næstu. Bjarni útskrifast frá FS í dag - til hamingju með það. Jóhanna litla systir hennar Siggu er að útskrifast úr Flensborg og ef ég hef rétt fyrir mér er Þorkell Gunnar að fara að útskrifast í dag frá MS - Til hamingju.  Tinna útskrifast svo næstu helgi.

Ætla að fara að gera eitthvað af viti...  

Mig vantar einhvern góðan til að nudda á mér hálsinn og axlirnar!! Eg er að deyja... eða svona næstum því. 


Vinnualkinn

Ég endaði á að fara í kannskiekki-partýið í gærkvöldi. Það var voðalega gaman. Missti reyndar af nokkrum lögum á meðan ég fór í sturtu eftir vinnuna og svo þegar ég keyrði í partýið. En það er í góðu lagi - ég sá Silviu Nótt. Ég fæ alltaf svona þjóðarstolt þegar einhver fyrir hönd Íslands kemur fram einhvers staðar. Mér fannst þetta allt í lagi - hún var soldið andstutt, enda búin að vera veik þarna úti. En það var gaman að sjá þetta og brilliant viðtal við hana í fréttunum nokkru síðar.

Ég er búin að vera að vinna að mér finnst eins og brjálæðingur undanfarna daga fyrir utan lærdóminn sem þurfti að sinna líka. En það er allt að baki núna - var það reyndar fyrir nokkrum dögum.  Ég er að fara að vinna á eftir - síðustu helgina mína í 10-11. Þess vegna var ég einmitt að vakna bara núna fyrir stuttu - engin vinna í Húsasmiðjunni í dag og ekkert fyrr en á þriðjudaginn Brosandi En 10-11 á líka helgina þannig að ég sit ekkert auðum höndum neitt. Þyrfti líka að stússast og skila spólu upp í Breiðholt.. og kannski versla smá... 

Í dag eru - ef ég hef ekki tapað mér í talningunni -  18 dagar þangað til ég fer upp í Ölver og sumrinu þar líkur eftir 88 daga - og það er talið eftir heimasíðunni hennar Dagnýjar, hún kemur heim 12. ágúst og ég 16.ágúst þannig að það hlýtur að vera rétt.

Ég hálfligg hérna uppi í rúminu mínu og borða snakk og drekk kók kl. rúmlega 1 á föstudegi og horfa á Friends. Sorglegt - ég veit - á svona góðum degi en ég nenni ekki að hreyfa mig. En það þarf samt að gerast  fljótlega Brosandi

Ég ákvað að hreyfa mig og núna er klukkan orðin 25 mínútur í vinnuna mína. Ég er búin að fara út og vera ótrúlega dugleg. Skilaði vidjóspólunni sem ég gleymdi í Keflavík en þurfti ekki að borga neina sekt, og svo fór ég í Elko. Ég eyði og eyði og eyði og eyði! Eins gott ég eigi peninga til þess Glottandi Ég keypti svona hitateppi fyrir bakið - ég verð svo ótrúlega þreytt í bakinu á að vinna á kassa, sitja í mismunandi þægilegum stellingum og reyna á bakið með að lyfta þungum hlutum - þannig að mér fannst ég eiga það alveg skilið. Sit með það núna og hlakka ýkt til að koma heim úr vinnu og setja það á mig aftur.

Svo keypti ég líka pínu í viðbót Skömmustulegur Friends seríu 8!! Þá á ég frá 5-8 á dvd og allt þar á undan í tölvunni minni. Vantar sem sagt síðustu tvær Brosandi  Fram að þessu finnst mér sjöunda serían held ég best - er allavega búin að horfa á hana oftast. 

Sagði ég ykkur frá diskastellinu sem ég verðlaunaði mig með? Mér fannst ég nefnilega svo ótrúlega dugleg að vinna og svo auðvitað að læra að mér fannst ég þurfa að verðlauna mig með einhverju flottu. Ég keypti diskastell í Húsasmiðjunni, það heitir Aida held ég - ef ykkur vantar að gefa mér gjöf einhvern tímann, þá er hellingur til í þessu merki uppi í Húsasmiðju Glottandi 

Núna ætla ég að halda áfram að horfa smá á Friends og njóta hitans Brosandi Blogga örugglega aftur í kvöld Glottandi


Ölvers-foringar í 10. flokki i fyrra!

...

Mér var nánast hótað lögsókn í dag! Fyrir lélega þjónustu! Hvað er ég að gera þarna? Maður spyr sig!!

Ég vinn samt bara til 31. maí og svo er ég farin í frí. Ég tók þá ákvörðun eftir að hafa áttað mig á því að sumarvinnan mín er alger killer og ég þarf á fríinu mínu að halda til að hvíla mig. En mér finnst það fínt Brosandi Fæ tvær vikur (ekki samliggjandi samt) og verslunarmannahelgina í frí og ætla að reyna að nýta tímann til að gera eitthvað fallegt. Væri gaman að fara eitthvað... en kannski maður láti höfuðborgina/Keflavík duga... kemur allt í ljós.

Ég veit eiginlega ekki af hverju ég er að blogga - eg hef akkúrat ekkert merkilegt að segja. 

Júróvision á morgun... mér hefur verið boðið í tvö partý... eða eitt partý og annað kannskiekki-partý. Það verður bara að ráðast hvort ég nenni einu sinni að hreyfa mig eftir vinnu annað kvöld.

Jói bróðir er kominn heim Brosandi Hann kom að norðan í dag og við fórum saman út að borða áðan. Hann er með álfaeyru.. samt ekki stór - bara oddhvöss... fannst það mjög fyndið... 

Ég ætla að hætta þessu rausi.. bara svona aðeins að láta vita af mér... þarf held ég líka bráðum að sækja þvott í þvottavélina... ég eiginlega stal þvottatímanum af gaurnum í 401... eða nei.. hann var svo góður og sá aumur á aumingja litlu mér sem er alveg að verða fatalaus... og það er sko ekkert grín... hef ekkert gert hérna heima hjá mér lengi og þvílíka draslið í kringum eina manneskju... ég á bara ekki til orð...

Þvottavélin var að hringja Brosandi


Hugleiðingar um framtíðina

Ég er í Keflavík og nýt lífsins. Ég fékk uppáhalds matinn minn áðan, læri með brúnuðum kartöflum og sósu. Aðallega samt kartöflurnar og sósan saman Brosandi Kartöflur eru æðislegar!! Hef nú svo sem ekki margt að segja, lærdómurinn gengur ágætlega - gæti vissulega gengið betur en hey maður verður að líta á björtu hliðarnar, ekki margar blaðsíður eftir. Svo er bara yfirferð og allt í góðum málum. 

Pabbi minn er á fullu að vinna í baðherberginu nýja. Ég sef inni í herberginu hans bróður míns því baðkarið er enn í rúminu mínu. En það er allt í lagi, hann kemur ekki heim fyrr en annað kvöld og þá verð ég farin til vinnu í bænum. 

Hvað gera bændur þegar þeir eru farnir að fara svo mikið úr hárum að þeir hafa áhyggjur af að verða sköllóttir áður en langt um líður? 

Ég er mikið farin að pæla í því hvað ég á að gera eftir útskrift, hvort sem það verður vorið 2007 úr KHÍ eða eftir B.A-gráðuna í íslensku eða masters-gráðu í kennslufræðum, já eða leikskólakennaranám. Hugurinn leitar út á land - það er draumur sem blundar í mér að fá kennarastöðu einhvers staðar úti á landi og vera þar í einhvern tíma. En svo veit ég eki hvort ég vilji yfirleitt verða kennari. Veit ekkert hvort ég hafi einu sinni hæfileika til að kenna börnum og unglingum um besta og merkilegasta tungumál í heimi. Hugurinn leitar til litlu yndislegu bleiubarnanna. Vinna með börnum á leikskólaaldri er það skemmtilegasta sem ég hef gert þannig að kannski ætti ég að taka þetta aukaár í Kennó til að verða leikskólakennari og fara síðan eitthvert að vinna. En hvert? Keflavík/Garður/Suðurnes eru ekki nógu mikið úti á landi, enda ekki nema hálftími í bæinn. Svo finnast mér margir staðir svo hrikalega langt í burtu en ég verð að viðurkenna að Ísafjörður heillar mig rosalega og hefur gert alveg síðan ég fór þangað til Fiffa og fjölskyldu hans um jólin. En það er orðið ansi langt í burtu frá höfuðborginni... Þetta er samt eitthvað sem ekki þarf að taka ákvörðun um fyrr en að ári.. en veldur mér engu að síður miklu hugarangri.

 


stupidity

Þá er þessi helgi liðin og ég get ekki sagt annað en að ég er mjög fegin því. Það var brjálað að gera í morgun eins og í gær, við vorum tvær á kassa til um hálf 12 og það var klikkun. Held ég hafi ekki getað staðið upp frá kassanum mínum fyrr en rúmlega 2... eftir fjögurra tíma stanslausa vinnu. Ég er líka drulluþreytt núna - er nýkomin frá Heiðdísi þar sem Serafar hittust í síðasta sinn áður en Þráinn fer út á laugardaginn - og ég hlakka bara til að fara að sofa. 

Ég fer reglulega bloggrúnta á hverjum degi og er búin að komast að því að það geta allir bloggað málefnalega nema ég! Ég get ekki skrifað um neitt annað en það sem ég geri or better yet það sem ég geri ekki! What's up with that!? En ykkur finnst gaman að lesa um hvað ég geri yfir daginn þannig að ég held því bara áfram Glottandi

Mér var tilkynnt af kúnna í dag að ég væri heimsk - svo heimsk að ég ætti bara að vinna í fiski!! Reyndar var það ekki bara bundið við mig persónulega heldur alla starfsmenn búðarinnar!! Við erum bara öll of heimsk til að fúnkera eða eitthvað... 

 


nenn'ekki

Clay Aiken

Ég er algerlega búin á því eftir daginn. Dagurinn minn byrjaði formlega kl. 8 en ég svaf ekki vel í nótt og var því mjög þreytt þegar ég 'vaknaði' í morgun. Ég fór í sturtu og svo í vinnuna. Þegar ég kom voru allir kassar nema einn í allri búðinni frosnir og ekkert hægt að gera. Ég byrjaði því á því að hanga í rúmlega klukkutíma. Fannst það nú ekki leiðinlegt... BrosandiEn svo líka varð allt brjálað!! Ég held ég hafi ekkert stoppað fyrr en ég fór í mat um tvöleytið. Ég er líka alveg búin á því...

Núna sit ég heima hjá mér, uppi í rúmi og langar ekki að gera neitt. Ég var að koma úr sturtu ef ég skyldi nú nenna á KSF-fund en  þar sem það eru bara 8 mínútur í fund þá nenni ég ekki að finna föt og klæða mig, er nú samt alveg búin að ákveða í hvað ég ætla... en nenni ekki að standa upp... nenni ekki einu sinni að fá mér að borða! Hversu lélegt er það! Ég hitti krakkana bara á morgun og borða seinna. 

Ég er að hlaða ipodinn minn og setja inn ný lög inn á hann. Þökk sé Dagnýju minni þá á ég Measure Of A Man diskinn með Clay Aiken og get farið að hlusta á hann alltaf. Ég er svo hamingjusöm yfir því. James Blunt er nýja uppáhaldið mitt, elska alveg allavega tvö lög með honum: Goodbye My Lover og Wisemen. Æðisleg lög.  Ég sofna alltaf með ipodinn minn í gangi - hlusta alltaf á Stígvélaða köttinn, Kiðlingana sjö og Eldfærin áður en ég sofna eða á meðan ég er að sofna.. kemst yfirleitt ekki lengra en inn í fyrsta lagið í fyrsta leikritinu Óákveðinn

Ætla að fara að borða hrökkbrauð eða eitthvað og halda áfram að horfa á Friends og læra svo Óákveðinn Góð leið til að eyða laugardagskvöldi!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband