Hausverkur

Alveg er þetta hryllilega týpískt! Eini dagurinn sem ég fæ í frí í langan tíma og ég vakna með dúndrandi mígreni!! Alveg bögg sko! En þar sem ég er í fríi ætti það ekki að hafa nein áhrif á plönin mín fyrir daginn. 

Síðasta helgin mín á Barónsstígnum er liðin! Ég á bara tvo virka daga eftir og þá er ég búin að uppfylla þriggja mánaða uppsagnarfrestinn!! Eftir sjö daga verð ég líka hætt uppi í Grafarholti! Oh það verður æðislegt! Frí í heila fimm daga og svo Ölverið mitt góða Brosandi

Ég er búin að vinna með kassastarfsmanninum mínum síðan fyrir jól og hann er sá eini sem ég vinn með - nema hann sé veikur. Ég bað hann um að kvitta fyrir mig á nokkur blöð sem ég gleymdi að fylla út en þurfti að faxa áður en við færum heim og hann kvittaði 'Þórey' undir blöðin!! Búinn að vinna með mér í rúma sjö mánuði og veit ekki hvað ég heiti!! Hann veit samt alveg hvað ég heiti - hann kallar mig alltaf Þóru - en hann fór samt í algera flækju þegar ég benti honum á að ég héti Þóra en ekki Þórey! 

 Ég er að fara að hugsa um að gera eitthvað af viti - mun samt örugglega kíkja eitthvað við hérna í dag Brosandi

Hver sagði þessa fleygu setningu? 

'Oh my God! I´m standing at the cash register, holding a creditcard in my hand and I'm bored!!'


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mígreni, mígreni, mígreni. Þú ert alltaf með mígreni... og ég sem aldrei fæ mígreni ;)

Bjarni (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 17:52

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er ekkert alltaf með mígreni - hef verið mjög góð af því undanfarið! En fólk fær alveg að vita af því ef ég með svoleiðis. þaðer svo sárt!

Þjóðarblómið, 22.5.2006 kl. 18:01

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

well well well.

Þórey Jenný Benónýsdóttir hljómar vel :) ypsilon í öllu saman ;p

15 dagar í að við hittumst :D vá hvað tíminn líður hratt!

Guðbjörg Þórunn, 22.5.2006 kl. 19:27

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Hvurslags húmor væri það eiginlega hjá foreldrum að nefna barnið sitt Þórey Jenny?? Þakka fyrir að ég heiti 'bara' Þóra :)

15 dagar and counting... litli tilvonandi þrællinn minn :)

Þjóðarblómið, 22.5.2006 kl. 19:30

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

Þóra Jenný :D Jenný Jenný Jenný Jenný :D múhahaha :p ætla kalla þig Þóru Jenný uppí Ölver :p

Guðbjörg Þórunn, 22.5.2006 kl. 19:44

6 identicon

Rachel sagði þessa mögnuðu setningu þegar hún var að versla ungbarnadót með Ross og afgreiðslustelpan fór að reyna við hann.

Hlínza (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 20:13

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Guðbjörg, það er allt í lagi því þú verður bara í viku. Svo fer alveg eftir forstöðukonu og samstarfsfélögum hvað ég er kölluð... fer eftir því hvað þær eru vanar að kalla mig..

Og Hlín er Friends-snillingur :)

Þjóðarblómið, 22.5.2006 kl. 20:17

8 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

ahh þetta er hrikalegt!

Ég þekkti þessa setningu engan veginn og við erum að tala um það að ég var hinn mesti friends sjúklingur!

En ég hef ekki séð friends í heilt ár þannig að ég nota það sem mína afsökun!

Dagný Guðmundsdóttir, 23.5.2006 kl. 09:32

9 identicon

æjæj ég er alltaf að fá svona þess vegna vorkeni ég þér

katrín (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 46415

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband