Færsluflokkur: Tónlist

*vonin að vopni*

image002.jpg

Ég fékk grillmat áðan. Eitthvað grillað kjöt og bakaða kartöflu. Ég elska bakaðar kartöflur og sérstaklega með bernaise-sósu Brosandi Ef það væri hægt þá myndi ég kjósa að lifa bara á kartöflum í hinu ýmsasta formi - með bernaise-sósu Glottandi Æ ég veit, ég er of einhæf í mat... en hverjum er ekki sama... Þegar ég var lítil talaði ég alltaf um kartöflur sem babur... Það getur enginn sagt mér af hverju.

Ég fór í IKEA í dag til að reyna að hressa aðeins upp á heimilið mitt. Fann alveg það sem ég ætlaði mér að finna og aðeins meira til. Eyddi samt engu rosalegu. Núna vantar mig bara nokkur heimilistæki og þá er ég góð. Það ætti nú ekki að vera neitt mál að nálgast þau - nenni því bara aldrei. Hrikalega erfitt líf sko - en fyrst ég nenni þvi ekki þá getur mig ekki vantað þau neitt rosalega. Eða hvað? 

Ég fór á Karlakórstónleika áðan með mömmu minni. Það var æðislegt! Framan af voru lög í þyngri kantinum eftir Verdi og Mozart og fleiri svoleiðis en eftir hlé voru létt og skemmtileg lög. Stjórnandinn er svo mikill snillingur, hann er svo ótrúlega léttur og skemmtilegur. Það er annað en undanfarar hans, eins og smámælti gaurinn sem hljómaði líka og var ekkert skemmtilegur. Einn stjórnandinn sem var með kórinn i nokkur ár lét alltaf einn kórmeðliminn kynna og það voru mjög góðar kynningar en ekkert eins og stjórandinn núna.

Eg ætla að ljúka færslunni á lagatexta að lagi sem mér finnst æðislegt!! Ég veit að margir eiga eftir að dæma tónlistarsmekkinn minn eftir þessu lagi af því ég veit að fólki finnst þetta lag almennt ekki skemmtilegt! Þetta er textinn við lagið hans Kalla Bjarna Aðeins einu sinni sem allir þrír keppendurnir á fyrsta lokakvöldi Idol sungu:

Við lifum aðeins einu sinni
á þessum stað í þessu skinni.
Og því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.

Það er þytur í lofti og þróttur í mér,
í þankanum strauma ég finn.
Mér segir svo hugur að allt gangi upp
og þetta sé dagurinn minn.
Með viljann að vopni
og vonir sem drífa mig áfram.

Ég lagði upp með lítið.
En ég lofaði sjálfum mér því
að klára það verk sem hafið er.
Að njóta þess alveg að lifa nú og hér.

Það eiga allir sína drauma.
Í flestum hugarfylgsnum krauma
þrár sem þurfa að finna farveg,
og verða fljót fyrir rest.
Við lifum aðeins einu sinni,
á þessum stað í þessu skinni.
Því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.

Það er erfitt að lýsa með orðum í raun
hve innra ég tifa og brenn,
ég hef haldið og sleppt, hörfað og sótt,
hlegið og grátið í senn.
Og ávallt ég gefið hef allt
sem átti ég inni.

Við lifum aðeins einu sinni,
á þessum stað í þessu skinni.
Og því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.

Frá og með hér og nú ætla ég að leggja upp með það á hverjum morgni að vakna með það í huga að hver dagur verði góður, að allt sem ég taki mér fyrir hendur gangi upp - á endanum.


Playlistinn minn

Meat Loaf - Back from Hell

Núna undanfarið hef ég verið að hlusta á sömu lögin - bæði í tölvunni og í bílnum - og þessum playlisti/diskur tekst undantekningalaust að koma mér í gott skap. Þau lög sem ég hlusta mest á núna eru:

  1. You'll think of me - Keith Urban
  2. Rómeó og Júlía - Á móti Sól
  3. Daniel - Elton John
  4. Líf - Hildur Vala
  5. Man in the mirror - Michael Jackson
  6. Hvers vegna varst' ekki kyrr? - Reggae on Ice
  7. Coast to coast - Westlife
  8. Það er svo skrítið - Stefán Hilmarsson
  9. Original Sin - Elton John
  10. I´d do anything for love (but I won't do that) - Meat Loaf
  11. Paradise by the dashboard light - Meat Loaf
  12. Two out of three ain't bad - Meat Loaf

 Ég hef aldrei reynt að halda því fram að tónlistarsmekkurinn minn sé eitthvað æðislegur enda má kannski best sjá á því að Backstreet Boys eru uppáhöldin mín í heiminum!! Og það verður seint sagt að ég hafi eitthvað vit á tónlíst - eina tóntegundin sem ég kann er Þóru-tóntegund - en ég heyri nú samt ef ég er ekki á sama stað og annað fólk er að syngja á. Ég hef samt ekkert vit á áttundum eða þríundum eða neinu svoleiðis. Enda verða einhverjir að syngja illa til að hægt sé að kunna að meta þá sem syngja vel.

 Þetta er dúettinn milli Meat Loaf og gellunnar í I'd do anything for love (but I won't do that)  og hann er bara snilld!!! Mæli með þesu lagi og bara öllu því sem Meat Loaf hefur sungið - alger snilld!! 

Girl : Will you raise me up?
Will you help me down?
Will you help get me right out of this Godforsaken town?
Will you make it a little less cold?
Boy : I can do that!
I can do that!
Girl : Will you hold me sacred?
will
you hold me tight?
Can you colorize my life I'm so sick of black and white?
Can you make it a little less old?
Boy : I can do that!
I can do that!
Girl : Will you make me some magic, with your own two hands?
Can you build an Emerald city with thes
e grains of sand?
Can you give me something that I can take home?
Boy : I can do that!
I can do that!
Girl : Will you cater to every fantasy that I've got?
Will ya hose me down with holy water - if I get too hot - ?
Will you take me to places that
I've never known?
Boy : I can do that!
I can do that!
Girl : Afert a while you'll forget everything,
It was a brief interlude, And a midsummer night's fling,
And you'll see that it's time to move on.
Boy : I wont do that!
I wont do that!
Girl : I know the territory - I've been around,
It'll all turn to dust and we'll all fall down,
And sooner or later you'll be screwing around.
Boy : I wont do that!
I wont do that!

 


Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband