Færsluflokkur: Bloggar
6.5.2006 | 00:57
How stupid?
Systir mín er að fara til útlanda eftir rosalega fáa klukkutíma, eiginlega bara tæpa 7 tíma! Og hún tekur litla prinsinn minn með og ég fæ ekki að sjá hann í 16 daga!! Held í alvöru að það hafi aldrei liðið svona langur tími liðið á milli heimsókna til þeirra. Nema jú í fyrra þegar hann var alveg glænýr. Ég var föst í sumarbúðum og hitti hann þess vegna afar sjaldan... en síðan þá hef ég verið nánast vikulegur gestur heima hjá þeim og borðað matinn þeirra
Hversu utan við sig þarf maður að vera til að fara í sitthvorum skónum út?? Ég fór í sitthvorum skónum í vinnuna, öðrum svörtum NIKE-strigaskó og hinum bláum og hvítum FILA-skó en það sem meira er er að ég fattaði það ekki fyrr en fjórum og hálfum tíma síðar!!! Ég nota Nike-skóna alltaf á daginn nema þegar ég fer í vinnuna því það er svo vont að standa á þeim lengi og þeir eru í þrengri kantinum. Fila-skórnir eru hins vegar með betri botni og rýmri og þægilegri til stöðu í 8 tíma... ég áttaði mig ekki á því að það væri neinn munur FYRR en ég fattaði ruglinginn!! Þá fyrst varð mér illt í hælnum þeim megin sem nikeskórinn var... en þangað til var fílingurinn í báðum fótunum alveg eins.
Ég ætti kannski að fara að sofa...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.5.2006 | 13:20
No sleep
Ég er hætt að geta sofið á nóttunni. Ég vakna á um tveggja tíma fresti... þetta er alveg mest bögg í heimi. Í nótt fór ég að sofa um hálf 2, vaknaði aftur rétt um þrjú (ég bæði kíkti á klukkuna og svo pípir klukkan hans Fiffa alltaf inni í geymslu um þrjúleytið) ég kveikti á Friends og fór aftur að sofa. Svo vaknaði ég aftur um 6 leytið. Þá var mér orðið svo illt í síðunni/mjaðmabeininu eða eitthvað og þurfti að standa upp til að sjóða vatn í hitapokann minn svo ég gæti sofnað aftur. Það tókst að lokum og ég vaknaði aftur um 8... hljómar þetta ekki skemmtilega?? Það er alveg jafn leiðinlegt að lesa um þetta og að upplifa þetta Alltaf þegar eg vakna kveiki ég á Friends til að geta sofnað, finnst það mjög þægilegt. Svo vaknaði ég aftur rétt fyrir 11 og nennti ekki að reyna að sofna meira.. Kveikti bara á tölvunni og byrjaði að læra
hef einmitt um tvo og hálfan tíma í viðbót til að læra áður en ég fer í vinnuna. Gengur ágætlega.
Eins og mér finnst gaman og gott að fara í sturtu finnst mér allt í kringum það alveg ótrúlega leiðinlegt. Mér finnst svo leiðinlegt að klæða mig úr til að geta farið í sturtuna en leiðinlegast finnst mér samt að þurrka mér eftir sturtuna...
Jæja, ætti kannski að halda áfram að læra, kókið býður og word-skjalið í tölvunni sömuleiðis
Can you people not see me!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.5.2006 | 01:14
blátt blátt blátt
Ég hunskaðist loksins til að skipta um á rúminu mínu og mér liður ekkert smá vel núna. Ligg í hreinu, bláu rúmi með tölvuna í fanginu og kók á borðinu Ég elska að sofa í bláu. Er með lak sem er alveg ótrúlega flott blátt en reyndar með Bangsímon-sængurverið sem er ekki alveg nógu mikið blátt - bara svona ljósblátt undir og á köntunum... Bláa Bangsímon-sængurverið mitt var nefnilega að fara af. Og það eru einmitt einu tvö sængurverin sem ég á
Er að hugsa um að fjárfesta í bláu sængurverið við fyrsta tækifæri
Það er kannski líka kominn tími til að þroskast upp úr Bangsímon?? hmm.. nei ætli það... ekki alveg strax... er nú enn bara tuttuguogfjögurra ára...Ég sný sænginni alltaf öfugt - ekki á röngunni heldur með opnanlega endann upp að andlitinu - þegar ég sef með þessa sæng því þá er Eyrnaslapi rétt hjá mér... já ég veit, ég veit, fer bráðum að þroskast...
Nýi síminn minn er ótrúlega skemmtilegur nema ég myndast ekkert voðalega vel í honum. En hann er skemmtilegur að öllu öðru leyti! Ég náði mér í hringingar í hann í dag og vitiði hvað? Jólalagið mitt var til i svona fjöltóna dóti... ég varð ýkt glöð Þá get eg haldið áfram að hafa jólalag allan ársins hring... mér og öllum öðrum til mikillar gleði... allavega mér
Ég veit ekki af hverju ég er að blogga í þriðja skiptið í dag... kannski bara af því að ég er búin að vera of mikið með tölvuna í fanginu... og mér er illt í maganum/síðunni eða eitthvað... en hausinn er búinn að vera kátur í marga daga Þið fáið bangsímon mynd í tilefni sængurveranna minna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.5.2006 | 19:45
Oh svo sexy
Loksins fékk ég brjóstahaldarann minn aftur!! Ég fór með hann í LaSenza fyrir löngu síðan af því að hann var farinn að rakna upp eftir frekar litla notkun og gellurnar í búðinni ákváðu að taka hann og laga. Þær ætluðu svo að hringja þegar hann væri tilbúinn. Eitthvað virðast þær hafa gleymt því og ég sömuleiðis að fara og tjekka á honum. Ég fór í Kringluna í dag til að kaupa það allra nauðsynlegasta.. kók og meira kók og fleira drasl úr bónus, einnig fór ég til hennar Jóhönnu í Símann og keypti hjá henni geðveikan síma, mynd af honum hérna til hliðar Á leiðinni út mundi ég svo eftir brjóstahaldaranum mínum og fór því í LaSenza. Brjóstahaldarinn var tilbúinn (örugglega fyrir löngu síðan) og fyrst ég var nú byrjuð að eyða þá ákvað ég að kaupa tvær hotpants - bleikar og bláar
Svo maður geti nú verið sexy...
Á meðan ég var að versla fékk ég gátlistann sem ég var að vinna til prófs fullbúinn upp í hendurnar og þýðingu á ensku bókinni. Ferlega þægilegt Svo þegar ég var rétt að komast á skrið aftur í lærdómnum komu mamma og pabbi og við fórum út að borða á Brasserie Ask. Takk fyrir mig
Er að hugsa um að halda áfram að læra...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.5.2006 | 13:32
Lærdómur hvað?
Lærdómurinn gengur.. ekkert of vel en ég kemst þó áfram! Veðrið er að gera mér þvílíkan grikk því það er ýkt mikil sól úti en ekki nógu hlýtt. Ég sé það alveg í hyllingum að setja stól út á svalir og læra bara þar en því miður er kuldinn aðeins of mikill. Ég er samt alvarlega að hugsa um að kíkja í heitu pottana á eftir... Veit ég á að vera að læra.. en sólin er bara of freistandi!! Ég er að hugsa um að láta það eftir mér á eftir..
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa meira... er að lesa um íslenskukennslu í skólum og hvort hún samræmist þeim lögum sem gilda um grunnskólana. Ekkert mjög spennandi fyrir þá sem ekki hafa áhuga á þessu þannig að ég ætla ekkert að íþyngja ykkur með einhverju svona rausi...
Ætla bara að setja inn mynd af mér í staðinn fyrir lesefni... kannski kemur eitthvað meira frá mér í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.5.2006 | 23:19
Hörkuskutla
Dagurinn minn í Keflavíkinni var ótrúlega góður. Ég fór fljótlega upp úr hádegi og var komin um hálf tvö. Ég var búin að fá prinsinn minn lánaðan og eftir að hafa borðað fórum við í göngutúr bara tvö. Við kíktum í vinnuna til hennar Jóhönnu og fórum svo upp á heilsugæslu til mömmu. Þar lenti ég í smá bardaga við Benóný þar sem það þurfti að skipta á honum og það þarf sko að halda honum niðri!! Og hann að sjálfsögðu ekki sáttur og það heyrðist langar leiðir En allt fór þetta nú vel að lokum. Við biðum eftir að amman kláraði vinnuna og vorum samferða henni heim. Hann sofnaði á leiðinni til baka. Við komum heim en ég gleymdi eiginlega að ég ætlaði að stoppa í búðum á leiðinni heim þannig að ég fór aftur út að labba með hann sofandi í grenjandi rigningu
Ég rölti niður í Rafeindatækni og á leiðinni upp Hafnargötuna aftur mundi ég eftir því að keðjan á þríkrossinum mínum er búin að vera slitin síðan síðasta sumar þannig að ég stoppaði í Georg V. Hannah og keypti keðju. Loksins er ég komin með þríkrossinn minn um hálsinn en hann fékk ég í stúdentsgjöf frá Jóhönnu og fósturfjölskyldunni minni. Svo kíkti ég líka við í Mangó. Ég náði að fjárfesta í tveimur bolum og einu pilsi sem er bleikt á litinn. Þess má geta að það er fyrsta bleika fatið sem ég kaupi. Annar bolurinn er svona túttubolur - bundinn í hálsinn og fleginn - og ég veit ekki alveg hvort ég komi til með að nota hann vegna þess að það er ekki hægt að vera í brjóstahaldara í honum og ég er eiginlega ekkert með brjóst... eða jújú.. bara ekki mjög sjáanleg... Ég verð örugglega hörkuskutla í bolnum
Á morgun tekur svo harkan við!! Vakna á góðum tíma fyrir hádegi, drekka næringardrykk (ef ég drullast til að vaska hristimælidótið mitt upp) læra fyrir próf, skipta um á rúminu (er enn ekki búin að því) og þvo þvott þar sem ég er að verða fatalaus... össsssss... ekki gengur það...Ég þarf líka að fara niður í búð og redda laugardeginum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.5.2006 | 11:32
Sumarið mitt
Ég ákvað að eyða síðustu færslu út þar sem ég var ýkt pirruð þegar ég skrifaði hana. Og það eru bara 13 manns búnir að skoða síðuna mína frá miðnætti þannig að það er allt í lagi
Þessi óútskýrði verkur sem ég er með ákvað að hverfa bara akkurat eiginlega ekki neitt í gær, held ég hafi náð þremum verkjalausum tímum á vaktinni í gær. Enda gerði ég nú mest lítið í gær og meikaði stundum meira að segja ekki að afgreiða viðskiptavinina. En þetta reddaðist nú allt saman - á svo ótrúlega frábæran kassastarfsmann sem reddaði þessu bara
Núna eru bara þrír virkir dagar og tvær helgar eftir í þessari vinnu. Er búin að fá frí á sunnudaginn vegna próflesturs en ætla að reyna að losna við laugardagskvöldið líka. Fékk alveg áfall um daginn þegar ég heyrði að fólk hefði komið grátandi út úr prófinu í fyrra Vona að það verði ekki uppi á teningnum núna.
Það fer alveg að styttast í sumarið mitt. Held það séu svona 34 dagar þangað til fyrsti flokkurinn kemur upp í Ölver. Ég hugsa samt að ég verði farin uppeftir einhverjum dögum áður, og njóta þess að vera fáir í kofanum, fara í pottinn og klára að ganga frá og svoleiðis. Ég verð fyrstu fjórtán dagana, 6. - 20. júní, kem í bæinn í viku 20. - 27. júní,og verð þá að vinna í Húsasmiðjunni, fer aftur upp í Ölver í viku, 27. júní - 4. júlí, og kem svo aftur í vikufrí, 4. - 11. júlí og fer svo uppeftir í þrjár vikur frá 11. júlí - 4. ágúst og fæ frí um verslunarmannahelgina og fer svo aftur uppeftir í eina viku frá 9. - 16. ágúst. Þetta verður stuð. Ég veit samt ekki alveg hvort ég nenni að vinna í fríinu mínu en ég hef ennþá smátíma til að ákveða það. Er búin að segjast ætla að koma en veit ekki hvort ég nenni því í alvörunni...
Ég er á leið til Keflavíkur svona þegar ég drullast framúr og í sturtu. Systir mín er flutt til Keflavíkur og ég er að fara þangað til að passa prinsinn minn á meðan mamma hans lætur dekra við sig svona rétt áður en hún fer til útlanda Þau eru að fara til Spánar á laugardaginn í 16 daga! Ég verð nú að viðurkenna að ég öfunda þau alveg smá sko... Engin utanlandsferð handa mér í sumar... En ég og Bjarni erum jafnvel að spá í að fara í helgarferð eitthvert í haust.. af því að við virðumst vera eina fólkið sem fer ekki neitt í sumar
Ætla að drulla mér í sturtu
Ég lofaði að birta niðurstöðurnar úr könnuninni á hinu blogginu mínu:
Áttu hjálpartæki ástarlífsins?
Já, ég á egg! 66
Já, ég á dildo! 2%
Jebb ég á þrjú eða fleiri!! 6%
Jebb, ég á heilan dótakassa/skúffu! 4%
Nei glætan!! 21%
47 tóku þátt.. og flestar af stelpunum virðast eiga egg á meðan 21% segja glætan!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.5.2006 | 15:47
Að deyja...
Það gekk svona næstum því allt upp sem ég ætlaði mér í gær. Ég endurraðaði húsgögnunum mínum - setti þau aftur á sinn stað - ég moppaði gólfið og ég var ótrúlega dugleg að lesa. Reyndar var ég líka mjög dugleg að horfa á Friends og annað skemmtiefni í sjónvarpinu og ég sofnaði líka
Ég hitti llíka Jóhönnu í gær Fór með henni og gæjanum á American Style Voðalega ljúft... Fór svo bara aftur heim að læra...
Ég er búin að skila af mér stóra verkerfninu, við kláruðum það í morgun og tilfinningin er ekkert smá góð. Kom svo hérna heim og lagði mig því ég er að deyja úr einhverjum óskilgreindum verkjum. Má ég þá biðja um mígrenið mitt? Ég veit hvað það er og ég ræð við það.. eða þannig.. Meika ekki einhverja verki sem ég skil ekki og get ekki lagað. Verkirnir hurfu þegar ég lá á hitapoka en um leið og ég stóð upp aftur þá komu þeir...
Eftir korter þarf ég að vera mætt í vinnu og vaktin er 8 tímar... gangi mér vel... Ég stend varla upprétt.. gaman að láta mig afgreiða sig í dag
Það eru komnar 90 heimsóknir í dag en eitt kvitt - frá honum Bjarna. Og hvað á það að þýða að umræðan heitir Kynlíf og ég fæ ekki betri undirtektir en þetta???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.5.2006 | 19:59
Kynlíf
Ég var að horfa á dr. Phil í morgun og hann var að ræða við nokkur pör þar sem kynlíf var notað sem vopn eða leikfang til að öðlast eitthvað.
Ein konan gjörsamlega seldi líkamann sinn. Þetta byrjaði sem leikur hjá þeim hjónum - eftir eitthvað brjálað kynlíf fékk hún demantshring. En núna er það þannig að maðurinn hennar verður að gefa henni eitthvað til að fá kynlíf. Hún á helling af designer- húsgögnum, - skartgripum og -fötum. Hún var líka búin að fá að fara til útlanda í staðinn fyrir kynlíf. Að eigin sögn er hennar stærsti sigur endurinnréttingarnar á baðherberginu heima hjá þeim. Núna er hún að vinna í að fá t-bird 'and that's a lot of sex!' sagði konan þarna í þættinum.
Önnur stundaði kynlíf þegar hún neyddist til þess með manninum sínum og þegar hún gerði það þá kom hún varla við hann, lá bara hreyfingarlaus og lét hann hjakkast á sér og hún leit varla á hann!!! Hversu steiktur þarf maður að vera?? Þau stunduðu mjög sjaldan kynlif.
Af hverju, í þessum tilfellum, eru mennirnir með konunum sem nota kynlíf sem vopn? Þetta er svo rosalega stórt hluti af sambandinu og svo rosalega mikilvægur hluti af því sem pör eiga saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.5.2006 | 12:34
...
Góðan daginn
Þá er maður vaknaður og kátur - eða allavega kátari heldur en í nótt Það er ágætt. Ég er að undirbúa mig undir dag lærdóms, þvotta og þrifa. Ég er búin að setja í eina vél og skila því svo af mér við tækifæri. Eftir því hvenær það hentar. Ætla svo að þvo meira síðar í dag. Og jafnvel skipta á rúminu mínu
Það er best í heimi að sofna í hreinu og vel lyktandi rúmi!!
Svo er ég að hugsa um að færa stofuna mína aftur inn í stofu - úr herberginu og ganginum/eldhúsinu. Það er bara svo ótrúlega þægilegt að hafa stofuborðið hérna við rúmið til að geyma tölvuna á og fleira drasl. En ég vil samt hafa sófann minn fyrir framan sjónvarpið en ekki fyrir framan klósettdyrnar og ætla því að vinna í færa hann þangað svona eftir því sem líður á daginn.
Ég veit ekki alveg af hverju ég blogga svona oft og mikið, það er ekki eins og ég sé eitthvað góður penni - og það hef ég aldrei verið. En það er enginn sem neyðir ykkur til að lesa bullið í mér - hversu vel eða illa sem það er skrifað
Súperdósin mín bíður og snakkið líka. Atómstöðin bíður spennt eftir því að ég opni hana og renni augunum yfir blaðsíðurnar. Ætla ekki að láta kókið mitt hitna!!
Eitt sem ég gleymdi!! Elsta systir mín á afmæli í dag. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað hún er gömul Til hamingju með daginn
Today is my oldest sister's birthday. I don't know how old she is though
Happy birthday
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar