Færsluflokkur: Bloggar

brrr

pooh-eeyore.jpg

Alltaf þegar ég hugsa mjög mikið um hvað ég ætla að skrifa á bloggið mitt þá hljómar færslan mjög þunglyndisleg. En sem betur fer - allavega fyrir ykkur - er ég mjög gleymin og man aldrei hvað ég ætla að skrifa þegar ég er með tölvuna fyrir framan mig.

Ég fór í sturtu áðan með kveikt á kertaljósum og hugurinn vanná fullu - endalausar hugsanir um hluti sem mig langar ekkert til að hugsa um. Þetta eru samt ekkert slæmar hugsanir nema bara fyrir sjálfa mig, hugsanir sem gefa mér sting í hjartað. En ég ætla svo sem ekkert að vera að íþyngja ykkur með því um hvað ég er svona mikið að hugsa...

Ég fór í starfmannapartý hjá Húsasmiðjunni í kvöld eftir vinnu og já... það var heldur undarlegt. Framan af þekkti ég tvo af litlu gaurunum og sat hjá þeim í smástund og færði mig svo til einnar sem er að vinna með mér á kassa. Mér líður ekki vel í kringum mikið af fólki sem ég þekki ekki neitt. Marga hef ég ekki einu sinni séð áður. Finnst það mjög óþægileg staða. En það var nú samt ekki ástæðan fyrir því að ég yfirgaf partýið snemma. Ó nei! Mér hefur aldrei í lífinu verið svona kalt!!!! Og það er ekki grín. Var að reyna að vera smá skutla en það dó eftir samt alveg klukkutíma, þá gafst ég upp og náði í úlpuna mína út í bíl. Ég var orðin alvarlega blá á vörunum, puttarnir mínir voru orðnir hvítir og farnir að dofna upp!! Ég borðaði matinn og fór svo... Óákveðinn

Ég tek hjartatöflur sem eiga að vera fyrirbyggjandi fyrir mígrenið mitt. Mígreni getur meðal annars orsakast af samdrætti æðanna í höfðinu og töflurnar virka þannig að þær halda æðunum opnum. Ég er með smá kenningu. Nú hef ég alltaf roðnað frekar mikið en ég held að ég sé farin að roðna meira núna. Kenningin hljómar sem sagt svona: Æðarnar í líkamanum mínum eru allar víðari heldur en þær hafa verið sem auðveldar blóðflæði til allra líkamshluta og þar á meðal til andlitsins sem orsakar það að ég roðna og lít iðulega út eins og karfi. En þessar víðu æðar orsaka það að ég er ekki eins hand- og fótköld og ég hef verið Brosandi

Ætla að hætta núna.... 


Gettin' old

mynd_skhhkm.jpg

Til hamingju með 20 ára afmælið elsku Jói minn!! 

 Þá er ég formlega að verða 25 ára, fyrst litli bróðir minn er orðinn tvítugur!! Hann átti afmæli í gær en svaraði ekki símanum sínum. Jóhannes Helgi, ef þú sérð þetta þá reyndi ég að hringja svona 10 sinnum í gær en alltaf slökkt á honum... Svei þér... Brosandi

Jóhannan mín hélt upp á 25 ára afmælið sitt í gær. Hún á samt ekki afmæli fyrr en næsta sunnudag. En það var ótrúlega margt fólk hjá henni og þetta var æðislegt!! Hún er svo sannarlega dóttir mömmu sinnar!! Það verður seint frá henni tekið! Það voru margir sem þekktu mig ekki sökum nýju klippingarinnar Brosandi Ingó (sá sem er þekktur sem Svíadjöfullinn á síðunni hans Bjarna) var í næstum klukkutíma að átta sig á hver ég var.  Hann er svo skondinn Brosandi Jóhanna tók myndir af mér í gær, skal biðja hana að senda mér þær svo ég geti sýnt ykkur hvað ég er ýkt sæt Glottandi

Ég er hægt og rólega að halda áfram með lífið mitt. Það gengur ekki alveg eins vel og ég vildi en gengur samt...  

Ég er að hugsa um að fara og reyna að finna mér eitthvað matarkyns áður en ég fer í vinnuna. Nenni því samt svo innilega ekki. Finnst alveg endalaust leiðinlegt að borða og enn leiðinlegra að borða ein... en það er ekki á allt kosið... langar líka að fara að kaupa nýjan síma... Batterýið á mínum er eitthvað vanskapað... veit samt ekki hvort ég bíði aðeins með það Óákveðinn 


Geislabaugurinn minn

Þá er þessum degi lokið og ég er svo fegin! Það er nú samt ekki eins og það hafi verið eitthvað brjálað að gera í allan dag. Dagurinn byrjaði bara í rólegheitum í fyrri kantinum, las í Atómstöðinni og lagði mig svo til að verða nú alveg örugglega ekki þreytt Glottandi Ég var að tala við Bjarna á msn og alltaf þegar ég tala við hann langar mig svo í sund - hann notar nefnilega msn-ið sitt til að auglýsa eftir fólki til að koma með honum í Lónið.. ég tengi bara Bjarna við vatn.. svei mér þá Glottandi - og fór í Laugardalslaugina. Ég fékk bikinifar Glottandi byrjuð að safna fyrir sumarið! Fór svo í Húsasmiðjuna og var þar í 3 og hálfan tíma. Voðalega rólegt og ljúft. Kom svo heim í svona hálftíma og fór svo í 10-11. Það var eiginlega bara soldið mikið að gera. Enginn tími til að lesa blöðin Óákveðinn Ég hef aldrei verið svona sein út síðan ég byrjaði sem vaktstjóri. Var ekki komin út úr búllunni fyrr en 00:20!!! Finnst ykkur þetta hægt??

Mér finnst svo ótrúlega skondið þegar fólk - og þá aðallega stelpur - eru að reyna að klæða sig gellulega en hafa svo innilega ekki vöxtinn í það. Það komu einhverjir útlendingar um daginn og tvær af stelpunum voru þvílíkt að reynaað vera gellur eða allavega önnur þeirra. Hún var í magabol og fráhnepptri peysu og mjaðmabuxum með boruna standandi lengst upp úr!! Alveg hrikalegt!! Minnti mig svolítið á hana Plummer Spice mína Brosandi

Þetta blogg er ekkert skemmtilegt... en ég skal í staðinn setja mynd af mér sem mér persínulega finnst mjög kúl. Dagný tók hana á Kotmóti um síðustu verslunarmannahelgi og það virkar soldið eins og ég sé með geislabaug... sem ég er auðvitað með Glottandi er alltaf svo stillt og prúð! Hún verður að duga ykkur þangað til á sunnudaginn, hef örugglega engan tíma til að blogga á morgun... 

Góða nótt og góða helgi Glottandi


Þóra sæta

Helgi dauðans

Benóný súpermann

Ætla að sýna ykkur mynd af Superman!! Hann er alveg sætastur þetta barn.

Þessi helgi verður alger dauði! Það er brjálað að gera - bæði í vinnunni og social lífinu!! Ég skal segja ykkur hvernig þetta lítur allt saman út:

Í dag kl 16 er ég að fara að vinna í húsasmiðjunni til 19:30. Eftir það er ég að fara að vinna fyrir Ella í 10-11 til miðnættis eða rúmlega það. Já og það er aðalfundur 10-11 í kvöld með tilheyrandi djammi sem ég kemst ekki á af því að ég er að vinna fyrir Ella.

Í fyrramálið mæti ég í Húsasmiðjuna kl. 9:00 og verð til 19:30. Jóhanna vinkona er að halda upp á 25 ára afmælið sitt annað kvöld og já, finnst eiginlega að ég verði að mæta í það! 

Á sunnudagsmorguninn er kirkja frá 10:15 til um 12. Síðasta fjölskyldumessan og síðasti sunnudagaskólinn á þessum vetri Brosandi Get ekki beðið eftir að þessu ljúki. Kl. 13 er svo vinna í Húsasmiðjunni til 19:30 og djamm með þeim kl. 20 af því að ólíkt 10-11 þá lokar Húsasmiðjan á rauðum dögum! 

Svo þarf ég að klára að lesa Atómstöðina og  byrja á 79 af stöðinni eins og tími gefst til um þessa helgi! Það gengur ekki alveg eins vel að lesa og ég vildi... Atómstöðin er ekki sú skemmtilegasta sem ég veit um... því miður Gráta

Blogga kannski eitthvað skemmtilegra í dag ef ég nenni. 


I want this, I want that...

Eyrnaslapi

Ég þjáist af því að langa í allt saman!! Ég er orðin alveg veik og hlakka ekkert smá til að fá námslánin. Ekki það að ég ætli að eyða þeim í eitthvað bull en það er nú samt ýmislegt sem ég ætla að kaupa:

  • Tölva (bróðir minn fær þessa)
  • Digital myndavél (eg er ein af fáum sem á ekki svoleiðis apparat!)
  • Sími (ég er orðin veik fyrir því að fá mér nýjan síma, komin með hundleið á mínum gamla)

Þetta þrennt ætla ég pottþétt að kaupa. Svo er margt annað sem mig langar í eða langar til að gera. Á ég að segja ykkur það líka? Ok fyrst ykkur langar það svona ótrúlega mikið Glottandi here goes... 

  • Diskasett sem er til í búðinni minni.
  • Hjól (þarf að fara að hreyfa mig)
  • Nýir skór.
  • gleraugu.
  • Garðbekkur til að setja á svalirnar (til í Blómaval)
  • Fara til útlanda...

Og akkúrat núna man ég ekki neitt mikið meira. Jú mig langar til að þurfa ekki að mæta í vinnuna mína og mig langar til að eiga endalausar birgðir af kóki Brosandi Mig langar líka til að eiga hreina og fína íbúð án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því. Mig langar líka að vera ekki endalaust með hausverk - hann er búinn að vera að drepa mig í allan dag. Svo ógeðslega vont!! En ég er skárri núna sem betur fer.

Ég á að vera að vinna í 10-11 en hringdi mig inn veika í morgun af því að ég var gjörsamlega að deyja og þá fékk ég að vita að verslunarstjórinn þurfti að taka vaktina mína. Hún er búin að vera að vinna síðan 8 í morgun og af því að ég er svo góð þá sagði ég við hana að ég myndi koma ef ég skánaði. Mér líður miklu betur núna enda búin að sofa endalaust og fara í heitapott og éta milljón töflur og ætla að fara að vinna um 7...

Ætla að halda áfram að lesa Atómstöðina. 


Frestunarárátta

Benóný

Það er alveg hrikalegt að alltaf þegar ég sest fyrir framan tölvuna þá man ég hvaða gáfulegu hluti ég ætlaði að skrifa hingað inn. Það er alveg mesta böggið sko Fýldur En af því að myndin kemur efst í vinstra hornið þá ætla ég að byrja á að tala um litla yndislegasta frænda minn í heiminum! hann er svo mest sætur og ég kemst bara engan veginn yfir það. Hann brosir endalaust og fagnaði mér svo vel þegar ég kom í heimsókn áðan. Oh það var svo gaman. Ef maður er leiður eða í vondu skapi þá er alveg hægt að treysta á hann til að breyta því. Hann brosir svo sætt að það bræðir mann alveg og manni hlýnar inn að hjartarótum. Ekki það að ég hafi verið eitthvað í vondu skapi áðan en hann hefur alveg reddað mér áður með því að brosa bara sætt Brosandi

Ég þjáist af alvarlegri frestunaráráttu þegar kemur að skilaverkefnum. Ég á eftir að fara í eitt próf og skila einni ritgerð og einu 100% verkefni ásamt leiðarbók/dagbók. Verkefnið gengur ágætlega enda erum við tvær að gera það, eigum bara eftir að leggja lokahönd á það held ég. Leiðarbókin er hins vegar annað mál. Kennarinn vill að við höldum dagbók fyrir alla tímana þar sem við skrifum hugleiðingar okkar og pælingar út frá þeim. Ég er ekki búin með þessa dagbók og tímunum lauk í febrúar!! Og núna get ég ekki klárað því ég finn ekki möppuna mína með glósunum! Algert bögg sko!! Í ritgerðinni á ég að bera saman tvær skáldsögur og myndir gerðar upp úr bókunum. Þetta eru bækurnar/myndirnar Atómstöðin eftir Halldór Laxness og 79 á stöðinni eftir Indriða J. Ég er byrjuð á hvorugri bókinni en ætla nú samt að pína mig til að byrja á eftir. Hef alveg nægan tíma til að lesa. Allt annað mál að henda þessum ritgerðum saman. 

En ég ætla að taka lyfin mín, ná í kók og byrja á Atómstöðinni Óákveðinn


Fleiri myndir

Random..

Benóný sætasti

Ég virðist ekki hafa neitt betra að gera í lífinu en að blogga Brosandi En þá hafið þið bara meira að lesa Glottandi Fyndist samt gaman að fá fleiri komment en þetta er nú allt í lagi Brosandi Ég er að hugsa um að skipta bara alfarið yfir í þetta blogg. Líst ágætlega á þetta og get flokkað bloggin mín niður held ég! Kannski fáið þið einhverjar spennandi færslur um eitthvað annað heldur en mitt daglega líf eins og bækur eða eitthvað. 

Ég þarf að klára að velja fyrir skólann. Verð með 19 einingar næstu önn og 14 á vorönn. Það er soldið mikið en ég er svo ferlega klár og dugleg að ég ætti að rúlla þessu upp. Svo erum við að skoða það hvort við ætlum í B.A-prófið eftir B.Ed-gráðuna eða hvort við förum bara í M.Ed-námið. Þá verðum við framhaldsskólakennarar og þurfum ekki að skipta um skóla. Og ef málin standa þannig ennþá, þá get ég búið hérna áfram. Ekki það að það sé fyrsti kostur en verður að duga þangað til ég annað hvort eignast kærasta sem á íbúð eða hef efni á að kaupa mér sjálf íbúð. Æ þetta verður bara allt að ráðast, mér liggur ekkert á, hef þessa íbúð alveg pottþétt í eitt ár í viðbót en ef ég fer í HÍ þá þarf ég að flytja... ok ég er hætt að röfla um þetta... Brosandi

Ég er að fara að vinna á eftir í þrjá tíma. Finnst ótrúlega þægilegt að fara í vinnuna og vita að ég hafi allt kvöldið fyrir mig. Held meira að segja að ég sé komin með plön fyrir kvöldið... en er samt ekki alveg viss Glottandi Það er þá alltaf O.C sem getur stytt mér stundir Brosandi

Annað af lokaverkefnunum mínum er að taka á sig ótrúlega flotta mynd. Við verðum búnar bara áður en við vitum af. Sem er mjög gott BrosandiVar samt að komast að því að lokaprófið mitt í einum áfanganum mínum er eftir vinnuhelgi í 10-11 Óákveðinn þarf að athuga hvort ég geti hætt eða fengið frí. Hef ekki allan tímann í heiminum til að læra fyrir prófið!!

Æ ég er hætt þessu rugli. Hafið það gott í dag Glottandi

Ég er orðin hrædd um að þið séuð búin að gleyma hvernig sætasti frændinn minn lítur út. Ætla að sjá hvort ég geti ekki sett inn einhverja sæta mynd af honum :)

 


Hárvesen

Hárið mitt er orðið allt of sítt!! Ég næ því í almennilega fléttu og það er merki þess að hárið mitt sé orðið allt of sítt. Hárgreiðslukonan mín i Keflavík nánast borgaði mér fyrir að fá að klippa fléttuna i hitteðfyrra þegar hún var sem lengst!! Og sem afleiðing af því varð hárið mitt styttra heldur en það hafði verið í mörg ár. Ég er ekkert mikið fyrir breytingar og finnst þægilegast að vera með sítt hár því þá get ég haft það í fléttu eða tagli og það er ekki ofan í andlitinu mínu! En því miður þá er það ekki eitthvað sem fer mér neitt voðalega vel, mér fer víst miklu betur að vera með hárið fyrir andlitinu. Af hverju ætli það sé?? hmmm.... Gráta nei djók... Brosandi En ég vona að ég fái að fara í klippingu fljótlega, held að Hildur ætli að nota mig í próf í Iðnskólanum. Annars fer ég bráðum og hitti Kollu, klippikonuna mína í Keflavík Brosandi Það er alveg komið tími á það!!

Ég afgreiddi Ronju ræningadóttur áðan - eða leikkonuna sem leikur hana. Ekki það að það sé svo merkilegt að ég hafi afgreitt fræga konu þannig heldur fannst mér bara svo ótrúlega merkilegt hvað hún er óþekkjanleg. Sem Ronja er hún ótrúlega stelpuleg með svart, stutt hár og topp en í alvörunni er hún ljóshærð með hár niður á rass eða þar um bil og mjög lítil. Andlitið varð kunnuglegt um leið og ég sá nafnið á kortinu hennar, þá fattaði ég hver hún var. 

Ég á bara tvær helgar eftir í 10-11 og fjóra virka daga!! Mikið hlakka ég til að hætta og geta einbeitt mér að skólanum - þessum ritgerðum sem eftir eru - og hinni vinnunni minni. Ég hlakka lika bara til að eiga frí um kvöldin um helgar og vera búin að vinna fyrir miðnætti. Það er það sem böggar mig mest. En það verður leiðinlegt að hitta ekki fastakúnnana... ekki það að þeim sé ekki sama um mig og viti ekki einu sinni hvað ég heiti heldur er gaman að sjá kunnuleg andlit og jafnvel vita hvað fólk ætlar að kaupa án þess að það segi manni það Brosandi Ég fæ allavega alltaf bros fyrir að muna - jafnvel bara að rétta kvittun an þess að fólk biðji um hana, af því að ég veit að fólkið vill hana. Svo eru líka svo margir sætir strákar sem versla nánast daglega hjá mér. Sérstaklega einn sem er alveg hrikalega sætur og heilsar eins og við séum félagar Brosandi Voðalega gaman.

 Ég er að hugsa um að fara að koma mér í háttinn, ætla að hitta Andreu uppi í skóla kl. 10 í fyrramálið til að gera verkefni.


Óreiða taugasérfræðings

Það er allt á rúi og stúi heima hjá mér!! Ég er nú vön því að hafa smá óreiðu í kringum mig en núna er allt út um allt. Stofuborðið er til dæmis komið inn í herbergi og stærri sófinn er á ganginum, fyrir framan klósettið og litli sófinn er inni í eldhúsi :) Þvottagrindin er á miðju stofugólfinu :) Ég nenni ekki að taka til og nenni ekki að færa sófann því það er svo ferlega fínt að horfa á sjónvarpið bara beint úr rúminu :) Ég einmitt hálfligg núna, ét snakk, drekk kók og horfi á friends á meðan ég hangi í tölvunni :) Gerist ekki betra :)

 Það kom eitt barn í sunnudagaskólann í morgun - dóttir kirkjuvarðarins. Við spiluðum bara við hana og Sólveig vann lúdóið :) Spjölluðum svo við hana í smástund áður en kirkjugestir komu niður.

Ég er svo andlaus, var að vakna. Þurfti að leggja mig því sunnudagaskólinn tók svo á. Eða meira svona að ég fór seint að sofa og vaknaði snemma... held reyndar líka að ég sé að fá hausverk. Er að fara aftur til læknisins á þriðjudaginn og þá á að ákveða hvort ég fari til taugasérfræðings aftur eða ekki eða hvort hjartatöflurnar dugi sem fyrirbyggjandi lyf.Ég fór til taugasérfræðings þegar ég var 10 ára og var fyrst greind með mígreni. Pabbi hefur mikið gert grín að þeirri læknisheimsókn. Sagðist sjálfur geta látið mig grípa bolta án þess að fá borgað morðfjár fyrir. Skrítin læknisheimsókn það. Læknirinn lét mig grípa bolta til að athuga viðbrögðin, skoða einhverjar blekklessur og eitthvað meira sem ég man ekki. Út úr því fékk hann að ég væri með mígreni :)

 Í dag eiga margir snillingar afmæli. William Shakespeare var fæddur þennan dag árið 1564 held ég alveg örugglega og hann dó sömuleiðis þennan dag árið 1616. Halldór Laxness var líka fæddur þennan dag árið 1902 (er það rétt hjá mér?). Hildur er 21 árs í dag og Þorkell Gunnar tvítugur! Til hamingju með daginn Brosandi

 


Áföllin dynja yfir!

Þá er þessi laugardagur á enda! Gerði nú fátt skemmtilegt í dag; lá í leti og horfði á Friends, borðaði, þvoði þvott, fór í sturtu og fór svo í vinnuna! Það var afskaplega rólegt í vinnunni þetta kvöldið, ekkert voðalega margir viðskiptavinir og bara í alla staði rólegt. Það eru útlendu viðskiptavinirnir sem gera vinnuna mína þess virði að vinna hana. Þeir eru svo ótrúlega kurteisir, sérstaklega Bandaríkjamenn en útlendingar eru yfirleitt mjög kurteisir. Föstu viðskiptavinirnir mínir eru líka yfirleitt mjög almennilegir. En svo eru sumir sem eru hrikalega dónalegir. Það eru alveg fullt af hlutum sem við eigum ekki til í búðinni og sumt fólk hreinlega missir sig ef maður á ekki til það sem það vantar, úthúðar starfsfólkinu fyrir lélega þjónustu, lélegt vöruval og hátt verðlag!! Allir þessir hlutir eru náttúrulega á valdi eins skitins vaktstjóra og kassastarfsmanns!! Maður verður svo ótrúlega pirraður og sár því það er akkúrat ekkert sem ég get gert í öllum þessum liðum. Jú kannski í þjónustupartinum en mér finnst ég veita mjög góða þjónustu. Ég hef aldrei verið dónaleg eins og ég hef samt séð í búðinni minni... Æ sorry, ég er hætt að tala um búðina mína.

 Á morgun er næstsíðasti venjulegi sunnudagaskólinn - eða ég vona það. Er orðin ofsalega þreytt á að geta aldrei gert neitt af viti á laugardagskvöldum af því að ég þarf að vakna á sunnudagsmorgnum. Í kvöld er til dæmis afmæli sem mér er boðið í en kemst ekki, bæði af því að ég var að vinna til rúmlega miðnættis og svo af því að ég þarf að vakna fyrir allar aldir til að fara í kirkjuna. Það sama er uppi á teningnum næstu helgi - Jóhannan mín er að halda upp á 25 ára afmælið sitt og ég er að vinna til hálf 8 og svo er kirkjan morguninn eftir og afmælið í Keflavíkinni. 

 Litli bróðir minn verður tuttugu ára næstu helgi!!! Það þýðir að ég á einungis tæpa 8 mánuði í mitt 25 ára afmæli Öskrandi Almáttugur minn!! Mér finnst ég engan veginn vera tilbúin í að verða 25 ára!! Bara ekki á nokkurn hátt! Þarf maður eitthvað að þroskast þegar maður verður löglega kominn á þrítugsaldurinn? Öskrandi Mig vantar áfallahjálp!!!!! 

 Ég ætla að horfa á Boston Legal og jafnvel fara bara að sofa... býst ekki við að neitt spennandi gerist úr þessu.

Góða nótt! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband