*svooo sæt*

Ég verð eiginlega að ná að henda þessari færslu inn fyrir miðnætti - er búin að blogga á hverjum degi síðan ég flutti hingað yfir og það má ekki bregðast að það komi færsla á þessum dýrðardegi Brosandi Gengur mér ekki vel að vera bjartsýn? Glottandi 

Þessi dagur... hvað get ég sagt? Vaknaði um 10 og las/horfði á friends/var í tölvunni fram yfir hádegi og meira og minna í allan dag. En ég var líka dugleg. Ég var eitthvað að færa poka með blöðum og drasli inni í geymslu og fann þá ógeðslega kókklístursklessu á gólfinu mínu! Það var ógeðsleg lykt af klessunni! Ég var heillengi að þrífa hana upp, fórnaði meira að segja síðasta uppþvottaburstanum mínum i verkið. Það var nú ekkert mikil fórn samt, gat ekki vaskað upp Brosandi En ég skemmdi þá hamingju með því að kaupa nýjan uppþvottabursta! Það gengur ótrúlega vel að gera heimilið mitt fínt, þarf bara að setja hlutina á sinn stað eftir notkun - ekki upp á stofuborð eða eldhúsborð eða já.. einhvers staðar en þar sem þeir eiga ekki að vera Óákveðinn 

Fór í Smáralindina - en ég er alveg komin á það að maður á ekki að fara að versla þegar maður er þreyttur og svangur! Maður nennir þessu engan veginn og vill bara helst drulla sér aftur heim, undir sæng og já.. kannski borða líka. En ég keypti samt smá - ég keypti gult, stutt, ofursvalt pils og bláan kvartermabol. Ætlaði að kaupa svarta og hvíta langermaboli til að eiga undir Húsasmiðjuskyrtuna en það var ekkert svoleiðis til. En maður fer ekki tómhentur út úr Zöru - það er bara þannig. Ég hlustaði á Michael Jackson í ipodinu mínum á leiðinni og það var ýkt gaman Brosandi 

Ef ég á ekki eftir að deyja úr óbeinum reykingum bara hérna í rúminu mínu þá veit ég ekki hvað! Gaurinn sem býr fyrir neðan mig reykir ekkert smá mikið og lyktin kemur inn um gluggann minn með golunni!! Alger vibbi!!  

 Ég verð að sýna ykkur hvað ég er sæt! Núna fáið þið myndina í lit og kannski leyfi ég ykkur að sjá hvernig ég lít út svart/hvít og sæt á morgun Glottandi Bjarni gerði myndina svart/hvíta fyrir mig en hún var tekin í afmælinu hennar Jóhönnu um daginn.


svooo sæt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með Ipodinn, þú hefur semsagt fengið hann í hendurnar.

Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að versla nema ég sé að versla einhverjar rándýrar græjur. En sammála því, maður á t.d. ekki að fara svangur að versla mat, maður kaupir alls kyns óþarfa eins og kók! t.d.
Vissir þú það að í bandarískum lögreglubílum er að öllu jöfnu 2-3 gallon af kóki. Þeir nota það til að hreinsa blóð af götum við slys! Plús hvað þetta er vanabindandi. Fólk sem hefur náð að hætta að drekka kók í einhvern tíma hefur oftast verið fegið og fundist kók vont þegar það hefur smakkað aftur.

Kristján (IP-tala skráð) 11.5.2006 kl. 00:14

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

.......og þess vegna á maður aldrei að falla í þá gryfju að hætta að drekka kók í lengri eða skemmri tíma!! :)

Þú ert svo sæt Þóra Jenný að ég get ekki annað en brosað alltaf þegar ég sé þig!! :)......gella ertu í gallapilsi og allt saman......*dæs*

En til hamingju með að vera svona dugleg að gera íbúðina þína fína.......ein besta tilfinning sem ég veit um í lífinu er að fara að sofa í hreinni og fínni íbúð.....love it! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 11.5.2006 kl. 00:22

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Kók er ekki óþarfa hlutur í mínu lífi!! Ég kaupi ekki kók af því að mig langar í eitthvað af því að ég er svo svöng. Ég kaupi kók til að halda lífi!! Eins sorglegt og það hljómar.. geri það nú samt... fyrir utan það að mér finnst það best í heimi :)

Oh já, elska að fara að sofa þegar það er hreint í kringum mig. Rúmið mitt er reyndar ekki alveg hreint.. en samt bara síðan í síðustu viku.. það ætti að sleppa :)

Það er svo gaman að vera gella og núna get ég verið gella í gulu pilsi :) Finnst það ofursvalt :)

Þjóðarblómið, 11.5.2006 kl. 00:42

4 identicon

Svei mér þá, þú ert svoldið rjóð á myndinni :D

Ég bara varð að koma þessu að, sorry. En varðandi kókið finnst mér að þú ættir að amk reyna að hætta, sýrurnar í þessu eru stórhættulegar maganum hjá fólki svo ég tali nú ekki um sykurinn og tennurnar

Kristján (IP-tala skráð) 11.5.2006 kl. 01:26

5 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Thad var mikid ad madur fai ad sja nylega mynd af ther! :) Thu ert ykt saet. Mer finnst harid thitt like aedi!

En annars langar mig ad bjoda ther ad koma hingad og thrifa husid mitt haha...thad er allt i lagi ad thrifa hitt og thetta en heilt hus er frekar leidinlegt!

Dagný Guðmundsdóttir, 11.5.2006 kl. 07:45

6 identicon

Múhahah, það sést í mig á myndinni :D

Bjarni (IP-tala skráð) 11.5.2006 kl. 11:26

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Kristján: Ég er alltaf með rauðar kinnar, þannig er það bara :) Enda er ég víst ekkert nema kinnar segja sumir - allavega þegar ég brosi! Ég á mynd af mér RAUÐRI í framan og já, þetta kemst ekki í hálfkvisti við þá rauðu! Og ég hef aldrei fengið skemmd í tennurnar og held því áfam að drekka mitt kók og prumpa á þessar kenningar!

Dagný: Nei veistu, ég á nógu erfitt með að þrífa mína 47 fermetra :) Langar samt að heimsækja þig, bara ekki í þeim tilgangi að þrífa hjá þér!

Góð hönd Bjarni :)

Þjóðarblómið, 11.5.2006 kl. 11:43

8 Smámynd: Guðrún

Þóra þú ert ofur gella! Ef ég væri strákur þá myndi ég giftast þér!

Guðrún , 11.5.2006 kl. 13:00

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Takk fyrir það :) Gott að vita að einhver vill giftast mér :)

Þjóðarblómið, 11.5.2006 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband