*vonin að vopni*

image002.jpg

Ég fékk grillmat áðan. Eitthvað grillað kjöt og bakaða kartöflu. Ég elska bakaðar kartöflur og sérstaklega með bernaise-sósu Brosandi Ef það væri hægt þá myndi ég kjósa að lifa bara á kartöflum í hinu ýmsasta formi - með bernaise-sósu Glottandi Æ ég veit, ég er of einhæf í mat... en hverjum er ekki sama... Þegar ég var lítil talaði ég alltaf um kartöflur sem babur... Það getur enginn sagt mér af hverju.

Ég fór í IKEA í dag til að reyna að hressa aðeins upp á heimilið mitt. Fann alveg það sem ég ætlaði mér að finna og aðeins meira til. Eyddi samt engu rosalegu. Núna vantar mig bara nokkur heimilistæki og þá er ég góð. Það ætti nú ekki að vera neitt mál að nálgast þau - nenni því bara aldrei. Hrikalega erfitt líf sko - en fyrst ég nenni þvi ekki þá getur mig ekki vantað þau neitt rosalega. Eða hvað? 

Ég fór á Karlakórstónleika áðan með mömmu minni. Það var æðislegt! Framan af voru lög í þyngri kantinum eftir Verdi og Mozart og fleiri svoleiðis en eftir hlé voru létt og skemmtileg lög. Stjórnandinn er svo mikill snillingur, hann er svo ótrúlega léttur og skemmtilegur. Það er annað en undanfarar hans, eins og smámælti gaurinn sem hljómaði líka og var ekkert skemmtilegur. Einn stjórnandinn sem var með kórinn i nokkur ár lét alltaf einn kórmeðliminn kynna og það voru mjög góðar kynningar en ekkert eins og stjórandinn núna.

Eg ætla að ljúka færslunni á lagatexta að lagi sem mér finnst æðislegt!! Ég veit að margir eiga eftir að dæma tónlistarsmekkinn minn eftir þessu lagi af því ég veit að fólki finnst þetta lag almennt ekki skemmtilegt! Þetta er textinn við lagið hans Kalla Bjarna Aðeins einu sinni sem allir þrír keppendurnir á fyrsta lokakvöldi Idol sungu:

Við lifum aðeins einu sinni
á þessum stað í þessu skinni.
Og því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.

Það er þytur í lofti og þróttur í mér,
í þankanum strauma ég finn.
Mér segir svo hugur að allt gangi upp
og þetta sé dagurinn minn.
Með viljann að vopni
og vonir sem drífa mig áfram.

Ég lagði upp með lítið.
En ég lofaði sjálfum mér því
að klára það verk sem hafið er.
Að njóta þess alveg að lifa nú og hér.

Það eiga allir sína drauma.
Í flestum hugarfylgsnum krauma
þrár sem þurfa að finna farveg,
og verða fljót fyrir rest.
Við lifum aðeins einu sinni,
á þessum stað í þessu skinni.
Því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.

Það er erfitt að lýsa með orðum í raun
hve innra ég tifa og brenn,
ég hef haldið og sleppt, hörfað og sótt,
hlegið og grátið í senn.
Og ávallt ég gefið hef allt
sem átti ég inni.

Við lifum aðeins einu sinni,
á þessum stað í þessu skinni.
Og því er um að gera að nýta
hvert tækifæri sem best.

Frá og með hér og nú ætla ég að leggja upp með það á hverjum morgni að vakna með það í huga að hver dagur verði góður, að allt sem ég taki mér fyrir hendur gangi upp - á endanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

ég er sammála með endinn hjá þér. ég hugsaði í morgun versu dýrslegt það væri að fá 8,5 í samræmdaprófinu í stærðfræði og auðvitað stefni ég þá á það ;p

þetta lag er hinsvegar orðið svolítið lame :p var gott í byrjun en núna er það orðið soldið smá gamalt :p en þetta er auðvitað bara mín skoðun.

held að þessir karlar ættu að kaupa sér nýja jakka, þessi litur var í tísku um það leiti sem ísland sendi Draum um Nínu í eurovision.

en sko í sambandi við matinn. þú hefðir átt að gera eins og ég sko: ís með hlaupi í forrétt, grillaða sykurpúða í aðalrétt og svo grillkjöt með kartöflusalati og piparsósu í eftirrétt og svo restina af sykurpúðunum í eftireftirrétt ;) mmm namminamm :p haha.

sí jú

Guðbjörg Þórunn, 10.5.2006 kl. 08:06

2 identicon

Hei... góð ákvörðun hjá þér!!!
...og muna svo að brosa líka, þá verður allt helmingi betra ;)

Johanna (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 10:11

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég hef reyndar ekkert hlustað á þetta lag síðan keppnin var hérna um árið -fyrr en ég keypti Kalla Bjarna diskinn um daginn :) Málið er heldur eki hvort lagið sé gamalt heldur hvort textinn sé góður... og mér finnst það...

Þjóðarblómið, 10.5.2006 kl. 10:21

4 identicon

Kalli Bjarni, do i need to say more?

Bjarni (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 10:29

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Oh Bjarni,söngvarinn er ekki málið heldur textinn!!!

Þjóðarblómið, 10.5.2006 kl. 10:33

6 identicon

Allt sem hann kemur nálægt er/verður slæmt, það er staðreynd!

Bjarni (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 12:23

7 identicon

Hey næst þegar þú kemur í kef er þér boðið í kaffi og kökur og næst ekki æða inn til mín!!!!! djók, þú ert alltaf velkomin.

Jóhanna María (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 13:14

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Þér er nær að skilja allt eftir opið!! Hefði vel getað stolið fartölvunni og öllu öðru þarna inni, skoða símann þinn og svona :) Ég kíkti nú reyndar í símann þinn en bara til að athuga hvor ykkar ætti hann, þú eða Hildur :) Get ekki munað hvor ykkar á bláa frontið... eða jú, kannski núna :)

Þjóðarblómið, 10.5.2006 kl. 13:19

9 Smámynd: Guðrún

Æði Þóra, ég er alveg sammála þér með þennan texta og þetta er líka svona einn af uppáhaldstextum í svona íslenskum lögum, þó svo lagið er kannski ekkert ofur en textinn er góður og eitthvað til að hafa í huga :D Þóra æði!

Guðrún , 10.5.2006 kl. 15:18

10 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ohhh, ég elska texta með góðan boðskap!!! Mér finnst lagið nú allt í lagi...elskaði það fyrst um sinn, en ég get nú alveg hlustað á það núna........ég elska líka IKEA.....þú hefðir átt að bjóða mér með þér þangað, við hefðum farið hamförum!

Svo vil ég bara benda á það að allt sem er flott á tímum lagsins "Draumur um Nínu" verður flott til eilífðar!!! Amen! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 10.5.2006 kl. 20:32

11 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

tjahh ég er nú ekki sammála þér Tinna :p fötin voru allavega ekki flott :p en tónlistin var mjög góð :)

Guðbjörg Þórunn, 10.5.2006 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 46391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband