Aldrei meir...!

IMG_1328Þriðji fríflokkurinn minn byrjaði í dag og hann stendur yfir þangað til á föstudaginn. Þátttakendur í honum eru 5 að verða 6 ára og upp í 9 ára og dvelja í Ölveri í fjóra daga - sem er alveg feikinóg fyrir flestar af þeim yngri. Þó eru nokkrar eldri stelpur sem eiga erfitt með svona stuttan tíma, en það er auðveldara að díla við þær. Á föstudaginn byrjar unglingaflokkur og það verður svo gaman Smile ég þekki mjög margar sem eru að koma og við ætlum að bralla margt saman! Ég hlakka mjög til.

Ég er að vinna í að undirbúa mig fyrir veturinn. Þarf að fara með útskriftargögnin mín upp í skóla svo ég fái B.Ed-gráðuna mína metna eitthvað upp í leikskólakennarann. Svo ætla ég að heimsækja leikskólann (sem verður bráðum leikskólinn minn) og fá hjá þeim námskrána og byrja að kynna mér starfið þarna. Eftir unglingaflokk er svo kaffisala Ölvers og svo byrjar víst fjarnámið. Ég nenni reyndar ekki í fyrsta daginn, þá er einhver ratleikur og ég er búin að fara í hann einu sinni. Finnst alger óþarfi að endurtaka hann. En samt kannski ágætt svo ég kynnist einhverjum. Það getur samt ekki verið að ég þurfi að taka marga áfanga á fyrsta árinu. Ohh glatað!

IMG_1429Ég er að vinna í að gera heimilið mitt fínt. Það gengur ágætlega. Búin að færa ferðatöskuna af miðju gólfinu og ætla svo að sækja íþróttatösku heim til mömmu og pabba. Nenni ekki þessu ferðatöskurugli, tek alltaf of mikið með mér Errm Bróðir minn er að koma með sjónvarp til mín, hann og Kitta ætla ða lána mér annað af þeim sem þau eiga. Þau segjast ekki þurfa tvö þannig að ég fæ eitt Smile Búin að vera sjónvarpslaus síðan í febrúar. Ég keypti mér sængurver um daginn, blár kærleiksbjörn á bláum grunni og auðvitað keypti ég líka blátt lak. Myndin er af sænginni minni fínu Smile Hillan mín nýja er rosa flott hérna inni og já.. um leið og ég verð hætt að flytja svona endalaust á milli og get losað mig við ferðatöskuna af stofugólfinu og fatastaflana af sófanum.

Mig langar svo í tattoo. Ég veit ekkert af hverju eða hvar en mig langar í tattoo. Ásta skilur það ekki alveg. Held ég sé búin að finna staðinn og jafnvel myndina. Fékk hugljómun þegar Jói var hjá mér.

Ég ætla að hætta þessu rausi og bíða eftir að þvottavélin klárist svo ég geti farið heim til mömmu. 

Ég fékk loksins harry potter bókina mína og er búin með hana. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Loksins er komin closure og allt farið að meika svo mikið sense!! En það var sárt að lesa síðustu blaðsíðurnar vitandi að það yrðu aldrei skrifaðar fleiri bækur um hann mr. P! Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 46404

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband