Færsluflokkur: Vinnan

Með hangandi hendi

Ég er mætt í vinnuna og það er ekki mikið að gera eins og er, enda kannski skiljanlegt þar sem klukkan er bara rétt um 20 mínútur yfir 10. Vonandi verður svona rólegt bara það sem eftir lifir degi. Geðveik bjartsýni í gangi.

Ég fékk tvennar skammir í gær í vinnunni. Önnur þeirra var fyrir tónlistina en það má sko ekki spila hvað sem er hérna. Ég er með fjóra diska sem mega rúlla og án gríns þá held ég að þeir séu ekki fleiri. Safndiskurinn með Cat Stevens er í, Myndir Péturs Kristjánssonar, einhver einn enn og Með hangandi hendi með Ragga Bjarna. Ef ég þarf að hlusta mjög oft á það lag (Með hangandi hendi) mun ég líklega skjóta af mér hausinn *gubb* ég er komin með feitt ógeð á þessu ljóta lagi!! Svo von bráðar megum við byrja að spila jólatónlist. ÆTli ég fái þá ekki bráðum ógeð á henni líka! Nei nei, jólalög eru svo góð fyrir heilsuna :) Sérstaklega arían okkar Jóhönnu Brosandi

Ég fékk heimsókn frá þeim Háteigsmæðgum í gær. Gerðu sér sérferð hingað uppeftir til að hitta mig. Þær buðu mér svo að koma með í bíó en ég beilaði á öllum vinum mínum í gær - og það án þess að láta vita! Oj hvað ég get verið leiðinleg.

Ég var spurð að því hvernig ég gæti verið svona hress svona eldsnemma á morgnana Brosandi Góð sturta reddar öllu Glottandi


Vaknað við vondan draum

Tölvan mín er algerlega að drepa mig lifandi! Hún slekkur á sér endalaust og ég get EKKERT gert án þess að hún slökkvi á sér milljóns sinnum á leiðinni. Þessi færsla verður einmitt tilraun til að athuga hversu oft hún slekkur á sér á leiðinni og til að athuga hversu pirruð ég verð!! Nú er komið korter síðan hún slökkti á sér eftir að ég byrjaði á þessari færslu! Núna var ég að berjast við hana í annað sinn! Og það þriðja! Eins gott að vista reglulega! Ég er algerlega að missa þolinmæðina og langar helst að fara niður í Apple til að fá nýja tölvu - já eða bara endurgreitt! Þetta er að drepa mig sko! Vonandi þarf ég ekki að bíða mjög lengi eftir nýja stykkinu, nú þegar er komin rúmlega vika. Ef stykkið kemur ekki fyrir næsta miðvikudag get ég ekki tekið hana með til Noregs.

Ég setti myndir inn á síðuna mína í gær. Þær fóru undir Albúmin mín hérna til hægri á síðunni, í aðalvalmyndinni. Þetta eru 13 myndir frá því á Húsasmiðjudjamminu í Golfskálanum í Grafarholti, þar sem bara mín búð var að djamma. Ég tók ekki allar þessar myndir - bara svo það sé á hreinu. Ég sá heldur ekki um að svara í símann minn það kvöld Glottandi það var í höndum Stebba í timbrinu. 

Ég er að fara til Noregs eftir viku. Fer á fund með samferðafólki mínu í dag. Áður en það gerist þarf ég að mæta í STN og fara með bílinn minn á smurstöð. Það nefnilega logar eitthvað ljótt ljós í mælaborðinu. Þarf að komast að því hvað þetta er. Býst samt við að þetta sé tengt bremsunum, eða bremsuvökvanum. Svo er náttúrulega vinna, en ég fæ að mæta seint í hana vegna fundarins. Alltaf gaman að hafa alveg frjálsar hendur í þessari vinnu. 

Árshátíðin var æðisleg! Ég tók eitthvað af myndum en þar sem tölvan mín er þroskaheft og myndavélin virðist vera það líka, þá get ég ekki sett þær inn að svo stöddu. Ég elska fólkið sem ég er að vinna með! Alltaf gaman að djamma með þeim. Var meira að segja kölluð 'kynlífskonfekt' eins samstarfsfélaga. Það reyndar tel ég ekki sem hrós - allavega ekki þaðan sem það kom. 

Mig dreymdi ekkert smá óþægilegan draum í nótt. Ég veit samt ekki hvort ég hafi þolinmæði til að skrifa hann inn. Þetta er tilraun númer fimm til að klára þetta blogg. En ég skal reyna:

Mig dreymi að ég væri með systur minni og vinkonu hennar. Systir mín var búin að vera 'hætt' í eiturlyfjum í langan tíma, allavega hélt fjölskyldan það. Við fórum í heimsókn til einhvers stráks, sennilega í Njarðvík. Þar fengum við kókaín og tókum það allar. Tilfinningin var æðisleg (ekki það að ég þekki hana en í draumnum var þetta mjög raunverulegt) og við skemmtum okkur vel. Við ákváðum svo að ganga til Keflavíkur og fórum Brekkubrautina. Ég spurði systur mína hvort við ættum ekki að fara heim og halda jól með fjölskyldunni og hun samþykkti það. Fyrst stoppuðum við þó hjá Sýslumannsembættinu og keyptum gulrætur sem voru ræktaðar með einhverjum hreinum fíkniefnum. Við borðuðum þær og ég varð eitthvað skrítin af þeim. Fórum heim til mömmu og pabba og þau sáu á mér að ég væri undir áhrifum en ekki hún. Eg var líka svo veik og þau ætluðu með mig á spítalann til að láta dæla upp úr mér. Vaknaði við vonsvikin augu pabba míns! Hræðilegt augnablik alveg! Og mamma vonsvikin líka.
 
Tilraun fimm! Og nú er ég hætt. Eins gott ég fái mörg komment bara út á þolinmæðina hjá mér FYRIR ykkur! 

 


Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband