Nýtt starf

Það nýjasta nýtt sem hefur gerst í lífinu mínu er að ég er komin með vinnu fyrir næsta vetur. Ég sem ætlaði sko ekki að fara að kenna eftir útskrift er búin að ráða mig í kennslu næsta vetur! Ég verð íslenskukennari í 5. og 6. bekk og verð umsjónarkennari annars sjötta bekkjarins. Þetta er mjög spennandi og ég hlakka til. Fer innan mánaðar og skrifa undir ráðningarsamning. Úff hvað ég er að verða fullorðin.

Annað merkilegt sem gerðist í lífinu mínu (einmitt í gær líka) var það að ég hitti konuna sem ég var að passa fyrir í New York. Það fannst mér mjög ánægjulegt og enn ánægjulegra að hún þekkti mig. Einnig fékk ég að hitta litlu Hildi mína sem er bara ekkert svo lítil lengur! Hún er orðin sjö ára en var tveggja ára þegar ég sá hana síðast. Arnór, bróðir hennar, er víst orðinn risavaxinn 10.bekkingur. Hann var nú bara tíu ára þegar ég sá hann síðast. 

Annars hef ég nú fátt að segja. Sólin gleður mig með nærveru sinni og ég reyni að fara í heita pottinn svona einu sinni á dag, þegar sólin skín á mig. Fór einmitt áðan í sund og gleymdi bikiní-toppnum heima!! Þá voru nú góð ráð dýr!! Fyrir algera slysni tók ég bláan hlírabol með mér í sundið og ákvað bara að að nota hann og þá vera í mjög svo ósamstæðu tankini!! Þetta var svo ekkert svo hræðilegt enda er hádegið kannski ekki sá tími sem laugin er stútfull af fólki - sem betur fer fyrir mig (í dag allavega) Whistling

Ég ætla að reyna að halda áfram að setja saman einhverjar af þessum ritgerðum mínum, já eða klára heimasíðuna. Rassgatas drasl - var búin að gleyma henni Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Þú verður að taka mig með næst þegar þú ferð í sund... ég er að mygla ofan í þessum kössum! Já og þegar við förum í sund mæli ég með að Tinna komi líka, ég er orðin mjög spennt að fara með henni í sund eftir laugardagsumræðurnar

Lutheran Dude, 8.5.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég var að spá í að hringja í þig en hætti við... var líka svo stutt í sundi, bara hálftíma.

Þjóðarblómið, 8.5.2007 kl. 14:22

3 identicon

Og í hvaða skóla fer mín svo að kenna í ??

Anna Pála (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Gaman að sjá þig hér Anna Pála, ég fer í Hvassaleitisskóla :)

Þjóðarblómið, 8.5.2007 kl. 19:53

5 Smámynd: Þorgeir Arason

Til hamingju með nýja starfið.

Þorgeir Arason, 9.5.2007 kl. 11:25

6 identicon

til hamingju!! ég rétt meikaði það út fyrir myspace heiminn og inn á bloggið þitt,,, hehehehe

Hei, Benóný fór í klippingu í gær og er algjört sjarmatröll með herraklippingu!!!!

ásta (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:02

7 identicon

Þóra að verða kennari!!! Hún gat ekki einu sinni setið kyrr í tíma sjálf eða hlýtt kennaranum.....ég man sko eftir því. Til hamingju annars og gangi þér vel :)

Svanhildur (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 22:34

8 identicon

Til hamingju með djobbið :-)

Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:05

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Ásta: mikið er gaman að sjá þig meðal fólks aftur Er Prinsinn þá laus við skottið?? Hlakka til að sjá hann. Viltu taka mynd af honum og setja á síðuna hans?

Svanhildur: Ég veit bara ekki um hvað þú ert að tala Ég mætti nú í langflesta íslenskutímana hjá meistara Ásgeiri Erlingssyni og það er útaf honum sem mig langar að verða íslenskukennari. Hann hafði mikil áhrif á mig og ég er að láta drauminn rætast. Hann varð líka mjög ánægður einhvern tímann þegar ég hitti hann og sagði honum hvað ég ætlaði að verða og af hverju ég vildi það Batnandi mönnum er best að lifa, ekki satt Og gaman að sjá þig á blogginu mínu

Guðmundur Karl: Takk fyrir  

Þjóðarblómið, 10.5.2007 kl. 00:10

10 Smámynd: Guðrún

Til HAMINGJU, en hérna ég er í fríi að mygla, þannig að ef einhver ætlar í sund, þá tala við mig, ég er hvítari en snjór svo ég ætti að vera vinsæl meðal þeirra sem vilja sýnast brúnni.... e haggi?

Guðrún , 10.5.2007 kl. 00:47

11 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Hehe, ef Guðrún Þóra er að segja satt um húðlit sinn held ég að það gæti orðið skaðlegt öðrum ágætum sundlaugargestum ef við myndum fara saman í sund :)

En TIL HAMINGJU elsku uppáhalds Þórið mitt. Ég trúi því varla hvað þú ert orðin stór :) Vííííííí!!! *kisskiss* Ég þarf að bjóða þér í köku e-n daginn í tilefni af þessari nýju skipan! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 10.5.2007 kl. 11:15

12 identicon

Hæhæ

Til hamingju með nýja starfið. Vonandi gengur það vel. Rosalega vildi ég að ég væri eins dugleg og þú að kíkja í laugina

 kv.Linda

Linda (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:35

13 identicon

Til hamingju me'ð vinnuna!! næææs:) Oo abbó að þú getir farið i sund í sólinni:) Eitt af því sem maður saknar svakalega frá klakanum að geta farið í útisundlaug og haft það nice! Hafðu það gott sæta:)

Tanía (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:08

14 Smámynd: Guðrún

Tinna! Ég á rauðhærðan kærasta sem ég er miklu hvítari en.... þannig að ef þú kæmir í sund með mér þá myndirðu sýnast kaffibrún...

Guðrún , 11.5.2007 kl. 08:18

15 identicon

Já hann Ásgeir var bara besti kennarinn!! Langskemmtilegast var að fara í kjalnesinga tímana....hlusta á hans útgáfu og horfa á hann leika eftir Gísla Súrsyni  eða hvað hann hét.....Ásgeir myndi skamma mig núna sko!

Svanhildur (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband