Ahhh

Ég þakka fyrir öll kommentin á síðustu færslu. Fleira ánægjulegt hefur gerst í mínu lífi undanfarna daga. Ég kláraði heimasíðuna mína áðan og sendi hana á eftir. Einnig er ég búin að fá eina einkunn - úr þessu eina prófi sem ég er búin að taka og ég náði. Ég er mjög hissa enda var ég í sjokki eftir prófið og var viss um fall. Markmið mitt var að ná og mér tókst það og rúmlega það! Smile

Ég afrekaði líka að vaska upp í gær og líður loksins eins og heima hjá venjulegu fólki!! Ahh það er góð tilfinning.

Núna er ég að vinna í að byrja á ritgerðunum sem á að skila í næstu viku og það verður gaman að takast á við þær. Ég hlakka til - en tíminn er frekar naumur og því verður þetta ekki lengra að sinni.

Þeir sem vilja mega skoða skólaheimasíðuna mína. Ég er búin að laga allar villurnar sem voru og nú ætti þetta að vera fullkomið. Slóðin er: http://nemendur.khi.is/thorbeno/utn og hana má líka finna á slóðinni: http://gummi.is/thora Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe elska þessa setningu:: Ég afrekaði líka að vaska upp í gær og líður loksins eins og heima hjá venjulegu fólki!!....

Þú ert svo fyndin! En eitt get ég sagt þér og það er að mér finnst hundleiðinlegt að vaska upp.. ég skal brjóta saman þvott og skúra en vaska upp finnst mér... það er svo tímafrekt og mar stendur svo kjurr e-ð. ég veit ekki hvort að þetta meiki e-h sens en svona er þetta

ásta (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 17:14

2 identicon

Ég á líka uppþvottavél, ligga ligga lái

Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 17:54

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Ásta, mér finnst stórkostlegt afrek að meika það að vaska upp! Ég geri það eins mögulega sjaldan og eg kemst upp með og það er sko engin lygi. Endilega, látið mig gera allt ANNAÐ en að vaska upp og ég geri það með glöðu geði!! Til hamingju með daginn aftur! Mér finnst að það eigi að vera til "uppáhalds-frænku" dagur

Guðmundur Karl: Þegar ég verð alvöru stór þá verður það fyrsta sem ég kaupi mér uppþvottavél. Ég má ekki hafa eina slíka hér!! 

Þjóðarblómið, 13.5.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Lutheran Dude

Ég verð með uppþvottavél í nýju íbúðinni minni! Oh ég er svo stór!

Lutheran Dude, 13.5.2007 kl. 23:50

5 identicon

ég sá hér fyrir neðan að þú ert að skipta um starf, er það fjölskyldumál að skipta um starf nú? Ha.he, ég veit um annan í þinni fjölskyldu sem er að skipta um starf.

Emil Páll (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 20:22

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er reyndar ekki að skipta um starf þannig. Ég er að fara frá því að vera 100% námsmaður í að vera 100% kennari :) ég er að hefja upphafið að ævistarfinu ef svo má að orði komast. Reyndar er planið að hætta í núverandi hlutastarfi í enda júlí og fá smá sumafrí áður en törnin byrjar fyrir alvöru Er hinn aðilinn ekki að elta þig Emil?

Þjóðarblómið, 14.5.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband