2.5.2006 | 15:47
Að deyja...
Það gekk svona næstum því allt upp sem ég ætlaði mér í gær. Ég endurraðaði húsgögnunum mínum - setti þau aftur á sinn stað - ég moppaði gólfið og ég var ótrúlega dugleg að lesa. Reyndar var ég líka mjög dugleg að horfa á Friends og annað skemmtiefni í sjónvarpinu og ég sofnaði líka
Ég hitti llíka Jóhönnu í gær Fór með henni og gæjanum á American Style Voðalega ljúft... Fór svo bara aftur heim að læra...
Ég er búin að skila af mér stóra verkerfninu, við kláruðum það í morgun og tilfinningin er ekkert smá góð. Kom svo hérna heim og lagði mig því ég er að deyja úr einhverjum óskilgreindum verkjum. Má ég þá biðja um mígrenið mitt? Ég veit hvað það er og ég ræð við það.. eða þannig.. Meika ekki einhverja verki sem ég skil ekki og get ekki lagað. Verkirnir hurfu þegar ég lá á hitapoka en um leið og ég stóð upp aftur þá komu þeir...
Eftir korter þarf ég að vera mætt í vinnu og vaktin er 8 tímar... gangi mér vel... Ég stend varla upprétt.. gaman að láta mig afgreiða sig í dag
Það eru komnar 90 heimsóknir í dag en eitt kvitt - frá honum Bjarna. Og hvað á það að þýða að umræðan heitir Kynlíf og ég fæ ekki betri undirtektir en þetta???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.5.2006 | 19:59
Kynlíf
Ég var að horfa á dr. Phil í morgun og hann var að ræða við nokkur pör þar sem kynlíf var notað sem vopn eða leikfang til að öðlast eitthvað.
Ein konan gjörsamlega seldi líkamann sinn. Þetta byrjaði sem leikur hjá þeim hjónum - eftir eitthvað brjálað kynlíf fékk hún demantshring. En núna er það þannig að maðurinn hennar verður að gefa henni eitthvað til að fá kynlíf. Hún á helling af designer- húsgögnum, - skartgripum og -fötum. Hún var líka búin að fá að fara til útlanda í staðinn fyrir kynlíf. Að eigin sögn er hennar stærsti sigur endurinnréttingarnar á baðherberginu heima hjá þeim. Núna er hún að vinna í að fá t-bird 'and that's a lot of sex!' sagði konan þarna í þættinum.
Önnur stundaði kynlíf þegar hún neyddist til þess með manninum sínum og þegar hún gerði það þá kom hún varla við hann, lá bara hreyfingarlaus og lét hann hjakkast á sér og hún leit varla á hann!!! Hversu steiktur þarf maður að vera?? Þau stunduðu mjög sjaldan kynlif.
Af hverju, í þessum tilfellum, eru mennirnir með konunum sem nota kynlíf sem vopn? Þetta er svo rosalega stórt hluti af sambandinu og svo rosalega mikilvægur hluti af því sem pör eiga saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.5.2006 | 12:34
...
Góðan daginn
Þá er maður vaknaður og kátur - eða allavega kátari heldur en í nótt Það er ágætt. Ég er að undirbúa mig undir dag lærdóms, þvotta og þrifa. Ég er búin að setja í eina vél og skila því svo af mér við tækifæri. Eftir því hvenær það hentar. Ætla svo að þvo meira síðar í dag. Og jafnvel skipta á rúminu mínu
Það er best í heimi að sofna í hreinu og vel lyktandi rúmi!!
Svo er ég að hugsa um að færa stofuna mína aftur inn í stofu - úr herberginu og ganginum/eldhúsinu. Það er bara svo ótrúlega þægilegt að hafa stofuborðið hérna við rúmið til að geyma tölvuna á og fleira drasl. En ég vil samt hafa sófann minn fyrir framan sjónvarpið en ekki fyrir framan klósettdyrnar og ætla því að vinna í færa hann þangað svona eftir því sem líður á daginn.
Ég veit ekki alveg af hverju ég blogga svona oft og mikið, það er ekki eins og ég sé eitthvað góður penni - og það hef ég aldrei verið. En það er enginn sem neyðir ykkur til að lesa bullið í mér - hversu vel eða illa sem það er skrifað
Súperdósin mín bíður og snakkið líka. Atómstöðin bíður spennt eftir því að ég opni hana og renni augunum yfir blaðsíðurnar. Ætla ekki að láta kókið mitt hitna!!
Eitt sem ég gleymdi!! Elsta systir mín á afmæli í dag. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað hún er gömul Til hamingju með daginn
Today is my oldest sister's birthday. I don't know how old she is though
Happy birthday
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.5.2006 | 00:29
brrr
Alltaf þegar ég hugsa mjög mikið um hvað ég ætla að skrifa á bloggið mitt þá hljómar færslan mjög þunglyndisleg. En sem betur fer - allavega fyrir ykkur - er ég mjög gleymin og man aldrei hvað ég ætla að skrifa þegar ég er með tölvuna fyrir framan mig.
Ég fór í sturtu áðan með kveikt á kertaljósum og hugurinn vanná fullu - endalausar hugsanir um hluti sem mig langar ekkert til að hugsa um. Þetta eru samt ekkert slæmar hugsanir nema bara fyrir sjálfa mig, hugsanir sem gefa mér sting í hjartað. En ég ætla svo sem ekkert að vera að íþyngja ykkur með því um hvað ég er svona mikið að hugsa...
Ég fór í starfmannapartý hjá Húsasmiðjunni í kvöld eftir vinnu og já... það var heldur undarlegt. Framan af þekkti ég tvo af litlu gaurunum og sat hjá þeim í smástund og færði mig svo til einnar sem er að vinna með mér á kassa. Mér líður ekki vel í kringum mikið af fólki sem ég þekki ekki neitt. Marga hef ég ekki einu sinni séð áður. Finnst það mjög óþægileg staða. En það var nú samt ekki ástæðan fyrir því að ég yfirgaf partýið snemma. Ó nei! Mér hefur aldrei í lífinu verið svona kalt!!!! Og það er ekki grín. Var að reyna að vera smá skutla en það dó eftir samt alveg klukkutíma, þá gafst ég upp og náði í úlpuna mína út í bíl. Ég var orðin alvarlega blá á vörunum, puttarnir mínir voru orðnir hvítir og farnir að dofna upp!! Ég borðaði matinn og fór svo...
Ég tek hjartatöflur sem eiga að vera fyrirbyggjandi fyrir mígrenið mitt. Mígreni getur meðal annars orsakast af samdrætti æðanna í höfðinu og töflurnar virka þannig að þær halda æðunum opnum. Ég er með smá kenningu. Nú hef ég alltaf roðnað frekar mikið en ég held að ég sé farin að roðna meira núna. Kenningin hljómar sem sagt svona: Æðarnar í líkamanum mínum eru allar víðari heldur en þær hafa verið sem auðveldar blóðflæði til allra líkamshluta og þar á meðal til andlitsins sem orsakar það að ég roðna og lít iðulega út eins og karfi. En þessar víðu æðar orsaka það að ég er ekki eins hand- og fótköld og ég hef verið
Ætla að hætta núna....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
30.4.2006 | 12:37
Gettin' old
Til hamingju með 20 ára afmælið elsku Jói minn!!
Þá er ég formlega að verða 25 ára, fyrst litli bróðir minn er orðinn tvítugur!! Hann átti afmæli í gær en svaraði ekki símanum sínum. Jóhannes Helgi, ef þú sérð þetta þá reyndi ég að hringja svona 10 sinnum í gær en alltaf slökkt á honum... Svei þér...
Jóhannan mín hélt upp á 25 ára afmælið sitt í gær. Hún á samt ekki afmæli fyrr en næsta sunnudag. En það var ótrúlega margt fólk hjá henni og þetta var æðislegt!! Hún er svo sannarlega dóttir mömmu sinnar!! Það verður seint frá henni tekið! Það voru margir sem þekktu mig ekki sökum nýju klippingarinnar Ingó (sá sem er þekktur sem Svíadjöfullinn á síðunni hans Bjarna) var í næstum klukkutíma að átta sig á hver ég var. Hann er svo skondinn
Jóhanna tók myndir af mér í gær, skal biðja hana að senda mér þær svo ég geti sýnt ykkur hvað ég er ýkt sæt
Ég er hægt og rólega að halda áfram með lífið mitt. Það gengur ekki alveg eins vel og ég vildi en gengur samt...
Ég er að hugsa um að fara og reyna að finna mér eitthvað matarkyns áður en ég fer í vinnuna. Nenni því samt svo innilega ekki. Finnst alveg endalaust leiðinlegt að borða og enn leiðinlegra að borða ein... en það er ekki á allt kosið... langar líka að fara að kaupa nýjan síma... Batterýið á mínum er eitthvað vanskapað... veit samt ekki hvort ég bíði aðeins með það
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2006 | 01:18
Geislabaugurinn minn
Þá er þessum degi lokið og ég er svo fegin! Það er nú samt ekki eins og það hafi verið eitthvað brjálað að gera í allan dag. Dagurinn byrjaði bara í rólegheitum í fyrri kantinum, las í Atómstöðinni og lagði mig svo til að verða nú alveg örugglega ekki þreytt Ég var að tala við Bjarna á msn og alltaf þegar ég tala við hann langar mig svo í sund - hann notar nefnilega msn-ið sitt til að auglýsa eftir fólki til að koma með honum í Lónið.. ég tengi bara Bjarna við vatn.. svei mér þá
- og fór í Laugardalslaugina. Ég fékk bikinifar
byrjuð að safna fyrir sumarið! Fór svo í Húsasmiðjuna og var þar í 3 og hálfan tíma. Voðalega rólegt og ljúft. Kom svo heim í svona hálftíma og fór svo í 10-11. Það var eiginlega bara soldið mikið að gera. Enginn tími til að lesa blöðin
Ég hef aldrei verið svona sein út síðan ég byrjaði sem vaktstjóri. Var ekki komin út úr búllunni fyrr en 00:20!!! Finnst ykkur þetta hægt??
Mér finnst svo ótrúlega skondið þegar fólk - og þá aðallega stelpur - eru að reyna að klæða sig gellulega en hafa svo innilega ekki vöxtinn í það. Það komu einhverjir útlendingar um daginn og tvær af stelpunum voru þvílíkt að reynaað vera gellur eða allavega önnur þeirra. Hún var í magabol og fráhnepptri peysu og mjaðmabuxum með boruna standandi lengst upp úr!! Alveg hrikalegt!! Minnti mig svolítið á hana Plummer Spice mína
Þetta blogg er ekkert skemmtilegt... en ég skal í staðinn setja mynd af mér sem mér persínulega finnst mjög kúl. Dagný tók hana á Kotmóti um síðustu verslunarmannahelgi og það virkar soldið eins og ég sé með geislabaug... sem ég er auðvitað með er alltaf svo stillt og prúð! Hún verður að duga ykkur þangað til á sunnudaginn, hef örugglega engan tíma til að blogga á morgun...
Góða nótt og góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.4.2006 | 11:15
Helgi dauðans
Ætla að sýna ykkur mynd af Superman!! Hann er alveg sætastur þetta barn.
Þessi helgi verður alger dauði! Það er brjálað að gera - bæði í vinnunni og social lífinu!! Ég skal segja ykkur hvernig þetta lítur allt saman út:
Í dag kl 16 er ég að fara að vinna í húsasmiðjunni til 19:30. Eftir það er ég að fara að vinna fyrir Ella í 10-11 til miðnættis eða rúmlega það. Já og það er aðalfundur 10-11 í kvöld með tilheyrandi djammi sem ég kemst ekki á af því að ég er að vinna fyrir Ella.
Í fyrramálið mæti ég í Húsasmiðjuna kl. 9:00 og verð til 19:30. Jóhanna vinkona er að halda upp á 25 ára afmælið sitt annað kvöld og já, finnst eiginlega að ég verði að mæta í það!
Á sunnudagsmorguninn er kirkja frá 10:15 til um 12. Síðasta fjölskyldumessan og síðasti sunnudagaskólinn á þessum vetri Get ekki beðið eftir að þessu ljúki. Kl. 13 er svo vinna í Húsasmiðjunni til 19:30 og djamm með þeim kl. 20 af því að ólíkt 10-11 þá lokar Húsasmiðjan á rauðum dögum!
Svo þarf ég að klára að lesa Atómstöðina og byrja á 79 af stöðinni eins og tími gefst til um þessa helgi! Það gengur ekki alveg eins vel að lesa og ég vildi... Atómstöðin er ekki sú skemmtilegasta sem ég veit um... því miður
Blogga kannski eitthvað skemmtilegra í dag ef ég nenni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.4.2006 | 18:31
I want this, I want that...
Ég þjáist af því að langa í allt saman!! Ég er orðin alveg veik og hlakka ekkert smá til að fá námslánin. Ekki það að ég ætli að eyða þeim í eitthvað bull en það er nú samt ýmislegt sem ég ætla að kaupa:
- Tölva (bróðir minn fær þessa)
- Digital myndavél (eg er ein af fáum sem á ekki svoleiðis apparat!)
- Sími (ég er orðin veik fyrir því að fá mér nýjan síma, komin með hundleið á mínum gamla)
Þetta þrennt ætla ég pottþétt að kaupa. Svo er margt annað sem mig langar í eða langar til að gera. Á ég að segja ykkur það líka? Ok fyrst ykkur langar það svona ótrúlega mikið here goes...
- Diskasett sem er til í búðinni minni.
- Hjól (þarf að fara að hreyfa mig)
- Nýir skór.
- Ný gleraugu.
- Garðbekkur til að setja á svalirnar (til í Blómaval)
- Fara til útlanda...
Og akkúrat núna man ég ekki neitt mikið meira. Jú mig langar til að þurfa ekki að mæta í vinnuna mína og mig langar til að eiga endalausar birgðir af kóki Mig langar líka til að eiga hreina og fína íbúð án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því. Mig langar líka að vera ekki endalaust með hausverk - hann er búinn að vera að drepa mig í allan dag. Svo ógeðslega vont!! En ég er skárri núna sem betur fer.
Ég á að vera að vinna í 10-11 en hringdi mig inn veika í morgun af því að ég var gjörsamlega að deyja og þá fékk ég að vita að verslunarstjórinn þurfti að taka vaktina mína. Hún er búin að vera að vinna síðan 8 í morgun og af því að ég er svo góð þá sagði ég við hana að ég myndi koma ef ég skánaði. Mér líður miklu betur núna enda búin að sofa endalaust og fara í heitapott og éta milljón töflur og ætla að fara að vinna um 7...
Ætla að halda áfram að lesa Atómstöðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2006 | 23:41
Frestunarárátta
Það er alveg hrikalegt að alltaf þegar ég sest fyrir framan tölvuna þá man ég hvaða gáfulegu hluti ég ætlaði að skrifa hingað inn. Það er alveg mesta böggið sko En af því að myndin kemur efst í vinstra hornið þá ætla ég að byrja á að tala um litla yndislegasta frænda minn í heiminum! hann er svo mest sætur og ég kemst bara engan veginn yfir það. Hann brosir endalaust og fagnaði mér svo vel þegar ég kom í heimsókn áðan. Oh það var svo gaman. Ef maður er leiður eða í vondu skapi þá er alveg hægt að treysta á hann til að breyta því. Hann brosir svo sætt að það bræðir mann alveg og manni hlýnar inn að hjartarótum. Ekki það að ég hafi verið eitthvað í vondu skapi áðan en hann hefur alveg reddað mér áður með því að brosa bara sætt
Ég þjáist af alvarlegri frestunaráráttu þegar kemur að skilaverkefnum. Ég á eftir að fara í eitt próf og skila einni ritgerð og einu 100% verkefni ásamt leiðarbók/dagbók. Verkefnið gengur ágætlega enda erum við tvær að gera það, eigum bara eftir að leggja lokahönd á það held ég. Leiðarbókin er hins vegar annað mál. Kennarinn vill að við höldum dagbók fyrir alla tímana þar sem við skrifum hugleiðingar okkar og pælingar út frá þeim. Ég er ekki búin með þessa dagbók og tímunum lauk í febrúar!! Og núna get ég ekki klárað því ég finn ekki möppuna mína með glósunum! Algert bögg sko!! Í ritgerðinni á ég að bera saman tvær skáldsögur og myndir gerðar upp úr bókunum. Þetta eru bækurnar/myndirnar Atómstöðin eftir Halldór Laxness og 79 á stöðinni eftir Indriða J. Ég er byrjuð á hvorugri bókinni en ætla nú samt að pína mig til að byrja á eftir. Hef alveg nægan tíma til að lesa. Allt annað mál að henda þessum ritgerðum saman.
En ég ætla að taka lyfin mín, ná í kók og byrja á Atómstöðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.4.2006 | 16:13
Playlistinn minn
Núna undanfarið hef ég verið að hlusta á sömu lögin - bæði í tölvunni og í bílnum - og þessum playlisti/diskur tekst undantekningalaust að koma mér í gott skap. Þau lög sem ég hlusta mest á núna eru:
- You'll think of me - Keith Urban
- Rómeó og Júlía - Á móti Sól
- Daniel - Elton John
- Líf - Hildur Vala
- Man in the mirror - Michael Jackson
- Hvers vegna varst' ekki kyrr? - Reggae on Ice
- Coast to coast - Westlife
- Það er svo skrítið - Stefán Hilmarsson
- Original Sin - Elton John
- I´d do anything for love (but I won't do that) - Meat Loaf
- Paradise by the dashboard light - Meat Loaf
- Two out of three ain't bad - Meat Loaf
Ég hef aldrei reynt að halda því fram að tónlistarsmekkurinn minn sé eitthvað æðislegur enda má kannski best sjá á því að Backstreet Boys eru uppáhöldin mín í heiminum!! Og það verður seint sagt að ég hafi eitthvað vit á tónlíst - eina tóntegundin sem ég kann er Þóru-tóntegund - en ég heyri nú samt ef ég er ekki á sama stað og annað fólk er að syngja á. Ég hef samt ekkert vit á áttundum eða þríundum eða neinu svoleiðis. Enda verða einhverjir að syngja illa til að hægt sé að kunna að meta þá sem syngja vel.
Þetta er dúettinn milli Meat Loaf og gellunnar í I'd do anything for love (but I won't do that) og hann er bara snilld!!! Mæli með þesu lagi og bara öllu því sem Meat Loaf hefur sungið - alger snilld!!
Girl : Will you raise me up?
Will you help me down?
Will you help get me right out of this Godforsaken town?
Will you make it a little less cold?
Boy : I can do that!
I can do that!
Girl : Will you hold me sacred?
will
you hold me tight?
Can you colorize my life I'm so sick of black and white?
Can you make it a little less old?
Boy : I can do that!
I can do that!
Girl : Will you make me some magic, with your own two hands?
Can you build an Emerald city with thes
e grains of sand?
Can you give me something that I can take home?
Boy : I can do that!
I can do that!
Girl : Will you cater to every fantasy that I've got?
Will ya hose me down with holy water - if I get too hot - ?
Will you take me to places that
I've never known?
Boy : I can do that!
I can do that!
Girl : Afert a while you'll forget everything,
It was a brief interlude, And a midsummer night's fling,
And you'll see that it's time to move on.
Boy : I wont do that!
I wont do that!
Girl : I know the territory - I've been around,
It'll all turn to dust and we'll all fall down,
And sooner or later you'll be screwing around.
Boy : I wont do that!
I wont do that!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar