Eftirsókn eftir vindi

Rauðhausinn minn er búinn að gifta sig!! Hún var svo falleg og athöfnin var svo ótrúlega falleg og skemmtileg! Veislan var líka æðisleg, þótt ég hefði ekki þekkt eina einustu manneskju þarna fyrir utan Rauðhausinn minn og Nonna. Ég kannaðist við nokkur andlit en sem betur fer var raðað í sæti þannig að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af að finna mér sæti sjálf einhvers staðar. Veislustjórarnir stóðu sig með prýði og voru mjög skemmtilegir! Best fannst mér þegar þau tilkynntu að þetta væri nú eiginlega þeirra brúðkaup (gaurinn er hommi) því söngvararnir sem ættu að syngja í þeirra brúðkaupi væru mættir á svæðið. Já það var enginn annar en Friðrik Ómar minn og Guðrún Gunnars. sem gengu inn í salinn!! Friðrik Ómar er svo hrikalega flottur söngvari og svo suddalega heillandi! ég veit að hann er hommi (og ég komst að því á myspace-inu hans að hann á kærasta Crying) en einhver góður maður sagði einhvern tímann að allir gaurar sem ég heillaðist af væru þvenghýrir! Ég hreinlega á bara ekki orð! Get ekki lýst gleði minni þegar ég sá hann ganga inn í salinn!! Ég fékk næstum því hland fyrir hjartað (í góðri merkingu samt), svo bágt átti ég með mig!! Svo er hann bara alveg ýkt fyndinn og mikið krútt! Oh hann er svo æðislegur! Nördið ég gleymdi myndavélinni úti í bíl þannig að ég gat ekki tekið mynd af honum! Úff! 

Annars hefur fátt merkilegt gerst í mínu lífi. Við Tinnan mín fórum á samkomu í Fíladelfíu í gær og það var með skrítnari samkomum sem við höfum farið á. Við pössum okkur alltaf á að mæta fashionably late og vorum hálftíma of seinar í gær en þegar við mættum var samkoman bara ekkert byrjuð! Okkur leið geðveikt kjánalega enda höfum við aldrei verið mættar á réttum tíma, í upphafi samkomu, þannig að við ákváðum að láta okkur hverfa um stundarsakir. Fórum og fengum okkur að borða og spjölluðum auðvitað helling og mættum svo aftur klukkutíma seinna. Þá var samkoman farin af stað og við fengum okkur sæti og vorum alltaf að bíða eftir að ræðan byrjaði. En þá höfðum við misst af því að ræðumaðurinn fór upp á svið, fengið sér vatn að drekka, hann þagði í svona fimm sekúndur og tilkynnti svo samkomugestum að það yrði engin ræða, hann væri of stressaður! Eftir samkomuna var okkur sagt að það slitnaði ekki slefan á milli okkar því við værum alltaf saman! Frekar spes þar sem við hittumst allt of sjaldan en Fílósamkomur er eitthvað sem við Tinna eigum saman og blöndum engum öðrum inn í. Það er okkar thing Cool

Við fórum á samkomu líka í síðustu viku og þá heyrðum við ræðu um Predikarann. Gaurinn var misjafnlega túlkaður en þar sem flestir skilja ensku kom það ekki að sök. Hann einmitt hélt því fram að hann vissi ekki af hverju Predikarinn væri í Biblíunni; aðeins einu sinni er minnst á Guð í bókinni og hún lýsir algeru tilgangsleysi. Hún hefst á tilgangsleysi og endar þannig líka. Setningin: Og allt er það hégómi og eftirsókn eftir vindi er mjög áberandi í bókinni þar sem allar lífsins lystisemdir eru taldar upp og skrifaðar sem hégómi. En það er klárt mál að höfundur bókarinnar var ekki Íslendingur því hann myndi ekki sækjast eftir vindi ef hann byggi hér!! 

Á morgun ætla ég að fara í IKEA og athuga hvort ég finni hillur inn í íbúðina mína. Er farið að langa að breyta til og bæta. Ætla að fá mér nýtt stofuborð og losa mig við það sem ég er með í stofunni núna. Er aðeins búin að færa til en langar í fleiri skápa fyrir allar bækurnar mínar og dótið sem ég fékk í útskriftargjöf.

Núna ætla ég að fara að sofa. Góða nótt! Innilega til hamingju með daginn Andrea mín og Nonni! Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Vá hvað við vorum samt fyndnar að fara bara og koma svo aftur.......en við vorum þá allavegana ekki klaufalegar eins og sumir :) Hehe!

Takk fyrir súper helgi.......það var ýkt gaman að leika við þig á föstudaginn....og geggjað gaman að leika við þig í gær.......þvílíkur munur að hafa létt veskið mitt svona.....það var orðið heldur þungt! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 16.7.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 46403

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband