Loksins búin!

Ég er loksins búin með prófin - 20 dagar af skilaverkefnum og prófum er bara nokkrum dögum of mikið. Fyrir utan það að vinnan við lokaritgerðina tók alveg mikla vinnu vikuna aður en við skiluðum. Það þýðir bara að það fór heill mánuður í ritgerðir og próf. En ég kláraði í gær og svo glöð með það. Veit samt ekkert hvernig mér gekk en það kemur bara í ljós þegar ég fæ einkunnina. Það eru tvær einkunnir dottnar inn, fyrir truarbragðafræðina og heimasíðuna sem hægt er að skoða hér og hér. Ég er nokkuð ánægð bara, veit að ég skildi eitt verkefni eftir en gleymdi að tengja eitt inn sem ég var búin að vinna þrisvar.

Photo 92Ég fór til Keflavíkur í gær í klippingu og núna á ég eiginlega bara ekkert hár að mér finnst. Liturinn er líka orðinn dekkri. Það var tekinn alveg hellingur af hárinu og það virðist enginn taka eftir því! Held það taki bara enginn eftir mér yfirhöfuð. Ég verðlaunaði sjálfa mig aðeins meira í gær, ég keypti mér silfurhring fyrir að hafa lokið prófunum og komið nokkuð heil út. Hver verðlaunin verða EF ég næ aðferðafræðidruslunni kemur í ljós síðar.

Ég fór svo og hitti hana Jóhönnu mína og litla prinsinn. Ég er búin að finna nýtt nafn á hann fyrst að Signý Þóra gengur augljóslega ekki: Páll Þórir! Svo hitti eg líka uppáhalds frænda minn sem verður skemmtilegri og fyndnari með hverjum deginum. Það er svo erfitt að lýsa því hvernig hann segir hlutina og hvernig hann er - það hljómar ekki eins fyndið. Ohh þið verðið bara að hitta hann Smile Það má ekki gleyma því að ég hitti líka bróður minn, kærustuna hans, systur mína og mömmu og pabba. Pabbi minn fór með bílinn minn í smurningu á meðan ég var í klippingu.

Ég gleymdi alltaf að segja frá því að ég fer ekki að kenna í Hvassaleitisskóla. Skipulag skólastjórans breyttist og þau þurftu ekki, þegar betur var að gáð, á öðrum kennara að halda. Ég var komin með smá samviskubit af að svíkja leikskólann en þau losuðu mig undan því og ég hef látið hann vita að ég komi þangað í haust. Í dag sagði ég svo upp vinnunni minni í Húsasmiðjunni. Ég hætti 31. júlí en síðasti vinnudagurinn verður 22. júlí. Ég verð því í smá sumarfríi fram yfir verslunarhelgi og vikuna eftir hana. Ég er rosalega leið yfir að þurfa að hætta en mér finnst ég ekki geta unnið  þarna lengur en ástæðan verður ekki gefin upp hér. Ég er tilbúin að fara þangað en áður þurfa nokkrir hlutir að hafa breyst. Vinnan mín er ágæt, og æðislegt fólk að vinna með mér og því finnst mér miður að vera að hætta.

Á morgun fer ég til taugasérfræðings og hann ætlar að skoða hausinn minn betur og vonandi reyna að finna einhverja lausn handa mér áður en ég fer upp í Ölver og áður en ég fer í 100% vinnu. Köstin eru nefnilega orðin svo miklu verri heldur en þau voru og núna áorka ég ekkert þegar ég fæ mígreni og æli yfirleitt lungum og lifur líka.

Ally McBeal er svo mikil snilld og ég er svo föst í þessum þáttum. Heyrði eina snilldarsetningu þegar eg horfði á fjórðu seríu einhvern tímann um helgina:

When I see a cute guy I check the outfit and the breasts  to see if they're still there!! 

Jon Bon Jovi er ýkt hot en hann leikur í 5. seríu Smile

Lífið er dásamlegt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

hæhæ! harið þitt er otrulega flott!

miklu dekkra en það var aður en otrulega flott!! :) þu ert mjög sæt svona hehe

taktu mynd af hringnum þinum mig langar að sja hann hehe

Dagný Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ég sé nú hárið þitt voða lítið á þessari mynd, en ég sé það á eftir þegar þú kemur í heimsókn til mín í vinnuna mína :)
Ally er annars algjört brill, og ég verð að koma í heimsókn til þín við tækifæri og við horfum á Ally og borðum ís.......eða, ég borða ís og þú bara......drekkur kók! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 23.5.2007 kl. 09:09

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Ally er æði En Tölvudruslan mín vill ekki spila alla diskana mína úr seríunni! Það er ömurlegt!! Þoli það ekki!!

Þjóðarblómið, 23.5.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband