25.4.2006 | 00:09
Sjónvarpsfíkillinn
Ég er svo mikill sjónvarpsfíkill! Það er alltaf kveikt á sjónvarpinu þegar ég er heima og síðan ég fór að sofa ein aftur sofna ég annað hvort alltaf með sjónvarpið í gangi eða tölvuna. Núna eru það Friends sem fá að rúlla endalaust, en einnig fá gelgjumyndirnar mínar að ganga. Ég hef ekkert gleymt þeim Chad Michael fær alveg að vera hjá mér reglulega Verst að hann veit það ekki... Er viss um að við værum gift ef við hefðum hist einhvern tímann. Hann hefði fallið algerlega fyrir mér, eins og þeir gera allir Verst að þeir fara allir líka Oh well... þeirra missir
Núna er ég að horfa á Jay Leno og er að bíða eftir að Boston Legal byrji. Missti af því í gær af því að ég var að vinna. Eg missti líka af O.C áðan en það var allt í lagi. Lifi það alveg af.
Æ ég nenni ekki meiru... er orðin sybbin...
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff þessi drengur .. maður bara verður orðlaus þegar maður sér hann !!!!!! ég er einmitt í ameríku núna - og fer yfir á vesturströndina í hollywood í ágúst - spurning hvort maður leiti hann ekki bara uppi ;) heheheh nah segi svona :D læt mér nægja að horfa á hann og slefa ;)
Sigrún, 25.4.2006 kl. 00:18
Vá, mig langaði til að æla þegar ég sá þessa O.C. rottu. Ég missti í raun áhuga á að lesa þessa færlu en ég lét mig nú hafa það. Færð eina stjörnu af 10 mögulegum, misstir 9 fyrir að hafa mynd af þessum ofmetna aula
Bjarni (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 01:19
"Óskráðir notendur geta einnig skrifað athugasemd. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang."
Vá, djöfull var ég tekinn í rassgatið þarna... Þetta system er verra en blog.central.is - Ég legg til að þú flytjir þig aftur yfir. Nenni ekki að kíkja á helv. póstinn minn til að staðfesta commentið mitt í hvert skipti sem ég tjái mig!
Bjarni (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 01:20
OC ROTTU!! EN EN EN - ÞETTA ER ONE TREE HILL GAURINN!!!
annars frú þjóðarblóm hehe - þá er ég í new hampshire fylki - í litlum bæ nálægt boston sem aupair ;)
Sigrún, 25.4.2006 kl. 01:49
jahá ég er ekki frá því að ég þurfi að taka mig á í að blogga. bloggin svoleiðis hlaðast hérna inn, læt þig nú ekki toppa mig :p
ég er líka alltaf með kveikt á tölvunni minni, er að reyna minka það samt. og hafa slökkt á henni á næturnar en ég nenni bara ómögulega að vera alltaf að kveikja og slökkva á henni. mamma borgar rafmagnið og netið og ég sé um að eyða rafmagninu og peningum í netið ... mjöööööög fínt ;)
ákvað bara svona að kommenta í morgunsárið því þú vilt komment :) síðasti venjulegi þriðjudagurinn minn í grunnskóla að hefjast :) vuhú (Y)
síjú :D
Guðbjörg Þórunn, 25.4.2006 kl. 07:23
ég ætla að prófa að kommenta á þessari síðu. Hann er nú sætur hann Chad, tökum það ekki frá honum
ástabjörk (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 08:14
Sko! Chad Michael Murray er ekki nógu góður fyrir þig elsku Þóra Jennýar hjartagullið mitt!! Hann er druslukúkur! Ef hann væri eins og e-r af gullnu karakterunum sem hann leikur í sjónvarpinu væri þetta hins vegar allt annað mál sjáðu til!!! :)
Mér lýst samt betur á blog.central.is síðuna þína, því þar fékk bloggið mitt alveg sér dálk og allt og mér fannst ég svo mikið sérstök!!.....núna er ég bara ein af fólkinu í höfuðborginni og finnst ég ekkert sérstök lengur......go blog.central.is!!! :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 25.4.2006 kl. 12:13
Bjarni: Keep your facts straight!!! Vittu um hvað þú ert að tala!!! Chad Michael Murray er dásamlega fallegi gaurinn sem leikur í Lucas í One Tree Hill, hann lék í einni seríu í Dawson´s Creek (Charlie hinn fagri sem söng ástarsöng fyrir Joey) og einni í Gilmore Girls (Tristan ofursæti).
Æ, Tinna, hann er samt svo ótrúlega fagur að það hálfa væri nóg. En hann er drusla.. I know... Nick Carter er líka genginn úr greipum mér - hann var líka með Paris Hilton! Hvað er að þessum gaurum?? En mig dreymdi nú að ég hefði drepið hann þannig að kannski var best að við náðum ekki saman ;)
Þjóðarblómið, 25.4.2006 kl. 12:29
blog.central.is er svo 2005 ... blog.is er framtíðin! ..
Chad Michael Murray er líka fææn hann má eiga það:D
skemtileg síða;)
EvaKristín, 25.4.2006 kl. 14:14
Það er ekki utanhaldið sem skiptir máli, heldur innihaldið......eins og vitur manneskja sagði eitt sinn!!
Ef hann væri eins og Charlie mættiru giftast honum, líka ef hann væri eins og Lucas, eða Austin Ames.......en hann er það bara því miður ekki!!!
Tinna Rós Steinsdóttir, 25.4.2006 kl. 14:33
Vá, Bjarni minn, annar hvor okkar er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni;
"Óskráðir notendur geta einnig skrifað athugasemd. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang."
Þessi skilaboð koma því að eigandi þessa blogs hefur valið sérstaklega að a) óskráðir mega commenta, b) óskráðir þurfa *ekki* að staðfesta uppgefið netfang.
Hvað nákvæmlega er vandamálið? Slæmt að geta commentað án þess að staðfesta netfangið? Slæmt að ef eigandi bloggsins vildi gætirðu lent í að staðfesta netfangið þitt til að draga úr skítkasti?
Ég er virkilega að reyna að skilja hvað vandamálið er?
Annars þá fær EvaKristín plús fyrir evangelismann ;-) .. og Nick Carter plús fyrir að fokka upp Paris Hilton :-P
Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2006 kl. 18:02
Ég þurfti bara að breyta því í stillingunum hjá mér að það þyrfti ekki að staðfesta netfangið. Þangað til fyrir 10 mínútum eða eitthvað þurfti það... en núna er ég búin að breyta því og allir ættu að geta kommentað án þess að staðfesta netfangið.Þetta er sem sagt ekki Bjarna mistök - þótt þetta hafi staðið var það vitlaust alveg þangað til áðan...
Þjóðarblómið, 25.4.2006 kl. 18:16
Ah, eru semsagt skilaboðin vitlaus? Meira helvítis klúðrið er það hjá okkur! Búinn að laga þetta, afsakið vandræðin :-(
Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2006 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.