Færsluflokkur: Ferðalög
22.3.2007 | 00:23
Ferðasagan
Ég ætla að hlaupa á hundavaði yfir ferðasöguna okkar Sólveigar til Ungverjalands og setja nokkar myndir með. Njótið vel!
Við lögðum af stað klukkan 6 að morgni 9. mars, keyrðum til Keflavíkur, sóttum mömmu mína sem skutlaði okkur svo upp á flugvöll. Við tók ánægjulegt flug til London með fyrirtaks ferðafélögum en eftir flugið tók við ekki svo ánægjulegt flugvallahangs í 6 tíma með tilheyrandi öryggistjekkum og drasli. London Heathrow er ekki skemmtilegur flugvöllur upp á það að gera. Flugið til Búdapest tók um 3 tíma og það svaf ég nánast allt af mer. Tóta hafði sent mann til að sækja okkur og hann beið með nöfnin okkar á skilti - við klikkuðum alveg á myndatökunni! Eftir tvo og hálfan tíma í bíl með brjáluðum ökumanni hittum við loksins Tótu. Samvistum okkar lauk þó sjö tímum eftir komu okkar því hún fór á spítalann um kl. 8 um morguninn.
Við höfðum fyrirtaks guide-a eins og fram hefur komið og sýndu þeir, en þó aðallega Ingvar, okkur það markverðasta í Debrecen. Það sem mér fannst einstaklega markvert var sturtan hans Ingvars. Hún er svo sjúklega flott, með geðveikum sturtuhaus uppi í loftinu, litlu halogen ljósi við hliðina á sturtuhausnum, sæti, og háum kanti. Ef ég ætti svona sturtu myndi ég eyða talsvert meiri tíma þar en ég geri nú þegar!! Ef ég hefði stoppað lengur þá hefði ég sko fengið að profa sturtuna hans! En ég bað Tótu um að prófa hana fyrir mig í staðinn - en hún hafði ekki tekið eftir því að sturtan hans væri eitthvað merkileg fyrr en ég fór að tala um hana. (myndin er því miður á hlið og ég kann ekkert að laga hana - hallið bara hausnum).
Eftir smá rölt um bæinn og heim til Ingvars og skoðunarferð inn á bað þá fórum við aftur niður í bæ og sáum þar mótmæli og kirkjuna sem er helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn eða eitthvað svoleiðis.
Þetta er kirkjan og til hliðar við hana (nær textanum) glittir í fólkið sem var að mótmæla. Þarna höfðu þau hist á hverju einasta kvöldi í næstum því 200 daga. Eftir skoðunarferð númer tvö fórum við í keilu, röltum svo um bæinn til að finna okkur eitthvað að gera og enduðum inni á pöbb. Ákváðum svo að fara á djammið á einhverjum klúbb þar sem voru bara Ungverjar að dansa við ungverska techno-tónlist. Ekki alveg það besta. En skemmtilegt kvöld engu að síður.
Á sunnudeginum fórum við út með Ingvari, keyptum lestarmiða og fórum svo og heimsóttum Tótu á spítalann. Þegar mest var voru held ég 10 gestir hjá henni á meðan við vorum þarna. Ótrúlegt hvað hún þekkir mikið af fólki! Við stoppuðum hjá henni í um einn og hálfan tíma en svo þurfti Ingvar að koma okkur á lestarstöðina með viðkomu heima hjá Tótu því við áttum eftir að pakka. Það tókst með naumindum. Við tók ógeðsleg lestarferð þar sem ógeðslega fullur Ungverji angraði mig alla leiðina með því að pikka í mig og pota og stara á okkur!
Ráðstefnan byrjaði með hinum ágæta klósettpappírsleik á sunnudagskvöldinu og við eiginlega komumst að því að við hefðum alveg getað eytt sunnudagsnóttinni í Debrecen án þess að missa af neinu merkilegu!! Vorum heldur svekktar þegar við áttuðum okkur á þessu en úr því við vorum komnar til Búdapest var ekkert við því að gera.
Mikill hluti ráðstefnunnar fór í einhvers konar hópavinnu/hópefli - nauðsynlegt að byrja hvern einasta dag á einhverjum leikjum. Einnig voru fyrirlestrar og umræður. Myndin sýnir allan hópinn vinna að 'silent artwork' þar sem átti að koma fram staða stúlku/ungrar konu í heiminum í dag. Ég hafði nu alveg ágætis hugmyndir um hvað væri hægt að gera en þar sem listrænir hæfileikar mínir eru af mjög skornum skammti ákvað ég að teikna ekki heldur taka bara myndir.
Útsýnið af svölunum okkar var geðveikt og þetta er líka geggjað í myrkri en því miður er ekki eins auðvelt að taka myndir af því.
Þetta er tekið af Hetjutorginu en þangað fórum við á miðvikudeginum sem var frídagurinn okkar - en þó ekki fyrr en eftir að við heimsóttum skátahreyfingu Ungverjalands snemma um morguninn. Þar fórum í tvo þá siðlausustu leiki sem ég hef á ævinni minni farið í. Þeir sem hafa farið í Ölver/Vindáshlíð og þekkja Línuna góðu geta kannski tengt við þetta en þetta var eitthvað á þessa leið: Ef ég væri ekki skáti hvað væri ég þá? Svo kom fullt af einhverju dóti, meðal annars: I'd be a farmer, spread the seed and fertilize too - með einhverri ógeðslega asnalegri klofhreyfingu. En það sem gerði útslagið var: ' Coffee, tea, or maybe just me!!!' með ógeðslegum dillandi hreyfingum . Þetta eru þær að kenna skátunum sínum - nánast að kenna þeim að bjóða sig karlmönnum - allt niður í 9 ára gamlar!!! Ég dó úr hneyksli!!
Fimmtudagurinn fór að mestu í workshop frá okkur þátttakendunum (fyrri myndin er frá workshop-inu okkar Sólveigar) og svo fór kvöldið í kynningu á því starfi sem við unnum fyrir - í okkar tilfelli KFUM og K. Seinni myndin er af Guisi sem kom sem fulltrúi WAGGGS á Ítalíu en það er einhver skátahreyfing. Hún var eini skátinn á svæðinu.
Allur föstudagurinn fór í að undirbúa einhvers konar verkefni. Það áttum við að gera í hópum og undirbúa alla þætti verksins frá grunni. Mikil þreyta einkenndi hópinn okkar og við hentum einhverju saman og tókum okkur svo frí frá um kl. 5. Um kvöldið fóru einhverjir út að djamma - það er úr hópnum mínum en ég treysti mér ekki út vegna ofnæmisins míns. Vatnsofnæmið mitt ákvað að koma aftur þegar við vorum búnar að vera svona tvo daga í Búdapest og ég var orðin mjög þurr og upphleypt í framan auk þess sem mig klæjaði óstjórnlega. Ég er enn að kljást við þetta.
Ég er enn ekki búin að setja inn myndir frá laugardeginum, en þann dag var mat á námskeiðinu, hvað var gott og hvað mætti betur fara og um kvöldið var kveðjupartý. Það var ótrúlega gaman, við upplýstum um leynivinina okkar og ég hafði rétt fyrir mér í því hver væri leynivinur minn. Hún var svo augljós en krúttleg um leið Svo var dansað og drukkið og á þeim tíma sem ég var að fara þá var Fjöllin hafa vakað orðið uppáhaldslag margra þarna og það var spilað endalaust!!!
Svefn í um fjóra tíma - flug í 3 - 8 tímar í London. Það var æðislegt, við skemmtum okkur konunglega og gátum eytt smá pening Þreyttar mættum við á flugvöllinn kl. 6, gátum komist í gegnum öryggisskoðunina eftir mikið vesen starfsmannanna þarna og komumst loksins um borð í vélina.
Ég átti að koma einni kveðju á framfæri: Bjartur, ef þú lest þetta, þá biðja Sverrir og Hansi Blomsterberg (úr Húsasmiðjunni í Grafarholti) alveg ofsalega vel að heilsa þér. Þeir fóru báðir mörgum orðum um það hvað þú værir góður drengur. Tóta, þú mátt líka skila þessu til hans því ég efa að hann skoði bloggið mitt
Lengra verður bloggið ekki í kvöld. Ásta mín, vonandi batnar þér fljótt
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.3.2007 | 08:00
The last day
Við hérna í Evrópuhúsinu misstum alveg af þessum óeirðum sem fóru fram enda voru þau flest hinum megin við Dóná. En við vorum þó vöruð við og vinsamlegast beðin að halda okkur innandyra allan fimmtudaginn sem er einhverskonar frídagur hérna og svo halda okkur hérna megin árinnar í gær og í dag. Það ætti ekki að vera mikið vandamál því við höfum ekki mikinn fritíma það sem eftir er til að fara og skoða okkur um. Við höfum reyndar seinnipartinn og ætlum að reyna að skoða þinghusið og dómkirkjuna og eitthvað. Einnig ætlum við að reyna að komast aftur á þennan stórskemmtilega markað sem við fórum á á miðvikudaginn.
Námskeiðið er alveg að verða búið - aðeins þrír eins og hálfs tíma sessions eftir. Við erum fastar til fjögur og höfum lausan tíma til kl. 8 en þá verður kveðjupartýið haldið. Það er búið að vera ótrúlega gaman herna og það verður með miklum söknuði sem við kveðjum allar þessar frabæru stelpur sem hafa verið hérna með okkur.
Við erum með leynivinaleik hérna núna og ég get ekki sagt að ég sé sú besta í þeim leik. En ég hinsvegar á ágætis leynivin: hún gaf mér fyrstu pottaplöntuna mína - pínulítinn kaktus sem ég ætla að reyna að taka með heim og svo í gærmorgun beið mín kók á borðinu minu Góð kona, en hef ekki minnstu hugmynd um hver hún er.
Ég ætla að láta þetta gott heita í bili og skal koma með ítarlega ferðasögu á mánudag eða þriðjudag. Fyrir þá sem það vilja vita þa lendum við í Keflavík á miðnætti annað kvöld.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2007 | 22:33
Bad guidance
Í dag skein sólin inn um gluggana og kitlaði okkur með geislum sínum en hlutunum er þannig háttað að sólarelskandi Íslendingar þurfa að sitja inni í litlum sal með sólina glottandi hinum megin við gluggann. Hitinn inni er óbærilegur og loftið þungt þar sem við eyðum bróðurparti dagsins og grátum það að geta ekki setið úti og sleikt sólina. Dagurinn hefur samt verið góður að flestu leyti, maturinn hérna er ágætur þótt ég hafi ekki getað borðað mikið af kvöldmatnum. En hingað til hefur maturinn samt verið bragðgóður, bara aðeins of mikið af hrísgrjónum og grænu í matnum i kvöld fyrir minn smekk.
Húsið sem við erum í (Evrópuhúsadótið) er uppi á hæð hérna í Búdapest og eftir kvöldmat fórum við Sólveig og finnska stelpan í verslun hérna rétt hjá og það má með sanni segja að líkamsræktin fyrir árið er búin. Brekkurnar eru svo brattar og yfirleitt eru ekki tröppur til að auðvelda ganginn upp göturnar svo búast má við harðsperrum í lærin næstu daga. En þetta var ágætis gönguferð og veðrið rosalega gott. Það er víst komið vor í Ungverjalandi.
Þegar við komum til baka í húsið okkar þá vorum við búnar að ákveða að fara á ungverskan pöbb og kynnast ungverskri þjóðlagatónlist. Við villtumst tvisvar og það tók okkur um klukkutíma að finna pöbbinn sem er í tæplega fimm mínútna fjarlægð frá húsinu okkar. Guide-inn okkar í þessari ferð var hreint ekki eins myndarlegur og guide-inn og co-guide-inn okkar Sólveigar í Debrecen og heldur ekki eins góður. Reyndar var ekki neinn guide þannig, bara ein sem var með kort og var skipuð guide af þeim sökum. En hún stóð sig alls ekki eins vel og Ingvar og Bjartur. Við sólveig söknuðum þeirra og leiðsagnarinnar sem var frábær.
Á ungverska pöbbnum prófuðum við allar að drekka ekta ungverskan kokteil - þann eina sem í boði var. Í kokeilnum voru fjórar tegundir af áfengi og ekkert annað. Við Sólveig erum ekki sannir víkingar og tókum hvor um sig þrjá sopa. Skotarnir tveir drógu okkur að landi. Ég var partý-pooperinn og fór fyrst. Reyndar fylgdu mér þrjár aðrar því þær voru hræddar við að senda mig eina af stað. Þeim fannst reyndar ekkert leiðinlegt að fara því þeim fannst ekkert gaman. Ég reyndar skemmtti mér ágætlega þannig, var bara orðin sybbin og úldin í augunum. Þau eru ennþa frekar rauð en það kemur enginn gröftur einsog fyrst. Og það er ekkert rosalega vont að vera með linsurnar, verð samt fyrr þreytt en venjulega.
En mr. P er byrjaður að tala við mig þannig að ég ætla að fara að sofa.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2007 | 21:19
Lestarferð dauðans
Svona lít ég út með nýju gleraugun mín. Ég er ótrúlega ánægð með þau en enn að venjast þeim og ekki alveg tilbúin til að ganga með þau ennþá. Fyrir utan það að kallinn í gleraugnabúðinni stillti þau svo þröngt að þau meiða mig soldið. En nú er komið að því að ég þarf að ganga með þau því ég afrekaði að na mér í augnsýkingu í bæði augun og get því ekki með góðu móti verið með linsurnar. Það allavega svíður dauðans mikið - og ég get ekki lagt það á augun mín nema stutta stund í einu.
Ég sit inni á herberginu okkar Sólveigar í Europian center dótinu og tókst að brjótast inn á netið herna. Ég veit ekekrt hvort ég megi það - en ég ætla ekki að spyrja um leyfi. Ætli tinna sendi á mig löggumann?? (bara til að nota uppáhaldskallinn hennar).
Gestgjafinn okkar Sólveigar, hún Tóta, var lögð inn í gærmorgun og send í bráðaaðgerð og var á gjörgæslu þangað til í dag. Þar með breyttust öll hennar plön fyrir helgina, hún gat nánast ekkert verið með okkur - við kíktum á hana þegar hún var enn á gjörgæslunni og uppdópuð af morfíni, hélt sér varla vakandi en afrekaði samt að hafa áhyggjur af okkur. En sem betur fer á hún æðislega vini sem lóðsuðu okkur um bæinn, borðuðu með okkur og voru alveg tilbúnir til að hanga með okkur. Við fengum guide að nafni Ingvar sem var með okkur allan tímann og co guide-inn hans var Bjartur og þeir stóðu sig með afbrigðum vel í þessum hlutverkum sínum. Þeir fóru með okkur út að borða, sýndu okkur það markverðasta í Debrecen, ég fékk að sjá ógeðslega flotta sturtu heima hjá Ingvari, við fórum í keilu þar sem ég tapaði á móti Bjarti (en sólveig og ingvar voru svo langt fyrir neðan okkur að það tekur því ekki að tala um það) í fyrri leiknum en seinni leikinn fengum við ekki að klára því salurinn var að loka en þá var ég stigahærri en Bjartur. Ég gerði það bara fyrir karlmennskustoltið hans að leyfa honum að vinna Svo skruppum við á pöbb og sátum þar heillengi og fórum svo á ungverskt djammkvöld á einhverjum skemmtistað og já... techno út í gegn og BARA ungverjar... það er víst ekki gott djamm. Ungverjar eru ekki kúl. En þar vorum við ekki lengi því mér var orðið svo illt í augunum.
Í dag þá heimsóttum við Tótu á spítalann og þegar mest var (á meðan við vorum hjá henni) vorum við þrjú, ég, Sólveig og Ingvar og svo fimm vinir hennar úr kirkjunni. Stofan angaði af blómum sem hún hafði fengið og hún var búin að fá milljón gesti, fullt af nammi, íslenskar kökur og útlenskar heimabakaðar kökur - frá foreldrum vina sinna. Svo fengum við skoðunarferð um campus -háskólasvæðið og margar ferðir í rampinum. Tóta var búin að spá því að Ingvar kæmi okkur í lestina hálfri mínútu fyrir brottför og hún reyndist sannspá. Honum tókst næstum því að láta okkur missa af lestinni, en þaðer samt ekkert bara honum að kenna. Við vorum lengi hjá Tótu og svo þurftum við að ganga frá dótinu okkar og svona... og taskan mín var sko alls ekki auðveld viðureignar, en karlmaðurinn fékk að sjá um hana
Í lestinni var ógeðslegur karl sem var orðinn svo fullur og það var bara laust við hliðina á honum með pláss fyrir töskurnar okkar og hann hreytti í okkur ljótum orðum og kleip í mig og potaði í mig (ég sat nær honum) og það var stelpa sem sat á móti okkur sem sagði að hann væri að segja ljót ungversk orð um okkur, kalla okkur útlendinga og eitthvað mikið ljótara. Þetta voru hræðilegir tveir og hálfur tími!! Við reyndum að hunsa hann eins og við gátum en það tókst ekki alltaf.
Nú erum við komnar á staðinn þar sem ráðstefnan fer fram og ég er að spá í að fara bara bráðum að koma mér í rúmið, horfa á eitthvað af þessum myndum sem ég keypti á Heathrow eða lesa bókina mína.
Til að svara einhverju kommenti á færsluna fyrir neðan: Ungverjar eru sko ekki sætir en það eru hins vegar íslensku strákarnir sem eru hérna já eða í Debrecen...
Ferðalög | Breytt 12.3.2007 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.3.2007 | 12:33
Debrecen
Við Sólveig erum mættar til Ungverjalands. Komum reyndar í gærkvöldi, rétt rúmlega tólf að ungverskum tíma en þá vorum við líka komnar alveg á leiðarenda - til Debrecen til hennar Tótu sem tók vel á móti okkur.
Ferðasagan hingað til:
Við lögðum af stað frá Reykjavík kl. 6 í gærmorgun, keyrðum til Keflavíkur, sóttum mömmu sem keyrði okkur svo uppeftir. Við eyddum góðum tíma í fríhöfninni og ég fékk nýju gleraugun. Ég er með myndir inni á tölvunni minni sem ég skal reyna að setja inn við tækifæri (er í Tótutölvu núna). Við hittum Ástu systur og fórum svo um borð í vélina. Við lentum á svona líka ýkt skemmtilegum ferðafélögum sem stálu sætunum okkar - en við settumst bara hinum megin við ganginn. Það er skemmst frá því að segja að þetta er skemmtilegasta flug sem ég hef upplifað um dagana því gaurinn sem sat við hliðina á Sólveigu var svo hot og skemmtilegur og spjallaði allan tímann. Ég auglýsi hér með eftir þessum ýkt hot ferðafélaga okkar Ég veit samt ekkert hvað hann heitir, en Ísland er lítið og örugglega ekki mikið mál að hafa uppi á honum!
Eftir frábært flug til London tók við bið á Heathrow sem var ekki næstum því eins skemmtileg og flugið. Við sátum á kaffihúsi í um tvo tíma með plömmer-gaur fyrir framan okkur og dúfu á vappi (inni á flugvellinum). Eftir tveggja tíma bið gátum við tjekkað farangurinn okkar inn til Búdapest og farið inn á fríhafnarsvæðið á Heathrow. Fyrst þurftum við þó að fara í gegnum endalaus security check - mér fannst ég alltaf vera að taka tölvuna mína upp úr til að láta gegnumlýsa hana. Eftir rúma 6 tíma hangs á Heathrow komumst við loksins upp í vélina til Búdapest - sem var klukkutíma á eftir áætlun - vegna security checks við gate-ið. Mjög asnalegt. En við Sólveig, orðnar frekar þreyttar, skemmtum okkur ágætlega og smá hnerri hélt henni hlæjandi lengi
Tveggja og hálfs tíma flug með illa lyktandi mann við hliðina á mér - heppin ég! Sólveig fékk sæta og skemmtilega strákinn en ég illa lyktandi gamlan gaur En við lifðum flugið af, vorum með þeim fyrstu til að fá töskurnar okkar og gátum farið fram og hitt gaurinn sem Tóta hafði sent til að sækja okkur. Þá tók við tveggja og hálfs tima bílferð þar sem við óttuðumst oft og tíðum um líf okkar. En við komumst heilar á húfi til Debrecen og erum núna að taka okkur til til að fara út og skoða pleisið - skólann og verslanirnar... já og jafnvel eitthvað meira!
Ætla að fara að gera mig sæta!!
Ferðalög | Breytt 12.3.2007 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2006 | 15:41
... ég fann höfuð af strúti...
Noregsferðin okkar góða! Hún var æðisleg í alla staði. Frábærir ferðafélagar, gott veður og skemmtileg ráðstefna. Heiðdís er búin að segja svo skemmtilega frá á sinni síðu þannig að ég ætla kannski ekkert að vera að endurtaka þetta neitt frekar - bendi bara inn á hennar. En eg bæti svo bara við því sem mér finnst hún hafa gleymt Við Heiðdís fórum að versla á fimmtudeginum á meðan strákarnir voru á NOSA-fundinum í Frederiksstad. Þar eignaðist hún vin í líki tígrisdýrs. Set mynd af henni inn bráðum. Er að hlaða myndavélina. Við röltum upp og niður Karl-Johan og skemmtum okkur konunglega. Veðrið var æðislegt, froststilla og sól. Gæti ekki verið betra. Okkur tókst að versla smá en það er líka bara nauðsynlegt þegar maður fer til útlanda.
Í ferðinni eins og svo oft verður til einkahúmor. Setningin úr myndinni Með allt á hreinu (sem ég hef reyndar ekki enn séð) 'Vi har ingen Radhusplats men vi har Karl-Johan' var mikið sögð vegna þess að einn af stjórnendum mótsins heitir Karl-Johan. Annar hvor strákanna bað Heiðdísi um að segja honum þennan brandara en hun maldaði í móinn. Þá byrjaði annar þeirra (man ekki hvor) og lét hana svo segja þetta. Við hlógum þegar setningin kom: 'Vi har ingen Radhusplats men vi har Karl-Johan'. Þá heyrðist í Karl-Johan: So my name is a joke in Iceland!! Þetta var svo fyndið
Svo á föstudagskvöldinu vorum við Heiðdís að spila við nokkra stráka og einn þeirra hafði komið til Íslands. Í þeirri ferð hafði fjölskyldan keypt disk með íslenskri folk-music. Hann söng fyrir okkur Krummi krunkar úti og við tókum undir. I stað þess að syngja: '... ég fann höfuð af hrúti...' söng hún: '... ég fann höfuð af strúti...'! Við hlógum svo mikið og enginn skyldi okkur. Við reyndum eftir bestu getu að útskýra orðaruglinginn en þeim fannst þetta ekkert fyndið.
Við fórum langfyrst frá Frederiksstad því flugið okkar fór fyrst. Við tókum bílaleigubíl fyrir Karl-Johan á flugvöllinn - BMW sem Heiðdís keyrði. Við villtumst aðeins a leiðinni en okkur seinkaði ekki nema um hálftíma. Keyrðum um allan flugvöllinn til að leita að stæðum fyrir bílaleigubíla, keyrðum meira að segja niður einstefnubrekku inn í langtímabílastæðishús og upp einstefnugötuna aftur Gaman að brjóta umferðalögin í öðrum löndum. Komumst loksins að check-in borðinu og komumst að því að flugvélinn okkar hefði verið seinkað um tvo og hálfan tíma til 16:30. Við fórum inn og fylgdumst spennt með skjáunum. skilaboðin á skjánum breyttust á um klukkutíma fresti. En oftast voru samt skilaboðin: New info 17:30... new info... new info. Var frekar þreytandi og um 9 fórum við og kröfðumst upplýsinga. Þá hafði fluginu okkar verið frestað og það hafði verið vitað heima á Íslandi frá kl. 3 um daginn. En við fengum ekki að vita það fyrr en um 9. Fengum loksins hótelherbergi, eftir að hafa verið á flugvellinum í 9 og hálfan tíma!!
Komum loksins heim í gærmorgun um kl. 11. Þá var rúmlega einn sólarhringur frá því við fórum frá Frederiksstad.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar