Debrecen

Við Sólveig erum mættar til Ungverjalands. Komum reyndar í gærkvöldi, rétt rúmlega tólf að ungverskum tíma en þá vorum við líka komnar alveg á leiðarenda - til Debrecen til hennar Tótu sem tók vel á móti okkur.

Ferðasagan hingað til:
Við lögðum af stað frá Reykjavík kl. 6 í gærmorgun, keyrðum til Keflavíkur, sóttum mömmu sem keyrði okkur svo uppeftir. Við eyddum góðum tíma í fríhöfninni og ég fékk nýju gleraugun. Ég er með myndir inni á tölvunni minni sem ég skal reyna að setja inn við tækifæri (er í Tótutölvu núna).  Við hittum Ástu systur og fórum svo um borð í vélina. Við lentum á svona líka ýkt skemmtilegum ferðafélögum sem stálu sætunum okkar - en við settumst bara hinum megin við ganginn. Það er skemmst frá því að segja að þetta er skemmtilegasta flug sem ég hef upplifað um dagana því gaurinn sem sat við hliðina á Sólveigu var svo hot og skemmtilegur og spjallaði allan tímann. Ég auglýsi hér með eftir þessum  ýkt hot ferðafélaga okkar Wink Ég veit samt ekkert hvað hann heitir, en Ísland er lítið og örugglega ekki mikið mál að hafa uppi á honum! 

Eftir frábært flug til London tók við bið á Heathrow sem var ekki næstum því eins skemmtileg og flugið. Við sátum á kaffihúsi í um tvo tíma með plömmer-gaur fyrir framan okkur og dúfu á vappi (inni á flugvellinum). Eftir tveggja tíma bið gátum við tjekkað farangurinn okkar inn til Búdapest og farið inn á fríhafnarsvæðið á Heathrow. Fyrst þurftum við þó að fara í gegnum endalaus security check - mér fannst ég alltaf vera að taka tölvuna mína upp úr til að láta gegnumlýsa hana. Eftir rúma 6 tíma hangs á Heathrow komumst við loksins upp í vélina til Búdapest - sem var klukkutíma á eftir áætlun - vegna security checks við gate-ið. Mjög asnalegt. En við Sólveig, orðnar frekar þreyttar, skemmtum okkur ágætlega og smá hnerri hélt henni hlæjandi lengi Smile

Tveggja og hálfs tíma flug með illa lyktandi mann við hliðina á mér - heppin ég! Sólveig fékk sæta og skemmtilega strákinn en ég illa lyktandi gamlan gaur Shocking En við lifðum flugið af, vorum með þeim fyrstu til að fá töskurnar okkar og gátum farið fram og hitt gaurinn sem Tóta hafði sent til að sækja okkur. Þá tók við tveggja og hálfs tima bílferð þar sem við óttuðumst oft og tíðum um líf okkar. En við komumst heilar á húfi til Debrecen og erum núna að taka okkur til til að fara út og skoða pleisið - skólann og verslanirnar... já og jafnvel eitthvað meira! Smile

Ætla að fara að gera mig sæta!! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

keyptu nú eitthvað fallegt handa litlunni þinni ;D

annars bara hafið það gott og sjáumst vonandi sem fyrst eftir að þið komið heim :)

Guðbjörg Þórunn, 10.3.2007 kl. 13:38

2 identicon

Já eru ungverjarnir ekki ágætir? Ég meina sætir.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 46426

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband