Færsluflokkur: Bloggar
28.4.2007 | 11:06
Ja hérna!
Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur ( bæklingur frá árinu 1922 sem á að aðstoða ungar konur við að gera sig "yndislegar" í augum karlmanna)
1. Það sem gerir konuna yndislegasta í augum karlmanna er blíða hennar og yndisþokki, háttprýði hennar í allri framkomu, bros hennar, augnatillit og málrómur, fótatak og allar hreyfingar og sjálfsafneitun. Allt þetta myndar einskonar geislabaug, er sumar konur bera svo sýnilega með sér og hefir göfgandi en um leið töfra-mikil áhrif á karlmennina, vermir hjörtu þeirra og opnar þeim nýja heima og nýtt útsýni yfir lönd
2. Mér finst ástæða til að vara þig sérstaklega við orðskrípum eins og þessum: hvað hann sé sætur, pen, lekker; þetta eða hitt sé vemmilegt, kedelegt, svart, brogað; hvað fríseringin sé óklæðileg; hvað þessi kjóll sé himneskur og að hrópa almáttugur í annari hverri setningu.
3. Þú skallt varast að nota augu þín mikið til þess að hafa áhrif á þá, sem þú þekkir eigi. Augna-daður er ljótt og ósiðsemis-einkenni. Líttu alltaf djarflega og með hreinskilni í augu annara og vertu eigi feimin né undirleit, því að þú hefir engu að bera kinnroða fyrir, ef þú kemur fram með siðprýði. Á götum úti skallt þú líta djarflega framan í karlmenn en þú mátt eigi brosa framan í þá (ef þú þekkir þá eigi) né líta um öxl til að horfa á eftir þeim.
4. það er eins með brosið og augnaráðið, að of mikið má af því gera að brosa, og síbrosandi kona er þreytandi.Þú mátt heldur ekki brosa eða hlæja að öllu, alvarlegu jafnt sem skemtilegu, og eigi máttu brosa framan í hvern mann, sem verður á vegi þínum, og umfram allt forðast hið reykvíkska veiðibros, sem algengt er á vorum dögum.
5. Handtakið hefir mikla þýðingu og getur borið mikinn ávöxt. Mörgu hefi eg gleymt af því, sem á milli okkar fór, þegar við vorum saman, en aldrei gleymi eg þó handtaki hennar.
6. Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til "smínksins" máttu aldrei grípa. Lauslætiskonansem er litljótá að hafa einkarétt til að smínka sig.
7. Til þess að geta orðið yndisleg í augum karlmanna, verður þú að vanda klæðnað þinn og þrifnað, þvi að óþrifin kona er andstygð siðaðra manna. Þú skal eigi ganga á hælaháum stígvélum; þau skekkja og afskræma líkama þinn. Berðu aldrei fánýta og einskisverða skrautgripi, hvorki hringi né nælur. Baðaðu allan líkama þinn við og við og þvoðu hár þitt að minsta kosti einu sinni í mánuði. Greiddu hár þitt vel og fléttaðu það eigi fast; varastu skaðleg hármeðul og of heit báru-járn (krullu-járn)
8. Þær konur, sem eigi tala um annað en kjólasnið, skemtanir og stráka, eru hverjum karlmanni hvimleiðar.
9. Snertu eigi á öllum hlutum, þar sem þú kemur; það er óþarfi.
10. Þú mátt aldrei biðja karlmann að gefa þér sælgæti.
11. Ljósmyndir af þér átt þú eigi að gefa nema frændfólki og bestu vinum. Og eigi átt þú að þiggja ljósmyndir af þeim karlmönnum, sem þú þekkir lítið, nema skyldir þér séu.
12. Eg áminni þig alvarlega um að vera eigi lauslát, ef þú vilt verða hamingjusöm í lífinu og landi þínu og þjóð þinni til gagns og sóma.
13. Þú mátt eigi fara eingöngu eftir fríðleikanum þegar þú velur þér mann. Þótt þér finnist þessi eða hinn sætur og yndæll og þótt hann sé fínn og fagurmáll, með harðan hatt, gljáskó og gull-gleraugu, þá máttu eigi vegna þess játa bónorði hans. Öll hans mærð og mælgi getur verið eins og sápubólaekkert nema litskrúðið.
14. Þá ættir alltaf að nota ofurlítið af góðu ilmvatni í föt þínminsta kosti sparifötinen gæta þess, að gera það í hófi. Hóf er best í hverjum hlut. Einnig er gott að bera góð ilmefni (hárvötn) í hárið við og við og núa því inn í hársvörðinn. Hvorttveggja þetta hefir sín áhrif á karlmennina, því að þeim fellur það illa, að finna eldhúslykt eða fúkkalykt úr fötum þeirrar konu, sem þeir eru með á opinberum stað, t. d. í leikhúsi eða veitingahúsi.
Ég þakka nú bara fyrir að þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag. Sérstaklega fannst mér best að þvo skuli hárið að minnsta kosti einu sinni á mánuði og baða líkamann við og við!!
Lærdómurinn bíður... og mér er illt í hælsærinu mínu!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2007 | 22:54
Stórkaup!
Stjórn KSF lítur svona út:
- Þráinn - formaður
- Tinna Rós - Ritari og opinber tengiliður við stjórn KSS
- Guðmundur Karl - gjaldkeri
- Hlín - Samfélags- og háskólafulltrúi
- Þóra Jenny - kynningafulltrúi og andlit/bros KSF út á við.
Við tókum formlega við á laugardaginn á síðasta fundi með því að þakka gömlu stjórninni fyrir góð störf. Við Tinna fórum og keyptum gjafirnar og okkur fannst við svo fyndnar Spurning hvort annað fólk hafi húmor fyrir þessu. Við keyptum meira á laugardaginn, fórum í Smáralindina og ég keypti kjól, pils og hlírabol í afmælisgjöf handa mér frá systkinum sínum. Svo fórum við í Sappos og keyptum okkur sitthvort skóparið á 1000 kall. Við fórum í Kringluna til að pakka gjöfunum einhvern veginn inn og kíktum við í nokkrum búðum í leiðinni og ég verslaði annan kjól og bol, geðveikt flott allt! Á föstudaginn síðasta keypti ég hjól og núna í vikunni ætla ég að kaupa mér þvottavél. Er orðin ogeðslega þreytt á að þvottavélin í húsinu mínu bili og hverfi í fleiri vikur í einu. Ég kemst varla orðið inn á bað hjá mér fyrir fötum og á þar af leiðandi ekkert af hreinum fötum til að ganga í! Ji minn!!
Var á stjórnarfundi Ölverstjórnarinnar áðan og það var voða gaman, rosalega gaman að fylgjast með og taka þátt í sumarstarfinu sem er að verða tilbúið.
Lífið gengur ágætlega, vinnan er ágæt og skólinn gengur. Gef ekki meira út á það eins og er. Eitt próf í næstu viku og annað þann 21. maí. Fram að því þarf ég að skila þremur ritgerðum og einni heimasíðu. Gengur ágætlega enn sem komið er.
Ég ætla að borða kvöldmat og fara svo að sofa... ætla að mæta í skólann í fyrramálið til að vinna áfram í heimasíðunni minni.
Endilega kommentið. Er að fá um og yfir 100 heimsóknir á dag en oft ekkert komment. Gaman að sjá hverjir skoða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.4.2007 | 23:11
Nýjar heimasíður
Ég er orðin ofurvirk í þessu bloggi. Ég vildi bara láta vita af því að síðustu kvöld hef ég setið sveitt við að setja inn myndir á nýju myndasíðuna mína. Þar inn eru komnar um 50 myndir af Hjallakirkjukrökkunum okkar Þráins og um 20 myndir af Búdapestferð okkar Sólveigar.
Linkurinn á hana er hér.
Svo hef ég verið að búa til heimasíðu fyrir skólann og hef líka verið sveitt við að búa til krossapróf, flettigluggapróf, krossgátur og eitthvað fleira.
Slóðin á hana er hér.
Go nuts :) og þið megið alveg skilja eftir komment hérna um hvað ykkur finnst um skólasíðuna mína ef þið nennið að skoða í gegnum hana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2007 | 21:08
Gleðilegt sumar
Tölvusneiðmyndatakan í gærmorgun sýndi ekkert óeðlilegt, það er sem sagt engin æxlismyndun í höfðinu eða neitt annað sem gæti útskýrt höfuðverkina mína. Mígrenið hefur ekki enn verið útilokað og mun ég halda áfram að éta fyrirbyggjandi lyf eins og um mígreni væri að ræða. Læknirinn minn ákvað ásamt mömmu minni að nú væri kominn tími á sjúkraþjáfun og fæ ég tilvísun í það og einnig ætlar hann að finna handa mér taugasérfræðing. Ég mun að öllum líkindum ekki byrja hjá sjúkraþjálfara (ef ég á annað borð kemst að) fyrr en í júníbyrjun því sársaukinn við að losa um vöðvana í hálsinum er of mikill til að ég meiki það í prófa- og ritgerðatörn.
Ég á frí um helgina og mér líður eins og ég eigi frí í ár, eða ég er búin að plana helgina þannig. Eða nei kannski ekki en ég ætla mér að gera ansi margt. Ég ætla að kaupa mér hjól á morgun (veldi á námsmanninum ) og hjóla í sund á laugardaginn, einnig þyrfti ég að kíkja í rúmfó og athuga hvort enn séu til hillur/körfur inn á bað fyrir allt dótið sem er annars uppi á vaskaborðinu. Svo langar mig að kíkja á skómarkaðinn Sappos í Garðabæ. Systkini mín gáfu mér inneign í Smáralind og mig langar að kaupa bikiní fyrir það - vantar ekkert annað í augnablikinu.... og svo þarf ég að læra úffff... æh það reddast! Einnig var ég beðin að mæta á aðalfund KFUM og K fyrir hönd stjórnar Ölvers og svo var ég líka beðin um að mæta á einhvern fund annað kvöld - en ég man ekkert hvar eða um hvað sá fundur er. Á mánudaginn er svo fyrsti stjórnarfundurinn sem ég mæti á hjá stjórn Ölvers. Ég hlakka til
Það var brjálað að gera í vinnunni í dag og törnin byrjaði um leið og ég opnaði. En sem betur fer standa krakkarnir mínir sig yfirleitt vel. Þurfti samt að laga fullt af klaufavillum sem getur verið svo böggandi ef það er mikið að gera. Þakka bara fyrir að eiga frí um helgina.
Oh nenni ekki meiru. Ef þið vitið um góðan sjúkraþjálfara megið þið endilega láta mig vita
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2007 | 23:30
Ekkert mígreni?!?!
Eftir margra mánaða bið komst ég loksins til læknisins míns í dag. Hann kastaði fram þeirri hugmynd að kannski væri ég ekkert með mígreni vegna þess að ég fæ ekki öll dæmigerð einkenni þess önnur en verkinn og æluna! Hvað er þá að mér spyr ég nú bara? Hef ég þjáðst af ímyndunarveiki síðustu 16 árin?? Hann útilokar ekkert samt og í fyrramálið fer ég í tölvusneiðmyndatöku af höfðinu og þegar niðurstöðurnar eru komnar verður framhaldið ráðið.
Annars átti ég mjög skemmtilegan dag. Ég fékk sætasta frændann minn lánaðan og við skemmtum okkur konunglega saman. Hann er svo ótrúlega fyndinn og skemmtilegur. Ég met það svo mikils að mega fá hann lánaðan af og til og það gerir mér rosalega gott Takk fyrir lánið Ásta Við vorum á leiðinni út eftir kvöldmat til að fara heim til hans, og ég ætla að láta hann koma til mín en þá hleypur hann í afastól, sest og þykist vera sofandi! Byrjar að hrjóta og allt Hann er alveg milljón! Ég spurði hann áðan: hvert eigum við að fara Benóný? Alltaf sama svarið: Ava, ava ava!!! Hann dýrkar afa sinn útaf lífinu og finnst enginn skemmtilegri en hann! Hann er alveg dásamlegur!
Ég er í meðferð hjá sjálfri mér.... reyndar við ansi mörgu en eitt sem ég er sérstaklega að vinna að. Þarf að sjá hvernig gengur. Fyrsta meðferðin sem ég prófaði virkaði ekki - sviði og óþægindi fylgdu notkun lyfsins og því var þeirri meðferð hætt. Tilraun tvö stendur yfir núna.
Ég er nánast komin með vinnu næsta vetur á leikskólanum Stakkaborg. Hann er hérna rétt hjá mér, í Bólstaðarhlíðinni. Áður en leikskólinn fer í sumarfrí fer ég á fund með leikskólastjóranum, aðstoðarleikskólastjóranum og deildastjórunum til að kynnast þessu betur og fá námskrá og svoleiðis. Ég fæ að ráða inn á hvaða deild ég fer og ef það er ekki laust þar verður bara rýmt til fyrir mér
En ég ætla að fara að sofa ef ég á að geta vaknað í þessa sneiðmyndatöku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.4.2007 | 13:14
Stjórnarhóran
Frá og með laugardeginum síðasta er ég formlega komin í stjórn Kristilegs stúdentafélags og ásamt mér eru Tinna, Þráinn, Hlín og Guðmundur Karl í stjórninni. Ákveðin stefnubreyting hefur átt sér stað hjá mér og ég hef ákveðið að vera ekki kirkjuhóra heldur stjórnarhóra - og stend mig mjög vel í nýja markmiðinu mínu Næsta vetur verð ég bara í einni kirkju en er nú þegar komin í tvær stjórnir. Að sjálfsögðu ætla ég að standa mig í báðum stjórnunum og hlakka til að takast á við verkefnin sem fylgja þessum verkefnum
Við Andrea kláruðum lokaritgerðina á miðvikudaginn í síðustu viku og sendum hana í yfirlestur til leiðbeinanda okkar. Nú eigum við "bara" eftir að fá athugasemdir frá honum og vinna í þeim áður en við getum farið með hana í prentun. Athugasemdavinnan getur samt verið rosalega mikil og þessu er ekki alveg lokið enn en það sér fyrir endann á því!! Aðrar ritgerðir hafa fengið smá athygli frá mér síðustu daga, var lasin heima á laugardaginn og náði í veikindum mínum að rumpa einni af. Á 7 tímum sem ég var heima hringdi Húsasmiðjan 16 sinnum í mig. Áður en ég vaknaði hafði verið hringt tvisvar.
Í gær mætti ég í vinnu þrátt fyrir að vera mjög slöpp. Hefði þurft að láta vita af veikindum mínum á laugardagskvöldið og þá leið mér ekkert illa. Ég var samt mjög ánægð með að verslunarstjórinn minn hringdi í mig til að athuga hvernig ég hefði það og hvort mér væri alveg batnað! Það kann ég vel að meta. Minn næsti yfirmaður er ekki svona hugulsamur.
Ég fór í keilu í gær með Tinnu, Báru og Rakel og hef aldrei átt eins slæma byrjun og í gærkvöldi. En þegar leið á stóð ég mig betur og er skemmst frá því að segja að ég vann þær með 151 stig og næst fyrir neðan var Bára með 126 stig minnir mig! Það er langt síðan ég hef náð svona góðum leik en þetta er samt soldið undir personal best hjá mér.
Ég er lasin í dag aftur. Það versta við það að vera veikur heima er hversu marga staði ég þarf að hringja á til að tilkynna veikindin. Húsasmiðjan er nýbúin að semja við Vinnuvernd um að þau haldi utan um veikindadaga starfsfólksins og því þarf ég að hringja þangað þegar ég verð veik og svo aftur þegar mér er batnað og ég treysti mér í vinnu. Svo þarf ég að hringja í verslunarstjórann eða aðstoðarverslunarstjórann og láta þau vita og þriðja símtalið er til næsta yfirmanns míns. Mér finnst óstjórnlega hallærislegt að þurfa að hringja í tvo aðila á sama vinnustaðnum (æðsta yfirmann minn og þann sem er næst fyrir ofan mig) þannig að ég ákvað bara að ég mætti bara senda mínum yfirmanni sms. Mér finnst tilkynningaskyldunni ofaukið þarna!!
Á morgun kemst ég loksins til læknisins míns! Ég er með nokkur vandamál sem hann þarf að laga en fyrst og fremst er það auðvitað hausdruslan mín. Svo er það lærið sem er byrjað að plaga mig aftur og eitthvað eru frunsurnar farnar að sækja í sig veðrið! Svo á ég við annað vandamál að stríða sem er farið að leggjast á sálina mína en veit ekki hvort ég þori að nefna það við hann. Hann er nú samt örugglega öllu vanur.
Ég er að hugsa um að fara að læra - eða hvíla mig. Gott að geta hvílt sig svona af og til þegar maður er lasinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 15:29
A prayer
Í dag hef ég ekki talað illa um neinn,
ég hef ekki misst móðinn.
Ég hef ekki verið geðstirð, viðskotaill eða sjálfselsk!
En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu
og frá og með þeirri stundu
þarf ég talsverða hjálp frá þér!
Amen
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2007 | 01:09
Kynþokki
Ég er búin að læra það að strákar hafa afskaplega ranga mynd af kynþokka annarra stráka! Auðvitað veit ég að þeir eru kannski ekkert endilega að spá í kynþokka annarra karlmanna en þeir ættu samt alveg að hafa einhverjar hugmyndir um hvað er kynþokkafullt. Ég get alveg séð kynþokka annarra stelpna og hef alveg rætt um kynþokka nokkurra stelpna við vini mína og finnst það minnsta mál í heimi! Ég var einmitt að segja kynþokkafullu vinum mínum áðan að ég þyrfti sko alvarlega að fara að taka þá í kennslustund um hvað það er sem er kynþokkafullt í fari stráka og hvað það er sem á síður upp á pallborðið. Ég er að semja fyrirlesturinn minn og útgangspunktarnir eru einhvern veginn svona:
- Góð lykt er mjög mikið turn-on og að sama skapi er vond lykt alveg hrikalegt turn-off! -Þetta vita vinir mínir enda er ég mjög dugleg við að láta þá vita ef þeir lykta vel
- Niðurþröngar buxur eru ekki að gera sig með mjög fáum undantekningum!! Einn vinur minn er einmitt undartekningin.
- Fita er ekki vinsæl en í litlu magni er hún samt alveg í lagi.
- Fegurð er afstæð en ljótleiki er ekki hluti af því sem fellur undir minn kynþokka og því er Borat ekki kynþokkafullur!! Heyrið þið það ha!!!
- Líkamshár all over the place er ekki eitthvað sem kemur mér til.
Þetta er bara smá hluti af því sem ég hef verið að reyna að kenna kynþokkafullu vinum mínum en það gengur eitthvað hægt að síast inn. Einnig hef ég reynt að koma því á framfæri við þá að þeir séu kynþokkinn uppmálaður en þeir hlæja bara... kjánar... Svo er vert að benda á það að þetta eru einungis mínar skoðanir og þær þurfa ekki að endurspegla mat þjóðarinnar á þessu málefni!
Var einmitt að ljúka símtali við einn kynþokkafullan. Það var æðis... og það er gaman að tala við mig í síma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2007 | 22:46
Kjaftasögur dauðans
Ég hef ekki afrekað margt undanfarna daga. Skírdegi, föstudeginum langa og öðru í páskum eyddum við Andrea uppi Smiðju Kennaraháskóla Íslands við ritgerðarskrif. Við byrjuðum klukkan 9 báða morgnana og vorum fyrstar upp í skóla en svo bættist aðeins í hópinn þegar leið á morgnana. Yfirleitt skrifuðum við til tvö og létum það gott heita. Þess má þó geta að við erum næstum því búnar og verður ritgerðin send í fyrsta yfirlestur á morgun - eigum bara lokaorð og inngang eftir (fyrir utan einn kafla sem ákvað að hverfa, en hann var ekkert svo langur). Eftir skrifin á fimmtudeginum varð ég að fara heim og leggja mig smá áður en ég fór í vinnuna.
Á föstudaginn langa, eftir ritgerðarskrif og sturtu fór ég í heimsókn upp í Vatnaskóg. Það var svo geðveikt gaman að hitta Tinnu mína og fleiri. Gaman að segja frá því að ég var búin að vera þarna í hálftíma þegar fólk var byrjað að slúðra um veru mína þarna uppfrá. En mér er sama, ég veit hverjum ég er skotin í og hverjum ekki og ég hafði óendanlega gaman af að hitta alla vini mína þarna og kynnast nýjum krökkum. Ég fékk þrjú áhugaverð tilboð sem ekki verða gerð opinber á þessum vef Ég stóð mig frábærlega sem hjálparkokkur í eldhúsinu. Takk tinna mín fyrir að segja mér að koma í heimsókn
Laugardeginum eyddi ég uppi í rúmi. Ég svaf allan heila daginn útaf því að ég fékk mígrenikast á leiðinni heim úr Skóginum um nóttina og það var ekki farið þegar ég vaknaði. Sársaukinn var óbærilegur og ég rétt afrekaði að fara tvisvar fram á bað, í annað skiptið að pissa og hitt til að éta milljón töflur. Ég vaknaði svona þrisvar yfir daginn en drattaðist loks fram úr kl. 18:30 um kvöldið. Sem betur fer var verkurinn að mestu farinn og ég meikaði lífið aftur. Mér tókst að borða og fara í sturtu og fór svo á kss fund. Ágætis annáll þar á ferð og svo var páskapartý eftir fundinn. Ágætis partý með smávægilegum hnökrum. Partýið var búið um hálf 2 og við Tinna fengum far með Geirlaugi upp á Holtaveg og við sátum inni í bílnum hans til klukkan 3 og spjölluðum helling. Ótrúlega gaman. Svo tók við meira spall við Tinnu í bílnum mínum til um hálf fimm, þá fór ég út að tala í símann og svo settumst við inn í Tinnubíl og vorum þar til klukkan sex. Þorleifur kom og heimsótti okkur í bílinn hennar Tinnu. Á heildina litið var kvöldið æðislegt - það reddaðist mjög vel þrátt fyrir kannski ekki svo góða byrjun.
Ég rembdist við að læra en var svo þreytt að ég sofnaði bókstaflega með trýnið ofan í bækurnar en drattaðist á lappir um þrjú. Þá tók við sturta og svo fór ég heim til mömmu og pabba í páskamat. Ég fékk EKKERT páskaegg!! Eða jú reyndar eitt sem ég á eftir að sækja upp í Háteigskirkju. Ætli ég hafi ekki stoppað heima í svona þrjá tíma og kom heim til mín um 9-leytið. Þegar eg var nýsest fyrir framan tölvuna og ætlaði að byrja að læra sendi Tinna mín mér sms og bað mig að koma á rúntinn. Ég ákvað að fresta lærdómnum augnablik og fór með henni út. Það var mjög gaman og nauðsynlegt, bæði fyrir mig og hana held ég líka.
Gærdeginum eyddi ég að hluta uppi í skóla en um 2 fór ég heim í sturtu til að undirbúa mig undir næstu læritörn og sat við tölvuna til um 8 en þá fór ég aftur í sturtu því sundferðinni var frestað en fór í staðinn heim til Hlínar og Þorgeirs og spilaði baunaspilið með þeim og Ernu og Þráni. Það var ótrúlega gaman
Framundan er fermingarnámskeið uppi í Vatnaskógi frá fimmtudegi og fram á föstudag og svo er vinnuhelgi og kosningar til stjórnar KSF. Spennandi að sjá hverjir verða í framboði
Hversu margar sturtuferðir talaði ég eiginlega um í þessu bloggi??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2007 | 23:01
Discoið er dautt!
Miklar annir hafa valdið því að langt er síðan ég bloggaði síðast. Ég skal stikla á stóru yfir liðna viku:
Miðvikudagur: Fór á annað heimilið mitt þessa dagana (eða svona næstum því - er samt bara búin að fara þangað einu sinni núna en verður örugglega oftar) heim til Andreu og þar sátum við við skriftir í 6 tíma eða svo og komumst aðeins áfram með ritgerðina okkar. Svo var stefnan sett heim til mín, í sturtu og ganga niður í Austurbæ til að fara með Tinnu á Discóið er dautt hjá leikfélagi FB. Ég skemmti mér konunglega og þá kannski ekki endilega yfir sýningunni sjálfri. Tinna hló mjög mikið og ég veit ekki hvort hún hló að mér eða sýningunni Sýningin er rosalega flott og leikararnir stóðu sig vel. Svo fylgdi ég með bílnum þegar Tinna og Þorleifur fóru á leiklistaræfingu uppi á Holtavegi. Það var líka rosa gaman og ég nánast farin að kunna fermingarleikritið utan að Eftir allt þetta og smávegis vesen þá tók við langt spjall fyrir utan húsið mitt í bílnum hennar Tinnu. Það var æðislegt.
fimmtudagur: Við Andrea lærðum hvor í sínu lagi og ég endaði svo bara í vinnunni og eftir það bara heima.
Föstudagur: Ég vaknaði með mígrenikast dauðans og gat þar af leiðandi ekkert lært allan daginn, fór samt í vinnuna og endaði heima hjá mér, dauð um 10 leytið - held ég.
Laugardagur: Vinnan frá 12-19, svo dreif ég mig heim og skipti um föt því að ég fór svo með Arnari á Discóið er dautt. Ég skemmti mér miklu betur á þessari sýningu því hún var miklu ferskari einhvern veginn. Enn og aftur skemmti ég mér konunglega án þess að ætla að fara eitthvað nánar út í það. Í hálfleik hitti ég tvíbura sem eru sumarbúðabörnin mín og þær sögðu mér að þær hefðu hitt einhverja konu á Holtaveginu sem hélt fyrirlestur um tattoo-in mín. Það fannst mér afar merkilegt og gott ef þetta nýtist einhverjum Væri samt alveg gaman að vita hverjir eru að tala um mig Hitti einmitt líka einn vinnufélaga í hálfleik. Arnar skutlaði mér svo heim og ég hafði tækifæri til að fara í sturtu og svona áður en hann og Þorleifur komu og sóttu mig aftur tveimur tímum síðar. Við Arnar gerðumst boðflennur á generalprufuna á fermingarleikritið hans Péturs hennar Ragnhildar og leikararnir stóðu sig mjög vel þrátt fyrir mikla þreytu á alla kanta. Örstuttur rúntur og svo heim að sofa um hálf 4.
Sunnudagur: Ógeðslega úldin í vinnunni en þurfti bara að vera þar í fjóra tíma. Brunaði heim til mömmu og pabba, hafði fimm mínútur til að fara í sturtu og taka mig til. Tókst það á tíu mínútum ásamt því að knúsa Benóný. Við fórum saman í fermingarveislu í Sandgerði hjá barni sem ég hef hitt svona þrisvar áður en ég og pabbi hennar erum systkinabörn þannig að það var ekkert annað í boði en að mæta. Eftir þá veislu fór ég með Jóa og Kittu til Keflavikur að vinna í fermingarveislu hjá fósturfjölskyldunni minni. Jóhannan mín er orðin svo ólétt og ég bíð spennt eftir Signýju Þóru - fimm vikur í settan dag :) Nafnan mín sparkaði fullt í mig og vildi segja mér að hún ætti að heita þetta Ég veit samt ekkert hvort Jóhanna er með stelpu eða strák en þangað til eitthvað annað kemur í ljós þá gengur barnið hennar undir þessu nafni. "Fósturmamma" mín, mamma hennar Jóhönnu, er alveg sátt við þetta nafn enda heitir hún Signý Þegar ég var að taka af borðunum (nýbúin að borða) þá spyrja Hildur (systir Jóhönnu) og Magnea (mamma fermingarbarnsins og mágkona Jóhönnu) mig hvort ég eigi ekki eftir að segja þeim eitthvað. Svo líta þær niður á magann minn og ég leit niður, þá var ég svo útþanin af mat að þær héldu að ég væri ólétt!! Ég sagðist bara vera að reyna að ná Jóhönnu en mér gengi frekar hægt þar sem það vex ekkert inni í mér. Fór svo heim og þaðan til Rakelar en hún var bara sofnuð þannig að ég keyrði bara í bæinn.
Það sætasta sem ég veit um þessa dagana er þegar Benóný segir: bæ! Það er svo krúttlegt hvernig hann segir það - ohh hann er svo sætur!! Og hann kann sko alveg að segja Tóta
Ekki má gleyma því að besta stóra systir mín átti afmæli í gær, 1. apríl! Ég ætla ekki að setja aldurinn hennar hérna inn því það minnir mig alltaf á hversu gömul ég er að verða En til hamingju með daginn
Nýjasta ástfóstrið í lífinu mínu er Friðrik Ómar! Ég keypti diskinn hans í Fríhöfninni um daginn og hef ekki hlustað á neitt annað síðan!! Mér áskotnaðist líka Júróvisíon lagið hans í vikunni sem leið og hérna heyrist ekkert nema Friðrik Ómar.
Einn vinur minn sagði um daginn: Þóra, gaurarnir sem þú heillast af eru allir svo þvenghýrir að það endar með því að þú verður að fara í kynskiptaaðgerð!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar