Færsluflokkur: Bloggar

Hausdrusla

Ég hef verið ótrúlega asnaleg í hausnum undanfarna daga. Þangað til á föstudaginn var ég ekki búin að fá mígreni í þrjár vikur held ég og núna er ég búin að vera með mígreniverk síðan á föstudag. Samt ekki allan daginn. Verkurinn kom fyrst á föstudaginn í kringum rútustressið og svo bara fór hann. Hann kom svo aftur um nóttina og ég svaf mjög illa útaf honum en svo bara fór hann þegar leið á og núna kom hann aftur í morgun. Oh þetta er svo asnalegt.

Í gær fór ég í fjallgöngu og ég fór upp á fjallið takk fyrir kærlega. Finnst ég ýkt dugleg. Þetta tók á en var rosalega gaman. Stelpunum finnst líka æðislegt þegar við nennum að klifra með þeim upp. Myndir má sjá á síðu KFUM og K og þar má líka lesa fréttir sem ég reyni að birta á hverjum degi.

Sex and the City er nýjasta æðið hérna og við liggjum yfir þessu þegar við eigum pásur. Þessir þættir eru alger snilld og ég er einmitt að hlusta á einn núna. Er að skrifa í forstöðukonubókina á meðan stelpurnar eru í brennó og borða hádegismat. Í dag verður svo gönguferð, örugglega að Stóra steini. Ég býst við að fara með því foringjarnir mínir rata ekki neitt. En það er bara gaman. Smá hreyfing hefur aldrei drepið neinn.

Finnst fyndnast í heimi að í flokknum eru tvö gömul leikskólabörn af Heiðarseli. Fannst ég allt í einu verða orðin alveg hrikalega gömul. Fattaði svo að  þau eru bara þónokkur börn af leikskólanum sem gætu verið sumarbúðabörnin mín. Oh man. 


Fyrsti dagurinn...

...minn sem forstöðukona er að baki og hann gekk vonum framar. Fólkið mitt allt stóð sig líka frábærlega og dagurinn gekk mjög vel. Börnin fóru ánægð að sofa. Maturinn hérna er ávalt eins og hefur ekkert breyst í 100 ár og þá er nú eins gott að það er til hráefni í pizzabrauð. Það er nú reyndar ekki mjög flókin matseld og hefur verið viðhöfð hérna síðan árið 1999. Gaman að segja frá því að ráðskonan sem var með okkur sumarið 1999 er ráðskona núna og henni finnst mjög fyndið að sjá að ég hef ekkert breyst á öllum þessum árum.

Það er vika í útskriftina mína. Fjölskyldugestir verða um 30 og við mamma erum í sameiningu að bjóða þeim en aðallega þó hún. Það minnir mig á að ég þarf að hringja í frænkur mínar á morgun Smile

Ég lét uppáhaldsverslunarstjórann minn vita um daginn að ég vildi koma aftur í vinnu hjá honum í haust, nema bara í annarri deild. Og líklega fæ eg það sem ég vil - enda fæ ég það yfirleitt alltaf. 

Annars þarf ég að fara að fara að hvíla mig. Ætla að kíkja á næturvaktina og athuga hvort ekki sé allt í góðu og fara svo að sofa. Sem forstöðukona þarf ég að vera með biblíulestur kl. 10 í fyrramálið. Það verður spennandi að sjá hvernig hann fer Woundering Vonandi bara vel. Svo er stefnan sett á gönguferð og allt gert til að þreyta börnin.

Góða nótt. 


Tímamót

Ég náði aðferðafræðinni með 6,5! Það er hækkun um 2,5 síðan ég tók prófið síðast! Ég er svo ánægð og það besta er að þetta þýðir að ég útskrifast eftir 12 daga!! Eftir 12 daga verð ég grunnskólakennari!! Ég er að verða svo fullorðin!En þetta er ekki það eina merkilega sem er að gerast í lífinu mínu. Ó nei! Ég verð forstöðukona í Ölveri í fyrsta flokknum og jafnvel í öðrum flokk líka!! Ég er orðin ótrúlega spennt fyrir því! Ég held ég sé fullfær um að sinna þessu starfi og ætla mér að gera það vel!

Á morgun er síðasti dagurinn minn í bili í Húsasmiðjunni. Ég kveð með söknuði en veit þó að ég mun snúa aftur eftir fjórar vikur í tvær vikur og síðasti vinnudagurinn minn er 20. júlí. Ég er samt mikið að spá í að sækja aftur um vinnu í Húsasmiðjunni minni í haust og fá að fara í einhverja aðra deild. Er jafnvel að hugsa um að leggja pípudeildina fyrir mig!! LoL Mig langar svo innilega ekki að hætta. Er að spá í að tala við verslunarstjórann minn á morgun. Ef þið vissuð það ekki þá elska ég þann mann! Hann er einn mesti snillingur sem ég veit um og ég dýrka hann! Smile Á miðvikudaginn flyt ég upp í Ölver, með viðkomu í Keflavíkinni. Ég kem þó aftur heim á fimmtudagskvöldið því ég ætla að fylgja flokknum sjálf upp í Ölver á föstudaginn.

Að öðru leyti er fátt að frétta. Ég er enn ekki komin með vinnu fyrir haustið en á von á að úr því rætist áður en langt um líður. Í versta falli þarf ég að byrja að sækja um vinnur þegar ég kem heim 20. ágúst en græði þá smá sumarfrí eftir törnina. Ég er ekkert að stressa mig á þessu og held að nokkrir aukadagar í frí verði bara kærkomnir eftir unglingaflokkinn sem er alltaf erfiður, sérstaklega upp á þreytu að gera.  


Vorvindar glaðir

Ég er enn ekki komin með allar einkunnirnar mínar og veit því ekki enn hvort ég útskriftist eða ekki. Þetta fer að verða soldið þreytt, ég er orðin mjög óþolinmóð á að bíða svona endalaust. En núna eru bara tvær einkunnir eftir, aðferðafræðidraslið og aukaritgerðin sem ég þurfti að gera. Meðaleinkunnin fyrir þessa önn (með þeim einkunnum sem eru komnar núna) er 8,0 en aðeins lægri ef allar einkunnirnar eru taldar með. 

Ég á þrjá vinnudaga eftir áður en ég fer upp í Ölver í fyrstu vinnutörnina mína þar. Ég verð mjög fegin að komast aðeins frá Húsasmiðjunni og fá smá fjarlægð. Einhverjir skilja þetta en aðrir ekki og þannig verður það bara Cool 

Á miðvikudaginn flyt eg upp í Ölver en fyrsti flokkurinn byrjar á föstudaginn næsta, þann 8. júní. Ég er búin að redda mér fríi helgina sem útskriftin er og hvort sem ég útskrifast eða ekki þá ætla ég að mæta til að horfa á Andreu útskrifast ef mér tekst það ekki.

Ég er ofsalega þreytt þessa dagana og geri fátt annað en að vinna og vera heima hjá mér. Fór reyndar á djammið síðustu helgi með Timbursölunni og það var ágætt. Fullmikið drama fyrir minn smekk en úr því hefur ræst núna. Varð líka fyrir andlegu áfalli sem eg jafna mig aldrei á.

House er að byrja! Ætla að horfa á hann, éta ís og fara svo að sofa. 

Hvað er málið með þetta asnalega veður á þessu landi? Ógeðslega kalt og mikið rok alltaf hreint!!  


Loksins búin!

Ég er loksins búin með prófin - 20 dagar af skilaverkefnum og prófum er bara nokkrum dögum of mikið. Fyrir utan það að vinnan við lokaritgerðina tók alveg mikla vinnu vikuna aður en við skiluðum. Það þýðir bara að það fór heill mánuður í ritgerðir og próf. En ég kláraði í gær og svo glöð með það. Veit samt ekkert hvernig mér gekk en það kemur bara í ljós þegar ég fæ einkunnina. Það eru tvær einkunnir dottnar inn, fyrir truarbragðafræðina og heimasíðuna sem hægt er að skoða hér og hér. Ég er nokkuð ánægð bara, veit að ég skildi eitt verkefni eftir en gleymdi að tengja eitt inn sem ég var búin að vinna þrisvar.

Photo 92Ég fór til Keflavíkur í gær í klippingu og núna á ég eiginlega bara ekkert hár að mér finnst. Liturinn er líka orðinn dekkri. Það var tekinn alveg hellingur af hárinu og það virðist enginn taka eftir því! Held það taki bara enginn eftir mér yfirhöfuð. Ég verðlaunaði sjálfa mig aðeins meira í gær, ég keypti mér silfurhring fyrir að hafa lokið prófunum og komið nokkuð heil út. Hver verðlaunin verða EF ég næ aðferðafræðidruslunni kemur í ljós síðar.

Ég fór svo og hitti hana Jóhönnu mína og litla prinsinn. Ég er búin að finna nýtt nafn á hann fyrst að Signý Þóra gengur augljóslega ekki: Páll Þórir! Svo hitti eg líka uppáhalds frænda minn sem verður skemmtilegri og fyndnari með hverjum deginum. Það er svo erfitt að lýsa því hvernig hann segir hlutina og hvernig hann er - það hljómar ekki eins fyndið. Ohh þið verðið bara að hitta hann Smile Það má ekki gleyma því að ég hitti líka bróður minn, kærustuna hans, systur mína og mömmu og pabba. Pabbi minn fór með bílinn minn í smurningu á meðan ég var í klippingu.

Ég gleymdi alltaf að segja frá því að ég fer ekki að kenna í Hvassaleitisskóla. Skipulag skólastjórans breyttist og þau þurftu ekki, þegar betur var að gáð, á öðrum kennara að halda. Ég var komin með smá samviskubit af að svíkja leikskólann en þau losuðu mig undan því og ég hef látið hann vita að ég komi þangað í haust. Í dag sagði ég svo upp vinnunni minni í Húsasmiðjunni. Ég hætti 31. júlí en síðasti vinnudagurinn verður 22. júlí. Ég verð því í smá sumarfríi fram yfir verslunarhelgi og vikuna eftir hana. Ég er rosalega leið yfir að þurfa að hætta en mér finnst ég ekki geta unnið  þarna lengur en ástæðan verður ekki gefin upp hér. Ég er tilbúin að fara þangað en áður þurfa nokkrir hlutir að hafa breyst. Vinnan mín er ágæt, og æðislegt fólk að vinna með mér og því finnst mér miður að vera að hætta.

Á morgun fer ég til taugasérfræðings og hann ætlar að skoða hausinn minn betur og vonandi reyna að finna einhverja lausn handa mér áður en ég fer upp í Ölver og áður en ég fer í 100% vinnu. Köstin eru nefnilega orðin svo miklu verri heldur en þau voru og núna áorka ég ekkert þegar ég fæ mígreni og æli yfirleitt lungum og lifur líka.

Ally McBeal er svo mikil snilld og ég er svo föst í þessum þáttum. Heyrði eina snilldarsetningu þegar eg horfði á fjórðu seríu einhvern tímann um helgina:

When I see a cute guy I check the outfit and the breasts  to see if they're still there!! 

Jon Bon Jovi er ýkt hot en hann leikur í 5. seríu Smile

Lífið er dásamlegt Wink


Karlakór Keflavíkur

Fyrst langar mig að byrja á því að óska Jóhönnu og Geira til hamingju með litla prinsinn sem fæddist 15.05. Hann er afskaplega fallegur. Núna getið þið byrjað að vinna í henni Signýju Þóru Smile

Ég er búin að skila heimasíðunni og tveimur ritgerðum og á eina ritgerð eftir og eitt próf. Ritgerðinni má ég skila svona nokkurn veginn þegar ég vil en vil helst klára það sem fyrst. Ætlaði að rumpa henni af í dag en vaknaði með mígreni sem hefur verið hjá mér í allan dag og því hef ég ekki getað gert eins mikið og ég ætlaði mér. Svona hefnist mér fyrir að taka mér einn dag frí *pirr*

Í gær skrapp ég til Keflavíkur til að heimsækja hana Jóhönnu mína og Signýju Þóru sem getur ekki heitið það lengur vegna rangs kyns og svo fékk ég að passa Benóný minn líka. Það var ofsalega gaman og við skemmtum okkur konunglega. Hann er svo skemmtilegur og það er svo gaman að tala við hann. Hann hefur svo margt að segja. Þegar ég sótti hann þá lá hann fyrir innan hliðið og sagði: Detta, detta detta... þangað til ég svaraði honum: Varstu að detta? þá segir hann: aaaááá (þýðir já og er svo krúttlegt þegar hann segir það) og svo kom: ava, ava, ava!! Hann er svo stórkostlegur og svo sætur með nýju klippinguna sína Cool alger töffari!!

kkkÍ gær var svo komið að því sem ég hef beðið eftir síðan í heilt ár!!  Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur í stapa með uppáhaldinu mínu honum Rúnari Júlíussyni og fleiri góðum keflvískum söngvurum. Tónleikarnir voru stórkostlegir og ég var með gæsahúð nánast allan tímann! Þeir tóku eitt af uppáhalds lögunum mínum sem er Galdra-Gvendur en ég bíð enn eftir að þeir taki Káta sveina eftir StefánJón eða lagið um fögru Rósu Marí. Þarf að leggja það til við kórstjórnandann í haust!!! Rúnar Júlíusson tók sig mjög vel út með kórinn fyrir aftan sig og maðurinn er svo mikill snillingur. Kórinn söng líka lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar Ást sem Ragnheiður Gröndal gerði frægt og tókst það mjög vel! Hreint út sagt frábærir tónleikar!!

En allra besta lagið í gær var uppklappslagið en þá söng allur kórinn og einsöngvararnir Jóhann Helgason, Magnús Kjartansson og Rúnar júlíusson með Magnúsi Þór Sigmundsson í forsöng lagið Ísland er land þitt og allir í salnum stóðu. Þetta var magnað. 

Mígrenið versnar og versnar og ég verð að reyna að halda áfram með þessa ritgerð mína - já eða æla yfir tölvuna. Tvennt í boði og hvort skildi nú hafa vinninginn? 


Ahhh

Ég þakka fyrir öll kommentin á síðustu færslu. Fleira ánægjulegt hefur gerst í mínu lífi undanfarna daga. Ég kláraði heimasíðuna mína áðan og sendi hana á eftir. Einnig er ég búin að fá eina einkunn - úr þessu eina prófi sem ég er búin að taka og ég náði. Ég er mjög hissa enda var ég í sjokki eftir prófið og var viss um fall. Markmið mitt var að ná og mér tókst það og rúmlega það! Smile

Ég afrekaði líka að vaska upp í gær og líður loksins eins og heima hjá venjulegu fólki!! Ahh það er góð tilfinning.

Núna er ég að vinna í að byrja á ritgerðunum sem á að skila í næstu viku og það verður gaman að takast á við þær. Ég hlakka til - en tíminn er frekar naumur og því verður þetta ekki lengra að sinni.

Þeir sem vilja mega skoða skólaheimasíðuna mína. Ég er búin að laga allar villurnar sem voru og nú ætti þetta að vera fullkomið. Slóðin er: http://nemendur.khi.is/thorbeno/utn og hana má líka finna á slóðinni: http://gummi.is/thora Cool


Nýtt starf

Það nýjasta nýtt sem hefur gerst í lífinu mínu er að ég er komin með vinnu fyrir næsta vetur. Ég sem ætlaði sko ekki að fara að kenna eftir útskrift er búin að ráða mig í kennslu næsta vetur! Ég verð íslenskukennari í 5. og 6. bekk og verð umsjónarkennari annars sjötta bekkjarins. Þetta er mjög spennandi og ég hlakka til. Fer innan mánaðar og skrifa undir ráðningarsamning. Úff hvað ég er að verða fullorðin.

Annað merkilegt sem gerðist í lífinu mínu (einmitt í gær líka) var það að ég hitti konuna sem ég var að passa fyrir í New York. Það fannst mér mjög ánægjulegt og enn ánægjulegra að hún þekkti mig. Einnig fékk ég að hitta litlu Hildi mína sem er bara ekkert svo lítil lengur! Hún er orðin sjö ára en var tveggja ára þegar ég sá hana síðast. Arnór, bróðir hennar, er víst orðinn risavaxinn 10.bekkingur. Hann var nú bara tíu ára þegar ég sá hann síðast. 

Annars hef ég nú fátt að segja. Sólin gleður mig með nærveru sinni og ég reyni að fara í heita pottinn svona einu sinni á dag, þegar sólin skín á mig. Fór einmitt áðan í sund og gleymdi bikiní-toppnum heima!! Þá voru nú góð ráð dýr!! Fyrir algera slysni tók ég bláan hlírabol með mér í sundið og ákvað bara að að nota hann og þá vera í mjög svo ósamstæðu tankini!! Þetta var svo ekkert svo hræðilegt enda er hádegið kannski ekki sá tími sem laugin er stútfull af fólki - sem betur fer fyrir mig (í dag allavega) Whistling

Ég ætla að reyna að halda áfram að setja saman einhverjar af þessum ritgerðum mínum, já eða klára heimasíðuna. Rassgatas drasl - var búin að gleyma henni Whistling


Próflestur!

Próflesturinn gæti gengið betur og kannski ætti ég ekki að vera að blogga. Ég verð þó að deila uppgötvun minni með ykkur. Kennarinn minn (sem by the way er snillingur) hefur tekið upp alla fyrirlestrana sína og sett þá inn á WebCT og núna er ég að hlusta á fyrirlestur um trúarbrögð í Japan og Kína. Námsbókin er mesta torf sem ég hef komist í og ég kemst örugglega engan veginn yfir hana alla. En með því að hlusta á fyrirlestrana get ég svo bara rennt yfir bókina.Hina bókina ætla ég samt að lesa því hún er skemmtileg. Torfið er líka skemmtilegt en ekki sem námsbók.

Þvottavélin mín er dásamleg! Núna er ég búin að þvo allan þvott sem safnast hefur upp nema sængurverið mitt en ég á eiginlega ekki snúrur fyrir það. Gæti verið að því verði bara hent í mömmu. Finnst langbest að sofa í mömmulykt.

Það fer ekki á milli mála að ég sé í prófum. Varirnar mínar eru sundurétnar og puttarnir eru ekki í góðu ástandi. Ég er með gröft í hælnum en það er þó ekki af því að ég er í prófum heldur fékk ég hælsæri og þau verða alltaf svo asnaleg. Nei ég á ekki plástur og nei ég kaupi ekki plástur af því hann tollir ekki. Ég er með teflon-huð á hælunum og hælsærisplástrar detta af med det samme!

Maginn minn er í einhverju fokki og ég er með endalausan nábít! Þetta er ógeðslegt og lyfin eru ekki farin að bíta á þetta. Þá þýðir víst ekki annað en halda bara kjafti og lifa með þessu. Ég er búin að reyna að borða ekki mjög óhollt en það gengur bara ekki vel.

Í dag eru skil á lokaritgerðinni. Ég veit nú ekki hvort hún sé komin úr prentun en ég efast ekki um að ég verði látin vita þegar það gerist. Ég hlakka ýkt til að setja fínu bókina okkar Andreu upp í hillu Smile Nu eru 19 dagar eftir af törninni og þetta vonandi líður.

Ætla að halda áfram að hlusta á kennarann minn. 

Smá viðbætur: Lokaritgerðin er komin í hús og Við erum búnar að skila henni! Hún er svo fögur Smile


Nýja fína þvottavélin mín!

Ég keypti þvottavél í dag! Ohh hún er svo flott og virkar svo vel og ég elska hana svo mikið Smile

Tók myndir af henni til að sýna ykkur:

IMG_0977

Jón Bjarni vinur minn hjálpaði mér við að flytja hana heim og tengja hana og svona. Eða hjálpaði mér.. hann gerði mig! Hann kom í vinnuna mína í dag á bílnum sínum, fékk lykilinn og hann og bróðir hans komu henni inn til mín, rusluðu fullt til og tengdu vélina fyrir mig. Þegar ég kom heim var fína þvottavélin mín alveg tilbúin og ég gat þvegið... án þess að bíða í röð eftir að fá tíma... þegar ég var búin að taka draslið af gólfinu og lesa leiðbeiningarnar Smile Takk Jón Bjarni enn og aftur fyrir alla hjálpina Kissing I owe you big time!! 

 

Annars hefur fátt spennandi gerst í mínu lífi. Notaði helgina að mestu leyti til að læra, er búin að fara tvisvar í sund og einu sinni út að hjóla. Allt að gerast bara Smile Fyrsta prófið mitt er á fimmtudaginn og ég hef ekki verið eins dugleg að læra og ég vildi, en hugga mig við að ég hef tvo heila daga til að læra og hef ágætan aga á sjálfri mér þegar það er komin pressa á mig! Vaknaði til dæmis við vekjaraklukkuna kl. 9:15 í morgun og fór í gegnum tvö trúarbrögð áður en ég fór í sund og svo í vinnuna. Það er svo gott að fara í sund eftir mikinn lestur og ætla mér að stunda það Smile Kannski jafnvel synda líka... hef hingað til bara verið í pottinum. 

Það er komið á hreint að ég útskrifast, svo fremi sem ég næ prófunum. Þetta er búið að vera mikið og leiðinlegt vesen með einingarnar og áfanga og eitthvað sem eg ætla ekki að telja upp en þó má spyrja mig á msn eða in person um málið. Lokaniðurstaðan er því útskrift eftir þrjár ritgerðir, tvö próf og eina heimasíðu og 22 daga. Úff - langt tímabil en þetta klárast að lokum! 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband