Færsluflokkur: Bloggar
8.7.2006 | 13:46
sleepless
Fríin mín fara alltaf í svo ótrúlega mikið rugl - ég geri ekki rassgat allan daginn og hangi á netinu langt fram eftir nóttu. Ég hangi bara heima í einhverju móki og vil ekkert gera. Þetta er ömurlegt. Ég hlakka til þegar skólinn byrjar - þá er að minnsta kosti einhver rútína í gangi: skólinn, vinna, borða og sofa. Mig langar svo að fara eitthvað, gera eitthvað, komast burtu héðan. Það hjálpar heldur ekki til að ég sef eiginlega ekki neitt. Eða jú jú, ég sef alveg en ég vakna endalaust á nóttunni. Síðustu nótt vaknaði ég örugglega fimm sinnum en núna í nótt bara tvisvar - en var svo vöknuð alveg fyrir 10. Það er bara orðin einhver regla að ég vakna alltaf um 5-leytið á morgnana og svo nokkrum sinnum eftir það. Ég er orðin hrikalega þreytt á þessu.
Jóhanna er að reyna að fá mig á Lopapeysuballið í kvöld. Hún er nú samt að reyna að fá tjaldið mitt lánað sem ég má svo gista í - með henni og Geira ef ég kem. Ég er að spá i að fara út í Ríki á eftir ef ég skyldi nú vilja fara.. Oh nenni ekki að ákveða svona!!!!
Ég varð fyrir svo hrikalega miklum vonbrigðum í gær! Ég fór á American Style í hádeginu í gær með Rakel og pantaði mér bara minn mat. Gellan mundi eftir mér frá kvöldinu áður. Ég er með alvarlegt ofnæmi fyrir tómatsósu og læt því alltaf setja bbq-sósu á hamborgarann minn í staðinn fyrir tómatsósuna (kaupi sko alltaf barnaborgara). Það hefur eitthvað ekki verið nógu skýrt því þegar hamborgarinn kemur var hann með tómatsósu! Ég fer og skila honum og gellan voða sorry en þegar ég fæ nýjan hamborgara er hann svo hrár að mér var ómögulegt að borða hann. Borðaði bara smá af honum og svo bara franskar. Ég nennti ekki að skila honum aftur... En vonbrigðin voru ansi mikil.
Dagný hringdi í mig í gær. Það var ótrúlega gaman að heyra í henni :)
Núna er höfuðverkurinn um hvað gera skuli um verslunarmannahelgina í algleymingi! Ég veit þetta er soldið snemmt að hafa áhyggjur af því en samt ekki þar sem ég verð í útlegð frá þriðjudeginum næsta og fram að föstudeginum fyrir verslunarmannahelgina. Það verða allir einhvers staðar langt í burtu og flestir í útlöndum. Ég held að mamma og pabbi og Ásta systir og hennar fjölskylda ætli í útilegu og mér er boðið með. Svo var ég að tala við Frikka og Neistaflug heillar mjög mikið. Og þá hefði ég gistingu í húsi :) Ég ætla samt að hugsa þetta aðeins betur.
Þið fáið eina mynd af litlanum minum svona í lokin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.7.2006 | 15:12
pabbastelpan
Ég fór út að ganga með litla prinsinn minn í gær. Veðrið í Keflavík er alltaf svo dásamlegt - það var grenjandi rigning en annars fínt. Ég var alveg rennandi blaut en hann var bara kátur í vagninum sínum. Ég ætla að sýna ykkur mynd af honum síðan hann var á Spáni í maí. Hann er ofursætur þetta barn. Jóhönnu finnst hann svo ótrúlega líkur Jóa bróður - veit ekki alveg með það samt.
Við systurnar fórum að versla í gær. Það gekk svona líka ljómandi vel - ég gekk út með tvennar buxur og hlírabol sem kostaði allt saman um 6500 kall. Ásta keypti kjól. MAgnó er ágætis búð. Mæli með henni.
Kannski fer ég og kaupi mér nýja tölvu í dag. Ef ég fer nógu snemma í bæinn þá ætla ég að fara og kaupa draumagripinn. Ég er búin að finna nafn á hana og allt saman. Hún verður nefnd eftir kynþokkafyllsta manni þessa lands og þótt víðar væri leitað. Ég læt ykkur vita þegar hún hefur verið nefnd formlega. Oh hvað það verður gaman að eiga nýja tölvu.
Smurstöðin min hérna í Keflavík brann um daginn og þá var bara eftir ein smurstöð í bænum. Kallinn sem á hana hækkaði verðið á smurningunni upp úr öllu valdi þegar hann var orðinn einn um þennan bisness í Keflavík. Pabba mínum líkar það sko ekki og fór þess vegna með bílinn minn í morgun suður í Sandgerðí til að láta smyrja hann þar. Núna er bíllinn minn smurður og fínn. Takk pabbi minn. Ég fékk líka hádegismat i rúmið - eða ekki alveg í rúmið heldur inn í herbergið hans Jóa þar sem ég var að horfa á nágranna. Ég er svo mikil dekurrófa hjá honum pabba mínum :) Líka alveg hjá mömmu en ekki alveg eins mikið.
Ég er að deyja í hausnum mínum - en það er svo sem ekkert nýtt. Það lagast einhvern tímann.
Hlín á afmæli í dag :) Til hamingju með það :)
____________________________________________________
Viðbætur:
Tölvan var að sjálfsögðu ekki til en ég pantaði mér eitt stykki og kem til með að fá hana eftir 2 -3 vikur :) eins og Dagný myndi segia: Oh the joy :) Það verður gaman :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.7.2006 | 14:45
fríið mitt
Einn dagur af fríinu mínu búinn og hann hefur farið í akkúrat ekki neitt. Ég kláraði að þrífa herbergið mitt í gærmorgun og fór svo áður en börnin fóru. Var komin í bæinn um hálfellefu og kom aðeins við heima til að pakka mér niður í minni tösku. Var svo komin heim til mömmu og pabba fyrir hádegið og vakti bróður minn. Ég reyndar gleymdi snyrtitöskunni minni heima og þar eru lyfin mín svo ég varð að fara í bæinn í gærkvöldi til að ná í hana. Ég nýtti þá tækifærið og fór í bíó í leiðinni. Það var ágætt án þess að ég segi eitthvað meira um það hérna :) Fór svo bara aftur heim til mömmu og pabba og er þar ennþá.
Planið er að fara á útsölu í kvöld í Mangó með Ástu systur og fara svo heim til mín á morgun. Þarf alvarlega að fara að þvo fötin mín - er alveg orðin fatalaus eftir Ölver. En ég hef nægan tíma til að þvo og chilla og hanga og gera ekkert.
Samstarfsfólkið mitt í Ölveri fer næstum allt heim eftir þennan flokk þannig að ég hitti þær ekkert aftur. Tvær þeirra eru að fara að til Bandaríkjanna sem skiptinemar í haust þannig að ég hitti þær ekkert í lengri tíma. ekki það að ég hitti þær eitthvað mikið en það kemur nú alveg fyrir að maður rekist á þær á förnum vegi.
Systir mín var að hringja og biðja mig um að taka frænda minn í smá gönguferð. Það er að sjálfsögðu ekkert nema sjálfsagt en þarf samt að fara í sturtu áður en ég geti farið út úr húsi :)
Mér finnst vond lykt ekki góð!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.7.2006 | 15:25
Bíllinn minn
Ég gleymdi að segja ykkur frá því hvernig bílnum minum líður eftir áreksturinn. Það var alveg hægt að keyra hann - húddið aðeins beyglað og brettið líka og ljósið öðrum megin brotið, held það hafi ekkert verið neitt meira. Ég fór með bílinn til Keflavíkur því pabbi minn er mesti snillingur í heimi og getur reddað öllu saman - alveg sama hvað það er. Hann fór á stúfana til að leita að húddi á bílinn minn og keyrði um allan Reykjanesskagann til að finna bíl sem er eins og minn. Það tókst og hann fann bíl sem átti held ég bara að fara á haugana. Húddið á honum leit mjög vel út og pabbi tók það af og setti á minn bíl. Brettið gat pabbi rétt með því að setja í sjóðandi heitt bað - vegna þess að það er úr plasti þá réttist það í hitanum og hann fekk held ég líka ljósastæðið úr hinum bílnum og setti í minn. Þessi viðgerð kostaði mig nánast engan pening og pabbi minn gat gert við þetta allt saman. Það tók miklu styttri tíma heldur en ég bjóst við. Mér finnst bíllinn minn flottur - hann er tvílitur, rauður með sægrænu (er það ekki pabbi) húddi :) Takk elsku pabbi :) Ég er búin að taka myndir af honum.. en það er alltaf þetta vandamál að kunna ekki að setja myndirnar á netið... :-/ Er búin að fatta hvernig ég get gert það.. en þið þurfið bara að bíða í nokkra daga... :)
Lífið gengur annars bara sinn vanagang hér í Ölveri. Uppfrá eru 40 hressar stelpur á aldrinum 10-12 ára. Sami aldur og er í ævintýraflokki en þetta er bara venjulegur flokkur. Í þessum hópi eru margir snillingar sem gaman er að tala við. Ég er með ágætis bænaherbergi, svona þegar þær áttuðu sig á því að það er ég sem ræð, ekki þær.
Eg er eitthvað voða andlaus og líður ekkert allt of vel. Það er of margt í lífinu ekki eins og ég vil hafa það. En því miður er ég ekki einráð um hvernig allt fer!! Af hverju þurfa að vera til vondar tilfinningar??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2006 | 13:57
Brottför nr.2
Þá er komið að annarri brottförinni fyrir þetta sumarið :) Ég er næstum búin að pakka niður.. öllu nema tölvunni held ég bara. Þetta frí var bara alveg ágætt. Ég hitti næstum alla þá sem ég ætlaði mér að hitta plús nokkra auka. Þeir sem ég náði ekki að hitta núna fá kannski að njóta nærveru minnar í næsta fríi sem verður einmitt eftir eina viku :) Ég hlakka til að takast á við næsta flokk - þær eru 10 - 12 ára og það verður án efa rosalega gaman. Keflvíkingurinn (og þar af leiðandi snillingurinn) sr. Íris Kristjánsdóttir verður forstöðukona og ég hlakka ekkert lítið til að vinna undir hennar stjórn! Held alveg að hún sé jafnæðisleg og systir hennar, hún Systa :)
Ég hef verið að hugsa svo ótrúlega mikið undanfarna daga og langar að blogga um það en ég er ekki viss um að ég nái að koma því fallega frá mér. Ég kannski reyni að sjóða eitthvað saman um þetta þessa viku sem ég verð uppfrá núna og birti það þegar ég kem í bæinn.
Reykingarnar hjá nágrönnum mínum hafa bara aukist undanfarna daga. Núna er ástandið svo slæmt að ég varð að loka báðum gluggunum sem snúa út í garð og opna útidyrahurðina til að fá smá ferskt loft inn til mín áður en ég fer. Áðan var ég gjörsamlega að kafna!! Er orðin aum í höfðinu og allt saman, frekar böggandi og á eftir að keyra í svo mikilli sól... En ég lifi það af!
Ef þið haldið að þið saknið mín ótrúlega mikið þá er ég vissulega alltaf með símann einhvers staðar nálægt mér og auðvitað er alltaf velkomið að droppa í heimsókn :) En annars kveð ég bara og blogga í síðasta lagi aftur eftir viku.. sé til hvort ég nenni á Mótel Venus í vikunni :)
Adios :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2006 | 00:21
stutt og flegið
Ég fór í Mangó í gær og verslaði aðeins af fötum, eiginlega bara boli. Tveir þeirra eru alveg eins, annar er rauður og svartu og hinn er blár og svo tveir hlírabolir. Annar þeirra er bleikur! með einhverju svona skrautadóti og hinn er bara plain hvítur, síður. Bolirnir sem eru alveg eins eru svo flottir, flegnir og með smá opið í bakið! Ég er svo glöð yfir því að geta loksins gengið í flegnum bolum, finnst það ekkert smá æðislegt! Ég er nú eiginlega bara orðin soldið mikil skutla - eða nei eiginlega ekki en ég má alveg halda það ;) Fór í rauða og svarta bolnum í veisluna til Sólveigar og var í stuttu gallapilsi við. Er svo ánægð með þetta ;) Það var alveg tekið eftir skorunni minni.. samt bara vinir mínir en það var samt gaman :)
Ég fór á tattoostofuna Húðflúr og götun í dag til Hlyns frænda og er ótrúlega ánægð með engilinn minn. Þetta var samt smá tilraunastarfsemi því það var svo lítið hold til að vinna með inni í honum. Inni í vængjunum var nefnilega einhver smá grá skygging og bara einhver smá lína sem ekkert var sprautuð. En Mike setti samt bláan lit í vængina og við vonum bara að hann leki ekki allur út. Svo setti hann lit í engilinn og hárið. Það var víst minna mál. Og svona til að allt tattooið liti sem nýjast út fór hann aftur ofan í stafina W.W.J.D? Mike er ekkert smá fær og Hlynur frændi líka. Takk Hlynur og Mike :) Ef ég fatta einhvern tímann hvernig á að færa myndir úr símanum mínum yfir í tölvuna skal ég sýna ykkur myndir af listaverkinu mínu flotta :)
Ég sit hérna heima hjá mér í rúminu minu og er gjörsamlega að kafna úr reykingastybbu. Ég er samt búin að loka glugganum fyrir ofan rúmið mitt. Verð að standa upp til að loka stofuglugganum. Nenni því samt ekki núna.. geri það bara bráðum. Þetta er samt ekkert smá ógeðslegt!! Ég er reyklaus, lyktin fer mjög i hausinn á mér og mér á ekki að þurfa að líða eins og ég sé við hliðina á einhverjum sem er að reykja! Ógeð!! OJ!!
Það er svo gaman að hitta fólk! Hitti Hlín í dag og fór með henni að versla og svo sóttu hún og Þorgeir mig og við fórum í veisluna. Þar voru fleiri vinir mínir og það var ótrúlega gaman. Ég er ekkert að segja að sumarbúðafólkið mitt sé ekki fólk en að hitta annað fólk er dásamlegt :) Þótt ég hlakki til að fara uppeftir og hitta Írenu og hinar aftur.
Hafið það gott :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.6.2006 | 12:57
Good times
Ég var að fara í gegnum kassa af gömlu dóti - minnka aðeins umfangið svo hægt sé að ganga frá dótinu út í skúr. Ég fann gamlar skólamöppur frá árum mínum í FS. Hafði mjög gaman af að skoða þetta, var ekkert smá skipulögð á þessum árum - eða glósurnar mínar voru það allavega. Litríkar og flottar. Það er svona þegar maður þarf á því að halda að rembast við að halda sér vakandi. Min lausn hefur verið að glósa það sem kennararnir segja.. ekki það að það sitji eitthvað eftir.. en hey.. get allavega lesið tímana eftir á :)
Ég fann líka ferðaáætlunina okkar til Eþíópíu árið 2000, sprautuáætlunin okkar og annað svona merkilegt sem við þurftum að vita fyrir ferðina. Ég fann líka ferðaáætlunina inn í landið, allt voðalega vel skipulagt og flott. Inni í áætluninni var samt ekki að týna töskunum hennar Þóru í rúma þrjá daga!! Það var hræðilegt!! En ferðin var samt æðislegt - alveg frá upphafi til enda. Engin smá upplifun!
Alltaf gaman að fara í gegnum kassa - þótt það hafi tekið ansi langan tíma gera það sem mamma bað um.
Núna er ég að fara til Hlyns frænda á tattoostofuna til að láta sprauta í engilinn minn. Veit ekkert hvað verður gert við hann en það kemur bara í ljos.. Veit heldur ekki hvað mig langar til að láta gera við hann. Svo fer ég í bæinn og fer með Hlín að versla. Svo er bara veisla hjá Sólveigu í kvöld.
Þangað til næst :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2006 | 19:50
gleymd eða hvað?
Ég fékk akkúrat enga hjálp við að ákveða hvernig tölvu ég ætti að kaupa mér (spurning úr síðasta bloggi). Þannig að ég bið enn einu sinni um álit ykkar - hvernig tölvu ætti ég að kaupa? Þær sem ég er að skoða eru ibm-tölva annars vegar (veit samt ekki hvernig því fólk vill meina að ég hafi akkúrat ekkert að gera við einhverja fítusa sem einhverjar týpur eru með) og macbook hinsvegar. Þar sem ég er lúði þá er óskaplega erfitt fyrir mig að bera saman gæði tölvanna og hvor þeirra muni eldast betur. Ef þið teljið ykkur þurfa að sannfæra mig um ágæti annarra tegunda þá megið þið endilega reyna :)
Ég hef haft það ágætt í fríinu mínu - sef reyndar illa því ég gleymdi koddanum mínum heima hjá mér áður en ég kom til Keflavíkur og er alveg hrikalega aum í hálsinum. Ég nýtti sólina í gær og fór í heita pottinn hjá systur minni. Fékk reyndar ofsalega lítið val um það en það var allt í lagi. Fór með Benóný og svo kom Ásta þegar hún kom heim úr vinnunni. Fékk svo loksins mömmumat sem er bestur í heimi. Ég fór í eins árs ekkiafmæli í gær sem var alveg ágætt. Hef sem sagt ekki afrekað margt.. en til hvers eru frí? Einmitt til þess að jafna sig á litlum svefni og álaginu sem fylgir vinnunni. Fríið mitt er að styttast, ekki nema fjórir heilir dagar eftir.
Planið fyrir næstu daga er að reyna að sofa betur, versla smá á morgun ef ég nenni. Ég nennti því engan veginn í dag, en ég er orðin uppiskroppa með hrein föt hérna í Keflavík. Verð að kaupa ný :) Nei nei ég verð það ekkert en kannski samt :) Jóhanna var að bjóða í annað hvort stelpukvöld eða djamm annað kvöld. Var reyndar ekki búin að ákveða hversu lengi ég yrði hérna. Planið var að biðja bróður minn um að skutla mér á morgun eftir vinnuna hans en ég er að fara að láta laga eitt tattooið mitt hjá Hlyni frænda á laugardaginn þannig að ég fer ekki fyrr en eftir það. En kannski breytist það.. veit ekki neitt...
Eftir að ég fór í sumarbúðirnar hef ég komist að því að ekki einn einasti af vinum mínum hefur haft samband við mig að fyrra bragði. Þeir einu semhringja eða senda mér sms að fyrra bragði voru Gallup - þau eru hætt að hringja því ég bað um að vera tekin af lista - og pilluáminningin sem ég fæ á hverju kvöldi. Jú Dagný sendir mér stundum sms að fyrra bragði en annars er það upptalið. Gleymist maður svona rosalega eða skiptir maður það litlu máli að enginn tekur eftir því ef maður fer út á land í 10 vikur? Þetta er pæling...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.6.2006 | 11:58
Erfitt val og 1 árs prins
Guðsonur minn er eins árs í dag! Innilega til hamingju með litla prinsinn Ásta og Halli!! Til hamingju með daginn Benóný minn! Ég er einmitt að fara að fara til Keflavíkur til þeirra. Ásta er reyndar að vinna en Halli er heima með strákinn. Þarf líka að fara á spítalann heima. Ætla svo kannski að hitta Jóhönnu líka. Brjálað að gera í dag.
Nú vantar mig smá aðstoð. Mig langar svo í nýja tölvu, ég er alveg orðin veik en veit ekki hvernig tölvu ég á að fá mér. Þær sem koma helst til greina eru IBM (án þess að vita hvaða týpu) og Apple tölva.
Það er sko ekkert til í ísskápnum minum. Ég henti auðvitað öllu áður en ég fór sem gat myglað á tveimur vikum og þar af leiðandi er ekkert til hérna. Fattaði seint í gær að ég hafði ekkert borðað allan daginn nema tvö hrökkbrauð áður en ég fór frá Ölveri. Fann samt ekkert fyrir hungri.. ekki fyrr en núna bara en ég er á leið heim til mömmu og pabba sem eiga alveg örugglega mat þannig að það er allt í lagi. Og átti bara einn líter af kóki en það dugar mér ennþá :)
Jæja, ætla að fara að renna suðureftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2006 | 17:46
Oh the pain
Öðrum flokki sumarsins lokið og ég er ótrúlega fegin. Ég hef aldrei upplifað flokk svona ótrúlega lengi að líða og ég vil tengja það við að flokkurinn var ótrúlega erfiður og krefjandi. Setningin hennar Sólveigar síðan í fyrra var mjög vel við hæfi í morgun: Komdu fljótt aftur - það er svo gaman að sjá þig fara! Það er ljótt að segja svona, þær voru alveg ágætar og oft á tíðum alveg yndislegar. Æ ég veit ekkert hverju ég er að reyna að koma frá mér. Inn á milli voru ótrúlega frábærar stelpur og hinar sem ekki voru eins frábærar voru í miklum minnihluta.
Við urðum rafmagnslausar um daginn. Ég var þá stödd í heita pottinum - það var svo kalt og leiðinlegt veður að ég ætlaði að forðast að frjosa til dauða með því að sitja yfir þeim á pallinum og ákvað að vera bara með þeim í pottinum. Skemmst frá því að segja að það komst eitt herbergi (tvær stelpur - hinar nenntu ekki) í pottinn áður en rafmagnið hvarf. Þar af leiðandi fór allur hiti af húsinu og allt heita vatnið líka. Ég sem ætlaði að forðast að frjósa úr kulda í fötum fraus úr kulda í bikiníi!! Var orðin helblá á vörunum og var svona fjóra daga að ná upp eðlilegum likamshita aftur!!
Eitthvað fleira sem hefur gerst síðan síðast? Ég var að reyna að deila þeim merkilegu upplýsingum (að mér finnst) með vini mínum áðan og honum fannst þær bara ekkert merkilegar en upplýsingarnar eru þær að ég smakkaði humar um helgina!! Ég er líka búin að vera ótrúlega dugleg að smakka allt sem fyrir mig er lagt. Ég veit ég hljóma eins og ég sé lítill krakki að smakka mat í fyrsta sinn en þið skiljið ekki hvernig það er að vera ég! Það er ótrúlega erfitt og maður nýtur ekki almennrar viðurkenningar í þjóðfélaginu - eða eitthvað :) En humarinn var ótrúlega góður! Hann hlaut náð fyrir augum mínum.
Ég er búin að vera ótrúlega góð í hausnum alveg síðan ég fór upp í Ölver. Hef tekið hjartalyfin mín samviskusamlega en er hætt á magatöflunum - í bili allavega. Ég hef verið slæm í bakinu að undanförnu og formaðurinn lofaði mér nuddi frá konunni hans - hún lærði nudd hérna í denn og það fékk ég á sunnudagskvöldið! Shit hvað það var hræðilega vont! Hún ráðlagði mér að fara til sjúkraþjálfara eða -nuddara því vöðvarnir væru bara í einhverju rugli. Og kvalirnar í höfðinu í gær eftir þetta. Shit!! Og alveg versti dagurinn til að fá mígreni - veisludagur með tilheyrandi ekkifríum og keyrslu. Svo fékk ég mígreni í dag líka en það var útaf því að ég klessti bílinn minn. Það var sko alls ekki gott og heldur ekkert skemmtilegt. En sá sársauki fór fljótt því ég upplifði annars konar sársauka í dag - ég fór nefnilega í vax á ansi hreint skemmtilegu svæði. Það var ógeðslega vont en ég lifði það af.
Þangað til næst!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar