Prinsessan ég!

Ég er orðin svo þreytt, svo ótrúlega þreytt. Auðvitað má kenna miklu álagi þar um og hverjum er það öðrum að kenna en sjálfri mér? Engum en það breytir því samt ekki að þegar maður er á annað borð búinn að koma sér í eitthvað er oft frekar erfitt - og stundum alveg ómögulegt - að breyta því. Eins og staðan er í vinnunni núna er engan veginn hægt að fá frí og ég nýðist ekki á þeim sem fyrir eru því þær vinna svo ógeðslega mikið alla daga! Framundan er vinnuhelgi hjá mér, leikhúsferð í kvöld og afmæli hjá Berglindi. Annað kvöld er KSF-fundur, er að hugsa um að skreppa í ljós áður en hann byrjar og svo Jól í Skókassa á Holtaveginum. Sunnudagurinn er vinna og svo æskulýðsfélag um kvöldið. Í gær fór ég út að borða með Hjallakirkju, fékk heimsókn í gærkvöldi og eyddi svo nóttinni á klósettinu. Held ég hafi fengið vott af matareitrun Crying Ógeðslega er vont að æla!! Þoli það ekki!! Svo er ein vika eftir í vettvangsnámi og svo helgarfrí!! Svo bara venjulegur skóli! Og stutt í próf. Úff!!

Ég segi það ekki nógu oft en ég á bestu foreldra í heiminum! Á meðan ég var í Noregi setti pabbi minn  vetrardekk undir bílinn minn. Þegar ég fór svo að keyra hann eftir að ég kom heim veitti ég því athygli að það var komið undarlegt hljóð í hann. Ég sjúkdómsgreindi hann sem svo að bremsurnar væru alveg að verða búnar og mikið rétt! Hann var alveg að verða bremsulaus. Ég þrjóskaðist við, fór á honum til Reykjavíkur og í skólann á þriðjudagsmorguninn. Hávaðinn í bremsudiskunum var orðinn frekar mikill og bremsurnar mikið slappar. Ég ákvað að þora ekki á honum í vinnuna og var því sótt. Takk Bjössi minn Kissing Svo skutlaði Siggi minn mér heim KissingMamma og pabbi komu í bæinn og sóttu bílinn minn og fóru með hann á verkstæði á miðvikudagsmorguninn. Þá var foreldradagur í skólanum og við þurftum því ekki að mæta. Spjallaði við yfirmann minn á msn af því að Bjössi vildi ekki sækja mig, það vantaði mjög marga og ég bauðst til að mæta fyrir eitt gegn því að ég yrði sótt. Ekkert mál Smile Svo rétt fyrir lokun komu mamma og pabbi með bílinn minn til mín!! Þá hafði pabbi farið einu sinni til Reykjavíkur fyrr um daginn til að sækja varahluti í bílinn minn!! Þau meira að segja borguðu viðgerðina og varahlutina - en fá það til baka smátt og smátt! Takk mamma og pabbi Kissing

Ég er uppi í skóla núna, er að bíða eftir einni bekkjarsystur minni sem ætlar að hjálpa mér með eitt verkefni. Ég er nefnilega soldið að reyna að klóra í bakkann... er ekki tilbúin til að gefast upp. Ég er ekki alveg að standa mig sem skyldi í HÍ-áfanganum... en eygi  smá von að ná honum þrátt fyrir allt. ÆTla að hlusta á fyrirlestrana kennarans núna - mér til skemmtunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en hvað með systkyni þín?? hehehehe smá grín.

en já, það er merkilegt hvað er gert fyrir prinsessuna sína;)  enda ekkert annað í boði... þau fá þetta margfalt til baka, kannski ekki í peningum hummm.. kannski tiltekt??? nehhh efast um það (;) kannski bara í ást og umhyggju...

ásta (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 15:45

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Systkinin mín eru líka best og þau vita það alveg  góða sko.. ég er ýkt dugleg að taka til *hóst*

Þjóðarblómið, 10.11.2006 kl. 17:15

3 identicon

á ég að rétta þér hóstasaft??

ásta (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 20:58

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Þú ert svo fyndin!! Nú skil ég af hverju ég er svona hrikalega húmorslaus... hefur allt farið til þín :)

Þjóðarblómið, 11.11.2006 kl. 00:37

5 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Góðir foreldrar eru það besta sem er hægt að hugsa sér! Hvar værum við nú án þeirra og yndislegheita þeirra :)
p.s. ég er sammála þér, hann er frekar ljótur, var að skoða hann ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 11.11.2006 kl. 12:10

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Takk fyrir  En skoðaðiru hinn sem ég sagði þér frá í gær, Tinna?? Hann er ofur!!

Þjóðarblómið, 11.11.2006 kl. 12:35

7 identicon

Talandi um þreytu, ég svaf í 12 og hálfan tíma í nótt. Það var ljúft :)

Bjarni (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 15:17

8 identicon

I do believe you and I have a date this Wednesday with some children. ;)

Marisa (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 18:22

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Hey Marisa, will you be with me in TTT/STN next Wednesday?? So it's my turn now in that school? Ok cool :)

Þjóðarblómið, 12.11.2006 kl. 00:07

10 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Hmm, ég man ekki lýsingarnar á hinum svo ég get ekki skoðað hann.....næst bara ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 13.11.2006 kl. 23:26

11 identicon

Svakalega áttu góða foreldra duglega stelpa. :) Get nú reyndar alveg sagt það sama um mína

Linda (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 13:25

12 identicon

JÆJA!!!

ásta (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 15:28

13 Smámynd: Þjóðarblómið

Skal blogga í kvöld kæra systir

Þjóðarblómið, 15.11.2006 kl. 17:14

14 identicon

Gangi þér vel sæta í stressinu- ekki ofgera þér samt! Sendi þér prófstrauma:0)

Knús og kram frá Köben.

Tanía (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 19:07

15 identicon

Vá hvað þú værir mikið í skítnum ef m&p væru ekki þarna til að þrífa hann upp :)

Jónas (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 00:59

16 Smámynd: Þjóðarblómið

Ha??

Þjóðarblómið, 16.11.2006 kl. 16:23

17 identicon

Það er svo langt síðan ég hef komið við á síðunni þinni svo ég ákvað að kvitta nú.

Kveðja Emil Páll

Emil Páll-blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 20:54

18 identicon

Jæja Þóra Jenný, er ekki komin tími á smá blogg!!

Jóhanna M (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 08:40

19 identicon

HEI JÚDAS!!!

*****ég blogga í kvöld**** 16.11.2006

ásta (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 11:40

20 identicon

smá grín.. förum nú ekki að líkja þér við júdda gamla

ásta (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 46419

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband