Erfingjar eilífðarinnar

Haustið 2000 skrifuðum ég og Rakel leikrit í sameiningu og gáfum því nafnið Erfingjar eilífðarinnar. Vorið áður höfðum við sett upp okkar fyrsta leikrit - leikrit sem við sömdum og leikstýrðum aleinar og sjálfar. Við vorum spenntar að takast á við þær hugmyndir sem við fengum og úr varð mjög skemmtilegt æfingaferli með frábærum leikurum og að lokum flott sýning. Margt kom upp á á æfingatímabilinu eins og oft vill verða þegar sameina þarf marga einstaklinga og áhugamál þeirra. Sumir foreldrar litu okkur hornauga fyrir að halda börnunum þeirra uppteknum í langan tíma en aðrir dásömuðu okkur og gerðu (og gera enn) allt sem við báðum (biðjum) um. Fyrr í haust fékk Rakel svo þá hugmynd að setja Erfingjana okkar upp aftur - ennþá stærri og ennþá flottari heldur en við gerðum árið 2001. Í gær hringdi hún í mig og bauð mér á æfingu, fjórðu síðustu æfinguna fyrir frumsýningu. Ég var orðlaus af hrifningu og stolti! Rakel skemmti sér betur við að horfa á mig heldur en rennslið - ég brosti hringinn allan tímann og var með gæsahúð bróðurpartinn af tímanum, þau stóðust allar mínar væntingar og miklu meira en það. Ég er mjög leið yfir að missa af frumsýningunni en get þó huggað migvið það að leikritið verður enn í sýningu í næstu viku. Ég hlakka ótrúlega til að sjá leikritið mitt í höndum nýrra leikara!! 

Ég elska konurnar á American Style-num mínum! Þær eru flestar farnar að þekkja mig og vita hvað ég vil.  Ég kom þangað örugglega á mánudaginn eftir bíóferð með Hjallakirkju og keypti sérréttinn minn - barnaborgara með bbq-sósu og franskar. Gellan sem þá var að vinna bauð mér að kaupa barnamáltíð og fá þetta þá ódýrara og með kóki. Henni var alveg sama þótt ég mætti ekki kaupa þetta þar sem ég tek þetta hvort eð er alltaf með heim. Svo í dag fór ég í hádeginu á leið heim úr skólanum og það var endalaust löng bið og eftir að hafa beðið í 20 mínútur kom vaktstjórinn með matinn minn fram (tók hann með líka) og þá búin að troða mér fram fyrir mjög mörg númer svo ég þyrfti ekki að sitja þarna í hundrað ár.

Annars verður þetta ekki lengra núna, þarf að vakna eftir fjóra tíma til að fara í flug. Hafið það gott um helgina og ég skal reyna að henda einhverju hingað inn á sunnudagskvöldið eða mánudaginn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Pant alltaf fara með þér á stylinn ef það þýðir svona special treatment ;)........lúxus að vera svona sæt greinilega! Hafðu það súper dúper gott í Norge love!

Tinna Rós Steinsdóttir, 2.11.2006 kl. 13:45

2 identicon

Hehe, díses! Afhverju fæ ég aldrei svona service á American Style, eins og mér finnst það frábær matur! :D

 En hvar er þessi sýning sýnd?

Bjarni (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 46436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband