Hollara líferni

Nú er ég búin að eyða tæpum tveimur dögum í mígrenikast. Vaknaði með alveg ógeðslega dúndrandi hausverk í gærmorgun og var orðin virkilega slæm í kringum hádegi. En sem betur fer var deginum okkar í skólanum lokið og við gátum farið heim. Ég kom heim og lagði mig aðeins lengur en ég ætlaði en vaknaði enn verri í höfðinu heldur en ég hafði verið áður en ég sofnaði. Ég þurfti að skila verkefni og náði því á réttum tíma. Fór svo upp í Hjallakirkju og hitti Þráin, borðaði með honum matinn frá mömmu og pabba og fór svo upp í Kaldársel á undan rútunni. Mitt hlutverk var nefnilega að fela fjársjóð fyrir krökkunum sem þau áttu svo að leita að í myrkrinu. Eftir leitina miklu fengu þau að koma inn í matsal og borða snakk og kex. Þeim var mjög kalt en þau skemmtu sér vel. Hópurinn sem við erum með er æðislegur!! 

... eftir ferðina í Kaldársel kem ég heim, rétt um hálftíu og fer nánast beint upp í rúm. Sársaukinn var svo mikill að ég lá í svitamóki til rúmlega fjögur í nótt en þá loksins náði ég loks að festa almennilega svefn og svaf þangað til vekjaraklukkan hringdi rétt um sjö. Ég var enn í kasti í morgun og ógeðslega orkulaus og slöpp eftir nóttina og ákvað því að vera veik í dag, hefði ekki meikað neitt áreiti framan af degi. Ég fór heldur ekki í vinnuna enda enn frekar aum í höfðinu og maganum. 

Ég eyddi samt deginum uppi í skóla því tölvan mín var ekkert smá ósamstarfsfús! Hún slökkti á sér alveg endalaust og ég gat ekkert lært. Um leið og ég opnaði word eða powerpoint slökkti hún á sér. Ég varð svo pirruð að ég fór á endanum með hana niður í Apple og þá er eitthvað stykki sem er gallað í þessari vél og sennilega allir þessari sendingu því gellan vissi nákvæmlega hvað var að um leið og ég sagði að hún slökkti á sér. Hún pantaði stykkið og það á að koma á innan við tveimur vikum. Og þá missi ég hana í nokkra klukkutíma. Ég er mjög fegin að ég þarf ekki að vera án hennar lengur en nokkra tíma. Var farin að ímynda mér að þetta tæki viku eða tvær! Úffff!

Og svo þið skiljið nú titilinn þá er ég að vinna í hollara líferni! Ég er núna búin að vera með hita í einhverjar þrjár vikur eða svo, en það er núna fyrst sem ég er farin að finna eitthvað fyrir því af viti. Ég fór í Bónus í dag og keypti Heilsutvennu - lýsi og vítamín. Ég reyni að taka achidophilus+ hylki á hverjum degi (gleymi því samt oft) Ég keypti líka alveg 18 hálfs líters flöskur af kók og tvær tveggja lítra... Tilraunin felst sem sagt í því að borða morgunmat, taka vítamín og reyna að fara snemma að sofa. Ég ætla að athuga hvort það hjálpi til að hausverkurinn minn komi sjaldnar og að hitinn fari og að ég hætti að vera alltaf svona þreytt. 

En ég er að deyja úr hita og viðbjóði og þykist ætla að fara að sofa bráðum... Vonandi gátuð þið lesið þetta allt :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Æ ástarkrúttið mitt! Mikið hryggir það mitt litla hjarta að heyra að þú sért svona lasið :( Þú ert meira að segja það lasin að þú skrifar Þráinn með einu n-i......þá hlýtur þetta nú að vera alvarlegt!!!

Annars lýst mér vel á hollari lifnaðarhætti. Ég er alfarið á móti megrun og hollu af þeim ástæðum, en hollt vegna heilsunnar er alltaf gott :)

Mundu að ég elska þig í tætlur ;*

Tinni sæti

Tinna Rós Steinsdóttir, 17.10.2006 kl. 23:40

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Elsku Tinna mín! Ég er að tala um Þráin í þolfalli = eitt n. Það er bara nefnifallið sem er með tveimur n-um. Hér er Þráinn, um Þráin, frá Þráni, til Þráins :)

Elska þig líka litlan mín :)

Þjóðarblómið, 18.10.2006 kl. 00:09

3 identicon

18 hálslíter og og tvær tveggja lítra?? að reyna að stuðla að góðu líferni.
en ég vona að þetta fari nú að fara hjá þér, það er vont að vera með höfuðverk. Fæ hann svna tvisvar á ári og mér finnst það ömurlegt

Ásta (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 08:32

4 identicon

Ææ Tinna (ekki Tina) þarna skaustu þig í fótinn, en Þóra það er alveg rétt að hópurinn okkar er æði, tek hins vegar undir það sem Ásta segir og skil ekki alveg hvar þessar 18 hálfslítra flöskur af kóki koma inn í hvað varðar hollt líferni

Þráinn (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 16:07

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Kókið kemur inn af því að ef ég fæ ekki kók þá held ég ekki heilsu - þar er komin hollustan ;)

Þjóðarblómið, 18.10.2006 kl. 17:13

6 identicon

En getur ekki verið að hausverkurinn myndi minnka ef þú minnkar kókdrykkjuna? nei bara spyr :) vona að þér batni

Linda (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 18:56

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Þettaer bara eins og að vera alki - maður minnkar ekki neitt, maður bara hættir!! Og ég er ekki tilbúin í fráhvörfin. Hef reynt í tvo daga og held ég hafi aldrei ælt jafnmikið! Svo er kók líka gott og ég vil ekki hætta að drekka það :) Vil líka benda á ágætis pistil um kókdrykkju á http://fif.fi :)

Þjóðarblómið, 18.10.2006 kl. 20:53

8 identicon

Æjæ, leitt að heyra að þér hafi liðið illa. Annars mæli ég með íslenskt lýsi! Það er allra meina bót.

kv. Jón Ómar ;-)

Jón Ómar Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 08:55

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég tek lýsispillur :) Byrjaði í morgun á því :)

Þjóðarblómið, 19.10.2006 kl. 15:09

10 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

einu sinni ætlaði ég að vera rosa dugleg að taka vítamín og keypti einhverja þrennu, tók hana tvo daga í röð og nennti ekki meir.

kókið heldur heilsunni minni í lagi svo ég þarf engin vítamín nema bara sem eru í matnum mínum :)

hvað varð um það að þú bloggaðir alltaf á hverjum degi? og stundum tvisvar sinnum á dag? ég sakna þess því það var alltat eitthvað vit í því þótt þú bloggaðir svona oft.

vona að þú sért sátt núna :) ég veit, ég er ömurlegur kommentari :/ ég skal bæta mig í kommentunum ef þú bætir þig í blogginu ;) aha!

Guðbjörg Þórunn, 19.10.2006 kl. 21:57

11 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er orðin arfaslök í þessu, ég veit. Ég hef bara svo fátt eitthvað að segja þessa dagana :) En ég skal reyna að bæta mig :)

Þjóðarblómið, 19.10.2006 kl. 22:04

12 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

þú sem ert alltaf að gera eitthvað, iss :p

Guðbjörg Þórunn, 19.10.2006 kl. 22:13

13 Smámynd: Lutheran Dude

Vonandi er þér farið að líða betur Þjóðarblómið mitt!

Lutheran Dude, 19.10.2006 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 46418

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband