Kennari!

Þá er ég loksins orðin kennari! Útskriftin var á laugardaginn og mikið var gott að taka við skírteininu úr höndum Baldurs Sigurðssonar og taka í höndina á Ólafi Proppé. Ég hélt tvær litlar veislur í tilefni dagsins, eina fjölskylduveislu og svo eina vinaveislu með Þráni og Hlín en þau útskrifuðust líka um helgina. Hlín er félagsráðgjafi en Þráinn er ekki neitt, en samt kominn með BA-gráðu í guðfræði. Báðar veislurnar heppnuðust vel og það var fámennt en góðmennt.

Ég er komin aftur upp í Ölver og er tekin við hlutverki forstöðukonu aftur. Það gengur bara mjög vel það sem af er vikunni en núna eru fjórir heilir dagar eftir. Hópurinn er mjög skemmtilegur og þær eru aðeins eldri heldur en hópurinn sem fór heim á föstudaginn síðasta. Ég þekki nokkrar frá fyrri árum og þær njóta sín vel.

Á föstudaginn verð ég svo foringi en það er hlutverk sem ég kann mjög vel. Ég veit ekki alveg hvernig það verður að fara aftur að vinna foringjastörf því ég er mjög fegin að vera laus við margt af því sem foringjarnir þurfa að gera eins og til dæmis leikherbergi, rusl, piss og stjörnugjöf og fleira svona miður skemmtilegt. Ég fer í allar gönguferðir sem forstöðukona og er svo bara þar sem mér finnst að vanti að hafa mig. Ég held að þetta gangi mjög vel, eða mér finnst það. Vona bara að foringjarnir mínir séu sama sinnis.

Ég birti fréttir á http://www.kfum.is á nánast hverjum degi og þar er hægt að lesa það sem við erum að gera svona dagsdaglega og skoða myndir frá starfinu. Við erum kannski ekkert voðalega duglegar að taka myndir en við reynum Smile

Ég er að reyna að minnka kókdrykkjuna mína og það gengur bara alveg agætlega held ég. Ég næ að drekka ekki heilan líter á dag en svo eru dagar þar sem ég drekk meira. Lyfin virka ágætlega og ég hef ekki fengið alvöru kast núna í soldið langan tíma, ekki þannig kast að ég liggi og æli og geti ekkert gert. Ég er mjög ánægð með það.

En það er að koma matur. Ég skal reyna að vera duglegri að setja fréttir hingað inn Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Hæ elsku Þóra mín! Til hamingju með að vera útskrifuð, INNILEGA SORRY AÐ ÉG KOMST EKKI!!! Mér finnst það ömó... var lasin alla helgina og er núna ennþá lasin með mýgrenisvibba... ættir að kannast við þetta ógeð!

Gangi þér vel í Ölveri og endilega komdu með fréttir sem oftast! 

Guðrún , 18.6.2007 kl. 17:54

2 identicon

TIL HAMINGJU!

marisa and jón (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 14:18

3 identicon

Takk allir :)

Gulla, ég verð ekki í 9. flokk. Það var ekki laust fyrir mig, en ég held að Iðunn verði... og Svava en þú þekkir hana kannski ekki. En hún er æðisleg :)

Þjóðarblómið (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 21:37

4 identicon

Hæ 

 Já ég var í Laugardalshöllinni á laugardaginn, Sigrún litla systir mín var að útskrifast úr Leikskólakennaradeildinni.

Gangi ykkur vel í Ölveri.

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:46

5 identicon

Til hamingju með kennarann!

Hvað er málið með þessa ruslpóstvörn? Hvað er summan af níu og sautján? Mér er ekki að takast reikna það út í huganum, án gríns.

Ertu nokkuð stærðfræðikennari?

Bjarni (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:27

6 identicon

Hello

Til hamingju með árangurinn, bara orðin kennari! Þarf að fara að koma möppunni úr þroskasálfræðinni til þín

p.s komnar myndir á barnaland :)

Linda (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 15:27

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Bjarni ég er grunnskólakennari með áherslu á íslensku :) engin stærðfræði fyrir mig takk :)

Linda: takk :) kíki á hana við tækifæri :)

Þjóðarblómið, 21.6.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 46404

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband