leavin' yet again

"Þú ert stærri en þú heldur og getur alveg tekist á við það sem þig langar. Hættu að velta þér upp úr orðnum hlut og farðu að horfa fram á við, þessi vísa er aldrei of oft kveðin."

Svona hljómar stjörnuspáin í Blaðinu í dag fyrir bogmanninn. Ég les stjörnuspárnar þegar ég kemst í blöðin en annars er mér alveg sama um þetta. Þetta getur samt oft átt alveg merkilega vel við - enda kannski til þess gert að höfða til sem flestra. Ég veit hvað það er sem mig langar en ég veit líka hvað er orðinn hlutur og það er tími til kominn til að  horfa fram á veginn og hætta að svekkja mig á því sem ég get ekki breytt. 

Þá er spekingslegi hlutinn kominn :)  Ég skrapp til Keflavíkur í gær til að hitta familíuna því ég hitti þau ekki í tæpar fjórar vikur. Það hefur nú alveg liðið lengri tími á milli þess sem ég hitti þau en mér finnst ég bara vera að missa af svo miklu hjá honum Benóný ef ég hitti hann ekki reglulega. Þess vegna ákvað ég að skella mér til þeirra - svo hann gleymi nú ekki uppáhaldsfrænku sinni! Við systurnar fórum í sólbað á pallinum hjá henni og Benóný var úti með okkur. Það var ótrúlega notalegt og gott. Ég var nýkomin úr sundi og brann aðeins á öxlunum en ekkert alvarlega. Ég borðaði heima hjá mömmu og Jóa og horfði á úrslitaleik HM og fór svo til Jóhönnu. Þar fékk ég gefins buxur í staðinn fyrir lánið á tjaldinu. Og að lokum fór ég í vinnuna til pabba og var hjá honum í smá tíma. Hitti þar gamlan bekkjarbróður. Það var mjög gaman að heimsækja pabbann minn í vinnuna :)

Ég beilaði á djamminu á laugardagskvöldið :-/ Ég veit, það er ýkt lélegt en ég var bara ekki í neinum fíling fyrir djamm. Horfði bara á sjónvarpið og spjallaði við fólk á msn. Spennandi - ég veit.

Ég er búin að vera á fullu að þvo og pakka í dag og það hefur bara gengið ótrúlega vel. Ég geri mér svo innilega enga grein fyrir því hversu mikið af fötum ég þarf að taka með mér þannig að ég er pottþétt að taka allt of mikið. En þar sem þetta eru tæpar fjórar vikur þá kem ég örugglega til með að nota bróðurpartinn af þessu. Ég fer uppeftir á morgun um 2-leytið. Þarf að vera komin á undan rútunni. Mér tókst það samt ekki síðast en það var allt í lagi - ég byrjaði í fríi um leið og ég kom :) Veit ekki alveg á hvaða plan ég verð sett á morgun. Enda kemur það bara í ljós...

Dagný kemur heim eftir 32 daga! Og sumrinu mínu lýkur eftir 36 daga! Það er ekkert langt eftir. Ég vona bara að þetta líði hratt.  

Hendi kannski inn einni færslu áður en ég fer á morgun.. annars reyni ég að kíkja við tækifæri á Mótel Venus...

Eitt enn: Ég er búin að fá 54  heimsóknir í dag og þrjú komment. Frá því ég byrjaði að blogga á þessari síðu er ég búin að fá 7 eða 9 heimsóknir í gestabókina. Hvernig væri nú að kvitta fyrir komuna og gleðja mitt litla hjarta í leiðinni? :) 

 


mynd_i7uc57.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Og sumrinu mínu lýkur eftir 36 daga!" - Ekkert sumrinu þínu heldur er sumarið að verða búið hjá öllum. Og ég sem hef varla afrekað neitt miðað við það sem ég ætlaði mér. Kannski útaf því að veðrið hefur verið ömurlegt!

Sumarið = vonbrigði

Bjarni (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 22:11

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Hvaða hvaða... ég er samt aðallega að meina sumarvinnuna mína. Henni lýkur eftir 36 daga.

Þjóðarblómið, 10.7.2006 kl. 22:17

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

jeiiii :D bloggblogg.

ég kíki hingað oft á dag en hef bara ekkert að segja til að skrifa komment, en ég skal taka mig á :D er að spá í að koma amk einu sinni í heimsókn til þín fyrir unglingaflokk :)

en þarftu nokkuð að taka mikið með þér? þú getur þvegið af þér svo tilhvers að taka mikið með :)

Guðbjörg Þórunn, 10.7.2006 kl. 22:18

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Af því að ég kann ekki að takmarka mig... og held að ég komi til með að nota þetta allt saman.. reyndar er oft bögg að reyna að komast í þvottavélina og ef það er ekki gott veður þá eru snúrurnar oftast fullar.. og ég vil ekki nota þurrkarann.. betra að vera með of mikið en of lítið finnst mér...

Þjóðarblómið, 10.7.2006 kl. 22:38

5 identicon

Hvernig standa tölvumálin? ertu búin að kaupa þér nýja? Hvernig vél ertu að fá þér?

forvitinn (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 23:12

6 Smámynd: Þjóðarblómið

MacBook - fæ hana eftir um 2 vikur :) þurfti að panta hana hjá apple :)

Þjóðarblómið, 10.7.2006 kl. 23:35

7 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

jeeeeeeeeeeee ég kem heim! þó mig langi það ekki en hey það verður ágætt! :)

Dagný Guðmundsdóttir, 11.7.2006 kl. 10:24

8 identicon

Líst mér vel á stelpu, MacBook. Ég þarf að bíða með að panta mér eitt stykki MacBook Pro þartil í haust. Læturðu senda hana beint hingað? eða þekkirðu einhvern úti?

tölvugúru (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 14:30

9 identicon

komment;)

og já þú ert góð frænka. Takk fyrir ammælisgjöfina

ásta (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 22:52

10 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég pantaði hana bara í gegnum Apple á Íslandi :)Kemur bara eftir tæpar tvær vikur :)

Þjóðarblómið, 14.7.2006 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 46466

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband