Ekkert mígreni?!?!

Eftir margra mánaða bið komst ég loksins til læknisins míns í dag. Hann kastaði fram þeirri hugmynd að kannski væri ég ekkert með mígreni vegna þess að ég fæ ekki öll dæmigerð einkenni þess önnur en verkinn og æluna! Hvað er þá að mér spyr ég nú bara? Hef ég þjáðst af ímyndunarveiki síðustu 16 árin?? Hann útilokar ekkert samt og í fyrramálið fer ég í tölvusneiðmyndatöku af höfðinu og þegar niðurstöðurnar eru komnar verður framhaldið ráðið.

Annars átti ég mjög skemmtilegan dag. Ég fékk sætasta frændann minn lánaðan og við skemmtum okkur konunglega saman. Hann er svo ótrúlega fyndinn og skemmtilegur. Ég met það svo mikils að mega fá hann lánaðan af og til og það gerir mér rosalega gott Smile Takk fyrir lánið Ásta Smile Við vorum á leiðinni út eftir kvöldmat til að fara heim til hans, og ég ætla að láta hann koma til mín en þá hleypur hann í afastól, sest og þykist vera sofandi! Byrjar að hrjóta og allt LoL Hann er alveg milljón! Ég spurði hann áðan: hvert eigum við að fara Benóný? Alltaf sama svarið: Ava, ava ava!!! Hann dýrkar afa sinn útaf lífinu og finnst enginn skemmtilegri en hann! Hann er alveg dásamlegur!

Ég er í meðferð hjá sjálfri mér.... reyndar við ansi mörgu en eitt sem ég er sérstaklega að vinna að. Þarf að sjá hvernig gengur. Fyrsta meðferðin sem ég prófaði virkaði ekki - sviði og óþægindi fylgdu notkun lyfsins og því var þeirri meðferð hætt. Tilraun tvö stendur yfir núna.

Ég er nánast komin með vinnu næsta vetur á leikskólanum Stakkaborg. Hann er hérna rétt hjá mér, í Bólstaðarhlíðinni. Áður en leikskólinn fer í sumarfrí fer ég á fund með leikskólastjóranum, aðstoðarleikskólastjóranum og deildastjórunum til að kynnast þessu betur og fá námskrá og svoleiðis. Ég fæ að ráða inn á hvaða deild ég fer og ef það er ekki laust þar verður bara rýmt til fyrir mér Smile

En ég ætla að fara að sofa ef ég á að geta vaknað í þessa sneiðmyndatöku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta, ég kíkji oft hér inn þó ég sé ekki dugleg að kvitta. Það breytist núna:)

En ojj en pirrandi með mígrenið! Eins gott að þessir læknar finni þá hvað er að ef það er ekki mígreni, hrikalegt fyrir þig að vera alltaf svona í hausnum!

Gangi þér vel;)

Tanía (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 08:03

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Það er svo merkilegt hvað þessi litlu krúttaraenglabossar geta lífgað uppá tilveru manns!! :)
Vonandi gekk myndatakan þín vel.....ég hlakka ýkt til að sjá hvernig hún fer og svona.....enda spennandi með meiru! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 18.4.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Myndatakan gekk ágætlega, nú er bara að bíða eftir niðurstöðunum. Eitthvað ætti að koma úr þessu í dag. Ég er farin að hallast að ímyndunarveiki bara

Þjóðarblómið, 18.4.2007 kl. 12:10

4 Smámynd: Lutheran Dude

Það er sem ég hef alltaf sagt Þóra, þú ert bara aumingi!  djók

Lutheran Dude, 18.4.2007 kl. 12:47

5 identicon

þú heyrðir hvað hann sagði þungur höfuðverkur hvað hann heitir er alltaf spurning en ímyndun  nei.

mamma (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband