10.1.2007 | 14:32
What Would Jesus Do?
Síðustu helgi eyddi ég á besta stað í heimi, eða uppi í Ölveri. Þangað fór ég til að verða leiðari á Nýársnámskeiði hjá KSS. Þetta var mjög ánægjulegt og þakka ég kærlega fyrir boðið. Umræðurnar eru mislifandi svona í morgunsárið og á laugardagsmorgninum var meira líf í umræðunum heldur en á sunnudeginum. Guðni Már sá um ræðuna á laugardeginum og hann er mikill sögumaður og segir mikið af skemmtilegum sögum og þess vegna er auðvelt að muna það sem hann segir og vitna í það. Hann talaði til dæmis um What Would Jesus Do? og að við þyrftum að líta á heiminn með augum Jesú, gráta þegar hann myndi gráta og lifa eins og hann myndi lifa. Í biblíuleshópnum mínum ræddum við það einmitt að ef við gætum haft What Would Jesus Do? að leiðarljósi í einu af hverjum tíu skiptum sem við þyrftum að taka einhverjar ákvarðanir, þá værum við í góðum málum! Svo getur skiptunum sem við munum eftir What Would Jesus Do? bara fjölgað og þá erum við í enn betri málum.
Skólinn byrjar á fullu í næstu viku og ég er full tilhlökkunar. Það verður soldið mikið að gera en ég trúi því að með réttu skipulagi takist mér þetta og meira að segja mjög vel. Vinnan við lokaritgerðina er hafin og það er bara upphafið á endinum - eða skólagöngunni minni! Ég er með dagbókina í tölvunni opna á hverjum degi, til að gleyma engu og til að geta fylgst með og bætt inn í skipulagið. Ef þetta á að takast þá verður skipulagið að vera í lagi. Ég sé fram á útskrift í sumar, ræddi heillengi við námsráðgjafann i skólanum mínum í gær og saman komumst við að því að mér ætti að takast þetta. Ég þarf bara að muna að sækja um að taka endurtektarpróf fyrir maíbyrjun.
Ég er mikið farin að spá í lífinu eftir útskrift. Ég hef svo innilega enga hugmynd um hvað mig langar að gera og hvar á landinu mig langar að gera það. Ég hef þróað með mér einhvers konar ofnæmi fyrir vatninu hérna í Reykjavík (kíslinu það er að segja) og þar sem ég geri ekkert skemmtilegra en að fara í sturtu þá býst ég ekki við að eiga mikla framtíð í Reykjavík. En það kemur samt allt í ljós þegar líður að sumri. Ef ég næ að útskrifast þarf ég að flytja héðan fyrir 18.ágúst og þá væntanlega vera búin að finna mér eitthvað annað. Síðustu helgi bauðst mér reyndar ein íbúð sem losnar í sumar, og ég ætla að skoða það nánar. Á sama tíma buðust mér tvö störf á sömu stofnuninni.
Þetta kemur allt í ljós!!
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það væri spurning þar sem fólk réttlætt margt með trú og að yfirfæra ábyrgð gjörða sinna yfir á trúnna.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 14:44
innlitskvitt
Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 16:28
Allt í gangi hjá þér Þóra Jenný!!! Það er frábært vona að allt gangi sem allra allra best!
Davíð Örn (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 09:19
keflavík best í heimi!!!
þú kemur nú bara til okkar, allavega ekki lengra í burtu en rvk;)
en skemmtileg færsla hjá þér, góð umhugsun á góðum degi
ásta (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 09:27
Þessi Ólafur Fannberg er bara magnaður commentari. Lætur alltaf vita þegar hann kíkir við :)
Bjarni (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 12:43
Hæ, hæ, ég ætlaði bara að vekja athygli þína á því að ég var í gær að fjalla um á síðunni minni mikið dýralíf sem var hjá konu einni sem þú varst einu sinni að passa hjá. Þú hefur kannski séð það.
Emil Páll (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.