Í kjólinn fyrir... já... hmm!

Þá er megrunin hafin fyrir alvöru! Núna á ég allar græjur í þetta. Keypti gönguskó í vinnunni (tókst reyndar ekki áfallalaust) og skrefamæli líka í vinnunni og ætla að taka mig á. Ég skal taka það til baka, ég er ekki í megrun en átakið er hafið. Ég er sem sagt í átaki fyrir sumarið - ég er á leið í göngu í sumar með einu æskulýðsfélagi og þarf að koma mér í form fyrir það. Svo er ég víst að skipuleggja eina göngu fyrir ÆSKR en býst nú ekki við að hún verði eins löng og þessi sem kirkjan fer í. Eins og ég sagði, þá hófst átakið áðan með göngu heiman frá mér og upp á Háaleitisbraut á KSF fund og svo aftur til baka. Þetta voru um 2.4 km held ég - ef skrefamælirinn minn telur rétt. En það skal tekið fram að í bakaleiðinni stoppaði ég á American Style, gekk með hamborgarann minn heim og var að enda við að borða sveittan borgara og franskar. 

Heilsuátakið mitt byrjar vel!! LoL

Vinnan mín er líka í því að segja mér að ég þurfi að fara í megrun, byrja að hreyfa mig eða eitthvað. Við erum nefnilega núna með fullt af líkamsræktartækjum til sölu og þau rjúka út einsog heitar lummur... stivélar, hlaupabretti á 50 þúsund og önnur tegund á 100 þúsund, þrekhjól, spinninghjól, fjölþjálfamiðstöð eða eitthvað, róðravél, lóð, bekkpressubekkur og you name it bara... það er til. Sippubönd, ökklalóð, handlóð í ýmsum stærðum og gerðum.

Þetta er fyrri vinnuhelgin mín af tveimur og mikið hlakka ég til þess að næsta helgi verði búin. Það er svo lítið að gera í upplýsingunum eftir að kassinn var tekinn af okkur. Ég kláraði næstum heila barnabók í dag, ætla að klára hana fyrir svefninn bara og taka með mér aðra barnabók í vinnuna á morgun. Ég  á nefnilega að lesa eins margar barnabækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og ég kemst yfir fyrir fimmtudaginn, þá kemur höfundurinn í heimsókn í tíma til okkar og ræða við okkur.

Ótrúlega spennandi lesning ég veit... Á ekkert meira spennandi handa ykkur í kvöld, þannig að ég hugsa að ég láti þetta gott heita í bili og óska ykkur öllum góðrar helgar Smile Ég er bara þreytt og ætla bráðum að fara að sofa, vinna á morgun og svona skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Ég náði ekkert að kveðja þig almennilega í kvöld! Ekkert knús og ekki neitt...það gengur ekki! við þurfum þá bara að hittast á morgun eða mánudaginn og kveðjast almennilega!

Dagný Guðmundsdóttir, 14.1.2007 kl. 02:18

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittó

Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 10:19

3 identicon

Þetta er nú meiri vinnan sem þú ert í. 

Annars væri ég til í bekkpressubekkinn og handlóðin, en hef ekkert pláss fyrir þetta... 

Bjarni (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 20:53

4 identicon

híhíhí gangi þér vel með þetta heilsuátak :P megrun er eflaust óþarfi .. en það má alltaf leggja áheyrslu á bætta heilsu og líferni.

kveðja gummiö

season strákur

Guðmundur örn (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 22:14

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

er ekki frá því að það sé óvenjulangt síðan ég kommentaði.

ég er ekki búin að borða nammi í 16 daga og er ógó stolt af mér!

Guðbjörg Þórunn, 16.1.2007 kl. 08:29

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Gummi: Gaman að sjá þig hér :)

Bjarni: ég er líka orðin veik fyrir þessu... en þú hefur séð stofuna/herbergið/eldhúsið mitt :) Ekkert pláss þar inni!!

Guðbjörg: Geðveikt dugleg!! Ég er ekki búin að drekka kók síðan í gær... en það breytist eftir augnablik :D

Þjóðarblómið, 16.1.2007 kl. 09:03

7 identicon

Það er nú gott að þú ert komin í mergun - þótt fyrr hefði verið!

Þráinn (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 21:53

8 identicon

Mér ferst ekki að tala um megrun og læt því duga að kvitta.

Emil Páll -blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 21:42

9 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ojjjj megranir...........ojjj átök..............ojjj :s

Tinna Rós Steinsdóttir, 18.1.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 46465

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband