26.4.2006 | 23:41
Frestunarárátta
Það er alveg hrikalegt að alltaf þegar ég sest fyrir framan tölvuna þá man ég hvaða gáfulegu hluti ég ætlaði að skrifa hingað inn. Það er alveg mesta böggið sko En af því að myndin kemur efst í vinstra hornið þá ætla ég að byrja á að tala um litla yndislegasta frænda minn í heiminum! hann er svo mest sætur og ég kemst bara engan veginn yfir það. Hann brosir endalaust og fagnaði mér svo vel þegar ég kom í heimsókn áðan. Oh það var svo gaman. Ef maður er leiður eða í vondu skapi þá er alveg hægt að treysta á hann til að breyta því. Hann brosir svo sætt að það bræðir mann alveg og manni hlýnar inn að hjartarótum. Ekki það að ég hafi verið eitthvað í vondu skapi áðan en hann hefur alveg reddað mér áður með því að brosa bara sætt
Ég þjáist af alvarlegri frestunaráráttu þegar kemur að skilaverkefnum. Ég á eftir að fara í eitt próf og skila einni ritgerð og einu 100% verkefni ásamt leiðarbók/dagbók. Verkefnið gengur ágætlega enda erum við tvær að gera það, eigum bara eftir að leggja lokahönd á það held ég. Leiðarbókin er hins vegar annað mál. Kennarinn vill að við höldum dagbók fyrir alla tímana þar sem við skrifum hugleiðingar okkar og pælingar út frá þeim. Ég er ekki búin með þessa dagbók og tímunum lauk í febrúar!! Og núna get ég ekki klárað því ég finn ekki möppuna mína með glósunum! Algert bögg sko!! Í ritgerðinni á ég að bera saman tvær skáldsögur og myndir gerðar upp úr bókunum. Þetta eru bækurnar/myndirnar Atómstöðin eftir Halldór Laxness og 79 á stöðinni eftir Indriða J. Ég er byrjuð á hvorugri bókinni en ætla nú samt að pína mig til að byrja á eftir. Hef alveg nægan tíma til að lesa. Allt annað mál að henda þessum ritgerðum saman.
En ég ætla að taka lyfin mín, ná í kók og byrja á Atómstöðinni
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Takk Takk enn og aftur fyrir hjálpina!!!
þú bjargaðir nánast flutningunum frá því að verða að hel**** össs blótum ekki;) zzzzzzzz
en ég er alveg að venjast þessari síðu
Ásta tásla (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 23:58
Jeij neðri myndin kom inn :)
Það var nú alveg mest lítið :) Eg hef ofsalega gaman af að koma og gera eitthvað gagn. Finnst ég nú aldrei gera neitt mikið en gaman er það nú samt :) Gleymi samt alltaf að tala um hvað ég á dásamlega systur.. össss :)
Þjóðarblómið, 27.4.2006 kl. 00:15
JIIIII HVAÐ HANN ER SÆTUR ÞESSI KÚTUR :D :D !!!!
BTW - með frestunaráráttu - you are NOT ALONE ;) .. málið er að margir (t.d. ég) vinna mun betur undir pressu - t.d. klára allt daginn áður - því þá er að duga eða drepast .. þannig að ekkert hafa of miklar áhyggjur ;) !!
Sigrún, 27.4.2006 kl. 01:09
Hann er alveg sætastur!! Ég vinn líka betur undir álagi en það er samt soldið vont að byrja á ritgerð þar sem þarf að lesa tvær skáldsögur og horfa á tvær bíómyndir daginn fyrir skil! Enda er það ekki á stefnuskránni í þetta sinn :)
Þjóðarblómið, 27.4.2006 kl. 11:55
Já, ég er sammála ykkur með þetta vesen ykkar stelpur mínar, ég þarf alltaf að vera tímabundin til að geta gert hlutina, og ef ég geri þá ekki undir pressu þá geri ég þá þúsund sinnum verr!!! furðulegt!!!
Tinna Rós Steinsdóttir, 27.4.2006 kl. 12:02
Tinna, hvernig læturu bara nöfnin sjást í tenglalistanum og ekki vefföngin undir? Þetta böggar mig endalaust!!!
Þjóðarblómið, 27.4.2006 kl. 12:45
Litli prinsinn á pottþétt eftir að verða módel, no doubt!
Bjarni (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 17:45
Alveg klárlega :) Hann er sætastur :)
Þjóðarblómið, 27.4.2006 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.