Workin' my ass off

ég læsti blogginu mínu í sólarhring vegna þess að ég skrifaði færslu sem ég vildi ekki að allir læsu. En af því að ég fekk svo fáar heimsóknir ákvað ég að opna bloggið aftur og eyða bara út nyjustu færslunni. 

Annars er nú fátt að frétta - ég er í verkefnavinnu dauðans, fyrsta prófið er næsta föstudag í aðferðafræði, annað frá mánudegi til þriðjudags og svo lokaprófið frá 18.-19. desember. Það er kannski ákveðinn léttir að klára prófin á afmælisdaginn sinn... en það verður gaman að skila prófinu... og geta þá átt alvöru afmæli :)

Afmælið mitt verður haldið hérna heima örugglega föstudagskvöldið 15. desember. Vil ekki halda það á laugardeginum útaf ksf-fundi og svona. Þá byrjar það svo seint og ég nenni því ekki. Vil líka hafa laugardag og sunnudag til að læra fyrir síðasta prófið. Útvaldir fá sent sms - eða ég býð þeim á msn.

Helgin fer í lærdóm, smá vinnu, afmæli og Thanksgiving matarboð hjá ekta Könum. Hef alveg verið í Bandaríkjunum á Thanksgiving en bara hjá Íslendingunum mínum og ég er orðin soldið spennt :)

Í gær fór eg þrisvar í sturtu!!

Og núna ætla ég að fara í fyrstu sturtuna í dag og taka mig til fyrir afmælið/vinnuna... taka verkjalyf því ég er komin með mígreni og sjá svo til hvernig kvöldið endar... spennandi :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Af hverju skrifar maður blogg sem enginn  má lesa??  Það er til Word prógram í flestum tölvum

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2006 kl. 16:00

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Af því að mig langaði það... Svo líka langaði mig að sjá hverjir væru að lesa.. og það eru þeir sem spyrja um password...

Þjóðarblómið, 2.12.2006 kl. 20:19

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

ertu upptekin á miðvikudaginn?

Guðbjörg Þórunn, 3.12.2006 kl. 12:11

4 Smámynd: Ólafur fannberg

gaman að sjá þig aftur með opið blogg

Ólafur fannberg, 3.12.2006 kl. 20:12

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Lokaði þvíalveg í heilan sólarhring :)

Þjóðarblómið, 3.12.2006 kl. 23:13

6 identicon

Og ég missti af færslunni, hafði ekki tíma þegar ég fékk lykilorðið til að lesa.  Var einmitt of upptekinn í að undirbúa afmæli og djamm.

Krissi (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband