Gettin' old

Núna eru aðeins 22 dagar þangað til ég á afmæli. Mér finnst það eiginlega of stutt, ég er ekki að meika að verða 25 ára gömul!! Finnst það alveg skelfileg örlög - einhleyp og sé ekki fram á að það breytist í náinni framtíð, barnlaus en finnst það í sjálfu sér ágætt - og ekki orðin neitt. Ég hef engar áhyggjur af þessu þannig en það breytir því ekki að oft langar mig að hafa einhvern hjá mér til að hugsa um mig vegna þess að ég er ófær um það sjálf. 

Ég ætla að halda upp á afmælið mitt, bara hérna í skókassanum mínum. Mamma mín er alveg búin að skipuleggja þetta og hún er búin að plana hvað hún ætlar að baka. Ég held hún ætli meira að segja að koma hingað og þrífa áður en afmælið verður. Afmælið verður sennilega haldið helgina áður en ég á afmæli vegna þess að mér finnst alveg ómögulegt að halda afmæli á jólahelginni. Finnst það frekar kjánalegt. Þetta kemur allt í ljós.

Nú er prófatörnin að ganga í garð. Ég fer í þrjú próf en eyði í þau fimm dögum. Það eru heimapróf í báðum íslenskuáföngunum mínum. Höfum alveg 30 tíma í hvort próf. Vona að það komi ágætlega út. Ég á eftir eitt verkefni í áfanganum mínum í HÍ og svo lokaritgerðina. Tæknilega hef ég fram yfir áramót til að skrifa hana en er að hugsa um að reyna að sleppa við það. Langar að klára hana sem fyrst.  Svo er ein mappa í  íslenskukennslu sem eru okkar hugleiðingar um hvers vegna við viljum verða kennarar og fleira svona kjánalegt en þessu verðum við að skila þegar við sækjum prófið. Ég á nú frekar mikið eftir af þessari möppu og vikan fer bara í þetta... og smá prófalestur líka.

Ég er enn að vinna eins og brjálæðingur en núna er ég komin í frí frá öllu kirkjustarfi og er mjög fegin því. Húsasmiðjan tekur allan frítímann minn. Var að vinna um helgina og ji minn einasti eini. Það var ógeðslega mikið að gera! Hef aldrei séð annað eins!! Grey kassastrákarnir mínir dásamlegu - þvílíkt álag á þeim. Ég þoli ekki dónalega kúnna!! En sem betur fer var annar uppáhalds kassastarfsmaðurinn minn þarna og hann reddaði fyrir mér deginum bara með þvi að vera hjá mér. Einnig voru þarna fleiri uppáhalds...

Það er verið að bæta á mig nýju lyfi útaf mígreninu. Skil ekki alveg forsendurnar fyrir því. Er að hugsa um að fara í allsherjar rannsókn eftir áramót. Mígrenið mitt hefur breyst soldið. Í staðinn fyrir að fá oft svona 'lítil' köst þá fæ ég aðeins sjaldnar rosalega vond köst þar sem ég steinligg algerlega og get ekkert gert - ekki einu sinni sofið. Ég veit ekki alveg hvenrig mér líkar þessi þróun ef ég á að segja alveg eins og er. Það fer oft alveg einn til tveir sólarhringar í nýju köstin og ekkert bítur á þetta. Maður nær ekki að koma sér neitt fyrir eða neitt, það er vont að liggja og allt ómögulegt, ekkert hljóð leyfilegt og ljós bannað. Fékk svona kast um daginn og var svo stutt frá því að hringja í mömmu kl. 3 um nótt og segja henni að koma og vera hjá mér. Óþolandi alveg.

Ég veit ekki hversu mikið verður um blogg næstu daga því það eru próf að nálgast og ég þarf að vinna af mér vinnuhelgina mína og það geri ég næstu helgi.

Þangað til næst - hafið það gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

25 ára, þú ert bara krakki hehehehe það styttist líka í mitt verð þá .....gamall....

Ólafur fannberg, 28.11.2006 kl. 00:03

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Hversu gamall? Geri mér enga grein fyrir því hversu gamall þú ert...

Þjóðarblómið, 28.11.2006 kl. 00:09

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Hey, ég skal baka fyrir afmælið þitt ef þú óskar þess.......gegn því að mér verði boðið að sjálfsögðu......:) Og ef ég verð ennþá atvinnulaus skal ég meira að segja þrífa líka og alles spalles! (vona samt að ég verði ekki ennþá atvinnulaus þá, ætla mér ekki að vera það......en ég get samt þrifið eftir vinnu ef þú vilt! :D)

Tinna Rós Steinsdóttir, 28.11.2006 kl. 01:14

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

jeii mikið var að það kom blogg   held þú sért langt frá því að ná upp heimsóknafjöldanum, en það er svosem allt í lagi.

er nú ekki sátt með að það skuli ekkert vera minnst á mig þarna þar sem við keyrðum hérum bil á ólöglegum hraða bara til að hitta Þóru í smástund  össöss.

ég fer í 4 próf á 10 dögum svo ég er góð. er að fara verða ritari á málfundi eftir smástund.. veseeeen.

Guðbjörg Þórunn, 28.11.2006 kl. 07:57

5 identicon

huh..hum.. Tinna þrífa fyrir Þóru?? og Þóra: að láta mömmu þrífa??

I am shocked;) ég ætla ekki að bjóðast til að þrífa fyrir þig en ég skal hjálpa við bakstur, búa til tartanlettur, brauðrétt eða e-ð.. þú segir bara til.

ásta (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 08:40

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Tinna mín: Þér verður alveg boðið, not to worry.

Guðbjörg: Sorry litla mín :) Ég man bara ekki allt sem gerist... en þegar ég er minnt á það man ég auðvitað að þú kíktir í vinnuna mína :)

Ásta: Það er hún móðir vor sem er að bjóðast til að þrífa fyrir mig. Ég er fullfær um að gera það sjálf, en hún bauðst til þess - í tilefni af afmælinu minu. Tartaletturnar þínar eru alveg meira en velkomnar í afmælið mitt.. :)

Þjóðarblómið, 28.11.2006 kl. 10:32

7 Smámynd: Ólafur fannberg

mitt líka hehe

Ólafur fannberg, 28.11.2006 kl. 11:42

8 identicon

Þú ert svo mikil dekurrófa að það væri heill hellingur! Ef ég ætla að halda partý, þá labbar mamma bara út án þess að þrífa...

 ...og ég bý ennþá í foreldrahúsum :(

 Afhverju eru strákar á kassa í Húsó? Ég held að eldri bróðir minn sé sá eini sem hefur verið að vinna á kassa í Húsó í Kef :P

Bjarni (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 12:29

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er með eina stelpu á kassa... svo við þrjár sem erum í upplýsingunum líka... svo eru 9 strákar hjá mér á kassa :) Flestir algerir snillingar en þó ekki allir.

Þjóðarblómið, 28.11.2006 kl. 12:58

10 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Jey, eins gott að mér verður boðið.......ég skal samt baka og þrífa og allt sem þú vilt, mér leiðist neflinlega í lífinu þessa dagana :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 28.11.2006 kl. 13:56

11 Smámynd: Þjóðarblómið

ÞAð er ekki gott að leiðast.. Þér á eftir að blöskra þegar þú sérð inn til mín núna... það er ýkt mikið drasl...

Þjóðarblómið, 28.11.2006 kl. 14:04

12 identicon

Hvað ertu að verða hálfrar aldar gömul. já hérna. Svona smá grín.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 22:00

13 identicon

ÖÖsssss það er svakalegt hvað við erum að verða gamlar mar  en svona er þetta víst. Oh ég vildi að við færum í svona heimapróf, ég fer í próf 5 og 6 og svo fer ég til Ameríku 7 vúhúuuuu

Linda (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 10:09

14 Smámynd: Þjóðarblómið

Þessi heimapróf verða einhver dauði. Annað gildir ekki nema 40% en það þarf samt að ná þeim :S Svo er einhver mappa sem við þurfum að skila líka - okkar innstu hugsanir um kennslu og íslenskukennslu ... algert rugl. Við erum allar á móti þessu.

Þjóðarblómið, 30.11.2006 kl. 11:39

15 identicon

hey! your coming to Thanksgiving! I am so excited!!

Riss (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 46464

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband