Hárvesen

Hárið mitt er orðið allt of sítt!! Ég næ því í almennilega fléttu og það er merki þess að hárið mitt sé orðið allt of sítt. Hárgreiðslukonan mín i Keflavík nánast borgaði mér fyrir að fá að klippa fléttuna i hitteðfyrra þegar hún var sem lengst!! Og sem afleiðing af því varð hárið mitt styttra heldur en það hafði verið í mörg ár. Ég er ekkert mikið fyrir breytingar og finnst þægilegast að vera með sítt hár því þá get ég haft það í fléttu eða tagli og það er ekki ofan í andlitinu mínu! En því miður þá er það ekki eitthvað sem fer mér neitt voðalega vel, mér fer víst miklu betur að vera með hárið fyrir andlitinu. Af hverju ætli það sé?? hmmm.... Gráta nei djók... Brosandi En ég vona að ég fái að fara í klippingu fljótlega, held að Hildur ætli að nota mig í próf í Iðnskólanum. Annars fer ég bráðum og hitti Kollu, klippikonuna mína í Keflavík Brosandi Það er alveg komið tími á það!!

Ég afgreiddi Ronju ræningadóttur áðan - eða leikkonuna sem leikur hana. Ekki það að það sé svo merkilegt að ég hafi afgreitt fræga konu þannig heldur fannst mér bara svo ótrúlega merkilegt hvað hún er óþekkjanleg. Sem Ronja er hún ótrúlega stelpuleg með svart, stutt hár og topp en í alvörunni er hún ljóshærð með hár niður á rass eða þar um bil og mjög lítil. Andlitið varð kunnuglegt um leið og ég sá nafnið á kortinu hennar, þá fattaði ég hver hún var. 

Ég á bara tvær helgar eftir í 10-11 og fjóra virka daga!! Mikið hlakka ég til að hætta og geta einbeitt mér að skólanum - þessum ritgerðum sem eftir eru - og hinni vinnunni minni. Ég hlakka lika bara til að eiga frí um kvöldin um helgar og vera búin að vinna fyrir miðnætti. Það er það sem böggar mig mest. En það verður leiðinlegt að hitta ekki fastakúnnana... ekki það að þeim sé ekki sama um mig og viti ekki einu sinni hvað ég heiti heldur er gaman að sjá kunnuleg andlit og jafnvel vita hvað fólk ætlar að kaupa án þess að það segi manni það Brosandi Ég fæ allavega alltaf bros fyrir að muna - jafnvel bara að rétta kvittun an þess að fólk biðji um hana, af því að ég veit að fólkið vill hana. Svo eru líka svo margir sætir strákar sem versla nánast daglega hjá mér. Sérstaklega einn sem er alveg hrikalega sætur og heilsar eins og við séum félagar Brosandi Voðalega gaman.

 Ég er að hugsa um að fara að koma mér í háttinn, ætla að hitta Andreu uppi í skóla kl. 10 í fyrramálið til að gera verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband