'Litla' systir!

img_0310.jpg

Eftir klukkutíma verður 'litla' systir mín jafngömul mér og eins og á hverju ári verðum við jafngamlar í 26 daga Smile Ásta á sem sagt afmæli á eftir - þann 23. nóvember. Ég set litla innan ' ' vegna þess að hún hefur verið stærri en ég sko nánast síðan hún var tveggja ára og ég þriggja. Alltaf verið töluvert hærri í loftinu en ég og það er það stutt á milli okkar að erfitt hefur verið að greina hvor okkar sé eldri. Ég held að flestir giski ennþá á að hún sé eldri systirin. En ég er nú svo sem löngu orðin vön því. Til hamingju með afmælið Ásta mín. Ég á ekki mynd af Ástu - bara afsprenginu hennar. Þá fáið þið bara að sjá hann Smile

Annars er fátt að frétta. Skólinn algerlega á fullu, fullt af verkefnum  sem þarf að skila áður en prófatörnin hefst. Vinnan tekur líka alveg dágóðan tíma af lífinu mínu en hún er aftur orðin skemmtileg þannig að það er alveg í lagi. Hlakka til að vinna helgina - fæ uppáhaldskassastarfsmennina mína og það verður æði Wink

Einkalífið er bara ekki til þessa dagana. Ég er að heiman rúmlega 12 tíma á dag og íbúðin mín ber þess alveg merki Blush Þannig er þetta bara og þessi brjálaði tími tekur bráðum enda. 

Annars verður þetta ekki mikið lengra að sinni - vildi bara blogga eina færslu í tilefni afmælis Ástu Smile

Til hamingju með afmælið aftur Ásta mín. 

[viðbætur 23.11]

Einnig á afmæli í dag litla frænka mín hún Margrét Þurý. Hún er tveggja ára lítið kraftaverk, fæddist rétt tæpum þremur mánuðum fyrir tímann fyrir tveimur árum. Mikið hefur verið lagt á lítinn kropp en hún er dugleg og sterk. Til hamingju með prinsessuna Diddís mín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

júhúhú... núna er ég að fara að sofa og svo vakna ég og á afmæli jeeee...

finnst það samt ekkert rosa merkilegt að eiga afmæli þar sem að þetta er ekkert stórafmæli eða neitt en ég er búin að baka rólóköku og hún á eftir að renna ljúft niður mallann á morgun í vinnunni:) takk fyrir kveðjurnar sæta mín

ásta (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 23:28

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Bakaðir þú rólóköku? dugnaðurinn!! Heppnar kellurnar í vinnunni þinni. Ég kann sko líka alveg að baka þessa köku - ef mamma hjálpar mér smá  

En verði þér að góðu

Þjóðarblómið, 22.11.2006 kl. 23:36

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kann ekki að baka ....bara kleinur og vöfflur

Ólafur fannberg, 23.11.2006 kl. 08:22

4 identicon

ég á ekki afmæli lengur.. ekki aftur fyrr en eftir 364 daga..

en ég má eiga jólin;) er það ekki??

ásta (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 08:10

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég ætla samt að hafa þetta aðeins lengur... nenni ekki að blogga núna... en nei, þú mátt ekki eiga jólin :)

Þjóðarblómið, 24.11.2006 kl. 08:46

6 identicon

hehehehehe

ásta (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:47

7 identicon

eigum við ekki að hittast aftur í ís og svo eitthvað skemmtilegt seinna

kveðja stefán smári

stefán smári (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband