22.3.2007 | 00:23
Ferðasagan
Ég ætla að hlaupa á hundavaði yfir ferðasöguna okkar Sólveigar til Ungverjalands og setja nokkar myndir með. Njótið vel!
Við lögðum af stað klukkan 6 að morgni 9. mars, keyrðum til Keflavíkur, sóttum mömmu mína sem skutlaði okkur svo upp á flugvöll. Við tók ánægjulegt flug til London með fyrirtaks ferðafélögum en eftir flugið tók við ekki svo ánægjulegt flugvallahangs í 6 tíma með tilheyrandi öryggistjekkum og drasli. London Heathrow er ekki skemmtilegur flugvöllur upp á það að gera. Flugið til Búdapest tók um 3 tíma og það svaf ég nánast allt af mer. Tóta hafði sent mann til að sækja okkur og hann beið með nöfnin okkar á skilti - við klikkuðum alveg á myndatökunni! Eftir tvo og hálfan tíma í bíl með brjáluðum ökumanni hittum við loksins Tótu. Samvistum okkar lauk þó sjö tímum eftir komu okkar því hún fór á spítalann um kl. 8 um morguninn.
Við höfðum fyrirtaks guide-a eins og fram hefur komið og sýndu þeir, en þó aðallega Ingvar, okkur það markverðasta í Debrecen. Það sem mér fannst einstaklega markvert var sturtan hans Ingvars. Hún er svo sjúklega flott, með geðveikum sturtuhaus uppi í loftinu, litlu halogen ljósi við hliðina á sturtuhausnum, sæti, og háum kanti. Ef ég ætti svona sturtu myndi ég eyða talsvert meiri tíma þar en ég geri nú þegar!! Ef ég hefði stoppað lengur þá hefði ég sko fengið að profa sturtuna hans! En ég bað Tótu um að prófa hana fyrir mig í staðinn - en hún hafði ekki tekið eftir því að sturtan hans væri eitthvað merkileg fyrr en ég fór að tala um hana. (myndin er því miður á hlið og ég kann ekkert að laga hana - hallið bara hausnum).
Eftir smá rölt um bæinn og heim til Ingvars og skoðunarferð inn á bað þá fórum við aftur niður í bæ og sáum þar mótmæli og kirkjuna sem er helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn eða eitthvað svoleiðis.
Þetta er kirkjan og til hliðar við hana (nær textanum) glittir í fólkið sem var að mótmæla. Þarna höfðu þau hist á hverju einasta kvöldi í næstum því 200 daga. Eftir skoðunarferð númer tvö fórum við í keilu, röltum svo um bæinn til að finna okkur eitthvað að gera og enduðum inni á pöbb. Ákváðum svo að fara á djammið á einhverjum klúbb þar sem voru bara Ungverjar að dansa við ungverska techno-tónlist. Ekki alveg það besta. En skemmtilegt kvöld engu að síður.
Á sunnudeginum fórum við út með Ingvari, keyptum lestarmiða og fórum svo og heimsóttum Tótu á spítalann. Þegar mest var voru held ég 10 gestir hjá henni á meðan við vorum þarna. Ótrúlegt hvað hún þekkir mikið af fólki! Við stoppuðum hjá henni í um einn og hálfan tíma en svo þurfti Ingvar að koma okkur á lestarstöðina með viðkomu heima hjá Tótu því við áttum eftir að pakka. Það tókst með naumindum. Við tók ógeðsleg lestarferð þar sem ógeðslega fullur Ungverji angraði mig alla leiðina með því að pikka í mig og pota og stara á okkur!
Ráðstefnan byrjaði með hinum ágæta klósettpappírsleik á sunnudagskvöldinu og við eiginlega komumst að því að við hefðum alveg getað eytt sunnudagsnóttinni í Debrecen án þess að missa af neinu merkilegu!! Vorum heldur svekktar þegar við áttuðum okkur á þessu en úr því við vorum komnar til Búdapest var ekkert við því að gera.
Mikill hluti ráðstefnunnar fór í einhvers konar hópavinnu/hópefli - nauðsynlegt að byrja hvern einasta dag á einhverjum leikjum. Einnig voru fyrirlestrar og umræður. Myndin sýnir allan hópinn vinna að 'silent artwork' þar sem átti að koma fram staða stúlku/ungrar konu í heiminum í dag. Ég hafði nu alveg ágætis hugmyndir um hvað væri hægt að gera en þar sem listrænir hæfileikar mínir eru af mjög skornum skammti ákvað ég að teikna ekki heldur taka bara myndir.
Útsýnið af svölunum okkar var geðveikt og þetta er líka geggjað í myrkri en því miður er ekki eins auðvelt að taka myndir af því.
Þetta er tekið af Hetjutorginu en þangað fórum við á miðvikudeginum sem var frídagurinn okkar - en þó ekki fyrr en eftir að við heimsóttum skátahreyfingu Ungverjalands snemma um morguninn. Þar fórum í tvo þá siðlausustu leiki sem ég hef á ævinni minni farið í. Þeir sem hafa farið í Ölver/Vindáshlíð og þekkja Línuna góðu geta kannski tengt við þetta en þetta var eitthvað á þessa leið: Ef ég væri ekki skáti hvað væri ég þá? Svo kom fullt af einhverju dóti, meðal annars: I'd be a farmer, spread the seed and fertilize too - með einhverri ógeðslega asnalegri klofhreyfingu. En það sem gerði útslagið var: ' Coffee, tea, or maybe just me!!!' með ógeðslegum dillandi hreyfingum . Þetta eru þær að kenna skátunum sínum - nánast að kenna þeim að bjóða sig karlmönnum - allt niður í 9 ára gamlar!!! Ég dó úr hneyksli!!
Fimmtudagurinn fór að mestu í workshop frá okkur þátttakendunum (fyrri myndin er frá workshop-inu okkar Sólveigar) og svo fór kvöldið í kynningu á því starfi sem við unnum fyrir - í okkar tilfelli KFUM og K. Seinni myndin er af Guisi sem kom sem fulltrúi WAGGGS á Ítalíu en það er einhver skátahreyfing. Hún var eini skátinn á svæðinu.
Allur föstudagurinn fór í að undirbúa einhvers konar verkefni. Það áttum við að gera í hópum og undirbúa alla þætti verksins frá grunni. Mikil þreyta einkenndi hópinn okkar og við hentum einhverju saman og tókum okkur svo frí frá um kl. 5. Um kvöldið fóru einhverjir út að djamma - það er úr hópnum mínum en ég treysti mér ekki út vegna ofnæmisins míns. Vatnsofnæmið mitt ákvað að koma aftur þegar við vorum búnar að vera svona tvo daga í Búdapest og ég var orðin mjög þurr og upphleypt í framan auk þess sem mig klæjaði óstjórnlega. Ég er enn að kljást við þetta.
Ég er enn ekki búin að setja inn myndir frá laugardeginum, en þann dag var mat á námskeiðinu, hvað var gott og hvað mætti betur fara og um kvöldið var kveðjupartý. Það var ótrúlega gaman, við upplýstum um leynivinina okkar og ég hafði rétt fyrir mér í því hver væri leynivinur minn. Hún var svo augljós en krúttleg um leið Svo var dansað og drukkið og á þeim tíma sem ég var að fara þá var Fjöllin hafa vakað orðið uppáhaldslag margra þarna og það var spilað endalaust!!!
Svefn í um fjóra tíma - flug í 3 - 8 tímar í London. Það var æðislegt, við skemmtum okkur konunglega og gátum eytt smá pening Þreyttar mættum við á flugvöllinn kl. 6, gátum komist í gegnum öryggisskoðunina eftir mikið vesen starfsmannanna þarna og komumst loksins um borð í vélina.
Ég átti að koma einni kveðju á framfæri: Bjartur, ef þú lest þetta, þá biðja Sverrir og Hansi Blomsterberg (úr Húsasmiðjunni í Grafarholti) alveg ofsalega vel að heilsa þér. Þeir fóru báðir mörgum orðum um það hvað þú værir góður drengur. Tóta, þú mátt líka skila þessu til hans því ég efa að hann skoði bloggið mitt
Lengra verður bloggið ekki í kvöld. Ásta mín, vonandi batnar þér fljótt
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Security dæmið í London er crazyness... en helstu minningar mínar af þessu silent artwork-i er Katja að sussa reglulega á Íslendingana og já litlir art-hæfileikar...
Sólveig, 22.3.2007 kl. 01:55
Gott að þið skemmtuð ykkur vel, þetta er líka góður staður. Mér finnst samt verst að þið hafið fengið frídag, ég man ekki eftir að hafa fengið slíkan, við notuðum alltaf hádegið til að hlaupa í mollið!
Lutheran Dude, 22.3.2007 kl. 08:41
Er nú ekki málið að kvitta svona einu sinni;) Frábærar myndir ekkert smá fallegt þarna og greinilega gaman hjá ykkur.
Þóra Kristín (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:28
Ætli ég verði ekki að segja eitthvað um þessa sturtu... það var nefnilega svona (eða allavega svipuð) sturta í einhverjum herbergjum á Parma. Niðurstaða eftir prófanir var sú að litlu stútarnir eru ekki fyrir nudd heldur bara til að sleppa við hárþvott, það er ekki þægilegt að sitja í sturtu og það verður víst óhemju heitt í sturtuklefanum þar sem hann er ekki opinn að ofan eins og flestir aðrir.
Þess ber samt að geta að það var ekki ég sem prófaði sturtuna svo ég sel þetta ekki dýrara en ég stal því!
Lutheran Dude, 22.3.2007 kl. 15:32
Hlín, nú skemmdiru drauminn minn!! Það er víst þægilegt að sitja í sturtu og ég geri mjög mikið af því... þá bara á gólfinu í klefanum mínum. Ég myndi sko sitja oftar ef ég ætti sæti!!! OG... það á að vera heitt í sturtuklefanum. Það er ekkert gott að vera kalt í sturtu!!
Þjóðarblómið, 22.3.2007 kl. 23:12
Er ekki alltaf gott að koma heim á ný?
Emil Páll - blog central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 20:32
ég er orðin góð;) takk fyrir veikindakveðjuna.
Gladdi mig mjög mikið þegar að ég sá þetta
ásta (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 22:04
Velkomnar heim, stúlkur.
Þorgeir Arason, 25.3.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.