17.3.2007 | 08:00
The last day
Við hérna í Evrópuhúsinu misstum alveg af þessum óeirðum sem fóru fram enda voru þau flest hinum megin við Dóná. En við vorum þó vöruð við og vinsamlegast beðin að halda okkur innandyra allan fimmtudaginn sem er einhverskonar frídagur hérna og svo halda okkur hérna megin árinnar í gær og í dag. Það ætti ekki að vera mikið vandamál því við höfum ekki mikinn fritíma það sem eftir er til að fara og skoða okkur um. Við höfum reyndar seinnipartinn og ætlum að reyna að skoða þinghusið og dómkirkjuna og eitthvað. Einnig ætlum við að reyna að komast aftur á þennan stórskemmtilega markað sem við fórum á á miðvikudaginn.
Námskeiðið er alveg að verða búið - aðeins þrír eins og hálfs tíma sessions eftir. Við erum fastar til fjögur og höfum lausan tíma til kl. 8 en þá verður kveðjupartýið haldið. Það er búið að vera ótrúlega gaman herna og það verður með miklum söknuði sem við kveðjum allar þessar frabæru stelpur sem hafa verið hérna með okkur.
Við erum með leynivinaleik hérna núna og ég get ekki sagt að ég sé sú besta í þeim leik. En ég hinsvegar á ágætis leynivin: hún gaf mér fyrstu pottaplöntuna mína - pínulítinn kaktus sem ég ætla að reyna að taka með heim og svo í gærmorgun beið mín kók á borðinu minu Góð kona, en hef ekki minnstu hugmynd um hver hún er.
Ég ætla að láta þetta gott heita í bili og skal koma með ítarlega ferðasögu á mánudag eða þriðjudag. Fyrir þá sem það vilja vita þa lendum við í Keflavík á miðnætti annað kvöld.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohh væri til í smá sól og gott veður. Hér skiptist á að vera, snjóka, haglél og rigning ogg rok og logn.. alveg sýnsihorn af öllum veðrum undanfarna daga.
Bílnum þínum líður vel;) enda vel hugsað um hann.
sjáumst fljótlega
ásta (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 20:31
snjókomma.. rétt skal vera rétt
ásta (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 20:31
Ef rétt skal vera rett þá er það snjókoma
Reyni að koma í heimsókn á miðvikudaginn Ásta :)
Þjóðarblómið, 17.3.2007 kl. 23:28
HAHAHAHAHA!! þú ert fyndin
ásta (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.