12.3.2007 | 22:33
Bad guidance
Í dag skein sólin inn um gluggana og kitlaði okkur með geislum sínum en hlutunum er þannig háttað að sólarelskandi Íslendingar þurfa að sitja inni í litlum sal með sólina glottandi hinum megin við gluggann. Hitinn inni er óbærilegur og loftið þungt þar sem við eyðum bróðurparti dagsins og grátum það að geta ekki setið úti og sleikt sólina. Dagurinn hefur samt verið góður að flestu leyti, maturinn hérna er ágætur þótt ég hafi ekki getað borðað mikið af kvöldmatnum. En hingað til hefur maturinn samt verið bragðgóður, bara aðeins of mikið af hrísgrjónum og grænu í matnum i kvöld fyrir minn smekk.
Húsið sem við erum í (Evrópuhúsadótið) er uppi á hæð hérna í Búdapest og eftir kvöldmat fórum við Sólveig og finnska stelpan í verslun hérna rétt hjá og það má með sanni segja að líkamsræktin fyrir árið er búin. Brekkurnar eru svo brattar og yfirleitt eru ekki tröppur til að auðvelda ganginn upp göturnar svo búast má við harðsperrum í lærin næstu daga. En þetta var ágætis gönguferð og veðrið rosalega gott. Það er víst komið vor í Ungverjalandi.
Þegar við komum til baka í húsið okkar þá vorum við búnar að ákveða að fara á ungverskan pöbb og kynnast ungverskri þjóðlagatónlist. Við villtumst tvisvar og það tók okkur um klukkutíma að finna pöbbinn sem er í tæplega fimm mínútna fjarlægð frá húsinu okkar. Guide-inn okkar í þessari ferð var hreint ekki eins myndarlegur og guide-inn og co-guide-inn okkar Sólveigar í Debrecen og heldur ekki eins góður. Reyndar var ekki neinn guide þannig, bara ein sem var með kort og var skipuð guide af þeim sökum. En hún stóð sig alls ekki eins vel og Ingvar og Bjartur. Við sólveig söknuðum þeirra og leiðsagnarinnar sem var frábær.
Á ungverska pöbbnum prófuðum við allar að drekka ekta ungverskan kokteil - þann eina sem í boði var. Í kokeilnum voru fjórar tegundir af áfengi og ekkert annað. Við Sólveig erum ekki sannir víkingar og tókum hvor um sig þrjá sopa. Skotarnir tveir drógu okkur að landi. Ég var partý-pooperinn og fór fyrst. Reyndar fylgdu mér þrjár aðrar því þær voru hræddar við að senda mig eina af stað. Þeim fannst reyndar ekkert leiðinlegt að fara því þeim fannst ekkert gaman. Ég reyndar skemmtti mér ágætlega þannig, var bara orðin sybbin og úldin í augunum. Þau eru ennþa frekar rauð en það kemur enginn gröftur einsog fyrst. Og það er ekkert rosalega vont að vera með linsurnar, verð samt fyrr þreytt en venjulega.
En mr. P er byrjaður að tala við mig þannig að ég ætla að fara að sofa.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís, gaman að þú skemmtir þér vel á ferðalagi en hvenær kemur þú heim annars. geggjuð flott gleraugun þín, ýkt mikil gella. Hafðu það bara gott og heyrumst fljótlega kveðja Jóhanna M
Jóhanna María (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:11
tókst þú þátt í óeirðunum í nótt uppreisnarseggur??
var að lesa um þetta á mbl og varð auðvitað strax hugsað til þín.
meira blogg...
ásta (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.