11.3.2007 | 21:19
Lestarferð dauðans
Svona lít ég út með nýju gleraugun mín. Ég er ótrúlega ánægð með þau en enn að venjast þeim og ekki alveg tilbúin til að ganga með þau ennþá. Fyrir utan það að kallinn í gleraugnabúðinni stillti þau svo þröngt að þau meiða mig soldið. En nú er komið að því að ég þarf að ganga með þau því ég afrekaði að na mér í augnsýkingu í bæði augun og get því ekki með góðu móti verið með linsurnar. Það allavega svíður dauðans mikið - og ég get ekki lagt það á augun mín nema stutta stund í einu.
Ég sit inni á herberginu okkar Sólveigar í Europian center dótinu og tókst að brjótast inn á netið herna. Ég veit ekekrt hvort ég megi það - en ég ætla ekki að spyrja um leyfi. Ætli tinna sendi á mig löggumann?? (bara til að nota uppáhaldskallinn hennar).
Gestgjafinn okkar Sólveigar, hún Tóta, var lögð inn í gærmorgun og send í bráðaaðgerð og var á gjörgæslu þangað til í dag. Þar með breyttust öll hennar plön fyrir helgina, hún gat nánast ekkert verið með okkur - við kíktum á hana þegar hún var enn á gjörgæslunni og uppdópuð af morfíni, hélt sér varla vakandi en afrekaði samt að hafa áhyggjur af okkur. En sem betur fer á hún æðislega vini sem lóðsuðu okkur um bæinn, borðuðu með okkur og voru alveg tilbúnir til að hanga með okkur. Við fengum guide að nafni Ingvar sem var með okkur allan tímann og co guide-inn hans var Bjartur og þeir stóðu sig með afbrigðum vel í þessum hlutverkum sínum. Þeir fóru með okkur út að borða, sýndu okkur það markverðasta í Debrecen, ég fékk að sjá ógeðslega flotta sturtu heima hjá Ingvari, við fórum í keilu þar sem ég tapaði á móti Bjarti (en sólveig og ingvar voru svo langt fyrir neðan okkur að það tekur því ekki að tala um það) í fyrri leiknum en seinni leikinn fengum við ekki að klára því salurinn var að loka en þá var ég stigahærri en Bjartur. Ég gerði það bara fyrir karlmennskustoltið hans að leyfa honum að vinna Svo skruppum við á pöbb og sátum þar heillengi og fórum svo á ungverskt djammkvöld á einhverjum skemmtistað og já... techno út í gegn og BARA ungverjar... það er víst ekki gott djamm. Ungverjar eru ekki kúl. En þar vorum við ekki lengi því mér var orðið svo illt í augunum.
Í dag þá heimsóttum við Tótu á spítalann og þegar mest var (á meðan við vorum hjá henni) vorum við þrjú, ég, Sólveig og Ingvar og svo fimm vinir hennar úr kirkjunni. Stofan angaði af blómum sem hún hafði fengið og hún var búin að fá milljón gesti, fullt af nammi, íslenskar kökur og útlenskar heimabakaðar kökur - frá foreldrum vina sinna. Svo fengum við skoðunarferð um campus -háskólasvæðið og margar ferðir í rampinum. Tóta var búin að spá því að Ingvar kæmi okkur í lestina hálfri mínútu fyrir brottför og hún reyndist sannspá. Honum tókst næstum því að láta okkur missa af lestinni, en þaðer samt ekkert bara honum að kenna. Við vorum lengi hjá Tótu og svo þurftum við að ganga frá dótinu okkar og svona... og taskan mín var sko alls ekki auðveld viðureignar, en karlmaðurinn fékk að sjá um hana
Í lestinni var ógeðslegur karl sem var orðinn svo fullur og það var bara laust við hliðina á honum með pláss fyrir töskurnar okkar og hann hreytti í okkur ljótum orðum og kleip í mig og potaði í mig (ég sat nær honum) og það var stelpa sem sat á móti okkur sem sagði að hann væri að segja ljót ungversk orð um okkur, kalla okkur útlendinga og eitthvað mikið ljótara. Þetta voru hræðilegir tveir og hálfur tími!! Við reyndum að hunsa hann eins og við gátum en það tókst ekki alltaf.
Nú erum við komnar á staðinn þar sem ráðstefnan fer fram og ég er að spá í að fara bara bráðum að koma mér í rúmið, horfa á eitthvað af þessum myndum sem ég keypti á Heathrow eða lesa bókina mína.
Til að svara einhverju kommenti á færsluna fyrir neðan: Ungverjar eru sko ekki sætir en það eru hins vegar íslensku strákarnir sem eru hérna já eða í Debrecen...
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 12.3.2007 kl. 22:38 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig dreymdi þig í nótt! minntu mig á að segja þér það við tækifæri ;)
Guðbjörg Þórunn, 12.3.2007 kl. 08:01
úllala......sætir íslenskir strákar.....hljóma ekki illa......þó svo að ég hélt nú að þú myndir fíla þig ágætlega með UNGverjunum.....hahahahahaha :)
En það er aldeilis gaman að það sé svona gaman...nema leiðinlegt að Tóta sé föst á spítala....vonum nú að henni batni alveg!
Annars talaði ég svo mikið um þig í gær að ég fór að sakna þín endalaust mikið. Við vorum á leiklistaræfingu og það var bara Þóra Jenný þetta og Þóra Jenný hitt. Þú ert svo sérdeilis skemmtielg....eins gott að þú hringir í mig um leið og þú kemur heim....hvenær er það annars?
Annað er að um leið og þú kemur heim förum við og kaupum okkur miða á FB leikritið. Ég og Rakel fórum í gær og það var ýkt og ég ætla sko EKKI að missa af því að fara með þér á það, svo ég er meira að segja til í að spreða 2000 kalli í viðbót í þetta ágæta leikrit........þó ég sé fátækari en útúrdrukkinn sígauni!
Farðu vel með þig ljúfust og DRÍFÐU ÞIG HEIM!
Tinna Rós Steinsdóttir, 12.3.2007 kl. 10:41
Vó.......7000 ára langt komment.....kúl :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 12.3.2007 kl. 10:42
Við vorum einmitt að pæla í því um helgina þegar að við vorum í mat hjá MogP að borða dýrindishrygg.. mmm hvernig veðrið væri hjá ykkur??
er sól eða er bara vetur eins og hér heima?
en gaman að það sé nóg að gera hjá ykkur og batakveðjur til vinkonu ykkar.
þú ert æðisleg með nýju gleraugun þín
Ásta (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 14:30
En hvað kom fyrir Tótu? Af hverju lenti hún á spítala?
Lutheran Dude, 12.3.2007 kl. 16:44
Tóta var með blöðrur á eggjastokkunum og annar eggjastokkurinn sneri upp á sig um 360°eða svo... svo þap þurfti að senda hana í bráðaaðgerð. Hún ætlaði að þrauka þangað til hun kæmi til íslands en já... það var ekki alveg málið. Hún verður örugglega ekkert fúl ef éger að segja þetta... en tóta, ef þú vilt að ég taki þetta út þá skal ég gera það (kommentið um veikindin)
Tinna, ég kem á sunnudaginn næsta kl. miðnætti. Gott komment og við Sólveigu hlógum mjög mikið
Ásta: það er ýkt gott veður - en við þurfum að hanga inni allan daginn.. spurning um að hringja inn sprengjuhótun og fá að sleppa aðeins út
Þjóðarblómið, 12.3.2007 kl. 18:03
úff, ætli ég nái ekki að lifa þangað til....:)
Annars finnst mér mjög merkileg þessi veikindi, er hún nokkuð með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?
Tinna Rós Steinsdóttir, 13.3.2007 kl. 13:37
Nei það er ég ekki Tinna, grunur lék á því en svo reyndist ekki. Ég er öll að hressast, fór meira að segja í skólann í dag. Sorry Þóra og Sólveig að ég gat ekki verið meira með ykkur en maður fær engu ráðið um svona bráða veikindi. Ég er ánægð að heyra að strákarnir mínir stóðu sig svona vel sem guide og co-guide fyrir ykkur, þeir eru bara snillingar.
luv
Tóta (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 17:14
Ég veit ekki hvort þú hafir tekið eftir því Tóta, en akkúrat í augnablikinu eru þeir uppáhalds mennirnir okkar í heiminum
Þjóðarblómið, 13.3.2007 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.