8.3.2007 | 12:58
Ungverjaland á morgun!
Í fyrramálið fljúgum við Sólveig til Ungverjalands með stoppi í London. Ég hlakka mjög til en nenni samt svo innilega ekki að pakka. En þetta er þó allt í rétta átt. Ég er með þvott niðri í þvottavélinni og ein vél er eftir, kynningarefnið er komið ofan í tösku sem og allar nauðsynlegar snúrur og buxur. Restin er á leið ofan í. Ég bara geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu mikið af fötum ég þarf að hafa, ég hef enga hugmynd um hvað ég er að fara út í. Á eftir þarf ég að fara og kaupa gjaldeyri, sækja debetkortið mitt, kaupa lyfjabox því ég nenni ekki með milljón lyfjaglös út - þau taka of mikið pláss og sækja flugmiðana fyrir okkur Sólveigu upp á Holtaveg.
Við fljúgum kl. 9 í fyrramálið og aldrei slíku vant þá ætla ég ekki að sofa heima í Keflavík. Ástæðan fyrir því er sú að við erum bara að fara tvær saman og hún kemur með mér bara suður, við vekjum mömmu, mamma skutlar okkur upp á völl og þau hafa bílinn minn þennan tíma svo hann komist einhvern tímann í skoðun Þetta er allt saman útpælt.
Ég fór heim í gær og sá hvað pabbi er búinn að gera mikið á baðherberginu! Það er orðið geðveikt flott og á bara eftir að batna. Herbergið mitt gamla er undirlagt af flísum og drasli og ekkert pláss fyrir mig þar. Ætla að taka myndir afþví næst þegar ég fer þangað. Reyndar ætlaði ég líka að gera það þegar hann var að helluleggja innkeyrsluna en gleymdi því. Ég gleymi öllu! Er búin að skrifa tossalista fyrir daginn í dag svo ég muni eftir öllu. Mamma ætlar að koma hingað seinnipartinn og bíða eftir því að ég klári vinnuna og þá verður húsið mitt að vera almennilegt - svo hún komist fyrir.
Ég ætla að fara í sturtu og henda í aðra þvottavél. Oj hvað þetta er leiðinlegt blogg. Ætli ég reyni ekki að blogga eitthvað á meðan ég verð úti, veit samt ekkert um nettengingar eða neitt. Þetta kemur bara allt í ljós.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð til Ungverjalands, bið að heilsa Tótu ef þið hittið hana.
Þorgeir Arason, 8.3.2007 kl. 14:17
Ohhh, eigðu gott útland.....

....gjössuvel!
Mín ráð eru: taktu ýkt mikið af fötum, betra að vera með of mikið en of lítið. Ekki reyna við neinn í Ungverjalandi......ekki alveg e-ð sem væri sniðugt held ég. Reyndu að pakka sjarmanum oní box og geyma það svo heima
Og í tilefni dagsins ætla ég að senda þér eitt stykki uppáhaldskallinn:
Tinna Rós Steinsdóttir, 8.3.2007 kl. 14:57
Góða ferð og hafðu það gott
kv. Andrea
Andrea (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 16:27
Takk fyrir þetta
Við skilum kveðju til Tótu sem við hittum í kvöld
Oh tinna, ég er með milljón tonn af fötum! og öðru dóti 
Þjóðarblómið, 9.3.2007 kl. 05:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.