22.5.2006 | 13:03
Hausverkur
Alveg er þetta hryllilega týpískt! Eini dagurinn sem ég fæ í frí í langan tíma og ég vakna með dúndrandi mígreni!! Alveg bögg sko! En þar sem ég er í fríi ætti það ekki að hafa nein áhrif á plönin mín fyrir daginn.
Síðasta helgin mín á Barónsstígnum er liðin! Ég á bara tvo virka daga eftir og þá er ég búin að uppfylla þriggja mánaða uppsagnarfrestinn!! Eftir sjö daga verð ég líka hætt uppi í Grafarholti! Oh það verður æðislegt! Frí í heila fimm daga og svo Ölverið mitt góða
Ég er búin að vinna með kassastarfsmanninum mínum síðan fyrir jól og hann er sá eini sem ég vinn með - nema hann sé veikur. Ég bað hann um að kvitta fyrir mig á nokkur blöð sem ég gleymdi að fylla út en þurfti að faxa áður en við færum heim og hann kvittaði 'Þórey' undir blöðin!! Búinn að vinna með mér í rúma sjö mánuði og veit ekki hvað ég heiti!! Hann veit samt alveg hvað ég heiti - hann kallar mig alltaf Þóru - en hann fór samt í algera flækju þegar ég benti honum á að ég héti Þóra en ekki Þórey!
Ég er að fara að hugsa um að gera eitthvað af viti - mun samt örugglega kíkja eitthvað við hérna í dag
Hver sagði þessa fleygu setningu?
'Oh my God! I´m standing at the cash register, holding a creditcard in my hand and I'm bored!!'
Meginflokkur: vælið | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mígreni, mígreni, mígreni. Þú ert alltaf með mígreni... og ég sem aldrei fæ mígreni ;)
Bjarni (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 17:52
Ég er ekkert alltaf með mígreni - hef verið mjög góð af því undanfarið! En fólk fær alveg að vita af því ef ég með svoleiðis. þaðer svo sárt!
Þjóðarblómið, 22.5.2006 kl. 18:01
well well well.
Þórey Jenný Benónýsdóttir hljómar vel :) ypsilon í öllu saman ;p
15 dagar í að við hittumst :D vá hvað tíminn líður hratt!
Guðbjörg Þórunn, 22.5.2006 kl. 19:27
Hvurslags húmor væri það eiginlega hjá foreldrum að nefna barnið sitt Þórey Jenny?? Þakka fyrir að ég heiti 'bara' Þóra :)
15 dagar and counting... litli tilvonandi þrællinn minn :)
Þjóðarblómið, 22.5.2006 kl. 19:30
Þóra Jenný :D Jenný Jenný Jenný Jenný :D múhahaha :p ætla kalla þig Þóru Jenný uppí Ölver :p
Guðbjörg Þórunn, 22.5.2006 kl. 19:44
Rachel sagði þessa mögnuðu setningu þegar hún var að versla ungbarnadót með Ross og afgreiðslustelpan fór að reyna við hann.
Hlínza (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 20:13
Guðbjörg, það er allt í lagi því þú verður bara í viku. Svo fer alveg eftir forstöðukonu og samstarfsfélögum hvað ég er kölluð... fer eftir því hvað þær eru vanar að kalla mig..
Og Hlín er Friends-snillingur :)
Þjóðarblómið, 22.5.2006 kl. 20:17
ahh þetta er hrikalegt!
Ég þekkti þessa setningu engan veginn og við erum að tala um það að ég var hinn mesti friends sjúklingur!
En ég hef ekki séð friends í heilt ár þannig að ég nota það sem mína afsökun!
Dagný Guðmundsdóttir, 23.5.2006 kl. 09:32
æjæj ég er alltaf að fá svona þess vegna vorkeni ég þér
katrín (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.