Heiti potturinn minn

Þá er ágætum degi næstum því lokið! Ok... kannski ekki alveg lokið þar sem klukkan er ekki nema þrjú en þar sem ég er að fara í vinnuna eftir um klukkutíma þá finnst mér deginum eiginlega vera lokið!

Ég var að koma úr sundi með Friðrik Jensen. Það var fínt - ágætt að vinna aðeins í bikinifarinu og freknunum. Eyddum rúmlega klukkutíma í heita pottinum og spjölluðum. Fórum svo á American Style og borðuðum. Hann er einmitt að fara til Svíþjóðar í fyrramálið og þaðan til Túnis í tvær vikur eða eitthvað! Don´t like him!! Langar svo mikið til útlanda... Fýldur En ég fæ að fara í uppáhalds heita pottinn minn í heiminum eftir 16 daga... hana Þóru mína Brosandi Ég á hann og hann má sko heita eftir mér - Hafsteinn segir það Glottandi

Á eftir tekur við vinna í 8 tíma en svo fæ ég frí uppi í Grafarholti á morgun! Þá verður sko tekið til og þvegið Brosandi Svo er vinna uppfrá í tvo daga og fimmtudagskvöld á Barónsstígnum, einn dagur uppfrá og svo vinna í brúðkaupi. Ég hlakka svo til að vinna í því. Það verður gaman. Annað af tveimur brúðkaupum sem ég kem til með að vinna í í sumar/haust. Hitt verður í september hjá Jóni Magnúsi og hans frú.

Ég fæ boðskort í eitt brúðkaup í sumar - er búin að fá frí frá Ölveri allan daginn og jafnvel alla helgina sem það verður - ef ég vil. Það verður gaman Brosandi  Fattaði samt að það er ævintýraflokkur og eitt af KFUK börnunum mínum verður þarna þannig að ég vil ekki taka of marga daga í frí. Ævintýraflokkarnir eru nefnilega eiginlega skemmtilegastir - þeir og unglingaflokkarnir.

Hef ofsalega fátt að segja - er að hugsa um að leggja mig smá stund áður en ég mæti í vinnuna Glottandi Erfitt að vera þreyttur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, Bjarni commentakóngur er mættur aftur!

Það var búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér síðustu dagana fyrir útskrift ;)

Bjarni (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 21:59

2 identicon

við komum heim næstu nótt. Hlökkum til að sjá þig. þú kannski gerir þér ferð í víkina til að hitta okkur? Lendum klukkan hálfþrjú um nóttina, hafðu það gott!

ásta (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 22:40

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er ekki viss um að ég komi og sæki ykkur upp á flugvöll... þar sem mig grunar að mútta geri það - já eða Jói... og þar sem ég á að mæta í vinnu kl. 8 morguninn eftir :-/ Ég reyni samt að koma í vikunni til að hitta ykkur :)

Þjóðarblómið, 22.5.2006 kl. 00:22

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

VIÐ erum að fara í Þóru eftir 15 daga rúma :D

Guðbjörg Þórunn, 22.5.2006 kl. 00:23

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Oh það verður svo gaman :) Hlakka ekkert lítið til :)

Þjóðarblómið, 22.5.2006 kl. 00:35

6 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

liggja í Þóru, tala við Þóru með kók í hönd er ekki svo slæmt sko :)

Guðbjörg Þórunn, 22.5.2006 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband