11.5.2006 | 21:31
Atómstöðin
Loksins LOKSINS kláraði ég Atómstöðina!!! Lesturinn er búinn að taka mikið á en ekki tekur betra við því ég á enn eftir að lesa 79 af stöðinni og horfa á kvikmyndirnar sem gerðar voru eftir sögunum. Ritgerðarskil eru svo á þriðjudaginn!! Good Luck!!!
Sagan er um Uglu sem kemur úr sveitum Norðurlands til höfuðborgarinnar. Hún er í vist hjá einum af ráðherrum borgarinnar, Búa Árland, konu hans og börnum. Hún kemur til borgarinnar til að læra á orgel og það gerir hún hjá Organistanum. Halldór blandar mörgum af helstu hitamálunum inn í söguna, eins og til dæmis Herstöðvarmálinu og flutningnum á beinum Jónasar Hallgrímssonar frá Kaupmannahöfn til Islands - þótt hann sé ekki kallaður Jónas í sögunni. Sagan er líka ástarsaga Búa og Uglu eftir að kona Búa fer vestur um haf en hún elur barn feimnu löggunnar sem verður þjófur.
Sagan hefur verið talin sem framlag Halldórs Laxness til herstöðvarmálsins en hann var mikill andstæðingur herstöðvarinnar.
Sagan er ekki leiðinleg - ég veit ekki af hverju hefur tekið svona hrikalega langan tíma að fara í gegnum hana. Venjulega er ég mjög fljót með bækur en það er kannski af því að hingað til hefur verið svo langur tími í skil, en því miður er fresturinn alveg að verða búinn!! Þyrfti kannski að fara að drulla mér að halda áfram
Annars fór ég og hitti Guðbjörgu mína í smástund í Smáralindinni áðan. Áður en ég gerði það keypti ég brauðrist (en ekki ristavél eins og ég segi víst en er vitlaust) og hraðsuðuketil - var komin með leið á að brenna mig á höndunum þegar ég hellti vatninu úr pottinum yfir í hitapokann minn!
Tölvan mín er farin að hegða sér mjög undarlega - hún er farin að drepa á sér bara þegar henni hentar! Eða kannski þegar hún hitnar rosalega mikið. Hún má samt eiginlega ekki bregðast mér núna! Ég ætla samt að slökkva á henni og leyfa greyinu að kæla sig niður svo ég geti notað hana í kvöld!
Jæja, ætla að halda áfram að læra.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
takk fyrir hittið í dag :) gaman að sjá þig
Guðbjörg Þórunn, 11.5.2006 kl. 21:36
Ristavél, það er orðið. Brauðrist er fyrir gamla fólkið...
Bjarni (IP-tala skráð) 11.5.2006 kl. 23:44
Ég var svo skömmuð fyrir að segja ristavél.. brauðrist er málið.. er búin að læra það :)
Þjóðarblómið, 11.5.2006 kl. 23:49
Ég sagði alltaf ristavél en svo fór ég að búa með íslenskufræðingi (eða því sem næst)
Annars eigum við tvær brauðristir (er þetta rétt?) svo þú hefðir alveg getað fengið eins og eina lánaða... við ristum ekki það mikið
Hlínza (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 08:58
Maður fréttir alltaf af aukahlutum hjá fólki þegar maður hefur keypt gripinn sjálfur :)
Þessi orðbreyting átti sér stað eftir ég fór að búa með íslenskufræðingnum mínum.. og nenni ekki að breyta til baka þótt hann sé fluttur...
Þjóðarblómið, 12.5.2006 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.