9.5.2006 | 11:42
Bílvelta
Í svefntörn minn frá um 8 - 10:30 í morgun dreymdi mig mjög óþægilegan draum. Ég var á leið í vinnuna sem var einhvers staðar ekki í alfaraleið og það var malarvegur þangað. Ég var búin að koma og fara og það var ekkert máli. Á leiðinni í vinnuna (þriðja ferðin þann daginn) var ég að tala við mömmu í símann, hún var að tala um að ég þyrfti nú að skipta um vinnu því það væri svo langt að fara og það væri alveg að koma óveður. Við Fiffi (við vorum ennþá saman í draumnum) ætluðum að fara til Keflavíkur en vegna veðurs þurftum við að hætta við. Ég var nýbúin að skella á mömmu og fattaði að ég var ekki í belti þannig að ég sleppti stýrinu og teygði mig í beltið. Ég var á miklum hraða og bíllinn fór að rása á mölinni og á móti kemur annar bíll. Ég reyndi að ná stjórn á bílnum en endaði á því að ég keyrði útaf og þar var smá brekka og svo klettar. Bíllinn lenti á hliðinni og ég slasaðist ekkert nema fékk verk í hnén! Þar með lauk lífi Benjamíns Dags Sandbergs! Ég fór svo bara í vinnuna og þar var hún Jóhanna Kristín, en við vorum að vinna saman, og hún ætlaði að skutla mér heim. Ég þurfti líka að fá lánaða stóla því ekki gat ég sótt þá til mömmu á ónýtum bíl og veðrið var að verða vont. Ég hringdi í mömmu og lét hana vita af veltunni en vildi ekki að hringja í Fiffa af því að hann var að vinna. Svo vaknaði ég...
Ég fer til Keflavíkur í dag eða kvöld - við mamma ætlum að fara á Karlakórstónleikana í Kirkjulundi/Njarðvíkurkirkju. Veit ekki alveg í hvorri kirkjunni þeir eru. Ég veit ekki hvað ég ætla að stoppa lengi, kannski koma aftur heim til mín í kvöld en kannski vera lengur - og þá jafnvel fram á fimmtudag eða föstudag.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er enn ein dæmisagan að stelpur eigi ekki að keyra ;)
Heh, nei nei, smá djók
En mig dreymdi einu sinni að ég hafi keyrt útaf á Grindavíkurveginum. Morgunin eftir gerðist það!
Farðu varlega...
Bjarni (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 11:46
Það er ekki vetur og óveður núna.. en ég skal samt fara varlega :)
Þjóðarblómið, 9.5.2006 kl. 11:48
vó þetta hefur verið svaka draumur, hefði ekki viljað dreyma hann :)
Guðbjörg Þórunn, 9.5.2006 kl. 11:51
draumar eru svo geggjað merkilegir!!
Tinna Rós Steinsdóttir, 9.5.2006 kl. 13:00
Hei, skondið að ég hafi verið í draumnum...!! Hvað ætli það þýði ;)
Jóhanna Kristín (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 10:13
Jah, það er spurning... ég pæli nú ekki mikið í þýðingu á draumum, fannst þetta bara óþægilegur draumur.
Þjóðarblómið, 10.5.2006 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.