Hellisbúinn

Hlín nefndi um daginn að það væri svo gaman að eyða peningum þegar maður væri hagsýnn og ég komst að því í dag að það er rétt hjá henni. Ég skellti mér á þvílíkt power-shop í dag, mátaði og keypti tvennar gallabuxur og einn bol á 10 mínútum, ásamt því að skoða mjög mikið áður en ég fann réttu buxurnar. Og þetta þrennt kostaði allt innan við 10 þúsund, reyndar 9790 kr. eða eitthvað en undir 10 þúsund engu að síður. Einnig keypti ég eina skólabók sem ekki er til í skólanum mínum og ég hlakka til að lesa, Trúarbrögð heimsins heitir hún. Ég keypti meira í dag sem voru mjög hagsýn kaup. Keypti vítamín á innkaupaverði og ætla að sjá hvernig ég verð af þeim. Þar munaði um 1500 krónum held ég. Svo að lokum keypti ég lampa í vinnunni minni. Verðmerktur á 3790 kr, kom inn í kerfið á 4890 kr. og með starfsmannaafslættinum fékk ég hann á 2750kr. held ég. Alltaf gaman að versla Smile

Eftir power-shoppið mitt í dag fór ég upp í skóla og ætlaði að hitta Andreu sem gat það svo ekki. Þá kom ég heim og þreif íbúðina mína; tók til í stofunni og moppaði gólfið, skipti á rúminu og svona. Það tók ekkert voðalega langan tíma, ég borðaði svo tonn af lasagna og fór í vinnuna.

Þvottavélin í húsinu mínu er biluð, eða reyndar ekki vélin sjálf heldur eru tenglarnir niðri í þvottahúsi bilaðir og ástandið hérna á þesu heimili er ekki neitt voðalega gott hvað varðar hreinan þvott!! Þannig að ég tók mig til í gær (eftir ráðum móður minnar)  og handþvoði sokka og nærföt!! Og þakkaði fyrir að vera ekki hellisbúi!!

Í gær fór ég ásamt fleirum úr skólanum minum núverandi og greinilega fullt af krökkum úr gamla skólanum mínum, FS, á leikritið Bakkynjur í Þjóðleikhúsinu. Þvílík sóun á tíma og peningum - og þó borgaði ég ekki nema 1500 krónur fyrir miðann minn! Við fórum á þetta leikrit af því að ég er í áfanga sem heitir Þjóðsögur - goðsögur - ævintýri og kennaranum fannst alveg kjörið að við færum á þessa sýningu því þetta er grísk goðsaga eftir Evrípedes frá 5. öld fyrir Krist.  Ég þakka kennaranum mínum fyrir umfjöllun í tíma fyrr um daginn og svo fyrirlestrinum í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir það að ég skildi eitthvað sem fram fór.

Framundan er vinnuhelgi og hún ætti að verða ágæt. Annað kvöld munum ég, Þorgeir og Heiðdís flytja fyrirlestur um Noregsferðina okkar á KSF fundi. Allir velkomnir að koma og horfa Smile Næstu helgi fer ég svo til Akureyrar með KSF og það verður örugglega æðislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

komment.

hef ekkert að segja um þessa færslu, svo ég læt þetta gott heita í bili:)

Guðbjörg Þórunn, 19.1.2007 kl. 22:10

2 identicon

svo verðum við hjúin noregsfarar 1feb.. þú mátt ekki yfirbóka þig þann dag;)

Guði sé lof fyrir þvottavélar, örbylgjuofn, sléttujárn og allt heila klabbið!!

veit ekki hvernig ég gæti lifað án þess

ásta (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég gleymi syni þínum ekki!! Hann á sérstakt pláss í dagbókinni minni!! Stendur stórum stöfum: FARA MEÐ BENÓNÝ TIL DAGMÖMMU tvo daga í röð

Þjóðarblómið, 19.1.2007 kl. 23:29

4 identicon

Ég vildi að ég gæti verið hagsýnn þegar ég er að versla :/

Bjarni (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er það nú sjaldnast :) bara núna... svo er hagsýnt að versl í húsó af því að ég fæ smá starfsmannaafslátt.. Alltaf að hugsa praktískt!! :)

Þjóðarblómið, 22.1.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Guðrún

Mig langar á útsölu...

Guðrún , 22.1.2007 kl. 01:06

7 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Hey, ég á einmitt bókina Trúarbrögð heimsins og hún er mjög skemmtileg, ég mæli eindregið með henni!! :) Einnig á ég glósur úr henni ef það má bjóða þér þær ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 23.1.2007 kl. 23:59

8 identicon

Bara að kvitta :)

Linda (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 13:37

9 identicon

Þóra.. nánast viku gamalt blogg. Hvað er í gangi??

er maður svona góðu vanur að búast alltaf við því að þú bloggir?

endilega farðu nú að koma með e-h hugrenninga fyrir okkur aðdáenduna

ásta (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband