Færsluflokkur: Bloggar

Kærleiksbjarnastara

img_0331.jpg

Ég sit uppi í rúmi í náttfötunum umkringd hreinum rúmfötum (skipti um í gær), það er kveikt á kertum og ég nýt þess að hafa það svona kósý og læra. Snjórinn úti er æðislegur! Það er orðið rosalega jólalegt og ég er með kveikt á Clay Aiken - Merry Christmas with Love Smile Elska jólalög og snjó! Verst að ég þarf að fara út á bílnum mínum á eftir. Fór niður í þvottahús áðan og sá að hann er allur þakinn snjó. Gaman að skafa af honum á eftir. Bara svona til að deila því með ykkur þá á ég afmæli eftir 30 daga og jólin eru eftir 35 daga. Oh hvað það verður skemmtilegt. 

Annars er það nú að frétta að snillingurinn minn litli hann Benóný segir Tóta!! Oh það er svo gaman. Hann er svo duglegur og mikið yndi - þótt hann hafi vakið mig fyrir kl. 7 á laugardagsmorgni. En það var allt í lagi, við horfðum bara saman á Kærleiksbirnina Smile Þeir eru svo skemmtilegir! En það kom samt ekkert: Fimm, fjórir, þrír, tveir, einn STARA!! í þessum þætti Crying ég fór nú eiginlega bara næstum að gráta! 

Annars fór helgarfríið mitt fyrir lítið. Deginum í gær eyddi ég í miklum kvölum (getur maður sagt svoleiðis) og kvöldinu líka. Lagði ekki í að fara og hitta krakkana á KFS fundi. Hitti reyndar Hafstein minn í gær, það var rosalega gaman. Ég fór svo heim af kaffihúsinu og ætlaði að læra - en hausinn var  sko ekki á því!! Hræðilegur sársauki! Ég lagði mig og vaknaði við símann rétt fyrir 8 og átti þá enn eftir að fara í fyrstu sturtu dagsins Shocking Fór í sturtu og kúrði yfir vídjó og var svo komin upp í rúm fyrir kl. 11- ætlaði aldrei að geta sofnað og svo þegar það tókst svaf ég rosalega illa útaf verkjum!! En þetta er í lagi núna. Fór fram úr fyrir kl. 11 og settist við tölvuna og fór að læra. Gengur ágætlega. 

Ætla niður í þvottahus og kannski taka myndir af týnda bílnum mínum og koma aftur upp að læra. Tveir æskulýðsfundir í dag - annar kl. 5 og hinn kl. 8. Hitti svo Tinnu mína í mat í millitíðinni Smile Hlakka mikið til.

Setti inn myndir af bílnum mínum og svo af Benóný mínum. Ég fór með koddann minn til Keflavíkur - get sko ekki sofið án hans og Benóný fór að leika með hann um leið og hann sá hann. Ekkert smá skemmtilegt. Amma hans fékk koddann lánaðan til að hafa undir bakinu í sófanum og hann varð brjálaður. Að hún skyldi voga sér að taka af honum koddann!! Hann er svo fyndinn!


Fleiri myndir

End of an era

Þá er fimm vikna vettvangsnámi lokið! Ég veit satt best að segja ekki hvað mér finnst um það. Í aðra röndina er ég fegin að þurfa ekki að þola þetta endalausa áreiti allan daginn en á hinn bóginn nenni ég ekki að byrja að takast á við þessi endalausu verkefni sem bíða núna í skólanum. En þetta tekur víst allt enda þótt maður sjái ekki fram á það í byrjun. Ég verð að viðurkenna að ég sakna nemendanna minna smávegis - sérstaklega 10. bekkjarins. Þau voru æðisleg. Reynar voru þau það öll, allir bekkirnir sem við kenndum en elstu krakkarnir áberandi bestir. Við vorum kvaddar með virktum áðan. Elduð handa okkur súpa og brauð, aðstoðarskólastjórinn hélt smá tölu og við sátum fyrir svörum um hvernig okkur hefði þótt að vera í þessum skóla.

Ég fór á Mýrina í gær. Hún var mjög góð (allt sem Baltasar gerir er gott - það er enginn vafi á því!) en mér fannst söguþráður sögunnar  ekki fá að standa nógu vel. Staðreyndum breytt en in the end breytti það engu þannig lagað. Baltasar gerði þetta mjög vel og myndin er góð. Björn Hlynur er OF sætur!! Úfff!!

Hvað fleira hef ég gert merkilegt síðan ég bloggaði síðast? Ég fór í keilu með Hjallakirkjukrökkunum mínum og ég vann EKKI!! Crying Ég lenti í öðru sæti á eftir einum strákanna! Ég trúi því varla ennþá. Ég tapa sko næstum aldrei í keilu!!

Leikfélagið Platitude var með tvær sýningar af Erfingjum eilífðarinnar í vikunni og ég fór á seinni sýninguna. Ég fór næstum að grenja, ég var svo ótrúlega stolt af sköpunarverkinu mínu (og Rakelar). Ég saknaði þó nokkurra leikara frá gömlu uppsetningunni en aðrir slógu forvera sína út. Að öllum öðrum ólöstuðum stóð Þorleifur sig best í hlutverki Djöfulsins! Hann var geggjaður! Hann er svo ótrúlega hæfileikaríkur, bæði sem leikari og söngvari. Gísli Davíð er líka frábær sem og margir aðrir. Ég hef horft á Gísla Davíð vaxa og þroskast, bæði sem persónu og leikara og munurinn á honum þegar hann var að byrja hjá okkur - 15 ára feiminn strákur orðinn að rúmlega tvítugum, þroskuðum og ófeimnum myndarlegum manni... 

Ég er á leiðinni til Keflavíkur - svona þegar ég nenni að standa upp - því ég er að fara að passa Benóný ásamt mömmu minni. Eða mamma er að fara að passa og ég að aðstoða hana. Ásta og Halli eru á leið í sumarbústað yfir helgina. Ætla að reyna að nýta helgina til að læra.. og svo sunnudaginn til að þrífa heima hjá mér... eða gera eitthvað annað Wink

Ætla að kveðja ykkur með mynd af Heiðdísi og vini hennar Tígrisdýrinu sem er fyrir framan lestarstöðina í Osló. 


img_0183.jpg

Prinsessan ég!

Ég er orðin svo þreytt, svo ótrúlega þreytt. Auðvitað má kenna miklu álagi þar um og hverjum er það öðrum að kenna en sjálfri mér? Engum en það breytir því samt ekki að þegar maður er á annað borð búinn að koma sér í eitthvað er oft frekar erfitt - og stundum alveg ómögulegt - að breyta því. Eins og staðan er í vinnunni núna er engan veginn hægt að fá frí og ég nýðist ekki á þeim sem fyrir eru því þær vinna svo ógeðslega mikið alla daga! Framundan er vinnuhelgi hjá mér, leikhúsferð í kvöld og afmæli hjá Berglindi. Annað kvöld er KSF-fundur, er að hugsa um að skreppa í ljós áður en hann byrjar og svo Jól í Skókassa á Holtaveginum. Sunnudagurinn er vinna og svo æskulýðsfélag um kvöldið. Í gær fór ég út að borða með Hjallakirkju, fékk heimsókn í gærkvöldi og eyddi svo nóttinni á klósettinu. Held ég hafi fengið vott af matareitrun Crying Ógeðslega er vont að æla!! Þoli það ekki!! Svo er ein vika eftir í vettvangsnámi og svo helgarfrí!! Svo bara venjulegur skóli! Og stutt í próf. Úff!!

Ég segi það ekki nógu oft en ég á bestu foreldra í heiminum! Á meðan ég var í Noregi setti pabbi minn  vetrardekk undir bílinn minn. Þegar ég fór svo að keyra hann eftir að ég kom heim veitti ég því athygli að það var komið undarlegt hljóð í hann. Ég sjúkdómsgreindi hann sem svo að bremsurnar væru alveg að verða búnar og mikið rétt! Hann var alveg að verða bremsulaus. Ég þrjóskaðist við, fór á honum til Reykjavíkur og í skólann á þriðjudagsmorguninn. Hávaðinn í bremsudiskunum var orðinn frekar mikill og bremsurnar mikið slappar. Ég ákvað að þora ekki á honum í vinnuna og var því sótt. Takk Bjössi minn Kissing Svo skutlaði Siggi minn mér heim KissingMamma og pabbi komu í bæinn og sóttu bílinn minn og fóru með hann á verkstæði á miðvikudagsmorguninn. Þá var foreldradagur í skólanum og við þurftum því ekki að mæta. Spjallaði við yfirmann minn á msn af því að Bjössi vildi ekki sækja mig, það vantaði mjög marga og ég bauðst til að mæta fyrir eitt gegn því að ég yrði sótt. Ekkert mál Smile Svo rétt fyrir lokun komu mamma og pabbi með bílinn minn til mín!! Þá hafði pabbi farið einu sinni til Reykjavíkur fyrr um daginn til að sækja varahluti í bílinn minn!! Þau meira að segja borguðu viðgerðina og varahlutina - en fá það til baka smátt og smátt! Takk mamma og pabbi Kissing

Ég er uppi í skóla núna, er að bíða eftir einni bekkjarsystur minni sem ætlar að hjálpa mér með eitt verkefni. Ég er nefnilega soldið að reyna að klóra í bakkann... er ekki tilbúin til að gefast upp. Ég er ekki alveg að standa mig sem skyldi í HÍ-áfanganum... en eygi  smá von að ná honum þrátt fyrir allt. ÆTla að hlusta á fyrirlestrana kennarans núna - mér til skemmtunar.

 


... ég fann höfuð af strúti...

Noregsferðin okkar góða! Hún var æðisleg í alla staði. Frábærir ferðafélagar, gott veður og skemmtileg ráðstefna. Heiðdís er búin að segja svo skemmtilega frá á sinni síðu þannig að ég ætla kannski ekkert að vera að endurtaka þetta neitt frekar - bendi bara inn á hennar. En eg bæti svo bara við því sem mér finnst hún hafa gleymt Smile Við Heiðdís fórum að versla á fimmtudeginum á meðan strákarnir voru á NOSA-fundinum í Frederiksstad. Þar eignaðist hún vin í líki tígrisdýrs. Set mynd af henni inn bráðum. Er að hlaða myndavélina. Við röltum upp og niður Karl-Johan og skemmtum okkur konunglega. Veðrið var æðislegt, froststilla og sól. Gæti ekki verið betra. Okkur tókst að versla smá en það er líka bara nauðsynlegt þegar maður fer til útlanda. 

Í ferðinni eins og svo oft verður til einkahúmor. Setningin úr myndinni Með allt á hreinu (sem ég hef reyndar ekki enn séð) 'Vi har ingen Radhusplats men vi har Karl-Johan' var mikið sögð vegna þess að einn af stjórnendum mótsins heitir Karl-Johan. Annar hvor strákanna bað Heiðdísi um að segja honum þennan brandara en hun maldaði í móinn. Þá byrjaði annar þeirra (man ekki hvor) og lét hana svo segja þetta. Við hlógum þegar setningin kom: 'Vi har ingen Radhusplats men vi har Karl-Johan'. Þá heyrðist í Karl-Johan: So my name is a joke in Iceland!! Þetta var svo fyndið LoL

Svo á föstudagskvöldinu vorum við Heiðdís að spila við nokkra stráka og einn þeirra hafði komið til Íslands. Í þeirri ferð hafði fjölskyldan keypt disk með íslenskri folk-music. Hann söng fyrir okkur Krummi krunkar úti og við tókum undir. I stað þess að syngja: '... ég fann höfuð af hrúti...' söng hún: '... ég fann höfuð af strúti...'! Við hlógum svo mikið og enginn skyldi okkur. Við reyndum eftir bestu getu að útskýra orðaruglinginn en þeim fannst þetta ekkert fyndið. 

Við fórum langfyrst frá Frederiksstad því flugið okkar fór fyrst. Við tókum bílaleigubíl fyrir Karl-Johan á flugvöllinn - BMW sem Heiðdís keyrði. Við villtumst aðeins a leiðinni en okkur seinkaði ekki nema um hálftíma. Keyrðum um allan flugvöllinn til að leita að stæðum fyrir bílaleigubíla, keyrðum meira að segja niður einstefnubrekku inn í langtímabílastæðishús og upp einstefnugötuna aftur Smile Gaman að brjóta umferðalögin í öðrum löndum. Komumst loksins að check-in borðinu og komumst að því að flugvélinn okkar hefði verið seinkað um tvo og hálfan tíma til 16:30. Við fórum inn og fylgdumst spennt með skjáunum. skilaboðin á skjánum breyttust á um klukkutíma fresti. En oftast voru samt skilaboðin: New info 17:30... new info... new info. Var frekar þreytandi og um 9 fórum við og kröfðumst upplýsinga. Þá hafði fluginu okkar verið frestað og það hafði verið vitað heima á Íslandi frá kl. 3 um daginn. En við fengum ekki að vita það fyrr en um 9. Fengum loksins hótelherbergi, eftir að hafa verið á flugvellinum í 9 og hálfan tíma!! 

Komum loksins heim í gærmorgun um kl. 11. Þá var rúmlega einn sólarhringur frá því við fórum frá Frederiksstad. 


i norge

erum fost a flugvellinum i oslo vegna ovedurs a islandi.

buin ad vera her sidan kl. 12 ad isl tima.

fljugum eftir tæpa thrja tima vonandi

bara lata vita Joyful


Erfingjar eilífðarinnar

Haustið 2000 skrifuðum ég og Rakel leikrit í sameiningu og gáfum því nafnið Erfingjar eilífðarinnar. Vorið áður höfðum við sett upp okkar fyrsta leikrit - leikrit sem við sömdum og leikstýrðum aleinar og sjálfar. Við vorum spenntar að takast á við þær hugmyndir sem við fengum og úr varð mjög skemmtilegt æfingaferli með frábærum leikurum og að lokum flott sýning. Margt kom upp á á æfingatímabilinu eins og oft vill verða þegar sameina þarf marga einstaklinga og áhugamál þeirra. Sumir foreldrar litu okkur hornauga fyrir að halda börnunum þeirra uppteknum í langan tíma en aðrir dásömuðu okkur og gerðu (og gera enn) allt sem við báðum (biðjum) um. Fyrr í haust fékk Rakel svo þá hugmynd að setja Erfingjana okkar upp aftur - ennþá stærri og ennþá flottari heldur en við gerðum árið 2001. Í gær hringdi hún í mig og bauð mér á æfingu, fjórðu síðustu æfinguna fyrir frumsýningu. Ég var orðlaus af hrifningu og stolti! Rakel skemmti sér betur við að horfa á mig heldur en rennslið - ég brosti hringinn allan tímann og var með gæsahúð bróðurpartinn af tímanum, þau stóðust allar mínar væntingar og miklu meira en það. Ég er mjög leið yfir að missa af frumsýningunni en get þó huggað migvið það að leikritið verður enn í sýningu í næstu viku. Ég hlakka ótrúlega til að sjá leikritið mitt í höndum nýrra leikara!! 

Ég elska konurnar á American Style-num mínum! Þær eru flestar farnar að þekkja mig og vita hvað ég vil.  Ég kom þangað örugglega á mánudaginn eftir bíóferð með Hjallakirkju og keypti sérréttinn minn - barnaborgara með bbq-sósu og franskar. Gellan sem þá var að vinna bauð mér að kaupa barnamáltíð og fá þetta þá ódýrara og með kóki. Henni var alveg sama þótt ég mætti ekki kaupa þetta þar sem ég tek þetta hvort eð er alltaf með heim. Svo í dag fór ég í hádeginu á leið heim úr skólanum og það var endalaust löng bið og eftir að hafa beðið í 20 mínútur kom vaktstjórinn með matinn minn fram (tók hann með líka) og þá búin að troða mér fram fyrir mjög mörg númer svo ég þyrfti ekki að sitja þarna í hundrað ár.

Annars verður þetta ekki lengra núna, þarf að vakna eftir fjóra tíma til að fara í flug. Hafið það gott um helgina og ég skal reyna að henda einhverju hingað inn á sunnudagskvöldið eða mánudaginn.  


Með hangandi hendi

Ég er mætt í vinnuna og það er ekki mikið að gera eins og er, enda kannski skiljanlegt þar sem klukkan er bara rétt um 20 mínútur yfir 10. Vonandi verður svona rólegt bara það sem eftir lifir degi. Geðveik bjartsýni í gangi.

Ég fékk tvennar skammir í gær í vinnunni. Önnur þeirra var fyrir tónlistina en það má sko ekki spila hvað sem er hérna. Ég er með fjóra diska sem mega rúlla og án gríns þá held ég að þeir séu ekki fleiri. Safndiskurinn með Cat Stevens er í, Myndir Péturs Kristjánssonar, einhver einn enn og Með hangandi hendi með Ragga Bjarna. Ef ég þarf að hlusta mjög oft á það lag (Með hangandi hendi) mun ég líklega skjóta af mér hausinn *gubb* ég er komin með feitt ógeð á þessu ljóta lagi!! Svo von bráðar megum við byrja að spila jólatónlist. ÆTli ég fái þá ekki bráðum ógeð á henni líka! Nei nei, jólalög eru svo góð fyrir heilsuna :) Sérstaklega arían okkar Jóhönnu Brosandi

Ég fékk heimsókn frá þeim Háteigsmæðgum í gær. Gerðu sér sérferð hingað uppeftir til að hitta mig. Þær buðu mér svo að koma með í bíó en ég beilaði á öllum vinum mínum í gær - og það án þess að láta vita! Oj hvað ég get verið leiðinleg.

Ég var spurð að því hvernig ég gæti verið svona hress svona eldsnemma á morgnana Brosandi Góð sturta reddar öllu Glottandi


Vaknað við vondan draum

Tölvan mín er algerlega að drepa mig lifandi! Hún slekkur á sér endalaust og ég get EKKERT gert án þess að hún slökkvi á sér milljóns sinnum á leiðinni. Þessi færsla verður einmitt tilraun til að athuga hversu oft hún slekkur á sér á leiðinni og til að athuga hversu pirruð ég verð!! Nú er komið korter síðan hún slökkti á sér eftir að ég byrjaði á þessari færslu! Núna var ég að berjast við hana í annað sinn! Og það þriðja! Eins gott að vista reglulega! Ég er algerlega að missa þolinmæðina og langar helst að fara niður í Apple til að fá nýja tölvu - já eða bara endurgreitt! Þetta er að drepa mig sko! Vonandi þarf ég ekki að bíða mjög lengi eftir nýja stykkinu, nú þegar er komin rúmlega vika. Ef stykkið kemur ekki fyrir næsta miðvikudag get ég ekki tekið hana með til Noregs.

Ég setti myndir inn á síðuna mína í gær. Þær fóru undir Albúmin mín hérna til hægri á síðunni, í aðalvalmyndinni. Þetta eru 13 myndir frá því á Húsasmiðjudjamminu í Golfskálanum í Grafarholti, þar sem bara mín búð var að djamma. Ég tók ekki allar þessar myndir - bara svo það sé á hreinu. Ég sá heldur ekki um að svara í símann minn það kvöld Glottandi það var í höndum Stebba í timbrinu. 

Ég er að fara til Noregs eftir viku. Fer á fund með samferðafólki mínu í dag. Áður en það gerist þarf ég að mæta í STN og fara með bílinn minn á smurstöð. Það nefnilega logar eitthvað ljótt ljós í mælaborðinu. Þarf að komast að því hvað þetta er. Býst samt við að þetta sé tengt bremsunum, eða bremsuvökvanum. Svo er náttúrulega vinna, en ég fæ að mæta seint í hana vegna fundarins. Alltaf gaman að hafa alveg frjálsar hendur í þessari vinnu. 

Árshátíðin var æðisleg! Ég tók eitthvað af myndum en þar sem tölvan mín er þroskaheft og myndavélin virðist vera það líka, þá get ég ekki sett þær inn að svo stöddu. Ég elska fólkið sem ég er að vinna með! Alltaf gaman að djamma með þeim. Var meira að segja kölluð 'kynlífskonfekt' eins samstarfsfélaga. Það reyndar tel ég ekki sem hrós - allavega ekki þaðan sem það kom. 

Mig dreymdi ekkert smá óþægilegan draum í nótt. Ég veit samt ekki hvort ég hafi þolinmæði til að skrifa hann inn. Þetta er tilraun númer fimm til að klára þetta blogg. En ég skal reyna:

Mig dreymi að ég væri með systur minni og vinkonu hennar. Systir mín var búin að vera 'hætt' í eiturlyfjum í langan tíma, allavega hélt fjölskyldan það. Við fórum í heimsókn til einhvers stráks, sennilega í Njarðvík. Þar fengum við kókaín og tókum það allar. Tilfinningin var æðisleg (ekki það að ég þekki hana en í draumnum var þetta mjög raunverulegt) og við skemmtum okkur vel. Við ákváðum svo að ganga til Keflavíkur og fórum Brekkubrautina. Ég spurði systur mína hvort við ættum ekki að fara heim og halda jól með fjölskyldunni og hun samþykkti það. Fyrst stoppuðum við þó hjá Sýslumannsembættinu og keyptum gulrætur sem voru ræktaðar með einhverjum hreinum fíkniefnum. Við borðuðum þær og ég varð eitthvað skrítin af þeim. Fórum heim til mömmu og pabba og þau sáu á mér að ég væri undir áhrifum en ekki hún. Eg var líka svo veik og þau ætluðu með mig á spítalann til að láta dæla upp úr mér. Vaknaði við vonsvikin augu pabba míns! Hræðilegt augnablik alveg! Og mamma vonsvikin líka.
 
Tilraun fimm! Og nú er ég hætt. Eins gott ég fái mörg komment bara út á þolinmæðina hjá mér FYRIR ykkur! 

 


Skuggabörn

Vinnan mín er æðisleg! Nei, ég lýg því reyndar, vinnan er ekkert æðisleg en fólkið sem ég vinn með er æðislegt sem gerir það að verkum að það er yfirleitt mjög gaman í vinnunni minni. Mér líður allavega vel í vinnunni og finnst alltaf gaman að mæta þangað Brosandi Í kvöld er árshátíð Húsasmiðjunnar og ég fann mér deit - ef hann kemur úr sveitinni í tæka tíð. Annars er ég með tvo til vara, já eða þrjá Glottandi Það verður örugglega mjög gaman en vandamálið er að finna föt til að fara í. Ég tók myndir af tveimur kjólum sem koma til greina en myndavélin/tölvan er eitthvað klikk og vill ekki leyfa myndunum að fara inn í tölvuna, þannig að ég get ekki sýnt ykkur.

En þeir sem til þekkja: sko! Ég hef verið í báðum kjólunum á árshátíð KSS og KSF (og fyrir Andreu: líka á árshátíð Kennó (ég sem sagt veð ekkert í fötum eða peningum til að kaupa föt)). Annar er ljósblár, hnésíður og mjög flottur. Hinn er svartur með glimmer-rósum. Ef þessi hvorugur koma til greina á ég ljósblátt, hnésítt pils og örugglega hvítan bol með því og svo bleikt pils en ég á ekki straujárn, þannig að það eiginlega kemur ekki til greina, fyrir utan það að ég kann ekki að strauja það. Síðast þegar ég fór í það þurfti karlmaður að strauja það fyrir mig. What to do?? What to wear?

Æfingakennslan gengur vel, enn sem komið er. Við erum ekkert byrjaðar að kenna af viti, tókum einn stafsetningartíma í gær í sameiningu. Ég fór yfir textann áður, helstu reglur og svona og svo las Andrea hann upp - hún er með svo þægilega rödd að hlusta á. Annað er víst ekki hægt að segja um mig. Fékk að heyra það í fyrsta vettvangsnáminu að það væri ekki gott að hlusta á mig Óákveðinn og ég væri með óþægilega rödd. 

Ég fór á Bókamarkaðinn sem var í gamla World Class húsinu um daginn og keypti tvær barnabækur og eina bók fyrir mig. Bókin sem ég keypti handa mér heitir Skuggabörn og er eftir Reyni Traustason. Ég opnaði hana fyrir tveimur dögum og hef varla getað lagt hana frá mér. Hún er ótrúlega átakanleg og vel skrifuð. Þetta er stór heimur sem teygir anga sína út um allt. Ég þakka fyrir að hafa aldrei verið boðið nein fíkniefni, því hver veit þá hvar ég væri stödd í dag? 


Elsku Tóta!

Ég á bestu foreldra í heimi! Ég var að vinna í dag og reyndar alla helgina og þegar ég kom heim til mín var miði á borðinu mínu sem á stóð:

"Elsku Tóta!

Við settum mat í frystinn.

Kveðja mamma og pabbi."

Þau vita að ég elda yfirleitt ekki - já eða bara aldrei og voru svo góð að koma með tvenna afganga handa mér :) Ég vissi reyndar ekkert að þau hefðu komið í bæinn og þau tóku engan rúnt upp í Grafarholtið en engu að síður - gaman að vita að þau hafið komið og hugsað um litla dekurdýrið sitt :) Ég er enn að bíða eftir skömmum fyrir drasl og dót út um allt - en mamma segir: Þín íbúð, þinn skítur :)  

Tek það fram að það verður tekið til og þrifið fyrir afmælið mitt :) Þangað til fær enginn að koma hingað inn :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband