20.12.2006 | 01:11
Older and wiser...
Þá er ég orðin 25 ára og einum degi betur. Mér finnst ég ekki vera 25 ára, eiginlega langt því frá en það segir mér bara það að ég er ekki tilbúin til að þroskast. Og þó, það er enginn sem segir að maður þurfi að vera ráðsettur, kominn í eigin íbúð, búinn með eða að klára nám. Allavega uppfylli ég ekki þessar kröfur, ég er ekki orðin ráðsett og komin með kærasta - var ráðsett og með kærasta í korter en það dó - ég er flutt að heiman en ég á ekkert í þessari íbúð og ég er ekki búin með námið mitt. Ég sé fram á útskrift í vor og vonandi verður það þannig, vona að ekkert bregðist í þeim efnum, langar að útskrifast með stelpunum mínum í íslenskudeildinni.
Ég kláraði síðasta prófið mitt í dag og mikið var gott að labba inn á skrifstofu skólans og afhenda umslagið. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt um frammistöðu mína á þessu prófi, ég gerði mitt besta og vona að það skili mér einhverju. Ég fæ svo tvær einkunnir fyrir helgina örugglega og er bara nokkuð bjartsýn Ég á reyndar eina ritgerð eftir en ég ætla að reyna að rumpa henni bara af við fyrsta tækifæri. Hef fram til miðnættis á fimmtudaginn, 21. desember til að skila henni. Ég næ því nú alveg held ég. Fæ eiginlega ekkert að vinna á kvöldin en yfirmaður minn vildi fá mig frá 8-18 og ég hélt nú ekki! Ætla ekki að vakna svona snemma!! Mæti nu yfirleitt bara þegar mér hentar... og er ekkert að hugsa um að breyta því. Og skrifa þess á milli.
Ég er á leið í tvær myndatökur og er alveg á barmi heimsfrægðar. Á morgun fer ég í myndatöku fyrir Fréttablaðið útaf Þorláksmessustundinni sem ég tek þátt í að skipuleggja. Þetta er nú ekkert merkilegt, vona bara að viðtalið hafi verið ágætt. Á fimmtudaginn er ég svo á leið í myndatöku hjá Ásgeiri (og kannski fleirum) og þeir eru að taka myndir af tattoounum mínum. Þeir eru nefnilega nokkrir sem standa að útgáfu blaðs í KSF og þar verður grein um kristileg tattoo og myndir
Að lokum vil ég þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar, ótrúlegasta fólk man eftir manni á afmælisdaginn Og einnig vil ég þakka Jóni Bjarna fyrir leyndardómsfulla pakkann sem ókunnugur maður skilaði heim til mín kl. 23:15 í gærkvöldi og Svövu og co fyrir gjöfina frá þeim.
Takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.12.2006 | 17:44
Afmælisveislan
Þá er afmælisveislan að baki og ég er ótrúlega ánægð með hana! Það komu flestir sem ég bauð og sérstaklega þeir sem mig langaði mjög mikið að fá. Oh það var svo gaman!! Mamma mín og systir stóðu sig ótrúlega vel við að gera veitingarnar og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það Tinna mín kom líka hingað um 18:30 og stóð sig mjög vel í eldhúsinu... og auðvitað að gera sig sæta líka
Allir gestirnir sem komu glöddu hjarta mitt ótrúlega mikið en það eru eiginlega þrír sem glöddu mig hvað mest með því að láta sjá sig. Davíð bróðir er einn þessara aðila, ég hef ekki séð hann í langan langan tíma og það að hann skyldi koma gladdi hjarta mitt ótrúlega mikið. En sú týndasta af öllum og sú sem ég og Tinna vorum svo spenntar yfir að ætlaði að koma er Kristín Rós. Hana höfum við hvorki séð né heyrt í fleiri mánuði, ef ekki ár - það er allt of langt síðan. Hún hefur ekki komið á msn í marga mánuði og ég stökk á hana þegar hún signaði sig inn um daginn og ég lét hana lofa mér að hún kæmi í afmælið mitt! Og hún kom! Það var svo gaman að sjá hana! Kristín Rós og Davíð, takk fyrir að koma Og þið öll hin líka
Ég er svo ánægð með afmælisveisluna mína!
Það komu langflestir sem ég bauð og ég get ekki ímyndað mér hversu margir voru hérna þegar mest var. Íbúðin mín var alveg troðfull af fólki og ji minn það var svo gaman. Ég skemmti mér allavega mjög vel. Ég fékk líka helling af góðum gjöfum. Eigum við að sjá hvort ég muni það allt? Ég skal reyna :)
- Frá mömmu og pabba: Ramma með fallegu ljóði og sængurföt með Þjóðarblóminu
Mamma mín er svo mikill snillingur.
- Frá Ástu, Halla, Benóný og Jóa og Kittu: 10.000 kr. gjafakort í Smáralindina.
- Tinna, Ásgeir, Bára og Hermann Ingi: Love Spell mmmm, hlírabolur og nærbuxur, Eyrnaslapa-lyklakippa og geðveik peysa.
- Signý, Palli, Hildur, Jóhanna og Geiri: Náttkjóll og Body-Shop sápa.
- Stefán Smári: Blóm.
- Þráinn, Jón Ómar, Berglind: The student's Kitchen Handbook To The Kitchen.
- Dagný, Hlín og Þorgeir: Prjónavettlingar og eyrnalokkar.
- Jón Magnús og Marisa: Keith Urban geisladiskur.
- Rakel: Clay Aiken geisladiskur
- Stígur og Fríður: 10. sería af Friends.
- Guðrún Þóra og Kári: bolli og nammi.
- Sólrún Ásta: Body Shop sápa og svampur.
- Sólveig: Lay Low geisladiskur.
- Diddís og hryðjuverkateymið(hennar orð): Englastytta.
Með einhverju geisladisknum fylgdu geðveikt flottar bláar hipster nærbuxur... man því miður ekki alveg hvaða geisladisk Can someone refresh my memory??
En ég þakka kærlega fyrir mig og hlakka til að nota alt sem eg fékk
Ætla að láta ljóðið frá mömmu og pabba fylgja með svona í enda færslunnar:
Dóttir
Þú ert elskuð fyrir stúlkuna sem þú varst.
Sérstöku konuna sem þú ert núna.
Yndislegu dótturina sem þú verður alltaf.
Takk fyrir mig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2006 | 01:07
Killin' me softly
Ásta systir vildi sjá jólaljósin mín fínu og ég tók mynd af þeim á mánudagsmorguninn þegar ég fór og sótti heimaprófið mitt. Ég á bláa gluggann og það er blá ljósasería á svölunum mínum en hún sest ekkert rosalega vel. Pabbi setti seríuna á svalirnar en ég setti alveg sjálf seríuna í gluggann! Ég er geðveikt stolt af þessu. Þetta reyndar sést eiginlega ekki inn um gardinurnar mínar því þær eru svo dökkar en ég veit bara af fallegu ljósunum mínum
Svo er ég líka með svona batterýsknúið ljósatré sem breytir um lit og ég get bara skemmt mér við að horfa á það þangað til ég sofna. Gott svefnmeðal. Svo er ég líka með aðventuljós í geymsluglugganum mínum og litla seríu í eldhúsglugganum. Hún reyndar tollir ekki alveg eins vel og ég vildi en það stafar af því að það er svona blurry-límmiði á glugganum svo það sjáist ekki inn. Það er líka svoleiðis á útidyrunum mínum. En ég nenni ekki að setja upp seríu þar.
Ef það er eitthvað sem á einhvern tímann eftir að drepa mig þá er það helvítis mígrenið! Ég ákvað að fá smá mígreni í dag og er enn að deyja, búin að éta endalaust af verkjatöflum og ekkert virkar. Ég nennti ekki að liggja í rúminu - var nógu hress til að vera í vinnunni (fékk ekki mígrenið fyrr en seinnipartinn) og svo fór hluti af staffinu í íshokkí í Egilshöll og ég ákvað að fara með. Shit hvað það var gaman! Ég hélt að íshokkí væri ekki svona skemmtilegt! Ég skoraði meira að segja mark og allt saman!! Og varði alveg næstum því helling - alveg nokkur skot frá brjálæðingum! Ætlaði bara að horfa á en hópþrýstingurinn var svo mikill að ég varð Þetta var æðislegt.
Ég hef svo sem fátt annað að segja. Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er ég ýkt ánægð með nýja útlitið á síðunni minni og finnst æðislegt að geta haft þessa mynd af mér þarna í horninu. Oh ég er svo sæt
En nú ætla ég að plokka úr mér augun og fara að sofa og vona að ég nái að sofa hausverkinn úr mér. Þetta er ekki gaman! Svo á ég líka von á föður mínum á morgun (örugglega frekar snemma ef ég þekki karl föður minn rétt) til að setja saman nýja borðið mitt sem Ásta systir gaf mér. Jæja, góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.12.2006 | 23:43
Innlit/útlit
Mig eiginlega langar ekki að blogga því mér finnst titillinn á blogginu á undan svo flottur... Efast um að mér takist að vera svona ljóðræn upp á eigin spýtur. En í tilefni breytinganna ákvað ég að blogga smá og þakka Bjarna mínum í leiðinni fyrir að minnka fyrir mig myndina af mér.
Mér gekk ágætlega með prófið. Kláraði það í kringum hádegi í dag og var svo að dunda mér við að fara yfir, laga heimildaskrána og kíkja á villur og svoleiðis og skilaði því um hálf 4. Mikið var það góð tilfinning að skila umslaginu á skrifstofu skólans. Nú er eitt próf eftir og ein ritgerð. Þarf að senda ritgerðarkennaranum tölvupóst og spyrja hann hvort það séu til forrit fyrir makka... annars þarf ég að gera ritgerðina mína uppi í skóla og ég nenni því ekki.
Ég var í vinnunni í dag og lenti í því að verða alveg klink-laus... eða jú, ég átti 10-kalla og 5-kalla en annað átti ég ekki. Þá kemur gella og ætlar að kaupa eitthvað dót og hún þurfti að fá til baka. Hún var bara með 500-kall og svo 1000-kall. Ég gat ekki gefið til baka, og þá sagði hún: þa áttu bara að gefa mer þetta á 500... Ég hef ekkert leyfi til þess sagði ég... Þá segir hún: farðu þá og reddaðu klinki og vertu snögg. Ég á að vera mætt annað kl. 6.30 (og klukkan var akkúrat 6:30 þegar hún kom á kassann minn). Ég sagði að það væri ekki til neitt klink í búðinni og ég gæti ekki reddað því. Þá sagði hún: kallaðu á verslunarstjórann NÚNA!! Ég benti henni bara á skrifstofuna hans og þvílíki fýlusvipurinn sem ég fékk þegar hún strunsaði í burtu!! Af hverju er það mitt mál að fólk fer í búð akkúrat þegar það á að vera mætt eitthvert? And why should I care?? Það er ekki eins og ég stjórni því heldur hvort það sé allt klinkið búið eða ekki.
Fattaði eftir á að ég hefði átt að vera geðveikt leiðinleg og gefa henni 350 kr í afgang í 10-köllum og 5-köllum En of seint..
Oh hvað það hefði samt verið gaman..
Ég er að hugsa um að fara að hvíla mig. Er að horfa á Friends og langar að fara að sofa. Geri það við tækifæri. Er svona að vinna í að skipuleggja afmælið mitt, hvað ég þarf að kaupa og svona (held samt að mamma sé að hugsa það betur fyrir mig). Svo er ég jafnvel að fara í leikhús á fimmtudaginn, uppgötvaði að vinkona mín frá fornu fari er að leika í leikriti og það væri gaman að sjá það :) Er að reyna að plata Tinnu... annars á ég örugglega back-up í það... ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.12.2006 | 01:03
...Þrenning sönn og ein
Land, þjóð og tunga... - þrenning sönn og ein. Þetta eru upphafsorð ljóðsins Land, þjóð og tunga eftir Snorra Hjartarson og þessa setningu nota ég mikið í eitt af þremur verkefnunum sem ég þarf að klára í heimaprófinu fyrir morgundaginn. Spurningin er: Nýyrðakenningin, rök með og á móti? Mér gengur svona líka ágætlega að klára þetta, en þetta er búið að taka óhemju langan tíma. Er svo lengi að klára allt. Ekki hjálpar það að ég er að blogga núna... sé til hvort ég nenni að klára það samt.
Mamman mín og pabbi komu í heimsókn til mín á sunnudaginn. Mamma kom fyrst á bílnum þeirra með allar græjur til að þrífa, tuskur og moppur og ég veit ekki hvað og hvað. Við tókum okkur til og fórum eins og stormsveipur um alla íbúðina mína. Hún mun duglegri en ég samt. Ég kemst inn í geymsluna mína núna. Hún tók flöskupokana mína og allt þaðan út og gerði það ýkt fínt. Það er allt svo ótrúlega fínt og meira að segja skáparnir mínir og allt!! Oh hvað það er gott að vera heima í hreinni íbúð. Takk mamma Svo kom pabbi og hann kom á sjúkrabílnum fyrrverandi með borðið mitt nýja og stólana. Einnig bjargaði hann aðventuljósinu sem mömmu tókst að henda í gólfið. Svo setti hann geðveika jólaseríu á svalirnar mínar - bláa að sjálfsögðu og glugginn minn og svalirnar eru ýkt flottar... reyndi að taka mynd af því í morgun en það tókst eiginlega ekki nógu vel. Skal samt sýna ykkur þegar ég nenni að ná í myndavélina. Takk pabbi fyrir þetta
Svo ætlar hann að koma í vikunni og setja borðið saman því það vantaði boltana með.
Annars er ég í prófi núna. Gengur ágætlega. Veit að Andrea er löngu búin.. en hún er líka svo dugleg. Ég er ekki alveg eins dugleg og hún - á það til (þegar við vinnum ekki saman) að draga allt fram á síðustu stundu. En í paravinnu mætumst við yfirleitt á miðri leið :) Ég er alveg að verða búin með ritgerð númer tvö... kennsluverkefnið - er að reyna að gera verkefnið eftir lýsingunni... fékk bara of góða hugmynd til að nota hana ekki... er bara að reyna að tengja þetta eitthvað saman... Er allt að koma... Hef 16 tíma... og hafði hugsað mér að sofa einhvern hluta af því samt
Ætla að klára kennsluverkefnið,.. góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.12.2006 | 18:09
Jólaljósafíaskó
Prófið í gær gekk ágætlega og ég er bjartsýn á að ná. Nú á ég tvö próf eftir og þau eiga örugglega líka eftir að ganga vel. Ég hef 30 tíma í hvort próf og svo klára ég á kvartaldarafmælisdaginn minn. Oh hvað það verður gott :) Halda upp á próflok og afmæli :) Ætla samt að halda upp á afmælið mitt helgina á undan. það verður nú gaman - ég hlakka mikið til.
Aðventuljósið mitt er dáið og ég þarf að fara upp í vinnuna mína á morgun og fá nýtt. Gott að geta aðeins farið þangað og séð sætu strákana mína :) Þeir eru æði. Það er einn svo óendanlega hrikalega viðbjóðslega sætur að ég meika það hreint ekki. Úfff ég gæti dáið bara... Hann er ofur! Held að nokkrir vinnufélagar lesi bloggið mitt þannig að ég ætla ekki að segja neitt meira
Ég var að hengja upp jólaseríuna mína áðan. Er búin að hengj hana upp tvisvar núna, en var að færa hana á milli glugga. Hún var sko frammi í geymslu með aðventuljósinu en núna er hún komin í hinn gluggann minn, í stofunni. Ég er ýkt klár *hóst* að setja upp jólaseríur! Mamma kannski lagar það á morgun þegar hún kemur. En þetta er samt ágætt... vantar samt fleiri sogskálar til að geta klárað. Einnig keypti ég utiljósaseríu sem mig langar að setja á svalirnar. Veit samt ekki alveg hvernig. Finn eitthvað út úr því þegar ég verð búin í prófinu á þriðjudaginn eða jafnvel bara á morgun Læra, hvað er það
Oh hvað það er gott að geta aðeins chillað og haft það gott bara svona ein heima. Ég er nú reyndar alltaf ein heima en yfirleitt er ég nú bara sjaldnast þar. Er búin að njóta þess að vera í náttfötunum og ganga aðeins frá hérna áður en mamma kemur á morgun. Þarf reyndar að þvo líka, á eitthvað takmarkað af fötum held ég...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2006 | 14:46
Próflestur
Heilinn minn er svo stútfullur af aðferðafræðiútskýringum og formúlum að það hálfa væri nóg. Eg býð eftir að hann brenni yfir, svo mikið er ég búin að lesa. Í tvo daga er ég búin að sitja í sófanum mínum í náttfötum og ullarsokkum og lesa yfir greinar og glósur og enn meiri glósur. Einnig er ég búin að reikna gat á heilann - þvílíkt og annað eins að geta ekki lesið fyrirmælin og reiknað eftir þeim! Þarf að passa mig á því á morgun. Prófið er sem sagt í fyrramálið kl. 9 og það er eins gott að ég vakni. Hef átt frekar erfitt með það undanfarna morgna.. en fyrst að ég hef kvata til að vakna (Próf -Yes!!) þá hlýtur það að takast.
Svo er helgin - vinnuhelgi en ég er búin að redda mér fríi þannig að ég hef alla helgina til að læra undir Mál í sögu og samtíð prófið. Komst að því að ég er ekki að fara hitta eitt af kassadýrunum mínum yndislegu fyrr en eftir áramótin. finnst það frekar sorglegt, hann er svo mikill snillingur Hann er alveg viss um að jólin mín verði ekki gleðileg fyrst hann verður ekki á landinu.
Ég keypti nokkrar jólagjafir um daginn og mikið var það gaman. Einnig keypti ég smá jólaskraut - eitthvað svona ljósatré sem skiptir um lit - eitthvað plast/glerdót - ýkt flott... ég elska ljós... og svo kertastjaka með hreindýrum sem verður settur upp eftir prófið á morgun og að lokum keypti eg jólaseríu á svalirnar mínar. Langar að athuga hvort ég geti sett það almennilega upp... annars kemur nú mamma mín á sunnudaginn... fæ hana þá bara til að hjálpa mér
Ég ætla í sturtu og borða og halda svo áfram að læra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2006 | 22:36
Thanksgiving-dinner
Þessi færsla sem ég endaði svo á því að eyða út var ekkert svo merkileg þannig - þurfti bara að láta nokkra ákveðna lesa hana og þeir sem ekki höfðu færi á því fengu hana senda á msn... það er að segja þeir sem ég taldi nauðsynlega þurfa að lesa færsluna. Þannig er nú það og hafið ekki of miklar áhyggjur af þessu. Ég er búin að losa mig við þetta allt :)
Þakkargjörðarmáltíðin í gær var hreint út sagt æðisleg. Geðveikur matur og frumraun mín í að smakka seven layer jello (með engu áfengi í Jóhanna) og það var ýkt gott :) Ég þakka enn og aftur fyrir mig! Thanks Marisa and Jón for inviting me. Þarna var margt um manninn og gaman að hitta margt af fólkinu. Ég komst að því að ég hef hreint ekki sama húmor og annað fólk - Little Britain er ekki eitthvað sem mér finnst fyndið og var bara næstum sofnuð. Skoðaði brúðkaupsmyndir í staðinn. Ég kenni reyndar nýju lyfjunum um þessa þreytu en ég þarf bara að venjast þeim. Það á víst að taka einhvern smá tíma þangað til þau eru farin að virka sem skyldi.
Á föstudaginn er ég að fara í próf í aðferðafræði. Strax og ég ætlaði að byrja að læra fyrir prófið fékk ég mígreni - hvernig ætli ég verði á prófdaginn sjálfan? Ji minn, ég veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að enda. Fyrir áhyggjufólkið *hóst* mamma *hóst* þá er ég dugleg að borða, ég sef miklu betur, þökk sé nýju lyfjunum og ég er meira að segja búin að kaupa almennilegan morgunmat. Ef þetta fer ekki að lagast þá tek ég af mér hausinn - og ég er ekkert að grínast með það. Þetta er stórkostlega óþægilegt og leiðinlegt.
Dagarnir fram að prófi eru ótrúlega skipulagðir:
- Ég tók lyfin kl. 9 sem þýðir að ég fer að sofa eftir hálftíma - tveir tímar frá inntöku að svefni. Rosalega sniðugt að geta stjórnað svefninum svona - eða mér finnst það allavega.
- Á morgun verður vekjaraklukkan stillt kl. 9 og þá er planið að vakna og byrja að læra, borða morgunmat og fara í sturtu.
- Halda áfram að læra til klukkan 16.
- Vinna frá 16 og þangað til einhvern tímann... Er hætt að reyna að höfða til samviskunnar í þessu liði þarna og vinna bara það sem mér ber og ekki mínútu lengur. Ég er endalaust tilbúin til að vinna en fæ ekkert á móti. Góðmennska mín í garð vinnunnar er horfin!
Og svona verða dagarnir út þessa viku nema á föstudaginn vakna ég fyrr því prófið byrjar kl. 9.
Var þetta ekki skemmtilegt?
Held þetta sé komið gott í bili. Skal blogga fljótlega aftur þegar ég hef verið rosalega dugleg að læra :) Díll? Ok frábært :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2006 | 15:09
Workin' my ass off
ég læsti blogginu mínu í sólarhring vegna þess að ég skrifaði færslu sem ég vildi ekki að allir læsu. En af því að ég fekk svo fáar heimsóknir ákvað ég að opna bloggið aftur og eyða bara út nyjustu færslunni.
Annars er nú fátt að frétta - ég er í verkefnavinnu dauðans, fyrsta prófið er næsta föstudag í aðferðafræði, annað frá mánudegi til þriðjudags og svo lokaprófið frá 18.-19. desember. Það er kannski ákveðinn léttir að klára prófin á afmælisdaginn sinn... en það verður gaman að skila prófinu... og geta þá átt alvöru afmæli :)
Afmælið mitt verður haldið hérna heima örugglega föstudagskvöldið 15. desember. Vil ekki halda það á laugardeginum útaf ksf-fundi og svona. Þá byrjar það svo seint og ég nenni því ekki. Vil líka hafa laugardag og sunnudag til að læra fyrir síðasta prófið. Útvaldir fá sent sms - eða ég býð þeim á msn.
Helgin fer í lærdóm, smá vinnu, afmæli og Thanksgiving matarboð hjá ekta Könum. Hef alveg verið í Bandaríkjunum á Thanksgiving en bara hjá Íslendingunum mínum og ég er orðin soldið spennt :)
Í gær fór eg þrisvar í sturtu!!
Og núna ætla ég að fara í fyrstu sturtuna í dag og taka mig til fyrir afmælið/vinnuna... taka verkjalyf því ég er komin með mígreni og sjá svo til hvernig kvöldið endar... spennandi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2006 | 23:55
Gettin' old
Núna eru aðeins 22 dagar þangað til ég á afmæli. Mér finnst það eiginlega of stutt, ég er ekki að meika að verða 25 ára gömul!! Finnst það alveg skelfileg örlög - einhleyp og sé ekki fram á að það breytist í náinni framtíð, barnlaus en finnst það í sjálfu sér ágætt - og ekki orðin neitt. Ég hef engar áhyggjur af þessu þannig en það breytir því ekki að oft langar mig að hafa einhvern hjá mér til að hugsa um mig vegna þess að ég er ófær um það sjálf.
Ég ætla að halda upp á afmælið mitt, bara hérna í skókassanum mínum. Mamma mín er alveg búin að skipuleggja þetta og hún er búin að plana hvað hún ætlar að baka. Ég held hún ætli meira að segja að koma hingað og þrífa áður en afmælið verður. Afmælið verður sennilega haldið helgina áður en ég á afmæli vegna þess að mér finnst alveg ómögulegt að halda afmæli á jólahelginni. Finnst það frekar kjánalegt. Þetta kemur allt í ljós.
Nú er prófatörnin að ganga í garð. Ég fer í þrjú próf en eyði í þau fimm dögum. Það eru heimapróf í báðum íslenskuáföngunum mínum. Höfum alveg 30 tíma í hvort próf. Vona að það komi ágætlega út. Ég á eftir eitt verkefni í áfanganum mínum í HÍ og svo lokaritgerðina. Tæknilega hef ég fram yfir áramót til að skrifa hana en er að hugsa um að reyna að sleppa við það. Langar að klára hana sem fyrst. Svo er ein mappa í íslenskukennslu sem eru okkar hugleiðingar um hvers vegna við viljum verða kennarar og fleira svona kjánalegt en þessu verðum við að skila þegar við sækjum prófið. Ég á nú frekar mikið eftir af þessari möppu og vikan fer bara í þetta... og smá prófalestur líka.
Ég er enn að vinna eins og brjálæðingur en núna er ég komin í frí frá öllu kirkjustarfi og er mjög fegin því. Húsasmiðjan tekur allan frítímann minn. Var að vinna um helgina og ji minn einasti eini. Það var ógeðslega mikið að gera! Hef aldrei séð annað eins!! Grey kassastrákarnir mínir dásamlegu - þvílíkt álag á þeim. Ég þoli ekki dónalega kúnna!! En sem betur fer var annar uppáhalds kassastarfsmaðurinn minn þarna og hann reddaði fyrir mér deginum bara með þvi að vera hjá mér. Einnig voru þarna fleiri uppáhalds...
Það er verið að bæta á mig nýju lyfi útaf mígreninu. Skil ekki alveg forsendurnar fyrir því. Er að hugsa um að fara í allsherjar rannsókn eftir áramót. Mígrenið mitt hefur breyst soldið. Í staðinn fyrir að fá oft svona 'lítil' köst þá fæ ég aðeins sjaldnar rosalega vond köst þar sem ég steinligg algerlega og get ekkert gert - ekki einu sinni sofið. Ég veit ekki alveg hvenrig mér líkar þessi þróun ef ég á að segja alveg eins og er. Það fer oft alveg einn til tveir sólarhringar í nýju köstin og ekkert bítur á þetta. Maður nær ekki að koma sér neitt fyrir eða neitt, það er vont að liggja og allt ómögulegt, ekkert hljóð leyfilegt og ljós bannað. Fékk svona kast um daginn og var svo stutt frá því að hringja í mömmu kl. 3 um nótt og segja henni að koma og vera hjá mér. Óþolandi alveg.
Ég veit ekki hversu mikið verður um blogg næstu daga því það eru próf að nálgast og ég þarf að vinna af mér vinnuhelgina mína og það geri ég næstu helgi.
Þangað til næst - hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar