5.8.2006 | 21:44
sól sól skín á mig
Neistaflug er æði!!!! Frikki sótti mig á Egilsstaði í gær kl. 8 og við fórum í Grillskálann eða eitthvað til að ég gæti étið. Þar hitti ég bekkjarsystur mína frá því í fyrsta bekk í Kennó. Hún og kærastinn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að kíkja á Kárahnjúka. Ég nenni ekki að skoða þá - má velja hvað við gerum á mánudaginn og mig langar ekkert sérstaklega að skoða Kárahnjúka. Við keyrðum sem leið lá frá Egilsstöðum til Norðfjarðar og ég varð bílveik á leiðinni og alvarlega lofthrædd!! Meika ekki svona fjallavegi! Það er svo langt niður. Við vorum komin hingað um 9 og kl. 10 byrjaði Queen Show! Það var einhver staðarhljómsveit með Jónsa og Felix Bergssyni í fararbroddi. Það var ekkert smá gaman! Jónsi er bara snilld - var með áteiknað yfirvaraskegg til að líkjast Freddie Mercury meira og var bara ofurflottur. En hann jafnast ekkert á við Felix! Maðurinn er alvarlega flottur!!! Við Frikki fórum aðeins heim til hans á milli showsins og ballsins og fengum heimsókn frá fjórum mönnum sem allir voru hver öðrum flottari - og eldri. Sá elsti alveg hrikalega flottur!! Fórum svo á ballið og ég var svo þreytt að ég dansaði ekkert en hafði þeim mun meira gaman af að horfa á hljómsveitina og fólkið. Planið er að dansa meira í kvöld en þá er Skítamórall að spila.
Í morgun vaknaði ég um 10 - sef alltaf illa fyrstu nóttina á nýjum stað. Ég fékk að sofa í rúminu hans Frikka og hann svaf á vindsæng inni í stofu/eldhúsi. Ég fór ekki almennilega fram úr fyrr en rúmlega tólf og þá fór ég í sund. Veðrið í dag var alveg geggjað - sól og blíða. Svitinn gjörsamlega lak af mér á leiðinni í sundlaugina - hef aldrei upplifað það af smá göngu - svo mikill var hitinn. Það voru ekkert voðalega margir í sundi og því nóg pláss í heita pottinum. Það var æðislegt. Sneri meira að segja rassinum í sólina - og fékk far :) Núna er ég ekki lengur eins og homeblest kex :) Ég var í sundi í um 2 tíma og það var svo gott! Við Sólveig fengum skammir fyrir umræðu sem eiginlega átti sér ekki stað í sundlauginn í Húsafelli um daginn (sjá Neyðarlegt) en í pottinum í dag voru svona sjö 18-19 strákar og voru að ræða mjög opinskátt um kynlíf og margt því tengt. Áhugavert á að hlýða :) Nennti samt ekki að skamma þá fyrir umræðurnar :)
Hlírabolur og gular hnébuxur voru klæðnaðurinn minn í dag! Eftir sundið var eitthvað um að vera á sviðinu en við fórum og fengum okkur að borða og sáum Skímó í pool. Svo sáum við þá í blautfótbolta. Mjög gaman að horfa á þá í blautum fötum spila fótbolta. Svo er ball með þeim í kvöld og verður örugglega geggjað.
Ég var spurð um skilríki í gær - á 18 ára balli!!!! Hvað er málið???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.8.2006 | 18:12
bænarefni
Þá er djammhelgi ársins mætt á svæðið og ég þar afleiðandi í fríi. Það var voða ljúft að pakka niður í morgun vitandi það að fríið væri alveg heilir 5 dagar! Við erum reyndar að hugsa um að fara uppeftir á þriðjudeginum/kvöldinu til að hafa það kósý áður en unglingaflokkurinn byrjar. Ævintýraflokkurinn var frábær og ég var með æðislegt bænaherbergi - fyrir utan eina. En það var hægt að leiða það hjá sér.
Mér er lífsins ómögulegt án þess að skemma nokkuð! Ég skil þetta ekki!!! Hvernig er þetta hægt??? Ég þvoði eina vél í gær uppfrá og óvart fór varasalvi með :-/ sem þýðir fitublettir í fötum og leiðindi! Svo ætlaði ég að athuga hvort blettirnir næðust úr þegar ég kom heim í dag, en alveg óvart fór gult pils með og litaði. Pilsið er orðið grænt og sömuleiðis eitt handklæði og fleiri föt! Hversu seinheppinn er hægt að vera?
Nú er ég búin að pakka fyrir ferðina mína austur og er alveg að fara að leggja af stað út á flugvöll!! Eins gott að það sé gott veður þarna - tók ekkert af utanyfirfötunum mínum með úr Ölveri.
Mig langar að biðja ykkur fyrir bænarefni. Þannig er mál með vexti að vinur vinkonu minnar greindist með krabbamein í byrjun júní og var lagður inn á spítala í morgun. Viljið þið biðja fyrir honum og fjölskyldu hans?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2006 | 19:50
Neyðarlegt
Við fórum í óvissuferð í dag með stelpurnar. Ævintýraflokkar eru æðislegir - allt svo afslappað og fjölbreytt. Við fórum að skoða Hraunfossa og Barnafoss, hellinn Víðgelmi, þar sem við borðuðum nestið okkar og svo fórum við í sund í Húsafelli. Við sátum þarna umkringdar útlendingum, við foringjarnir og svo stelpurnar. Loftdýnan sem er fyrir utan sundlaugina hafði meira aðdráttarafl en sjálf laugin þannig að flestar voru farnar upp úr áður en við rákum þær upp úr. Þar sem það eru aðeins 5 sturtur í sturtuklefanum sendum við restina af börnunum á undan okkur og þar með vorum við Sólveig síðastar upp úr pottinum.
Þar sem öll börnin voru farin fórum við að ræða mikilvæg málefni - sumt bara í venjulegri tónhæð en annað í hálfum hljóðum. Við héldum að við værum umkringdar útlendingum - höfðum heyrt í fólkinu í kringum okkur tala dönsku og þýsku. Við vorum bara þarna að ræða merkileg málefni og allt í einu er gripið fram í okkur: "Svona á ekki að vera að ræða í sundi, stelpur!!" Við vorum svo vissar um að við værum einu íslenskumælandi fólkið í pottinum að við pældum bara ekkert í því. En ég get þrátt fyrir það fullvissað ykkur um það að ekkert krassandi var í raun og veru sagt upphátt. Það sem var svo merkilegt var hvíslaði í eyra Sólveigar og ekki nokkur leið að maðurinn hafi heyrt í mér!! Handahreyfingarnar gætu hins vegar hafa komið upp um okkur og svo heyrði hann glefsur af samtalinu - sagðist samt ekki hafa verið að hlusta! Vi' sögðum við hann að við hefðum verið svo vissar um að við værum einu íslenskumælandi fólkið þarna og að við hefðum heyrt hann tala dönsku - og þá var það alveg rétt hjá okkur - hann var að tala við danska ættingja. Nokkuð myndarlegur maður - þrátt fyrir afskiptasemina ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.7.2006 | 12:12
brúðkaupið
Brúðkaupið í gær var ekkert smá fallegt!! Augun full af tárum á meðan á athöfninni stóð og gott ef ekki lengur!! Hlín var ekkert smá sæt og Þorgeir alveg ótrúlega myndarlegur. Veislan var mjög fín, góður matur og skemmtilegt fólk - allavega á borðinu okkar. Veislustjórinn var fyndinn - feitabollubrandarar hjá frekar grönnum manni eru samt ekki að gera sig! Við vorum lengi eftir að veislunni lauk formlega en þá var Gleðisveit Guðlaugar að spila. Það var ágætt og var mér boðið í einn dans af áðurnefndum veislustjóra. Við Sólveig vorum eiginlega síðastar út úr veislunni - ásamt fjölskyldum brúðhjónanna.
Við fengum að fara í gærmorgun rétt um 10-leytið. Við fórum báðar í Kringluna og skoðuðum okkur um. Rúmir tveir tímar fóru í allt sem ég þurfti að gera fyrir brúðkaupið eftir að heim kom: háreyðing, sturta, plokka augabrúnirnar smá, pota í mig augunum, mála mig og klæða. Fór svo til Fiffa og komst að því að ég kann ekki að strauja pils þannig að hann gerði það fyrir mig! Takk Fiffi :* Mætti í kirkjuna á undan brúðinni og þaðan í veisluna.
Fríinu okkar lýkur held ég í kringum kvöldmatinn - án þess þó að ég sé alveg viss. Fer uppeftir bara þegar það hentar. Man ekki einu sinni á hvaða plani ég er, jú, held að ég sé á plani þrjú. Ég ætla að hitta Frikka á eftir og borða með honum. Við vorum eitthvað að spá í að fara í sund en ég veit ekki hvort við nennum því... Á heldur ekki hrein handklæði.. er að fara að vinna í því samt núna. Nærfötin mín voru í þvotti og ég held að þau séu búin..
Hafið það gott - þangað til næst :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.7.2006 | 13:39
shortari
Ég fæ ekki eins langt frí og ég gerði ráð fyrir um helgina - það er eitthvað vesen hjá stelpunni sem á að leysa mig af og hún þarf víst að fara heim á laugardagskvöldinu. Þá er ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að mæta hingað uppeftir um nóttina bara. Það samt eiginlega skemmir soldið plönin mín :-/ en það verður bara að hafa það - reyni að láta þetta hafa sem minnst áhrif ;)
Af hverju getur fólk ekki bara spurð eða beðið um hlutina í stað þess að fara í kringum þá eins og köttur í kringum heitan graut? Ég þoli ekki þegar fólk vill eitthvað en getur ekki sagt það heldur ýjar að því þangað til maður gefst upp á vandræðaganginum og bíður þeim það sem þau eru að biðja um!!
Ég kveikti á tölvunni minni í morgun og kíkti á msn-ið og fannst frekar skrítið að sjá Jón Bjarna (vin hans Fiffa) á msn og hvað þá að hann væri merktur vinnunni því ég var svo viss um að það væri laugardagur í dag!!
Ég er að hugsa um að leggja mig smástund.. ég er nefnilega á næturvakt í nótt og fæ ekki útsof í fyrramálið því það er skiptidagur. Þarf að vakna og þrífa eins og allir hinir kl. 8 í fyrramálið :-/ Annar veisludagurinn í röð sem ég er á næturvakt og annað útsofið mitt í röð sem fer fyrir lítið!!
Ölver | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.7.2006 | 17:06
ónýtur dagur
Viðburðarríkur dagur að baki. Æ ég segi það nú kannski ekki en samt.. gerðist allavega eitthvað smá. Ég skrapp í Borgarnes í annað sinn á þremur dögum og keypti það sem mig vantar fyrir helgina. Hef svo lítinn tíma frá því ég losna heðan og þangað til brúðkaupið byrjar. Tíminn sem ég hef heima fer í háreyðingu, sturtu, fegrunaraðgerðir og kannski að strauja pilsið mitt.. Fer eftir því hvort straujárnseigandinn muni eftir því að hann var búinn að leyfa mér að nota straujárnið sitt - kemur i ljós.. annars mæti ég bara í krumpuðu pilsi :) Hverjum er ekki sama :)
Ég fór sem sagt í Borgarnes til að kaupa:
- skartgripi þar sem ég á eiginlega ekkert í stíl og fann svoleiðis í Kristý.
- maskara þar sem minn er ónýtur
- gloss af því að mig langaði í nýtt
- yfirborðsnaglaþjöl - af því að neglurnar mínar eru ógeð
- og síðast en ekki síst kók því ég er alveg að verða búin með lagerinn.. þarf það nú ekkert sérstaklega fyrir laugardaginn neitt en better be safe than sorry :)
Ég elska þessa uppfinningu sem þráðlaust net er. Ef ég hefði ekki netið til að hanga á þá myndi ég eyða öllum fríum í að sofa sem er ekki vinsælt því þá sef ég illa í nóttinni. Ef ég les þá sofna ég oftast og ég sofna alltaf yfir sjónvarpinu. Tölvan mín er sem sagt eini bjargvætturinn minn frá svefninum ógurlega :)
Ég er samt orðin ofurþreytt og verð sennilega hundleiðinlegur gestur hjá Frikka þarnæstu helgi. En það verður bara að hafa það.
ALMÁTTUGUR MINN!! éG ER EKKI BÚIN AÐ FARA Í STURTU Í DAG!!! Ji minn einasti eini!!! Trúi þessu ekki! Steingleymdi því :-/ Nú er dagurinn ónýtur!! kemst ekki núna.. börnin eru í heita pottinum/sturtu :-/ Drasl í bala!!
Ölver | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2006 | 21:36
Neistaflug
7. flokkur farinn og sá áttundi mættur á svæðið. Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð fegin að sjá á eftir þeim í morgun. Það er ekki að spyrja að því - sólin eltir prestsfrúna í Keflavík hvert sem hún fer. Daginn sem hún átti að koma uppeftir kom sólin og var hjá okkur alla vikuna. Og sólin fylgdi henni eiginlega í burtu líka. Það var ekki nógu bjart/mikil sól fyrir sólbað í dag. Myndin er tekin í gönguferð að Stóra steini í byrjun síðasta flokks og hún er af mér, Sólveigu og Örnu.
Stelpurnar sem komu í dag eru hrikalega litlar, þær yngstu 5 ára að verða 6 og þær elstu að verða 9 ára. En þetta er bara fjögurra daga flokkur þannig að það er allt í lagi. Er nú þegar búin að hitta eina með heimþrá en það fór þegar ég byrjaði að tala um eyrnalokkana hennar.
Dagurinn í dag hefur samt ekki verið neitt voðalega góður. Ég var á næturvakt í nótt og síðasta barnið sofnaði rétt um 2 og af því að í dag var skiptidagur þá þurfti ég að vakna kl. 8 eins og hinir. Finnst ekkert að því þannig lagað og auðvitað tek ég þátt í þrifunum en ég vaknaði með dúndrandi mígreni í morgun og er búin að vera að deyja í allan dag. Ég lagði mig eftir að stelpurnar voru farnar en það hjálpaði ekkert til og þurfti að fara í Borgarnes til að kaupa mér eyrnalokka - ég er nefnilega búin að týna öðrum helmingnum úr báðum pörunum sem ég er með hérna. Sólveig fór með mér og við stoppuðum svo á Mótel Venus til að borða. En þvílík vonbrigði - það voru bara pizzur í boði í dag, ekki fiskurinn þannig að við pöntuðum hvítlauksbrauð sem var ekki hvítlauksbrauð heldur eitthvað annað :-/ Það var ekki einu sinni hvítlauksbragð af þessu!!
Verslunarmannahelgin mín er ákveðin! Ég pantaði mér flug austur og fer á Neistaflug á Neskaupstað. Ég verð hjá Frikka yfir helgina :) Hann er búinn að lofa mér mikilli skemmtun og gleði :) Eins gott hann standi við það :) Ég verð hjá honum frá föstudeginum og fram að mánudagskvöldi minnir mig. Svo hef ég einn og hálfan dag í bænum áður en ég kem aftur hingað uppeftir í síðasta flokkinn. Þetta fer nú samt alveg að verða búið :)
Ölver | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2006 | 00:51
draumaprinsinn?
Viðburðarríkur dagur að baki! Fékk heimsókn í dag frá Hlín vinkonu og það var ótrúlega gaman. Gott að hafa einhvern til að tala við - þótt það sé ekki nema tveir og hálfur tími. Í kvöld fór ég svo á slysadeildina á Akranesi með sjúkrabíl. Ég var nú ekkert slösuð heldur var ég að fylgja einu barni þangað. Það gekk mjög vel og stelpan bara hress. Ég var á slysó í næstum því þrjá tíma og missti af bænaherbergi og náttfatapartýi. Ég græt það nú ekkert rosalega, verð að viðurkenna það.
Sólin hefur heldur betur heilsað upp á okkur undanfarna daga. ég er búin að taka þvílíkan lit og hlakka til að fara í outfittið sem ætlað er brúðkaupinu hennar Hlínar því það fer örugglega mjög vel við brúnan líkama minn :)
Ég er búin að ætla að blogga í marga daga um eitthvað geðveikt merkilegt en man ekkert hvað það er. Ég kom með þá kenningu um daginn að heilinn í mér væri laus. Ég þurfti eitthvað að hoppa og fannst heilinn skoppast til... Er viss um að hann sé laus inni í hausnum.
Þurý, konan hans Hafsteins formanns Ölversstjórnarinnar, er búin að finna handa mér framtíðarmanninn. Sonur hennar er 15 ára - á leið í 10. bekk og henni finnst alveg tilvalið að ég giftist honum bara. Ég á að berja úr honum gelgjuna - herbergið hans er bleikara en öll bleik stelpuherbergi sem ég hef séð um ævina og hann valdi litinn sjálfur. Ætli hann sé draumaprinsinn? Ég efast nú satt að segja um það.. Hann er enn ekki fundinn.. og leit stendur yfir að honum.. samt engin brjáluð leit - en það má alltaf líta í kringum sig :)
Ég er með geðveikan húmor!! En Írena Rut er ekki sammála mér :) En mér finnst ég ógeðslega fyndin :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.7.2006 | 02:10
brunarústir
Sólin heiðraði okkur heldur betur með nærveru sinni í dag!! Ég var í gönguferðarfríi í dag og lét renna í pottinn fyrir mig. Sat þar ein í góðan hálftíma og naut sólarinnar. Guðbjörg ráðskona kom svo til mín og Írena líka.. en hún kom samt ekki ofan í. Sem var kannski eins gott því ísbíllinn mætti á svæðið og hún þurfti að taka á móti ísnum. Við Guðbjörg fengum svo ís í pottinn :) mmmm twister er bestur! Ég var búin í fríinu kl. 3 og fór þá á móti stelpunum í gönguferðinni og mætti þeim á miðri leið og gekk bara til baka með fyrsta hollinu. Við tók tími sólbaða og enn meiri sólbaða.. enda ber ég þess merki að hafa verið mikið í sólinni í dag. Ég er brunnin á nebbanum og í kinnunum, á bringunni og aðeins á öxlunum. Það verður orðið ágætt á morgun því þá tekur við meira sólbað :)
Ég var með linsur í dag til að fá ekki gleraugnafar.. það er mest nördalegt í heimi - það er nú samt ekkert svo merkilegt.. er alveg með þær stundum.. nema hvað að þegar ég er að taka þær úr rifnar linsan sem er í vinstra auganu og annar helmingur hennar er ENNÞÁ inni í auganu og böggar mig ekkert lítið!! *pirr* og ég næ henni ekki.. Mig svíður í augað og þetta er ekki gott.
Ljóta verslunarmannahelgi!! Alveg bögg - ég veit ekkert hvað eg á að gera!! Enda örugglega á því að gera ekki rass í bala!! en það verður bara að koma í ljós...
Ætla að fara að koma mér í svefninn.. allar stelpurnar löngu sofnaðar.. ég er á næturvakt.. en maður hangir endalaust í tölvunni. En ef ég hefði hana ekki væri ég samt pottþétt enn vakadi - bara með bók í hönd..
Ölver | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.7.2006 | 23:53
aðhlátursefni
Þvílíkir leiksigrar sem ég vann í gær! Ég hef ekki leikið í leikritum á veislukvöldum síðan 2000 ef frá er talið leikritið þar sem ég stóð uppi á borði í bikiníinu einu fata og ætlaði að synda í tjörninni - en það reyndar átti sér stað alveg 8 sinnum í fyrrasumar. En í gær lék ég í öllum atriðunum, svei mér þá, við mikla kátínu stelpnanna. Þetta var mjög gaman þótt ég vildi helst sleppa við allt svona. En það er ágætt að missa sig alveg í gleðinni eitt og eitt kvöld.
Ég fór með rútunni í morgun og stoppaði alveg heila þrjá tíma í bænum. Þeir reyndar fóru ekki alveg í súginn - foreldrar Magneu skutluðu mér heim og ég fór í sturtu, henti mygluðu mjólkinni og lagði mig smá yfir Cinderella Story. Mamma kom svo heim og við fórum saman á Kentucky í Skeifunni og vesenuðumst aðeins saman - ég keypti linsur og kók og eitthvað. Það var ótrúlega gott að hitta mömmu - frábært að hún skyldi þurfa að vera í bænum akkúrat í dag :) Mamma skutlaði mér svo á Holtaveginn og þar hitti ég Gulluna mína! Það var æði! Þessi vika verður snilld - vantar bara að Iðunn sé hérna og þá værum við allar sameinaðar síðan í fyrra :)
Lífið hérna er svo takmarkað að ég hef eiginlega bara ekkert að skrifa um. Forstöðukonan sem var hérna í síðasta flokki var æðisleg! Ég er svo ánægð með hana og hvernig hún stjórnaði hlutunum hérna. Hún er kennari og örugglega alveg frábær sem slíkur. Svona langar mig að verða - geðveikur kennari sem virðing er borin fyrir.
Írena Rut kom hlæjandi inn í herbergið mitt og kallaði mig nörda og síðan hló hún ennþá meira þegar hún sá undirhökuna mína. Hún sagði að ég væri með feita undirhöku!! Það er bara eitthvað alltaf verið að hlæja að mér.. skil ekkert í þessu. Gott að geta skemmt öðrum og hafa þar með einhvern tilgang í þessum heimi :)
Ölver | Breytt 20.7.2006 kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 46626
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar