21.12.2009 | 00:24
Endurvakning
Nú veit ég ekkert hversu margir muna eftir þessari slóð en einhverjir ættu að vera með mig sem bloggvin og sjá þá kannski að ég sé búin að blogga á þessu svæði.
Ég fékk allt í einu einhverja brjálaða þörf fyrir að tjá mig... sem er ótrúlega merkilegt þar sem ég hef yfirleitt ekkert að segja!
Ég átti afmæli í gær (laugardag) og er orðin 28 ára. Ég einhvern veginn ímyndaði mér að þegar ég yrði *svona gömul* þá hefði ég kannski afrekað eitthvað meira í lífinu heldur en ég hef þegar gert. En það hlýtur nú að rætast úr því áður en langt um líður.
Ég hef mikið verið að lesa undanfarið og reyndar alveg óvenjumikið núna. Ég kaupi flestar þær bækur sem mig langar í en yfirleitt þegar þær eru komnar í kilju. Það er svo miklu auðveldara að halda á þeim fyrir sjóndapurt fólk eins og mig (ég les ekki með gleraugun þegar ég ligg í rúminu) og miklu léttari að ferðast með (ég tek bækurnar alltaf með mér í vinnuna og les í kaffitímum). Um daginn las ég Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af honum og bókin stóðst alveg væntingar. Ég er núna í þríleiknum um fólkið á Neshov, Berlínaraspirnar, Kuðungakrabbarnir og Á grænum grundum eftir einhverja norska gellu.Þær eru ágætar. Ég er alveg að verða búin með bók númer tvö ætla að vinda mér í síðustu bókina eftir að ég verð búin að lesa bækurnar sem ég ÆTLA að fá í jólagjöf. Ég er líka að lesa Ódáðahraun eftir Stefán Mána og hún kom mér á óvart. Ég las nefnilega Skipið eftir hann og líkaði hún ekki, fannst hún hreint rugl en Ódáðahraun er mjög góð, allavega enn sem komið er.
Á morgun ætla ég að skreppa á Stakkaborg og kíkja á gömlu vinnufélagana og krakkana mína. Ég sakna þeirra enn alveg ótrúlega mikið og hlakka mikið til að hitta þau og fá knús frá litlu grísunum mínum.
Er þetta ekki komið gott svona í fyrstu færslu eftir langt hlé?
Takk fyrir mig :)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endurvakning? Ertu þá svona uppvakningur??
Óskar Arnórsson, 21.12.2009 kl. 06:28
líst vel á þig
Guðrún , 3.1.2010 kl. 04:19
hehe..
Óskar Arnórsson, 3.1.2010 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.