Sumarið mitt

untitled-7_15592.jpg

Ég ákvað að eyða síðustu færslu út þar sem ég var ýkt pirruð þegar ég skrifaði hana. Og það eru bara 13 manns búnir að skoða síðuna mína frá miðnætti þannig að það er allt í lagi Brosandi 

Þessi óútskýrði verkur sem ég er með ákvað að hverfa bara akkurat eiginlega ekki neitt í gær, held ég hafi náð þremum verkjalausum tímum á vaktinni í gær. Enda gerði ég nú mest lítið í gær og meikaði stundum meira að segja ekki að afgreiða viðskiptavinina. En þetta reddaðist nú allt saman - á svo ótrúlega frábæran kassastarfsmann sem reddaði þessu bara Brosandi

Núna eru bara þrír virkir dagar og tvær helgar eftir í þessari vinnu. Er búin að fá frí á sunnudaginn vegna próflesturs en ætla að reyna að losna við laugardagskvöldið líka. Fékk alveg áfall um daginn þegar ég heyrði að fólk hefði komið grátandi út úr prófinu í fyrra Gráta Vona að það verði ekki uppi á teningnum núna. 

Það fer alveg að styttast í sumarið mitt. Held það séu svona 34 dagar þangað til fyrsti flokkurinn kemur upp í Ölver. Ég hugsa samt að ég verði farin uppeftir einhverjum dögum áður, og njóta þess að vera fáir í kofanum, fara í pottinn og klára að ganga frá og svoleiðis. Ég verð fyrstu fjórtán dagana, 6. -  20. júní, kem í bæinn í viku 20. - 27. júní,og verð þá að vinna í Húsasmiðjunni, fer aftur upp í Ölver í viku, 27. júní - 4. júlí, og kem svo aftur í vikufrí, 4. - 11. júlí og fer svo uppeftir í þrjár vikur frá 11. júlí - 4. ágúst og fæ frí um verslunarmannahelgina og fer svo aftur uppeftir í eina viku frá 9. - 16. ágúst. Þetta verður stuð. Ég veit samt ekki alveg hvort ég nenni að vinna í fríinu mínu en ég hef ennþá smátíma til að ákveða það. Er búin að segjast ætla að koma en veit ekki hvort ég nenni því í alvörunni...

Ég er á leið til Keflavíkur svona þegar ég drullast framúr og í sturtu. Systir mín er flutt til Keflavíkur og ég er að fara þangað til að passa prinsinn minn á meðan mamma hans lætur dekra við sig svona rétt áður en hún fer til útlanda Brosandi Þau eru að fara til Spánar á laugardaginn í 16 daga! Ég verð nú að viðurkenna að ég öfunda þau alveg smá sko... Engin utanlandsferð handa mér í sumar... En ég og Bjarni erum jafnvel að spá í að fara í helgarferð eitthvert í haust.. af því að við virðumst vera eina fólkið sem fer ekki neitt í sumar Óákveðinn

Ætla að drulla mér í sturtu Glottandi

Ég lofaði að birta niðurstöðurnar úr könnuninni á hinu blogginu mínu:

Áttu hjálpartæki ástarlífsins?

Já, ég á egg!  66

Já, ég á dildo! 2%

Jebb ég á þrjú eða fleiri!!  6%

Jebb, ég á heilan dótakassa/skúffu!  4%

Nei glætan!!  21%

47 tóku þátt.. og flestar af stelpunum virðast eiga egg á meðan 21% segja glætan!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég get ekki beðið eftir að komast í sólina..mmmmm
og hlakka nú til að sjá þig í dag!!

ázta (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 11:40

2 identicon

Ójá, það eru sko ALLIR að fara út eða eru búnir að fara út á þessu ári. Ég þarf að taka mig til og skrifa niður lista yfir þá sem ég þekki sem hafa/eru að fara út.

Ég held að það sé tilvalið að gera það þegar maður þarf að læra undir próf ;)

Bjarni (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 13:10

3 identicon

Jæja þið bjarni eruð alveg að gleyma mér. ekki er ég ad fara neitt út. góðir vinir sem maður á.

Jóhanna M (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 13:34

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Við erum ekkert að gleyma þér... Þú fórst nú út í haust.. Það eru milljón ár síðan ég hef farið til útlanda.. Þetta eru nú bara umræður ennþá... við vitum ekkert hvort við eigum pening fyrir útlandaferð :-/

Þjóðarblómið, 3.5.2006 kl. 13:37

5 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ohhh, Afríka beibí.......koddu bara með Þóri ;)

Heyrðu, góð könnun annars...verst að ég vissi ekki af henni!! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 3.5.2006 kl. 19:26

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Hvað meinaru Tinna? Hún var á blogginu mínu í svona 3 vikur eða eitthvað?? Ég á ekki til orð! En það er allt í lagi...

Þú segir okkur bara núna hvaða valkost þú myndir velja!

Þjóðarblómið, 3.5.2006 kl. 19:39

7 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

jæja. 34 dagar í paradís :) dásamlegt :D

gekk vel í prófinu í dag. tremmaði þetta þokkalega í hel sko (H)

ég fer heldur ekkert í sumar. bara vinna og vinna :) þarf ekki að fara neitt því ég er svo ung. annað en sumir *hóst*Þóra*hóst*;) hehe :p

Guðbjörg Þórunn, 3.5.2006 kl. 21:40

8 identicon

Bara minna þig á það Þóra mín að það er eins gott að þú fáir frí frá Ölveri laugardaginn fyrir verslunarmannahelgina!

Hlínza (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband