Árið 2006

Ég sit í mestu makindum í sófanum mínum og drekk kók, borða kex með hvítlauksosti og horfi á Ally McBeal og hugsa að það sé alveg bráðnauðsynlegt fyrir mig að blogga núna. Kannski af því að ég hef ekkert betra að gera en að spila Bubbles eða ég nenni ekki að fara að sofa. Þið megið velja hvort. En ég ætla að stikla á stóru yfir árið sem var að líða. Njótið vel:

Janúar.
Árið hófst með kossi frá þeim sem ég elskaði, góð byrjun. Í byrjun janúar varð dauðsfall fyrir vestan sem hafði áhrif inn á heimilið og það ásamt mikilli vinnu kostaði andvökunætur - þó aðallega hjá karlhelmingi þessa heimilis. Skólinn gekk sinn vanagang, fyrri áheyrnarvikan var í janúar og þar fyrir utan eðlilegur skóli. Vinna við undirbúning á Carmen tók sinn tíma og því sá ég kærastann minn frekar lítið. Ég vann í 10-11 nokkra daga í viku og naut þess að vera til.

Febrúar.
Seinni áheyrnarvikan í Ísaksskóla átti sér stað í febrúar, en hún var algerlega tilgangslaus. Það reyndist mér einstaklega erfitt að halda mér vakandi en ég vil meina að hafi ekki eingöngu verið mér að kenna. Vinna við undirbúning á sýningu Íslenska Dansflokksins var á fullu og í minningunni hitti ég Fiffa tvisvar á dag - þegar ég fór í skólann og svo þegar hann kom heim seint um nótt og ég vaknaði við hann. Það þarf ekki endilega að vera að þetta hafi verið alveg svona slæmt en mig minnir það samt. Og á einhverju tímabili var þetta það mesta sem við sáum hvort annað.  

Mars.
Árshátíð KSS og KSF laugardaginn 4. mars, þangað fór ég ein enda sýning í gangi og kærastinn upptekinn þar. 9. mars var árshátíð Kennó og þangað fór ég líka ein, kærastinn á Selfossi að vinna við einhverja sýningu. Þessa sömu nótt (þegar bæði eru komin heim) hættum við saman. Erfiður tími fór í hönd, helginni eyddi ég í Keflavík hjá mömmu og pabba og á mánudeginum hófst vettvangsnámið í Ísaksskóla. Þrátt fyrir að vera í mikilli sorg bitnaði það aldrei á vettvangsnáminu sem slíku. Tveimur vikum síðar lauk vettvangsnáminu og Fiffi flutti út. Fimm mánaða sambúð lokið. 

Apríl.
Í fyrsta sinn í langan tíma hafði ég ekkert að gera um páskana og ég fór ekki á skólamót. Eg gerði ekkert af viti annað en að vinna bæði í 10-11 og Húsasmiðjunni og var að vinna allar helgar þangað til í júní. Ég ákvað líka að gefa kost á mér sem full-time starfskrafti í Ölveri og fékk 8 flokka sem foringi. Var komin með tvo flokka en bætti við mig 6. Skólinn einkenndist af mikilli verkefnavinnu.

Maí.
Lokapróf, lærdómur og vinna. Tvær vinnur og próf í skólanum. Sunnudagaskólanum lauk mér til mikillar gleði. Jóhanna María varð 25 ára sem þýddi að sjálfsögðu að það sama mundi gerast fyrir mig seinna á árinu. Ég fékk loksins að hætta í 10-11 og eftir prófin vann ég fulla vinnu í Húsasmiðjunni.

Júní.
Ölver - sumrinu eyddi ég þar og fátt markvert gerðist. Ég afrekaði jú að klessa bílinn minn á heimleið úr öðrum flokki. Hann var ökufær og ég komst með hann til Keflavíkur þar sem pabbi fann handa mér annað húdd og réttaði brettið mitt. Benóný minn varð eins ár - mikið líður tíminn hratt!  

Júlí.
Sumarið rúmlega hálfnað - og fullt af skemmtilegu fólki búið að koma og vinna í Ölveri. Allir flokkarnir næstum því fullir og margt skemmtilegt að gerast. Það markverðasta er þó brúðkaup Hlínar og Þorgeirs þann 29. júlí. 

Ágúst.
9. flokkur kláraðist rétt fyrir verslunarmannahelgi og eftir hann fór ég heim, pakkaði fötum niður í tösku og tók flugið austur á Egilsstaði þar sem ég eyddi helginni með Frikka. Helgin var skemmtileg og mjög gaman að heimsækja hann. Hitti gamla vini og rifðja upp gömul kynni. Unglingaflokkur hófst miðvikudaginn eftir verslunarmannahelgina og það var flokkurinn sem bjargaði sumrinu. Ég var með besta bænaherbergi frá upphafi held ég bara og stelpurnar voru frábærar!! Skólinn hófst fljótlega eftir að ég kom í bæinn og ég byrjaði aftur að vinna í Húsasmiðjunni minni.

September. 
Skólinn var á fullu og sömuleiðis vinnan. Ég varð eftirsóttur starfskraftur innan kirkjunnar en ég var beðin um að vinna í þremur æskulýðsfélögum í jafn mörgum kirkjum, Árbæjarkirkju, Hjallakirkju og Háteigskirkju - og fékk viðurnefnið kirkjuhóra hjá vinum mínum.  Mæðgnahelgi í Ölveri og þangað fórum við Sólveig til að vinna.

Október. 
Undirbúningur við vettvangsnám hófst í byrjun mánaðar og um miðjan mánuðinn byrjaði vettvangsnámið. Við Andrea fórum saman í Digranesskóla ásamt öðru pari úr íslenskudeildinni. Vettvangsnámið gekk vel og unglingakennsla er krefjandi en skemmtileg. Að öðru leyti gerðist ekkert annað en að ég vann eins og brjálæðingur. Árshátíð Húsasmiðjunnar var síðasta laugardaginn í mánuðinum og hún var ansi hreint skemmtileg.

Nóvember. 
Vettvangsnámið var enn í fullum gangi, þrjár vikur í nóvember. Fyrstu helgina í nóvember fór ég ásamt sr. Guðna Má, Heiðdísi og Þorgeiri til Frederiksstad í Noregi á norrænt stúdentamót. Þetta var mjög skemmtilegt og margt sem gaman er að rifja upp. Fengum til dæmis hraðasekt - vorum 7 kílómetrum yfir hámarkshraða og 16 þúsund króna sekt!  Eftir vettvangsnámið tók venjulegur skóli við í tvær vikur og síðan próf. Áfram hélt ég að vinna eins og brjálæðingur. Systir mín vað 24 ára og því jafngömul mér í 26 daga - eins og á hverju ári.

Desember. 
Próf, mikil vinna, 25 ára afmælið mitt, jólin og áramótin. Þetta er allt svo nýliðið að ég nenni ekki að skrifa neitt ítarlega um þetta.  

Vonandi er ég ekki að gleyma neinu merkilegu - ef þið haldið að eitthvað eigi að vera þarna sem ég hef ekki skrifað megið þið endilega skella því í komment.

Takk fyrir mig! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

Góðan daginn og gleðilega páska segi ég nú bara!

annars bara gaman að sjá þig í gær :) sé eftir því að hafa ekki leikið með í gær þegar þú sagðir góðan daginn :p hehe. Að þú skildir ekki þekkja mig strax ;D fussumsvei :p

Guðbjörg Þórunn, 4.1.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittó

Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 08:27

3 Smámynd: Guðrún

mér þykir vænt um þig

Guðrún , 4.1.2007 kl. 12:19

4 identicon

Jáhá! Endalaust mikið að gera hjá þér...

 ...ég ætla bara að halda áfram að hafa það rólegt og þæginlegt :p

Bjarni (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 12:38

5 identicon

JÁHÁ! viðburðarríkt ár hjá þér, margt gott og svo slæmt en þú kemur alltaf sterkari út úr öllu svona;) líka svona hevy fræg eftir árið mar;);) ;)

gleðilegt ár og takk fyrir árið 2006

asta (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 12:55

6 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Hey ég kom heim í ágúst! haha ... :p

Dagný Guðmundsdóttir, 5.1.2007 kl. 15:32

7 identicon

Bara að kvitta fyrir innkomunni

Emil Páll (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 16:33

8 Smámynd: Þorgeir Arason

Takk fyrir þennan annál Þóra!

Þorgeir Arason, 10.1.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband